Dagblaðið Vísir - DV - 25.02.2011, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 25.02.2011, Blaðsíða 12
12 | Fréttir 25.–27. febrúar 2011 Helgarblað Upprisa ólafs ragnars n Ólafur Ragnar Grímsson er sá eini sem tók beinan þátt í útrásinni og ekki hefur þurft að taka pokann sinn n Stjórnmálafræðingur segir það vera merki um hversu snjall stjórnmálamaður hann sé n Var úthrópaður sem „klappstýra útrásarinnar“ og er tveimur árum síðar álitinn framvörður lýðræðisins Á undraskömmum tíma hafa vin- sældir Ólafs Ragnars Grímssonar, forseta Íslands, rokið upp. Maðurinn sem nýlega tók þá umdeildu ákvörð- un að synja nýjum Icesave- lögum staðfestingar og vísaði þeim til þjóð- arinnar var gagnrýndur töluvert á opinberum vettvangi eftir efna- hagshrunið vegna tengsla sinna við íslensku útrásina á liðnum árum. Skjótt skipast veður í lofti, því forset- inn, sem skömmu eftir hrun var út- hrópaður „klappstýra útrásarinnar“, er nú af mörgum álitinn eins konar framvörður lýðræðisins. Vinsældir forsetans jukust mjög á milli áranna 2009 og 2010 sam- kvæmt því sem fram kom í skoð- anakönnunum Fréttablaðsins, en líklegt verður að teljast að synjun hans á Icesave II hafi þar haft veru- leg áhrif. Í kjölfar hennar birtust viðtöl við forsetann í heimspress- unni þar sem hann varði ákvörðun sína og kynnti það sem hann telur sjónarmið Íslendinga í deilunni. Birgir Guðmundsson, stjórnmála- fræðingur við Háskólann á Akur- eyri, segir engan vafa á því að Ól- afur Ragnar hafi verið að stíga inn í ákveðið tómarúm með því að ger- ast talsmaður Íslendinga út á við í Ice save-deilunni. Þrátt fyrir að eng- in leið sé að vita hvort ákvarðanir hans um synjun staðfestingar á Ice- save-lögunum – í tvígang – hafi að einhverju leyti verið undan popúl- ískum rótum runnar, segir Birgir að ljóst sé að þær hafi orðið honum til framdráttar í embætti. Mikið gagnrýndur Þegar aðrir í framvarðarsveit stjórn- málanna neyddust til þess, í kjöl- far hruns íslenska efnahagskerfis- ins, að taka poka sinn og yfirgefa vettvang stjórnmálanna sat Ólaf- ur Ragnar sem fastast. Á opinber- um vettvangi var hann gagnrýnd- ur töluvert vegna tengsla sinna við íslensku útrásina árin fyrir hrun. Frumforsendan í þessari gagnrýni á forsetann var sú að þeir auðmenn sem Ólafur studdi svo við bakið á bæru að miklu leyti ábyrgð á því að íslenskt efnahagslíf hefði hrunið til grunna. Meginástæðan fyrir þeirri niðurstöðu var svo aftur sú að auð- mennirnir hefðu, í krafti eignar- halds síns yfir bönkunum og helstu fyrirtækjum og félögum, skuldsett þjóðina til ólífis í útlöndum. Gagn- rýnin á Ólaf Ragnar varð svo hávær að margir einstaklingar, úr hinum ýmsu hornum samfélagsins, töldu að Ólafi væri ekki sætt í embætti lengur vegna þess stuðnings sem hann sýndi íslenskum auðmönn- um í orði og ekki síður á borði. Forsetinn viðurkenndi í fjölmiðl- um að hafa á stundum farið of geyst í stuðningi sínum við útrás íslenskra fyrirtækja og sagðist myndu axla sína ábyrgð yrði þess krafist. „Hann er sá eini, af þeim sem tóku virkan þátt í útrásinni, sem enn- þá stendur uppréttur,“ segir Birgir Guðmundsson stjórnmálafræðing- ur: „Það kannski sýnir líka hversu snjall hann er og hvernig honum hefur tekist að spila úr sínum mál- um. Ég held að hann njóti ákveðinn- ar virðingar, um leið og hann er mjög umdeildur. Andstæðingar hans bera virðingu fyrir honum þó að samtím- is þoli þeir hann ekki.