Dagblaðið Vísir - DV - 25.02.2011, Blaðsíða 46
Anna Hrund fæddist í Reykjavík og ólst þar upp í Þingholtun-um auk þess hún bjó í sex ár í
Bandaríkjunum. Hún var í Austur-
bæjarskólanum, stundaði nám við
Menntaskólann í Hamrahlíð og lauk
þaðan stúdentsprófi, stundaði nám
í stærðfræði við Háskóla Íslands og
lauk þaðan BSc-prófi í stærfræði,
stundaði síðan nám í myndlist við
Listaháskóla Íslands og lauk þaðan
prófum árið 2010.
Anna Hrund vann lengi á kaffihús-
inu Gráa kettinum við Hverfisgötu. Þá
kenndi hún stærðfræði við Mennta-
skólann í Kópavogi í tvo vetur. Hún
starfar nú hjá Kaffifélaginu við Skóla-
vörðustíg og vinnur að myndlist.
Fjölskylda
Bróðir Önnu Hrundar er Ásgeir Þór
Másson, f. 15.8. 1984, læknir, búsettur
í Reykjavík.
Foreldrar Önnu Hrundar eru Már
Kristjánsson, f. 5.7. 1958, læknir í
Reykjavík, og Halla Ásgeirsdóttir, f.
30.6. 1957, myndlistarmaður.
Í tilefni afmælisins opnar Anna
Hrund, ásamt fleirum, myndlistarsýn-
ingu í Kling og Bang galleríi, Hverfis-
götu 42, á afmælisdaginn, laugardag-
inn 26.2. kl. 17.00. Allir velkomnir.
46 | Ættfræði Umsjón: Kjartan Gunnar Kjartansson kjartan@dv.is 25.–27. febrúar 2011 Helgarblað
Karl fæddist á Siglufirði og ólst þar upp og í Fljótum í Skagafirði. Hann lauk landsprófi frá Gagn-
fræðaskólanum á Siglufirði 1958,
stúdentsprófum frá Menntaskólan-
um á Akureyri 1962, fyrrihluta-prófi
í vélaverkfræði frá Háskóla Íslands
1965 og vélaverkfræðiprófi frá Dan-
marks Tekniske Höjskole 1968.
Karl starfaði hjá jarðhitadeild
Orkustofnunar 1968–83, sem verk-
fræðingur til 1971 og sem deildar-
stjóri eftir það. Á árinu 1981 stjórn-
aði hann olíuleitarborunum í Lopra
í Færeyjum. Hann var forstöðumaður
Jarðborana ríkisins 1983–85 og fram-
kvæmdastjóri Jarðborana hf. 1985–88.
Karl varð forstjóri Bifreiðaskoðun-
ar Íslands hf. frá 1989 en það fyrirtæki
tók við hluta af starfssviði Bifreiða-
eftirlits ríkisins sem lagt var niður frá
sama tíma. Bifreiðaskoðun Íslands
var síðan skipt í Frumherja og Skrán-
ingarstofuna árið 1996 en Karl varð þá
forstjóri Skráningarstofunnar til 2002
er sú stofnun var sameinuð Umferð-
arráði undir heitinu Umferðarstofa.
Hefur Karl verið forstjóri hennar síð-
an.
Karl hefur verið virkur þátttakandi
í Lionshreyfingunni á Íslandi, setið í
bæjarmálanefndum Garðabæjar og
hefur skrifað fjölda greina um jarðhita
bæði innanlands og erlendis.
Karl átti lögheimili á Siglufirði þar
til að loknu námi 1968 er hann flutti
til Reykjavíkur en frá 1978 hefur hann
verið búsettur í Garðabæ.
Fjölskylda
Karl kvæntist 15.9. 1962 Emilíu Jóns-
dóttur, f. 7.12. 1940, húsmóður en hún
er dóttir Jóns Karlssonar, sjómanns í
Neskaupstað, og Gíslínu Sigurjóns-
dóttur húsmóður.
Börn Karls og Emilíu eru Ragna
Ragnars, f. 20.8. 1963, geislafræðingur
við Landspítalann, búsett í Garðabæ,
gift Gunnari Guðlaugssyni, verkfræð-
ingi og forstjóra Norðuráls á Grund-
artanga, en dætur þeirra eru Þórhild-
ur Edda og Emilía; Hildur Ragnars,
f. 16.5. 1968, lyfjafræðingur og fram-
kvæmdastjóri Medis, búsett á Álfta-
nesi, gift Gísla Pálssyni, verkfræðingi
og verkefnastjóra hjá Ístak, en börn
þeirra eru Gylfi Karl, Þorgeir Páll og
Katla Sigríður; Jón Ragnars, f. 2.6.
