Dagblaðið Vísir - DV - 25.02.2011, Síða 39

Dagblaðið Vísir - DV - 25.02.2011, Síða 39
Fermingar | 39Helgarblað 25.–27. febrúar 2011 Góðar fermingargjafir lÍs en ku ALPARNIR s SWALLOW 250 Kuldaþol: -8 þyngd: 1,7 kg. 11.995 kr. 8.397 kr. SWALLOW 350 Kuldaþol: -13 þyngd: 1,83 kg. 14.995 kr. 10.496 kr. Verð: 19.995 kr. Karrimor gönguskór Hitabrúsar Göngustafir MONTANA, 3000mm vatnsheld 2. manna 16.995 kr. 12.796 kr. 3. manna 19.995 kr. 15.996 kr. 4. manna 26.995 kr. 21.596 kr. 19.995 kr. 15.995 kr. 17.995 kr. 12.597 kr. AIRSPACE 30 + 5 lítra TILBOÐ: 9.995 kr. NORD BLANC 32 lítra TRANSIT 65 + 10 lítra Gott úrval: Góð gæði Betra verð Í ár stendur Siðmennt, félag sið- rænna húmanista, fyrir borgara- legri fermingu í 23. skipti. Aldrei hafa fleiri tekið þátt í undirbún- ingsnámskeiðunum sem hófust í jan- úar, eða tæplega 200 ungmenni. Alls eru haldin átta undirbúningsnám- skeið og í fyrsta sinn er haldið nám- skeið í Árborg og annað árið í röð er námskeið á Akureyri. Á námskeið- unum er fjallað um ýmislegt sem gagnast mun ungmennum, eins og að beita gagnrýninni hugsun, sið- fræði, að vera unglingur í auglýsinga- og neyslusamfélagi, fjölmenningar- færni, mannleg samskipti svo aðeins örfá viðfangsefni séu nefnd. Ranghugmyndir um borgaralega fermingu Blaðamaður DV ræddi við Hope Knútsson, formann Siðmenntar. Hope segir að enn gæti ranghug- mynda um borgaralega fermingu en „... þó ekki jafn mikið og áður. Sum- ir segja að við séum bara að líkja eftir kristilegri fermingu þegar staðreynd- in er sú að kristileg ferming er í raun afbökun á ævafornri hefð sem tíðkast með fjölmargra menningarsamfé- laga þar sem ungt fólk er tekið í full- orðinna tölu. Í öllum samfélögum er til einhvers konar manndómsvígsla.“ Hope segir einnig að Siðmennt hafi verið sakað um hræsni. „Ég skil það reyndar ekki. Við gerum ekki upp á milli trúarbragða og setjum aldrei út á trúarbrögð sem slík. Við bjóðum bara upp á þennan val- möguleika þar sem margt ungt fólk er ekki tilbúið að játast trúarbrögð- um á þessum aldri.“ Námskeiðið er höfuðmálið Aðalatriðið í borgaralegri fermingu hjá Siðmennt eru námskeið sem haldin eru til undirbúnings en Hope segir athöfnina sjálfa í raun vera „út- skriftarhátíð námskeiðanna“. Jóhann Björnsson siðfræðingur hefur séð um námskeiðin fyrir Siðmennt und- anfarin 15 ár. Hann segir borgaralega fermingu verða sífellt vinsælli, ólíkt því sem áður var – þegar borgara- leg ferming var ákveðið tabú. „Þetta þótti mjög skrýtið áður fyrr og ungt fólk sem var fermt borgaralega var jafnvel litið hornauga. Það er sára- sjaldan sem við heyrum slíkar sög- ur nú til dags,“ segir Jóhann. En hvað fer fram á námskeiðunum? „Það er fyrst og fremst að þjálfa hjá unga fólkinu gagnrýna hugsun. Útgangs- punkturinn hjá mér, þegar ég byrjaði með námskeiðin fyrir 15 árum, var að leggja áherslu á gagnrýna hugsun þar sem hún er lítið til umfjöllunar í skólakerfinu. Við reynum að fjalla um lífið almennt, hvernig er að vera ungl- ingur í neyslusamfélagi í dag. Hverj- um getum við treyst, hvaða upplýs- ingum getum við treyst? Við reynum að innræta unglingunum ákveðið viðhorf sem gagnast þeim í lífinu. Við fjöllum lítið um trúarbrögð sem slík og gerum alls ekki upp á milli þeirra. Meðlimir allra trúfélaga eru hjartan- lega velkomnir á námskeiðin okkar.“ „Við gerum ekki upp á milli trúar- bragða og setjum aldrei út á trúarbrögð sem slík. Við bjóðum bara upp á þenn- an valmöguleika þar sem margt ungt fólk er ekki til- búið að játast trúarbrögð- um á þessum aldri. n Sífellt fleiri kjósa borgaralega fermingu n Fjöldi fermingar- barna um 200 n Formaður Siðmenntar segir margar ranghug- myndir á kreiki um borgaralega fermingu Borgaraleg ferming aldrei vinsælli Hope Knútsson Siðmennt býður upp á borgaralega fermingu. Vinsældir hennar hafa aukist jafnt og þétt undanfarin ár. Fermingarbörn Tæplega 200 ungmenni kjósa borgaralega fermingu.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.