Dagblaðið Vísir - DV - 25.02.2011, Blaðsíða 12
12 | Fréttir 25.–27. febrúar 2011 Helgarblað
Upprisa ólafs ragnars
n Ólafur Ragnar Grímsson er sá eini sem tók beinan þátt í útrásinni og ekki hefur þurft að taka pokann sinn
n Stjórnmálafræðingur segir það vera merki um hversu snjall stjórnmálamaður hann sé n Var úthrópaður
sem „klappstýra útrásarinnar“ og er tveimur árum síðar álitinn framvörður lýðræðisins
Á undraskömmum tíma hafa vin-
sældir Ólafs Ragnars Grímssonar,
forseta Íslands, rokið upp. Maðurinn
sem nýlega tók þá umdeildu ákvörð-
un að synja nýjum Icesave- lögum
staðfestingar og vísaði þeim til þjóð-
arinnar var gagnrýndur töluvert
á opinberum vettvangi eftir efna-
hagshrunið vegna tengsla sinna við
íslensku útrásina á liðnum árum.
Skjótt skipast veður í lofti, því forset-
inn, sem skömmu eftir hrun var út-
hrópaður „klappstýra útrásarinnar“,
er nú af mörgum álitinn eins konar
framvörður lýðræðisins.
Vinsældir forsetans jukust mjög
á milli áranna 2009 og 2010 sam-
kvæmt því sem fram kom í skoð-
anakönnunum Fréttablaðsins, en
líklegt verður að teljast að synjun
hans á Icesave II hafi þar haft veru-
leg áhrif. Í kjölfar hennar birtust
viðtöl við forsetann í heimspress-
unni þar sem hann varði ákvörðun
sína og kynnti það sem hann telur
sjónarmið Íslendinga í deilunni.
Birgir Guðmundsson, stjórnmála-
fræðingur við Háskólann á Akur-
eyri, segir engan vafa á því að Ól-
afur Ragnar hafi verið að stíga inn
í ákveðið tómarúm með því að ger-
ast talsmaður Íslendinga út á við í
Ice save-deilunni. Þrátt fyrir að eng-
in leið sé að vita hvort ákvarðanir
hans um synjun staðfestingar á Ice-
save-lögunum – í tvígang – hafi að
einhverju leyti verið undan popúl-
ískum rótum runnar, segir Birgir að
ljóst sé að þær hafi orðið honum til
framdráttar í embætti.
Mikið gagnrýndur
Þegar aðrir í framvarðarsveit stjórn-
málanna neyddust til þess, í kjöl-
far hruns íslenska efnahagskerfis-
ins, að taka poka sinn og yfirgefa
vettvang stjórnmálanna sat Ólaf-
ur Ragnar sem fastast. Á opinber-
um vettvangi var hann gagnrýnd-
ur töluvert vegna tengsla sinna við
íslensku útrásina árin fyrir hrun.
Frumforsendan í þessari gagnrýni
á forsetann var sú að þeir auðmenn
sem Ólafur studdi svo við bakið á
bæru að miklu leyti ábyrgð á því að
íslenskt efnahagslíf hefði hrunið til
grunna. Meginástæðan fyrir þeirri
niðurstöðu var svo aftur sú að auð-
mennirnir hefðu, í krafti eignar-
halds síns yfir bönkunum og helstu
fyrirtækjum og félögum, skuldsett
þjóðina til ólífis í útlöndum. Gagn-
rýnin á Ólaf Ragnar varð svo hávær
að margir einstaklingar, úr hinum
ýmsu hornum samfélagsins, töldu
að Ólafi væri ekki sætt í embætti
lengur vegna þess stuðnings sem
hann sýndi íslenskum auðmönn-
um í orði og ekki síður á borði.
Forsetinn viðurkenndi í fjölmiðl-
um að hafa á stundum farið of geyst
í stuðningi sínum við útrás íslenskra
fyrirtækja og sagðist myndu axla
sína ábyrgð yrði þess krafist.
„Hann er sá eini, af þeim sem
tóku virkan þátt í útrásinni, sem enn-
þá stendur uppréttur,“ segir Birgir
Guðmundsson stjórnmálafræðing-
ur: „Það kannski sýnir líka hversu
snjall hann er og hvernig honum
hefur tekist að spila úr sínum mál-
um. Ég held að hann njóti ákveðinn-
ar virðingar, um leið og hann er mjög
umdeildur. Andstæðingar hans bera
virðingu fyrir honum þó að samtím-
is þoli þeir hann ekki.“ Birgir tek-
ur fram að þrátt fyrir að hafa breytt
forsetaembættinu úr því sem áður
var kallað „sameiningartákn þjóðar-
innar“ yfir í embætti þar sem mjög
svo umdeildar ákvarðanir hafa verið
teknar að undanförnu, virðist forset-
inn nú aftur eiga stuðning meirihluta
þjóðarinnar vísan.