“ Birgir tek- ur fram að þrátt fyrir að hafa breytt forsetaembættinu úr því sem áður var kallað „sameiningartákn þjóðar- innar“ yfir í embætti þar sem mjög svo umdeildar ákvarðanir hafa verið teknar að undanförnu, virðist forset- inn nú aftur eiga stuðning meirihluta þjóðarinnar vísan. Synjunin hans uppstigningardagur Sveiflurnar á vinsældum Ólafs Ragn- ars í sæti forseta á stuttu tímabili verða að teljast einstakar sé litið til fyrirrennara hans sem beittu sér ekki með sama hætti og Ólafur Ragnar í embætti. Sumarið 2008 vildu 80 pró- sent landsmanna Ólaf Ragnar áfram í embætti forsetans, en í septemb- er 2009 voru einungis 23 prósent ánægð með störf hans, samkvæmt skoðanakönnunum MMR. Í skoð- anakönnun Fréttablaðsins í byrjun janúar 2010, rétt eftir fyrri synjun Icesave-laganna, var komið annað hljóð í strokkinn, en þá töldu 64,5 prósent Íslendinga forsetann hafa staðið sig vel. Birgir segir að fyrri synjun for- setans í janúar 2010 hafi haft eins konar úrslitaáhrif þegar kemur að endurnýjun lífdaga forsetans: „Mál- ið var verulega umdeilt en hann tók þá ákvörðun að synja lögunum staðfestingar. Í kjölfarið varð hann að hetju, ekki síst þegar hann birt- ist í sviðs ljósi heimsfjölmiðlanna þar sem hann fékk í rauninni ann- að tækifæri. Ekki skemmir fyrir að í framhaldinu komu betri samning- ar út úr þessu öllu saman. Það má segja að synjunin á Icesave II hafi verið hans uppstigningardagur.“ Lýðræði – ekki einræði Birgir segir ljóst að Ólafur Ragnar njóti sín í sviðsljósinu, hvort sem það sé við kynningu á íslenskum fyrirtækjum á erlendri grundu eða í samskiptum við erlenda fjölmiðla um sjóðheita milliríkjadeilu eins og þá sem Icesave-deilan er. Það hafi því í raun verið sömu eiginleikar Ólafs Ragnars sem gerðu honum kleift að rísa úr öskustónni og þeir sem komu honum upphaflega í klandur. Margir hafa þó verið þeirr- ar skoðunar að forsetinn eigi það til að ganga fremur langt í viðtölum og segja hluti opinberlega sem stang- ist á við utanríkisstefnu landsins. Í símaviðtali í beinni útsendingu við sjónvarpsstöðina Bloomberg TV Europe á dögunum sagði for- setinn til að mynda allsendis óvíst að Íslendingar skulduðu Bretum og Hollendum neitt vegna Icesave- reikninganna. Hann sagði lagalega óvissu ríkja um hvort Íslendingar þyrftu að greiða það sem þjóðirnar tvær færu fram á. Aðspurður um áhyggjuraddir þess efnis að forsetinn sé með ein- ræðistilburði og geti nú og muni beita valdi sínu til þess að synja fleiri lögum staðfestingar seg- ir Birgir: „Ég held að það sé engin sérstök hætta á því að hér sé um að ræða einræði í neinum sérstökum skilningi. Það getur verið að þetta líti út fyrir að vera einræði en það eina og það stærsta sem hann hefur gert er ekki einræði heldur þvert á móti lýðræði. Hann hefur verið að vísa hlutum til þjóðarinnar, þannig að það er mótsögn í sjálfu sér að tala um einræði í þeim skilningi.“ „Hugrakkur maður“ Birgir bendir á að Ólafur Ragnar hafi synjað fjölmiðlalögunum sam- þykktar árið 2004 og eftir það hafi Uppistandandi Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, er sá eini sem eftir stendur af þeim sem virkan þátt tóku í útrásinni. „Þegar útrásin reyndist vera hol að innan hrundu rústir út- rásarinnar yfir Ólaf Ragn- ar Grímsson ekki síður en yfir útrásarvíkingana. Jón Bjarki Magnússon blaðamaður skrifar jonbjarki@dv.is Snjall Birgir Guðmundsson stjórnmála- fræðingur segir það kannski vera tákn um hversu snjall Ólafur Ragnar sé að hann sé ennþá í embætti.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.