Dagblaðið Vísir - DV - 25.02.2011, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 25.02.2011, Blaðsíða 2
2 | Fréttir 25.-27. febrúar 2011 Helgarblað Sameiningar- hugmyndir í skólum Til stendur að sameina leik- og grunn- skóla í borginni. Undirbúningur við sameininguna er í fullum gangi og verið er að fara yfir 54 hugmyndir með tilliti til athugasemda stjórnenda, foreldra og annarra sem hafa látið sig málið varða, og fjárhagslegs ávinn- ings. Þegar starfshópur um grein- ingu tækifæra til samrekstrar og/eða sameiningu leikskóla, grunnskóla og frístundaheimila hefur gert það mun hann taka saman tillögur og leggja fyrir borgarráð. Stefnt er að því að gera það mánudaginn 28. febrúar. Starfshópurinn hefur unnið að und- irbúningi þessara tillagna frá því um miðjan nóvember en þá var borgin skoðuð úr lofti, vegalengdir mældar og fleira. Þjóðin fær Icesave í fangið Ólafur Ragn- ar Gríms- son forseti Íslands synjaði lögum um Icesave-samning- inn staðfesting- ar. Þetta tilkynnti hann á blaða- mannafundi á Bessastöðum á sunnudaginn. Í kjölfar ákvörðunar Ólafs verður frumvarpið sent í þjóð- aratkvæðagreiðslu. Reikna má með því að þjóðaratkvæðagreiðslan fari fram innan tveggja mánaða. Þetta er í annað skipti sem Ólafur Ragnar synjar Icesave-lögum staðfestingar. Eftir að spurðist út um synjunina lýstu mjög ósáttir fulltrúar hollenskra stjórnvalda því yfir að tími samninga væri liðinn. Týnd stúlka segir frá „Mér fannst það spenn- andi að þeir ættu flotta bíla, íbúð og peninga. Líka það að gera eitthvað sem ég mátti ekki og pabbi mætti ekki frétta af. Þetta var eins og að vera í spennumynd,“ segir fimmtán ára stúlka sem strauk að heiman fyrir ári og sneri ekki aftur heim fyrr en lögreglan lýsti eftir henni í fjölmiðl- um. Hún var ein týndra barna sem DV hefur fjallað um að undanförnu. Hún sökk þó ekki eins djúpt í þetta líferni og þær stúlkur sem rætt er við í helg- arblaði DV um helgina. Faðir hennar tók strax í taumana og sendi hana út úr bænum þar til hún komst aftur á rétt ról. Fréttir vikunnar í DV 1 2 3 Fjölþrepa bakbrettið • Teygir á hrygg og bakvöðvum • Minnkar vöðvaspennu • Linar bakverki • Bætir líkamsstöðu • Auðvelt í notkun Opið virka daga kl. 9 -18 og á laugardögum kl. 11 - 16 Verð: 7.950 kr. Stórhöfða 25 • Sími 569 3100 • eirberg.is „Átakanlegt að sjá litla krílið kveljast“ n Sex mánaða hvolpur drapst tveimur dögum eftir að hafa í sakleysi sínu nagað baneitrað hylki úr flugeldatertu sem hann fann n Eigandinn segir sorg fjölskyld- unnar mikla og varar alla við svona rusli sem liggur víða óhirt á förnum vegi „Ég hvet alla til að vera á varð- bergi gagnvart þessu því það hef- ur verið gífurleg sorg á heimilinu. Það var átakanlegt að sjá þetta litla kríli kveljast svona,“ segir Þor- björg Oddgeirsdóttir. Sex mánaða gamall King Cavalier-hvolpur Þor- bjargar og fjölskyldu hennar fann á laugardaginn flugeldaleifar sem fjölskyldunni yfirsáust við ítarlega hreinsun garðsins eftir áramót- in. Hvolpurinn, Bjargar Jaki, nag- aði ruslið sem hann fann falið milli steina. Tveimur sólarhringum síðar var hann dauður. Þorbjörg hvetur alla til að vera á varðbergi gagnvart þessu flugeldarusli sem liggur víða því fæstir átti sig á hversu baneitr- að það er. Nýrnabilun og taugaskemmdir „Við erum skotglöð, eða maðurinn minn, og svo er ég með tvo unglings- stráka. Við hreinsuðum garðinn vel og rökuðum eins og við gátum til að hreinsa upp allar leifar af því að við vor- um með litla hvuttann,“ segir Þorbjörg í samtali við DV. Hún segir hvolpinn hafa verið úti í garði á laugardaginn að hnusa og leika sér eins og hvolpar gera þegar hann fann lítið hylki milli steina. „Hann nær í það og byrjar að naga það og drengurinn minn hleypur til og nær því af honum,“ segir Þorbjörg. Um var að ræða lítinn hólk sem væntanlega hefur verið í skottertu sem sprengd var um áramótin en að sögn Þorbjargar var enn duft inni í hylkinu. Sólarhring síðar tók fjölskyld- an eftir því að Bjargar Jaki var orð- inn afar slappur. „Og sólarhring eftir það er hann orðinn það veikur að ég fer með hann til dýralæknis þar sem hann er meðhöndlaður. Þá var hann kominn með nýrnabilun og tauga- skemmdir og hann deyr þarna síðar á mánudagskvöldinu. Þannig að þetta gerist fljótt.