Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 25.02.2011, Qupperneq 46

Dagblaðið Vísir - DV - 25.02.2011, Qupperneq 46
Anna Hrund fæddist í Reykjavík og ólst þar upp í Þingholtun-um auk þess hún bjó í sex ár í Bandaríkjunum. Hún var í Austur- bæjarskólanum, stundaði nám við Menntaskólann í Hamrahlíð og lauk þaðan stúdentsprófi, stundaði nám í stærðfræði við Háskóla Íslands og lauk þaðan BSc-prófi í stærfræði, stundaði síðan nám í myndlist við Listaháskóla Íslands og lauk þaðan prófum árið 2010. Anna Hrund vann lengi á kaffihús- inu Gráa kettinum við Hverfisgötu. Þá kenndi hún stærðfræði við Mennta- skólann í Kópavogi í tvo vetur. Hún starfar nú hjá Kaffifélaginu við Skóla- vörðustíg og vinnur að myndlist. Fjölskylda Bróðir Önnu Hrundar er Ásgeir Þór Másson, f. 15.8. 1984, læknir, búsettur í Reykjavík. Foreldrar Önnu Hrundar eru Már Kristjánsson, f. 5.7. 1958, læknir í Reykjavík, og Halla Ásgeirsdóttir, f. 30.6. 1957, myndlistarmaður. Í tilefni afmælisins opnar Anna Hrund, ásamt fleirum, myndlistarsýn- ingu í Kling og Bang galleríi, Hverfis- götu 42, á afmælisdaginn, laugardag- inn 26.2. kl. 17.00. Allir velkomnir. 46 | Ættfræði Umsjón: Kjartan Gunnar Kjartansson kjartan@dv.is 25.–27. febrúar 2011 Helgarblað Karl fæddist á Siglufirði og ólst þar upp og í Fljótum í Skagafirði. Hann lauk landsprófi frá Gagn- fræðaskólanum á Siglufirði 1958, stúdentsprófum frá Menntaskólan- um á Akureyri 1962, fyrrihluta-prófi í vélaverkfræði frá Háskóla Íslands 1965 og vélaverkfræðiprófi frá Dan- marks Tekniske Höjskole 1968. Karl starfaði hjá jarðhitadeild Orkustofnunar 1968–83, sem verk- fræðingur til 1971 og sem deildar- stjóri eftir það. Á árinu 1981 stjórn- aði hann olíuleitarborunum í Lopra í Færeyjum. Hann var forstöðumaður Jarðborana ríkisins 1983–85 og fram- kvæmdastjóri Jarðborana hf. 1985–88. Karl varð forstjóri Bifreiðaskoðun- ar Íslands hf. frá 1989 en það fyrirtæki tók við hluta af starfssviði Bifreiða- eftirlits ríkisins sem lagt var niður frá sama tíma. Bifreiðaskoðun Íslands var síðan skipt í Frumherja og Skrán- ingarstofuna árið 1996 en Karl varð þá forstjóri Skráningarstofunnar til 2002 er sú stofnun var sameinuð Umferð- arráði undir heitinu Umferðarstofa. Hefur Karl verið forstjóri hennar síð- an. Karl hefur verið virkur þátttakandi í Lionshreyfingunni á Íslandi, setið í bæjarmálanefndum Garðabæjar og hefur skrifað fjölda greina um jarðhita bæði innanlands og erlendis. Karl átti lögheimili á Siglufirði þar til að loknu námi 1968 er hann flutti til Reykjavíkur en frá 1978 hefur hann verið búsettur í Garðabæ. Fjölskylda Karl kvæntist 15.9. 1962 Emilíu Jóns- dóttur, f. 7.12. 1940, húsmóður en hún er dóttir Jóns Karlssonar, sjómanns í Neskaupstað, og Gíslínu Sigurjóns- dóttur húsmóður. Börn Karls og Emilíu eru Ragna Ragnars, f. 20.8. 1963, geislafræðingur við Landspítalann, búsett í Garðabæ, gift Gunnari Guðlaugssyni, verkfræð- ingi og forstjóra Norðuráls á Grund- artanga, en dætur þeirra eru Þórhild- ur Edda og Emilía; Hildur Ragnars, f. 16.5. 