Dagblaðið Vísir - DV - 25.02.2011, Blaðsíða 38

Dagblaðið Vísir - DV - 25.02.2011, Blaðsíða 38
38 | Fermingar 25.–27. febrúar 2011 Helgarblað Þitt er valið www.lydheilsustod.is Stöldrum við og kynnum okkur innihaldið áður en við svölum þorstanum. Verndum tennurnar! Kynnið ykkur veggspjald Lýðheilsustöðvar Flest eigum við skondnar fermingarsögur frá þessum viðkvæma aldri í lífi okkar. DV tók tal af nokkrum þjóðþekktum einstaklingum og fékk þá til að rifja upp þegar þeir voru teknir í fullorðinna manna tölu. Fermingar frægra Geir Ólafs: Athyglin heillaði „Ég opnaði fermingarveisluna mína með tónlist spilaðri af Gretti Björnssyni heitnum. Það þótti nýjung að hafa lifandi tónlist í fermingarveislu þegar ég fermdist árið 1987. Ég man að á þeim tíma komst ekkert annað að hjá manni en fótbolti og þegar ég var búinn að taka á móti gestum, skila þeim af mér og fara heim með aurana mína í krukkuna, þá var það fysta sem ég gerði að fara úr sparifötunum, beint í drullugallann og út í fótbolta. Þannig að lífið gekk bara sinn vanagang eftir ferminguna.“ Geir viðurkennir að hafa ekki verið neitt sérstaklega trúaður á þessum tíma, heldur hafi athyglin sem hann fékk út á athöfnina og gjafirnar heillað. „Ég gerði mér litla grein fyrir hvað það þýddi að vera trúaður á þeim tíma, ég er hins vegar mjög trúaður í dag. Í þá daga fylgdi maður bara hópnum og mér fannst þetta spennandi. Ég vissi að maður fengi einhvers konar athygli og það snérist allt um mann í fjölskyldunni. Þetta var mjög spennandi og maður sá svona ýmislegt í hillingum með þetta. Ég fékk ferð frá foreldrum mínum til Kanada og 73 þúsund krónur alls í fermingargjöf. Ég gat því keypt mér góðar fermingargræjur fyrir peninginn.“ Sigurjón Kjartansson: Græddi ferð til Reykjavíkur „Ég bjó á Ísafirði á þessum tíma en fermdist í Landakotskirkju. Þetta var gríðarleg athöfn og alls konar stælar sem maður var ekki vanur úr lútherskum kirkjum. Eins og það að maður átti borða oblátu og drekka messuvín, svo fór þetta auðvitað allt fram á latínu. Ástæðan fyrir því að ég fermdist í Landakots- kirkju var að foreldrar mínir voru kaþólskir, en ég var aftur á móti ekki með neina sérstaka skoðun á þessu máli. Það sem ég hins vegar græddi á þessu var að fara til Reykjavíkur, sem var mjög spennandi fyrir strák á unglingsaldri sem var fastur á Ísafirði. Það var gaman að geta verið í viku, hálfan mánuð í Reykjavík og séð alla dýrðina. Ég lærði á strætó, það var mjög spennandi. Veislan var haldin í Oddfellowhúsinu við Tjörnina og í fermingjargjöf fékk ég gamalt Ludwig-trommusett frá bróðir mínum og Sharp-hljómflutningssamstæðu með plötuspilara, kassettutæki og útvarpi frá foreldrum mínum og mér fannst alveg stórkostleg.“ Steindi Jr: Fóstbræðrafrasar í kirkjunni „Ég fermdist í lítilli kirkju uppi í Mosfellsdal,“ segir grínistinn Steinþór H. Steinþórsson, betur þekktur sem Steindi Jr. „Ég og sjö aðrir krakkar. Þetta var svolítið furðuleg dagsetning og sú allra síðasta sem í boði var því ég gleymdi að láta mömmu og pabba hafa blaðið sem átti að skila inn.“ Steindi og einn af fermingarfélögum hans voru til mikilla ama í kirkjunni. „Ég og félagi minn vorum að hvísla línum úr Fóstbræðrum á milli okkar alla athöfnina þannig að við vorum hlæjandi meira og minna allan tímann. Faðir Jón var ekkert sérlega hrifinn af því og fólk var almennt farið að líta okkur hornauga þarna í kirkjunni. Kannski ekki skrítið heldur þar sem þetta er mjög lítil kirkja,“ segir Steindi en hann var og er mikill aðdáandi Fóstbræðra. Fermingarveislan sjálf var haldin í Kiwanis- húsinu í Mosfellsbæ en Steindi man eftir því að fermingarmyndatakan fór fram við fornbíl frænda hans. „Ég var og er frekar lágvaxinn og ég leit eiginlega bara út eins og lítill skrítinn karl í þessum jakkafötum.“ Steindi keypti sér sjónvarp og tvö myndbandstæki og var það upphafið að sketsa- og stuttmyndaferli hans. „Ég notaði vídeó-tækin til að klippa myndirnar og eyddi skuggalegum tíma í það.“ Steindi Jr. Notaði fermingarpeningana til að hefja sketsaferilinn. Ekki trúaður sem unglingur Geir fylgdi hópnum og lét ferma sig. Fermdist að kaþólskum sið Sigurjón fékk Sharp- hljómflutningssam- stæðu frá foreldrum sínum í fermingargjöf og fannst það alveg stórkostlegt. Ágústa Eva: Teiknaði typpi í sálmabækurnar „Ég fermdist á Hvolsvelli og ég man að í fermingarfræðslunni vorum við að teikna typpi og svona í sálmabækurnar. Einu sinni mættum við líka öll í náttfötum í kirkjuna. Við vorum ekkert mjög prúð og þetta var ekkert voðalega trúarlegt hjá okkur. Þetta var meira svona partí. Það var svipaður fílingur í fermingarathöfninni sjálfri, þá vorum við mest að passa að fara ekki að hlæja. Fermingarveislan var bara frekar hefðbundin og ég fékk penna, orðabækur og fleira í þeim dúr í fermingargjöf. Pabbi gaf mér græjur og laug að mér að þær hefðu verið rosalega dýrar og ég var mjög ánægð með þær. En ég sá þær síðan seinna í Kringunni og sá að þær höfðu kostað bara fimmtán þúsund eða eitthvað.“ Ágústa Eva Erlendsdóttir Eva og fermingarsystkyni hennar voru ekki mjög prúð í fermingar- fræðslunni
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.