1974, stjórnmálafræðingur, búsettur
í Hafnarfirði.
Systkini Karls: Gunnar Ragnars,
f. 25.4. 1938, fyrrv. forstjóri Útgerð-
arfélags Akureyrar, ekkjumaður eft-
ir Guðríði Eiríksdóttur og eiga þau
fimm börn en sambýliskona hans er
Unnur; Guðrún Ragnars, f. 16.5. 1953,
hjúkrunarkona og forstöðumaður við
Landspítalann í Reykjavík, gift Jens
Helgasyni rafvirkja og eiga þau þrjú
börn.
Foreldrar Karls: Ólafur Ragnars, f.
27.4. 1909, d. 6.9. 1985, kaupmaður
og síldarsaltandi á Siglufirði, síðar bú-
settur í Reykjavík, og k.h., Ágústa Guð-
rún Guðríður Þóra Johnson Ragnars,
f. 22.4. 1913, d. 17.5. 1993, húsmóðir.
Ætt
Ólafur var bróðir Sverris Ragnars,
sparisjóðsstjóra og stórkaupmanns
á Akureyri, Egils Ragnars, útgerðar-
manns á Siglufirði og á Þórshöfn, og
Kjartans Ragnars sendifulltúa, afa
Kjartan Magnússonar borgarfulltrúa.
Ólafur var sonur Ragnars Friðriks,
stórkaupmanns á Akureyri Ólafsson-
ar, gestgjafa á Skagaströnd og á Ak-
ureyri Jónssonar, b. á Helgavatni Ól-
afssonar. Móðir Ragnars Friðriks var
Valgerður Narfadóttir, hreppstjóra á
Kóngsbakka í Helgafellssveit Þorleifs-
sonar og Valgerðar Einarsdóttur.
Móðir Ólafs var Guðrún Jónsdótt-
ir Johnsen, sýslumanns á Eskifirði,
bróður Þóru, móður Ásmundar Guð-
mundssonar biskups. Jón var son-
ur Ásmundar, prófasts í Odda Jóns-
sonar og Guðrúnar Þorgrímsdóttur,
systur Gríms Thomsens. Móðir Guð-
rúnar Jónsdóttur var Kristrún, systir
Guðnýjar, langömmu Jónasar Har-
alz. Kristrún var dóttir Hallgríms,
prófasts á Hólmum við Reyðarfjörð,
bróður Benedikts, föður Hallgríms,
stórkaupmanns, föður Geirs Hall-
grímssonar forsætisráðherra. Ann-
ar bróðir Hallgríms var Jón, þjóð-
fundarmaður í Lundarbrekku, afi
Árna, alþm. frá Múla, föður Jónasar,
alþm. og rithöfundar, og Jóns Múla,
útvarpsmanns og tónskálds. Systir
Hallgríms var Sólveig, móðir Kristj-
áns ráðherra og Péturs ráðherra Jóns-
sona auk þess sem Sólveig var amma
Haraldar Guðmundssonar ráðherra
og langamma Jóns Sigurðssonar,
fyrrv. ráðherra. Hallgrímur var sonur
Jóns, ættföður Reykjahlíðarættar Þor-
steinssonar.
Ágústa var dóttir Ágústs J.
Johnsson, bankagjaldkera í Reykjavík
Kristjánssonar, b. í Marteinstungu í
Holtum Jónssonar.
Móðir Ágústu var Guðrún Tómas-
dóttir, b. á Barkarstöðum í Fljótshlíð
Sigurðssonar, bróður Ólafar, móður
Ágústs J. Johnsson. Tómas var son-
ur Sigurðar, b. á Barkarstöðum Ís-
leifssonar. Móðir Tómasar var Ingi-
björg, systir Tómasar Fjölnismanns,
afa Jóns, biskups Helgasonar, langafa
Helga yfirlæknis, föður Ragnhildar,
fyrrv. ráðherra, og langafa Þórhildar,
móður Sigurðar Líndal lagaprófess-
ors og Páls Líndal ráðuneytisstjóra.
Systir Ingibjargar var Jórunn, amma
Árna Þórarinssonar, prests á Stóra-
Hrauni. Ingibjörg var dóttir Sæmund-
ar, b. í Eyvindarholti Ögmundsson, pr.