1968, lyfjafræðingur og fram- kvæmdastjóri Medis, búsett á Álfta- nesi, gift Gísla Pálssyni, verkfræðingi og verkefnastjóra hjá Ístak, en börn þeirra eru Gylfi Karl, Þorgeir Páll og Katla Sigríður; Jón Ragnars, f. 2.6. 1974, stjórnmálafræðingur, búsettur í Hafnarfirði. Systkini Karls: Gunnar Ragnars, f. 25.4. 1938, fyrrv. forstjóri Útgerð- arfélags Akureyrar, ekkjumaður eft- ir Guðríði Eiríksdóttur og eiga þau fimm börn en sambýliskona hans er Unnur; Guðrún Ragnars, f. 16.5. 1953, hjúkrunarkona og forstöðumaður við Landspítalann í Reykjavík, gift Jens Helgasyni rafvirkja og eiga þau þrjú börn. Foreldrar Karls: Ólafur Ragnars, f. 27.4. 1909, d. 6.9. 1985, kaupmaður og síldarsaltandi á Siglufirði, síðar bú- settur í Reykjavík, og k.h., Ágústa Guð- rún Guðríður Þóra Johnson Ragnars, f. 22.4. 1913, d. 17.5. 1993, húsmóðir. Ætt Ólafur var bróðir Sverris Ragnars, sparisjóðsstjóra og stórkaupmanns á Akureyri, Egils Ragnars, útgerðar- manns á Siglufirði og á Þórshöfn, og Kjartans Ragnars sendifulltúa, afa Kjartan Magnússonar borgarfulltrúa. Ólafur var sonur Ragnars Friðriks, stórkaupmanns á Akureyri Ólafsson- ar, gestgjafa á Skagaströnd og á Ak- ureyri Jónssonar, b. á Helgavatni Ól- afssonar. Móðir Ragnars Friðriks var Valgerður Narfadóttir, hreppstjóra á Kóngsbakka í Helgafellssveit Þorleifs- sonar og Valgerðar Einarsdóttur. Móðir Ólafs var Guðrún Jónsdótt- ir Johnsen, sýslumanns á Eskifirði, bróður Þóru, móður Ásmundar Guð- mundssonar biskups. Jón var son- ur Ásmundar, prófasts í Odda Jóns- sonar og Guðrúnar Þorgrímsdóttur, systur Gríms Thomsens. Móðir Guð- rúnar Jónsdóttur var Kristrún, systir Guðnýjar, langömmu Jónasar Har- alz. Kristrún var dóttir Hallgríms, prófasts á Hólmum við Reyðarfjörð, bróður Benedikts, föður Hallgríms, stórkaupmanns, föður Geirs Hall- grímssonar forsætisráðherra. Ann- ar bróðir Hallgríms var Jón, þjóð- fundarmaður í Lundarbrekku, afi Árna, alþm. frá Múla, föður Jónasar, alþm. og rithöfundar, og Jóns Múla, útvarpsmanns og tónskálds. Systir Hallgríms var Sólveig, móðir Kristj- áns ráðherra og Péturs ráðherra Jóns- sona auk þess sem Sólveig var amma Haraldar Guðmundssonar ráðherra og langamma Jóns Sigurðssonar, fyrrv. ráðherra. Hallgrímur var sonur Jóns, ættföður Reykjahlíðarættar Þor- steinssonar. Ágústa var dóttir Ágústs J. Johnsson, bankagjaldkera í Reykjavík Kristjánssonar, b. í Marteinstungu í Holtum Jónssonar. Móðir Ágústu var Guðrún Tómas- dóttir, b. á Barkarstöðum í Fljótshlíð Sigurðssonar, bróður Ólafar, móður Ágústs J. Johnsson. Tómas var son- ur Sigurðar, b. á Barkarstöðum Ís- leifssonar. Móðir Tómasar var Ingi- björg, systir Tómasar Fjölnismanns, afa Jóns, biskups Helgasonar, langafa Helga yfirlæknis, föður Ragnhildar, fyrrv. ráðherra, og langafa Þórhildar, móður Sigurðar Líndal lagaprófess- ors og Páls Líndal ráðuneytisstjóra. Systir Ingibjargar var Jórunn, amma Árna Þórarinssonar, prests á Stóra- Hrauni. Ingibjörg var dóttir Sæmund- ar, b. í Eyvindarholti