Synjunin hans
uppstigningardagur
Sveiflurnar á vinsældum Ólafs Ragn-
ars í sæti forseta á stuttu tímabili
verða að teljast einstakar sé litið til
fyrirrennara hans sem beittu sér ekki
með sama hætti og Ólafur Ragnar í
embætti. Sumarið 2008 vildu 80 pró-
sent landsmanna Ólaf Ragnar áfram
í embætti forsetans, en í septemb-
er 2009 voru einungis 23 prósent
ánægð með störf hans, samkvæmt
skoðanakönnunum MMR. Í skoð-
anakönnun Fréttablaðsins í byrjun
janúar 2010, rétt eftir fyrri synjun
Icesave-laganna, var komið annað
hljóð í strokkinn, en þá töldu 64,5
prósent Íslendinga forsetann hafa
staðið sig vel.
Birgir segir að fyrri synjun for-
setans í janúar 2010 hafi haft eins
konar úrslitaáhrif þegar kemur að
endurnýjun lífdaga forsetans: „Mál-
ið var verulega umdeilt en hann
tók þá ákvörðun að synja lögunum
staðfestingar. Í kjölfarið varð hann
að hetju, ekki síst þegar hann birt-
ist í sviðs ljósi heimsfjölmiðlanna
þar sem hann fékk í rauninni ann-
að tækifæri. Ekki skemmir fyrir að í
framhaldinu komu betri samning-
ar út úr þessu öllu saman. Það má
segja að synjunin á Icesave II hafi
verið hans uppstigningardagur.“
Lýðræði – ekki einræði
Birgir segir ljóst að Ólafur Ragnar
njóti sín í sviðsljósinu, hvort sem
það sé við kynningu á íslenskum
fyrirtækjum á erlendri grundu eða
í samskiptum við erlenda fjölmiðla
um sjóðheita milliríkjadeilu eins og
þá sem Icesave-deilan er. Það hafi
því í raun verið sömu eiginleikar
Ólafs Ragnars sem gerðu honum
kleift að rísa úr öskustónni og þeir
sem komu honum upphaflega í
klandur. Margir hafa þó verið þeirr-
ar skoðunar að forsetinn eigi það til
að ganga fremur langt í viðtölum og
segja hluti opinberlega sem stang-
ist á við utanríkisstefnu landsins.
Í símaviðtali í beinni útsendingu
við sjónvarpsstöðina Bloomberg
TV Europe á dögunum sagði for-
setinn til að mynda allsendis óvíst
að Íslendingar skulduðu Bretum
og Hollendum neitt vegna Icesave-
reikninganna. Hann sagði lagalega
óvissu ríkja um hvort Íslendingar
þyrftu að greiða það sem þjóðirnar
tvær færu fram á.
Aðspurður um áhyggjuraddir
þess efnis að forsetinn sé með ein-
ræðistilburði og geti nú og muni
beita valdi sínu til þess að synja
fleiri lögum staðfestingar seg-
ir Birgir: „Ég held að það sé engin
sérstök hætta á því að hér sé um að
ræða einræði í neinum sérstökum
skilningi. Það getur verið að þetta
líti út fyrir að vera einræði en það
eina og það stærsta sem hann hefur
gert er ekki einræði heldur þvert á
móti lýðræði. Hann hefur verið að
vísa hlutum til þjóðarinnar, þannig
að það er mótsögn í sjálfu sér að
tala um einræði í þeim skilningi.“
„Hugrakkur maður“
Birgir bendir á að Ólafur Ragnar
hafi synjað fjölmiðlalögunum sam-
þykktar árið 2004 og eftir það hafi
Uppistandandi Ólafur Ragnar Grímsson,
forseti Íslands, er sá eini sem eftir stendur af
þeim sem virkan þátt tóku í útrásinni.
„Þegar útrásin
reyndist vera hol
að innan hrundu rústir út-
rásarinnar yfir Ólaf Ragn-
ar Grímsson ekki síður en
yfir útrásarvíkingana.
Jón Bjarki Magnússon
blaðamaður skrifar jonbjarki@dv.is
Snjall Birgir Guðmundsson stjórnmála-
fræðingur segir það kannski vera tákn um
hversu snjall Ólafur Ragnar sé að hann sé
ennþá í embætti.