“ Fæstir vita af hættunni Aðspurð segist Þorbjörg telja að gælu- dýraeigendur sem og aðrir séu al- mennt ekki meðvitaðir um hversu baneitrað svona rusl getur verið. „Nei, ég hef talað við marga hundaeigend- ur og fleiri sem fæstir höfðu heyrt um það. Það er alltaf talað um flugelda og gæludýr í sambandi við hávaðann en það gerir enginn sér grein fyrir því hvað þetta er rosalegt eitur.“ Hún bendir á að þetta sé ekki bara hættulegt litlum hvolpum, hún vill vart hugsa þá hugsun til enda ef lítil börn kæmust í tæri við svona afganga sem hún segir að liggi út um allt á víðavangi. „Maður hélt að maður væri öruggur í garðinum heima hjá sér og ég veit um einn hundaeiganda sem fór og leitaði í garðinum hjá sér eft- ir þetta og fann flugeldaafganga sem honum hafði yfirsést.“ Verið á varðbergi Harmur fjölskyldunnar er mikill eft- ir að hafa misst litla hvolpinn sem hafði aðeins verið á heimilinu frá 10. desember síðastliðinn. Þorbjörg segir átakanlegt að hafa þurft að horfa upp á þetta . „Að sjá þetta litla kríli kveljast svona, bara út af svona slysi þar sem hann nagar eitthvað sem hann hélt að væri saklaust. Við erum að takast á við sorgina og þetta hefur verið mjög erfitt fyrir drengina mína sem voru búnir að tengjast honum svo vel. Þeir gefa manni svo mikið þessir hundar. Ég geri því allt til að vekja athygli á þessu og hvet alla til að vera á varð- bergi.“ Sigurður Mikael Jónsson blaðamaður skrifar mikael@dv.is „Þá var hann kominn með nýrnabilun og taugaskemmdir. Sorglegt Hvolpurinn Bjargar Jaki var aðeins sex mánaða þegar hann fann rusl úr flugeldatertu í garði eigenda sinna og nagaði. Tveimur sólarhringum síðar var hann dauður. MyNd RakEl ÓSk SiguRðaRdÓttiR dæmdur fyrir líkamsárás: Höfuðkúpubraut fórnarlamb sitt Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi á fimmtudag 24 ára Keflvíking, Andra Vilhelm Guðmundsson, í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir hrottalega lík- amsárás. Árásin átti sér stað í Hafn- arstræti í Reykjavík á nýársnótt. Andra var gefið að sök að hafa hrint fórnarlambi sínu niður tröpp- ur í Hafnarstræti. Í framhaldi af því sparkað í hann eða traðkað á höfði hans og andliti. Fórnarlamb árás- arinnar hlaut lífshættulega áverka, meðal annars höfuðkúpubrot. Talið er að hann muni þó koma til með að ná sér að mestu. Vitni lýstu átökunum þannig að Andri og fórnarlamb árásarinn- ar hafi rifið sig úr að ofan og Andri síðan veist að fórnarlambinu með karate-spörkum. Aðeins rúmum mánuði áður var Andri dæmdur í tveggja og hálfs árs fangelsi fyrir frelsissviptingu og líkamsárás. Hann tók sér frest til að áfrýja dómnum og gekk því enn laus þegar brotið var framið. Auk þess að sæta fangelsi í þrjú og hálft ár var Andri dæmd- ur til að greiða fórnarlambi sínu eina milljón króna í skaðabætur og dæmdur til að greiða 750 þúsund krónur í sakarkostnað. Íbúi kom upp um innbrotsþjófa Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu handtók á fimmtudagsmorgun par sem hafði brotist inn í íbúðarhús við Álfaheiði í Kópavogi. Íbúi sem var á staðnum þegar parið braust inn hringdi á lögreglu þegar hann varð var við grunsamlegar mannaferðir. Atvikið átti sér stað um hálf tíuleytið og þegar lögregla kom á staðinn var parið á bak og burt. Það var hins veg- ar handtekið skömmu síðar þar sem það var á rölti skammt frá. Fólkið var handtekið og fært til yfirheyrslu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.