Ögmundsson, pr. á Krossi, bróður Böðvars í Guttorms- haga, afa Þuríðar, langömmu Vigdísar Finnbogadóttur. Ögmundur var son- ur Högna Sigurðssonar, prestaföður á Breiðabólstað. Móðir Guðrúnar var Guðríður Árnadóttir, b. á Reynifelli, bróður Páls, hreppstjóra á Þingskál- um, afa Magnúsar Kjaran stórkaup- manns, föður Birgis Kjaran alþm. afa Birgis Ármannssonar alþm., en systir Birgis Kjaran er Sigríður, móðir Birg- is Björns Sigurjónssonar hagfræð- ings og Jóhanns Sigurjónssonar, for- stjóra HAFRÓ. Annar bróðir Árna var Jón, afi Jóns Helgasonar, skálds og prófessors í Kaupmannahöfn. Árni var sonur Guðmundar, b. á Keld- um, bróður Stefáns, langafa Magn- eu, ömmu Ólafs Ísleifssonar hagfræð- ings. Guðmundur var sonur Brynjólfs, b. í Vestri-Kirkjubæ Stefánssonar, b. í Árbæ Bjarnasonar, ættföður Víkings- lækjarættar Halldórssonar. Móðir Guðríðar var Guðrún Guðmunds- dóttir, dótturdóttir Þuríðar Jónsdótt- ur, systur Páls skálda, langafa Jensínu, móður Ásgeirs Ásgeirssonar forseta. Karl Ágúst Ragnars forstjóri Umferðarstofu 85 ára 85 ára Anna Hrund Másdóttir myndlistarmaður í Reykjavík 70 ára á sunnudag 30 ára á laugardag Hafsteinn fæddist í Reykjavík og ólst þar upp í Breiðholtinu. Hann var í Hólabrekkuskóla, stundaði nám við Fjölbrautaskólann í Breiðholti og lauk þaðan stúdents- prófi 2002, stundaði nám við Tækni- skólann og lauk þaðan sveinsprófi í húsamálun 2008, og stundaði síð- an nám við Háskólann í Reykjavík og lauk þaðan prófum sem byggingar- iðnfræðingur árið 2009. Hafsteinn var á samningi sem málarasveinn hjá Orkuveitu Reykja- víkur á árunum 2006–2008 og hefur stundað húsamálun síðan. Hafsteinn æfði og keppti í hand- bolta með Fram upp alla yngri flokk- ana, lék með meistaraflokki Fram um skeið, lék síðan með meistaraflokki ÍR í tvö ár og síðan með Ribe HK á Jót- landi í Danmörku á árunum 2006– 2008. Hafsteinn varð Íslandsmeistari og bikarmeistari með Fram í yngri flokk- um og bikarmeistari með ÍR í meist- araflokki árið 2004. Fjölskylda Systkini Hafsteins eru Guðjón Inga- son, f. 22.8. 1976, slökkviliðsmaður hjá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins, búsettur í Hveragerði; Anna Guðrún Ingadóttir, f. 21.2. 1990, starfar nú við hjálparstarf í Gvatemala. Foreldrar Hafsteins eru Ingi Þór Hafsteinsson, f. 26.12. 1954, vélfræð- ingur í Reykjavík, og Ragnhildur Anna Jónsdóttir, f. 26.8. 1954, leikskóla- kennari. Hafsteinn heldur upp á afmælið með skíðaferð til Ítalíu. Hafsteinn Anton Ingason húsamálari í Reykjavík 30 ára á laugardag Þröstur fæddist á Sauðárkróki 25.2.1981 og ólst þar upp til þriggja ára aldurs en flutti þá með fjölskyldu sinni að Vatni í Skaga- firði. Hann var í Grunnskólanum að Hofsósi og Fjölbrautaskóla Norður- lands vestra á Sauðárkróki. Þröstur ólst upp við öll almenn sveitastörf á Vatni og vann þar einnig við ferðaþjónustu. Hann hóf störf við Vesturfarasetrið á Hofsósi um 1998 við smíðar og hönnun. Árið 2003 flutti hann til Reykjavíkur og vann áfram við hönnun hjá Setrinu til ársins 2006 en þá hóf hann störf hjá auglýsinga- stofnunni H:N Markaðssamskiptum og vann þar í tvö ár, starfaði síðan sem hönnuður hjá Latabæ um skeið en starfar nú sem hönnuður hjá auglýs- ingastofunni Vatikaninu. Þröstur er áhugamaður um hönn- un, skotveiði og hestamennsku. Fjölskylda Kærasta Þrastar Skúla er Rósa Tryggvadóttir, f. 31.3. 