Dagblaðið Vísir - DV - 25.02.2011, Blaðsíða 39

Dagblaðið Vísir - DV - 25.02.2011, Blaðsíða 39
Fermingar | 39Helgarblað 25.–27. febrúar 2011 Góðar fermingargjafir lÍs en ku ALPARNIR s SWALLOW 250 Kuldaþol: -8 þyngd: 1,7 kg. 11.995 kr. 8.397 kr. SWALLOW 350 Kuldaþol: -13 þyngd: 1,83 kg. 14.995 kr. 10.496 kr. Verð: 19.995 kr. Karrimor gönguskór Hitabrúsar Göngustafir MONTANA, 3000mm vatnsheld 2. manna 16.995 kr. 12.796 kr. 3. manna 19.995 kr. 15.996 kr. 4. manna 26.995 kr. 21.596 kr. 19.995 kr. 15.995 kr. 17.995 kr. 12.597 kr. AIRSPACE 30 + 5 lítra TILBOÐ: 9.995 kr. NORD BLANC 32 lítra TRANSIT 65 + 10 lítra Gott úrval: Góð gæði Betra verð Í ár stendur Siðmennt, félag sið- rænna húmanista, fyrir borgara- legri fermingu í 23. skipti. Aldrei hafa fleiri tekið þátt í undirbún- ingsnámskeiðunum sem hófust í jan- úar, eða tæplega 200 ungmenni. Alls eru haldin átta undirbúningsnám- skeið og í fyrsta sinn er haldið nám- skeið í Árborg og annað árið í röð er námskeið á Akureyri. Á námskeið- unum er fjallað um ýmislegt sem gagnast mun ungmennum, eins og að beita gagnrýninni hugsun, sið- fræði, að vera unglingur í auglýsinga- og neyslusamfélagi, fjölmenningar- færni, mannleg samskipti svo aðeins örfá viðfangsefni séu nefnd. Ranghugmyndir um borgaralega fermingu Blaðamaður DV ræddi við Hope Knútsson, formann Siðmenntar. Hope segir að enn gæti ranghug- mynda um borgaralega fermingu en „... þó ekki jafn mikið og áður. Sum- ir segja að við séum bara að líkja eftir kristilegri fermingu þegar staðreynd- in er sú að kristileg ferming er í raun afbökun á ævafornri hefð sem tíðkast með fjölmargra menningarsamfé- laga þar sem ungt fólk er tekið í full- orðinna tölu. Í öllum samfélögum er til einhvers konar manndómsvígsla.“ Hope segir einnig að Siðmennt hafi verið sakað um hræsni. „Ég skil það reyndar ekki. Við gerum ekki upp á milli trúarbragða og setjum aldrei út á trúarbrögð sem slík. Við bjóðum bara upp á þennan val- möguleika þar sem margt ungt fólk er ekki tilbúið að játast trúarbrögð- um á þessum aldri.“ Námskeiðið er höfuðmálið Aðalatriðið í borgaralegri fermingu hjá Siðmennt eru námskeið sem haldin eru til undirbúnings en Hope segir athöfnina sjálfa í raun vera „út- skriftarhátíð námskeiðanna“. Jóhann Björnsson siðfræðingur hefur séð um námskeiðin fyrir Siðmennt und- anfarin 15 ár. Hann segir borgaralega fermingu verða sífellt vinsælli, ólíkt því sem áður var – þegar borgara- leg ferming var ákveðið tabú. „Þetta þótti mjög skrýtið áður fyrr og ungt fólk sem var fermt borgaralega var jafnvel litið hornauga. Það er sára- sjaldan sem við heyrum slíkar sög- ur nú til dags,“ segir Jóhann. En hvað fer fram á námskeiðunum? „Það er fyrst og fremst að þjálfa hjá unga fólkinu gagnrýna hugsun. Útgangs- punkturinn hjá mér, þegar ég byrjaði með námskeiðin fyrir 15 árum, var að leggja áherslu á gagnrýna hugsun þar sem hún er lítið til umfjöllunar í skólakerfinu. Við reynum að fjalla um lífið almennt, hvernig er að vera ungl- ingur í neyslusamfélagi í dag. Hverj- um getum við treyst, hvaða upplýs- ingum getum við treyst? Við reynum að innræta unglingunum ákveðið viðhorf sem gagnast þeim í lífinu. Við fjöllum lítið um trúarbrögð sem slík og gerum alls ekki upp á milli þeirra. Meðlimir allra trúfélaga eru hjartan- lega velkomnir á námskeiðin okkar.“ „Við gerum ekki upp á milli trúar- bragða og setjum aldrei út á trúarbrögð sem slík. Við bjóðum bara upp á þenn- an valmöguleika þar sem margt ungt fólk er ekki til- búið að játast trúarbrögð- um á þessum aldri. n Sífellt fleiri kjósa borgaralega fermingu n Fjöldi fermingar- barna um 200 n Formaður Siðmenntar segir margar ranghug- myndir á kreiki um borgaralega fermingu Borgaraleg ferming aldrei vinsælli Hope Knútsson Siðmennt býður upp á borgaralega fermingu. Vinsældir hennar hafa aukist jafnt og þétt undanfarin ár. Fermingarbörn Tæplega 200 ungmenni kjósa borgaralega fermingu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.