Dagblaðið Vísir - DV - 25.02.2011, Blaðsíða 19

Dagblaðið Vísir - DV - 25.02.2011, Blaðsíða 19
Viðsnúningur á nýrri öld Í byrjun 21. aldar fór að bera á mikl- um viðsnúningi í stjórnarfari Líbíu þar sem Gaddafi fór í æ meira mæli að snúa sér til Vesturlanda. Ástæð- urnar hafa líklega fyrst og fremst ver- ið af efnahagslegum toga þar sem ómældar tekjur var að hafa í olíu- viðskiptum við Vesturlönd. Lykillinn að viðsnúningi Gaddafis var samn- ingur sem líbísk stjórnvöld gerðu við Bandaríkin, en sá samningur var undirritaður árið 2008. Samningur- inn kvað á um að líbísk stjórnvöld myndu greiða miskabætur til fjöl- skyldna fórnarlamba þeirra hryðju- verka sem Líbíumenn höfðu á einn eða annan hátt verið bendlaðir við á undanförnum áratugum. Miskabæt- urnar voru allt að 8 milljónir dollara fyrir hvert fórnarlamb, eða samtals um 1,5 milljarður Bandaríkjadala. Árið 2008 gerði Gaddafi einn- ig samning við Silvio Berlusconi, forsætisráðherra Ítalíu. Ítalir hafa löngum glímt við mikil innflytj- endavandamál þar sem flóttamenn streyma frá norðurströnd Afríku til Ítalíu í leit að betra lífi. Berlusc- oni vill ómögulega taka við þessu fólki og gerði því samkomulag við Gaddafi um að líbíski herinn myndi í raun sinni ytra eftirliti með flótta- mönnum og tilvonandi innflytjend- um með því að hindra för þeirra frá Afríku til Evrópu. Óskiljanlegar ræður Standi Gaddafi ekki við það að láta lífið sem píslarvottur bylting- ar sinnar, gæti hann fagnað 69 ára afmæli sínu þann 6. júní næstkom- andi. Það má því segja að hann sé á besta aldri en stjórnmálaskýr- endur eru þó sammála um að geð- heilsu Gaddafi hafi hrakað á síð- ustu árum, þótt óvíst sé að þar sé aldri leiðtogans um að kenna. Það eru helst opinberar ræður Gaddafis sem hafa borið hrakandi geðheilsu hans vitni. Áður fyrr þótti Gaddafi takast prýðilega að koma fyrir sig orði, en lítið hefur farið fyrir því á undanförnum árum. Í september árið 2009 ávarpaði Gaddafi allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna, í fyrsta skiptið í valda- tíð sinni – og í raun í fyrsta skiptið sem hann ferðaðist til Bandaríkj- anna. Ávarp Gaddafis þótti í lengri kantinum, en hann talaði í 96 mín- útur samfleytt þar sem hann óð úr einu umræðuefni í annað. Þeir sem hafa hlýtt á ræðuna segjast lít- ið hafa botnað í henni en þar sak- aði Gaddafi meðal annars ísraelsku leyniþjónustuna um að hafa stað- ið fyrir morðinu á John F. Kenne- dy. Hann sagðist einnig styðja tali- bana í Afganistan og lýsti einnig yfir stuðningi sínum við sómalska sjó- ræningja. Ræðan var ekki ósvipuð sjón- varpsávarpinu sem Gaddafi hélt á þriðjudag síðastliðinn. Hann óð úr einu umræðuefni í annað og virtist ávarp hans lítið skipulagt. Þá líkti hann meðal annars mótmælend- um við rottur, kallaði þá eiturlyfja- sjúklinga og hryðjuverkamenn sem ætti að aflífa. Síðar sagði hann mót- mælin vera samsæri Vesturlanda og óvina Líbíu, á milli þess sem hann sagðist vera hjarta og höfuð Líbíu – „óumdeildur bróðurlegur leiðtogi byltingarinnar, faðir Líbíu og konungur konunganna.“ Erlent | 19Helgarblað 25. febrúar 2011 • Granatepli er ofurávöxtur sem er mjög andoxunarríkur • Sýnilegur árangur eftir 28 daga notkun á seruminu er niður- staða á vísindilegri rannsókn framkvæmd af óháðum aðila • Dagkrem sem inniheldur olíu úr granateplafræjum sem þéttir og styrkir húðina • Næturkrem sem stuðlar að endurnýjun húðfrumanna meðan húðin sefur • Serum er styrkjandi plöntusafi sem veitir húðinni öfluga meðferð til lengri tíma • Augnkrem sem hjálpar húðinni í kringum augun að verða stinnari • Engin gervi ilm-litar eða rotvarnarefni • Lesið meira um lífrænar húðvörur á www.weleda.is Útsölustaðir: • Heilsuhúsið Kringlunni, Smáratorgi, Laugavegi, Lágmúla, Akureyri, Selfossi og Keflavík • Yggdrasill • Lyfja Lágmúla, Smáralind, Laugavegi, Borgarnesi og Smáratorgi • Apótekið Spöngin • Apótek Vesturlands Lyf og heilsa Kringlunni, Domus medica, JL húsinu og Austurveri • Apótekarinn Hafnarstræti • Árbæjarapótek • Lyfjaval Mjódd • Maður lifandi Borgartúni og Hæðarsmára • Verslunin Vala Sólheimum Weleda granatepla andlitslína náttúrulegar snyrtivörur síðan 19 21- Weleda 90 ára Dularfullir lífverðir Lífvarðasveit Gaddafis er einkar forvitnileg, svo ekki sé meira sagt. Sveitin er ætíð skipuð 20 ungum konum, sem eru valdar persónulega af Gaddafi. Eftir að þær hafa hlotið náð fyrir augum Gaddafis tekur við ströng þjálfun sem getur tekið mörg ár. Þjálfunin felst aðallega í að ná fullkomnum tökum á hinum ýmsu bardagalistum sem og meðferð vopna. Það er algjört skilyrði fyrir konurnar í lífvarðarsveit Gaddafis að þær séu hreinar meyjar. Gaddafi lítur svo á, að óspilltar stúlkur haldi betri athygli en karlmenn og séu því fljótari að bregðast við þegar hætta steðjar að. „ ...sagðist vera hjarta og höfuð Líbíu - „óumdeildur bróð- urlegur leiðtogi bylting- arinnar, faðir Líbíu og konungur konunganna. Gamal Abdel Nasser (t.v.) og Ernesto „Che“ Guevara Helstu fyrirmyndir Gaddafis voru Abdel Nasser, forseti Egyptalands, og Che Guevara, læknirinn sem stjórnaði byltingu Fidels Castro á Kúbu. Báða dreymdi þá um að sameina fjölmörg ríki, Nasser í arabaheimi en Guevara í Suður-Ameríku, og að í útópíuríki þeirra skyldi ríkja sósíalískt skipulag. „Píslarvottur byltingarinnar“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.