1983, þjónustu- fulltrúi hjá 66°Norður. Sonur Þrastar Skúla og Rósu er Viktor Smári Þrastarson, f. 8.6. 2007. Systur Þrastar Skúla eru Linda Fanney Valgeirsdóttir, f. 10.11. 1984, lögfræðingur, búsett í Reykjavík; Sól- veig Erla Valgeirsdóttir, f. 7.12. 1990, húsmóðir og saumakona hjá Íslensku fánasaumastofunni á Hofsósi. Foreldrar Þrastar Skúla eru Guð- rún Halldóra Þorvaldsdóttir, f. 31.5. 1961, bóndi á Vatni og framkvæmda- stjóri Íslensku fánasaumastofunnar, og Valgeir Sigfús Þorvaldsson, f. 2.7. 1960, bóndi á Vatni og forstöðumaður Vesturfarasetursins á Hofsósi. Þröstur Skúli Valgeirsson hönnuður hjá Vatikaninu 30 ára á föstudag Halla fæddist í Reykjavík en ólst upp í Ásum í Gnúpverjahreppi. Hún lauk prófum frá Kvenna- skólanum í Reykjavík árið 1968, frá Húsmæðraskóla Suðurlands að Laug- arvatni 1969 og Leiklistarskóla Þjóð- leikhússins 1972. Halla starfaði á auglýsingastofu í Reykjavík og sinnti dagskrárgerð fyrir útvarp auk þess sem hún lék hjá Þjóð- leikhúsinu, hjá Leikfélagi Reykjavík- ur og í útvarpi og sjónvarpi að námi loknu. Hún flutti á æskustöðvarnar að Ásum 1976 og hefur stundað þar bú- skap síðan, ásamt eiginmanni sínum, lengi í félagi við foreldra sína. Einn- ig stundaði hún kennslu og sett upp fjölda leiksýninga á landsbyggðinni. Halla hefur gegnt ýmsum trúnaðar- störfum á opinberum vettvangi, sat m.a. í hreppsnefnd Gnúpverjahrepps í tólf ár. Hún hefur unnið ötullega að verndun Þjórsárvera. Þá hefur hún hefur verið ritari héraðsnefndar Ár- nesinga um árabil. Fjölskylda Halla giftist 6.10. 1973 Viðari Gunn- geirssyni, f. 27.9. 1949, guðfræðingi og síðar bónda að Ásum. Hann er sonur Gunngeirs Péturssonar, f. 28.1. 1921, d. 1991, skrifstofustjóra borgarverk- fræðings, og Sigurrósar Eyjólfsdóttur, f. 23.8. 1922, húsmóður. Börn Höllu og Viðars eru Haukur Vatnar, f. 8.11. 1976, leikskólakenn- ari, búsettur í Reykjavík en eiginkona hans er Kristín Gísladóttir kennari og eru börn þeirra Elías Hlynur, Þröst- ur Almar, Eydís Birta og Alda Sól; Álfheiður f. 12.2 1978, þroskaþjálfi í Reykjavík en eiginmaður hennar er Jón Hákonarson, rafvirkjameistari og eru börn þeirra Karen Sif, Iðunn Ósk og Baldur Már; Guðmundur Valur, f. 3.4. 1983, grafískur hönnuður, bú- settur í Reykjavík en unnusta hans er Gunnþóra Elín Erlingsdóttir lögfræði- nemi. Systkini Höllu eru Ágúst, f. 30.4. 1948; Stefán, f. 21.5. 1956; Kristín f. 10.5. 1961. Foreldrar Höllu eru Guðmund- ur Ámundason frá Sandlæk, f. 17.9. 1913, d. 2004, bóndi í Ásum, og k.h., Stefanía Ágústsdóttir, f. 12.11. 1924, húsfreyja. Halla Guðmundsdóttir bóndi í Ásum í Gnúpverjahreppi 60 ára á sunnudag
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.