Dagblaðið Vísir - DV - 25.02.2011, Blaðsíða 55

Dagblaðið Vísir - DV - 25.02.2011, Blaðsíða 55
Lífsstíll | 55Helgarblað 25.–27. febrúar 2011 Klæðningar og viðgerðir á gömlum húsgögnum Iðnbúð 5 - 210 Garðabæ - Sími: 554 1133 - asgrimur@bolstra.is upp og teygðu úr þér. Gakktu ró- lega um vinnustaðinn og fáðu þér vatn að drekka. Þá er nú ekki verra að bregða sér aðeins út fyrir, fá sér ferskt loft og horfa til himins. Tal- aðu einnig við einhvern sem þér líkar við. Lífið snýst ekki bara um að afkasta. Þá er heldur ekki snið- ugt að taka sér pásur fyrir framan tölvuna og kíkja á netið. Farðu frá tölvunni til að slaka á. 15 HÆTTU Í VINNUNNI!Þetta skref er mjög mikil- vægt og líklega það erfiðasta fyrir marga. Það er þó alveg pottþétt að vinnan er mesti streituvaldur- inn hjá mörgum. Að hætta í hinni hefðbundnu 9–5 vinnu, hagræða fjármálum sínum og fara að gera eitthvað sem mann virkilega lang- ar til mun lífga heldur betur upp á tilveruna. 16 EINFALDAÐUVERKEFNALISTANN Að reyna gera allt sem þú ert með að listanum mun gera út af við þig. Einfaldaðu listann og gerðu bara hlutina sem virkilega skipta máli. Þú munt þá líka meta mun betur þegar þú loksins ferð að gera hlutina. 17 STUNDAÐU LÍKAMSRÆKTÞetta er mjög algengt atriði til að losa um stress og það er ekki að ástæðulausu. Það virkar. Að stunda líkamsrækt vinnur á móti stressinu. Það gefur þér stund með sjálfum þér og kemur þér augljós- lega í betra form. Heilbrigð per- sóna er hamingjusöm persóna. 18 BORÐAÐU HOLLAN MATÞetta skref helst í hendur við að stunda líkamsrækt en bæði skref- in vinna gegn því að stress safnist upp. Skyndibitamatur hjálpar sálar- lífinu nákvæmlega ekki neitt nema í smástund en svo verða áhyggjur vegna hans að stressi. 19 VERTU ÞAKKLÁTURÞetta skref er kannski ekki jafnaugljóst og hin. Að vera þakk- látur og auðmjúkur er eitthvað sem fær þig til að hugsa jákvætt og þar af leiðandi er minna pláss fyrir nei- kvæðar hugsanir. Vertu þakklátur fyrir það sem þú hefur, fyrir fólkið í lífinu þínu og allt sem lífið hefur upp á að bjóða. Horfir þú svona á lífið mun stressið minnka og þú verður hamingjusamari. 20 LIFÐU Í ZEN-UMHVERFITaktu þér tíma til að taka til á skrifborðinu þínu. Þegar þú ert bú- inn að því skaltu koma upp skipu- lagi á því og gerðu svo það sama heima hjá þér. Þetta skaltu gera þar til þú ert kominn með einfalt og ró- legt zen-umhverfi. Allt í kringum þig fer stressið að minnka því umhverf- ið er skipulagðara. Útrýmdu stressinu ráð fyrir sparsama gestgjafa7 1 Fáðu lánað húsnæðiÞú þarft ekki að halda veisluna með miklum tilkostnaði í leigðum sal. Ef fjárráðin eru lítil skaltu biðja vini og fjölskyldumeðlimi um þann greiða að lána þér húsnæði sitt. Þegar vora tekur getur þú jafnvel haldið veisluna útivið. Strandpartý í Viðey? 2 Hafðu veisluna einfaldaSkipuleggðu veisluna vel. Byrjaðu á því að bjóða heita rétti eða brauðmeti með köldum drykkjum. Bjóddu svo upp á sæta rétti og kaffi. Hafðu skreyting- arnar einfaldar. Þú þarft tjalda öllu til eða panta blómaskreytingar. Fallegur dúkur og laglegur vöndur af túlípönum gerir gæfumuninn. Notaðu hráefni úr náttúrunni til skreytingar, trjágreinar, steina úr fjörunni og gróður. 3 Lagaðu veislumatinn heimaEkki falla í þá freistingu að panta matinn af veitingastað eða frá veisluþjónustu. Afhverju ekki að laga vandaða súpu og baka brauðbollur með? Þú getur boðið upp á einfalda brauðrétti sem slá í gegn. Smápítsur og fingramatur er til að mynda bæði girnilegur og góður. 4 Lagaðu drykkinaHafðu drykkina einfalda. Lagaðu sóda- vatn og bættu í það sítrónusneiðum eða kauptu sólberjasafa. Lagaðu fordrykk og gerðu góð kaup í víni með matnum. Gestirnir þurfa ekki meira en 3-4 glös á mann. 5 Fáðu vin til að taka ljósmyndirÞað er gaman að því að eiga góðar ljósmyndir úr veislunni. Afhverju ekki að útbúa lítinn ljósmyndabás með skreyttum bakgrunni sem allir gestirnir verða að sitja fyrir í? 6 Fáðu lánað bollastellReyndu að setja þér þá reglu að fá allt lánað sem mögulegt er að fá lánað. Meira að segja kaffivélar, framreiðsluföt og bollastell. Það er ekkert að því að fá slíka hluti lánaða og alger della að fjárfesta í slíkum búnaði fyrir eina veislu. 7 Mundu að skemmta þérMikilvægast af öllu er að muna eftir því að hafa gaman af því að bjóða til þín góðum gestum. Gestgjafinn er glaður og og öllum er fært að halda góða veislu. Frumlegustu hugmyndirnar kvikna þegar kreppir að. Notaðu hugmyndaflugið við skipulagningu veislunnar og aldrei missa móðinn. Hefur þú ekki efni á að blása til stórrar veislu? Stress Er vaxandi vandamál. Hollt matarræði skiptir máli Veldu rétt í matarkörfunna til að stuðla að betri heilsu. Mazda 3 fólksbifreið, beinskiptur. Nýskr. 06/2006, ekinn aðeins 75 þús. Álfelgur, sumar- og vetrardekk, skoðaður til 2011. Aðeins einn eigandi. Dekurbíll á góðu verði. Aðeins 1.250 þúsund kr. Nánari upplýsingar veitir Sigurður í síma 867-9880. Frábær kaup!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.