á Krossi, bróður Böðvars í Guttorms-
haga, afa Þuríðar, langömmu Vigdísar
Finnbogadóttur. Ögmundur var son-
ur Högna Sigurðssonar, prestaföður
á Breiðabólstað. Móðir Guðrúnar var
Guðríður Árnadóttir, b. á Reynifelli,
bróður Páls, hreppstjóra á Þingskál-
um, afa Magnúsar Kjaran stórkaup-
manns, föður Birgis Kjaran alþm. afa
Birgis Ármannssonar alþm., en systir
Birgis Kjaran er Sigríður, móðir Birg-
is Björns Sigurjónssonar hagfræð-
ings og Jóhanns Sigurjónssonar, for-
stjóra HAFRÓ. Annar bróðir Árna var
Jón, afi Jóns Helgasonar, skálds og
prófessors í Kaupmannahöfn. Árni
var sonur Guðmundar, b. á Keld-
um, bróður Stefáns, langafa Magn-
eu, ömmu Ólafs Ísleifssonar hagfræð-
ings. Guðmundur var sonur Brynjólfs,
b. í Vestri-Kirkjubæ Stefánssonar, b. í
Árbæ Bjarnasonar, ættföður Víkings-
lækjarættar Halldórssonar. Móðir
Guðríðar var Guðrún Guðmunds-
dóttir, dótturdóttir Þuríðar Jónsdótt-
ur, systur Páls skálda, langafa Jensínu,
móður Ásgeirs Ásgeirssonar forseta.
Karl Ágúst Ragnars
forstjóri Umferðarstofu
85
ára
85
ára
Anna Hrund Másdóttir
myndlistarmaður í Reykjavík
70 ára á sunnudag
30 ára á laugardag
Hafsteinn fæddist í Reykjavík og ólst þar upp í Breiðholtinu. Hann var í Hólabrekkuskóla,
stundaði nám við Fjölbrautaskólann
í Breiðholti og lauk þaðan stúdents-
prófi 2002, stundaði nám við Tækni-
skólann og lauk þaðan sveinsprófi
í húsamálun 2008, og stundaði síð-
an nám við Háskólann í Reykjavík og
lauk þaðan prófum sem byggingar-
iðnfræðingur árið 2009.
Hafsteinn var á samningi sem
málarasveinn hjá Orkuveitu Reykja-
víkur á árunum 2006–2008 og hefur
stundað húsamálun síðan.
Hafsteinn æfði og keppti í hand-
bolta með Fram upp alla yngri flokk-
ana, lék með meistaraflokki Fram um
skeið, lék síðan með meistaraflokki ÍR
í tvö ár og síðan með Ribe HK á Jót-
landi í Danmörku á árunum 2006–
2008.
Hafsteinn varð Íslandsmeistari og
bikarmeistari með Fram í yngri flokk-
um og bikarmeistari með ÍR í meist-
araflokki árið 2004.
Fjölskylda
Systkini Hafsteins eru Guðjón Inga-
son, f. 22.8. 1976, slökkviliðsmaður
hjá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins,
búsettur í Hveragerði; Anna Guðrún
Ingadóttir, f. 21.2. 1990, starfar nú við
hjálparstarf í Gvatemala.
Foreldrar Hafsteins eru Ingi Þór
Hafsteinsson, f. 26.12. 1954, vélfræð-
ingur í Reykjavík, og Ragnhildur Anna
Jónsdóttir, f. 26.8. 1954, leikskóla-
kennari.
Hafsteinn heldur upp á afmælið
með skíðaferð til Ítalíu.
Hafsteinn Anton Ingason
húsamálari í Reykjavík
30 ára á laugardag
Þröstur fæddist á Sauðárkróki 25.2.1981 og ólst þar upp til þriggja ára aldurs en flutti þá
með fjölskyldu sinni að Vatni í Skaga-
firði. Hann var í Grunnskólanum að
Hofsósi og Fjölbrautaskóla Norður-
lands vestra á Sauðárkróki.
Þröstur ólst upp við öll almenn
sveitastörf á Vatni og vann þar einnig
við ferðaþjónustu. Hann hóf störf við
Vesturfarasetrið á Hofsósi um 1998
við smíðar og hönnun. Árið 2003 flutti
hann til Reykjavíkur og vann áfram
við hönnun hjá Setrinu til ársins 2006
en þá hóf hann störf hjá auglýsinga-
stofnunni H:N Markaðssamskiptum
og vann þar í tvö ár, starfaði síðan sem
hönnuður hjá Latabæ um skeið en
starfar nú sem hönnuður hjá auglýs-
ingastofunni Vatikaninu.
Þröstur er áhugamaður um hönn-
un, skotveiði og hestamennsku.
Fjölskylda
Kærasta Þrastar Skúla er Rósa
Tryggvadóttir, f. 31.3. 1983, þjónustu-
fulltrúi hjá 66°Norður.
Sonur Þrastar Skúla og Rósu er
Viktor Smári Þrastarson, f. 8.6. 2007.
Systur Þrastar Skúla eru Linda
Fanney Valgeirsdóttir, f. 10.11. 1984,
lögfræðingur, búsett í Reykjavík; Sól-
veig Erla Valgeirsdóttir, f. 7.12. 1990,
húsmóðir og saumakona hjá Íslensku
fánasaumastofunni á Hofsósi.
Foreldrar Þrastar Skúla eru Guð-
rún Halldóra Þorvaldsdóttir, f. 31.5.
1961, bóndi á Vatni og framkvæmda-
stjóri Íslensku fánasaumastofunnar,
og Valgeir Sigfús Þorvaldsson, f. 2.7.
1960, bóndi á Vatni og forstöðumaður
Vesturfarasetursins á Hofsósi.
Þröstur Skúli Valgeirsson
hönnuður hjá Vatikaninu
30 ára á föstudag
Halla fæddist í Reykjavík en ólst upp í Ásum í Gnúpverjahreppi. Hún lauk prófum frá Kvenna-
skólanum í Reykjavík árið 1968, frá
Húsmæðraskóla Suðurlands að Laug-
arvatni 1969 og Leiklistarskóla Þjóð-
leikhússins 1972.
Halla starfaði á auglýsingastofu í
Reykjavík og sinnti dagskrárgerð fyrir
útvarp auk þess sem hún lék hjá Þjóð-
leikhúsinu, hjá Leikfélagi Reykjavík-
ur og í útvarpi og sjónvarpi að námi
loknu.
Hún flutti á æskustöðvarnar að
Ásum 1976 og hefur stundað þar bú-
skap síðan, ásamt eiginmanni sínum,
lengi í félagi við foreldra sína. Einn-
ig stundaði hún kennslu og sett upp
fjölda leiksýninga á landsbyggðinni.
Halla hefur gegnt ýmsum trúnaðar-
störfum á opinberum vettvangi, sat
m.a. í hreppsnefnd Gnúpverjahrepps
í tólf ár. Hún hefur unnið ötullega að
verndun Þjórsárvera. Þá hefur hún
hefur verið ritari héraðsnefndar Ár-
nesinga um árabil.
Fjölskylda
Halla giftist 6.10. 1973 Viðari Gunn-
geirssyni, f. 27.9. 1949, guðfræðingi og
síðar bónda að Ásum. Hann er sonur
Gunngeirs Péturssonar, f. 28.1. 1921,
d. 1991, skrifstofustjóra borgarverk-
fræðings, og Sigurrósar Eyjólfsdóttur,
f. 23.8. 1922, húsmóður.
Börn Höllu og Viðars eru Haukur
Vatnar, f. 8.11. 1976, leikskólakenn-
ari, búsettur í Reykjavík en eiginkona
hans er Kristín Gísladóttir kennari og
eru börn þeirra Elías Hlynur, Þröst-
ur Almar, Eydís Birta og Alda Sól;
Álfheiður f. 12.2 1978, þroskaþjálfi í
Reykjavík en eiginmaður hennar er
Jón Hákonarson, rafvirkjameistari og
eru börn þeirra Karen Sif, Iðunn Ósk
og Baldur Már; Guðmundur Valur,
f. 3.4. 1983, grafískur hönnuður, bú-
settur í Reykjavík en unnusta hans er
Gunnþóra Elín Erlingsdóttir lögfræði-
nemi.
Systkini Höllu eru Ágúst, f. 30.4.
1948; Stefán, f. 21.5. 1956; Kristín f.
10.5. 1961.
Foreldrar Höllu eru Guðmund-
ur Ámundason frá Sandlæk, f. 17.9.
1913, d. 2004, bóndi í Ásum, og k.h.,
Stefanía Ágústsdóttir, f. 12.11. 1924,
húsfreyja.
Halla Guðmundsdóttir
bóndi í Ásum í Gnúpverjahreppi
60 ára á sunnudag