Dagblaðið Vísir - DV - 25.02.2011, Blaðsíða 53
Fókus | 53Helgarblað 25.–27. febrúar 2011
Ljósmyndasýning Þorkels Þorkelssonar opnuð um helgina:
Reynir að fanga hversdagsleikann
„Þetta er svona verkefni sem ég
hef verið að dunda mér við þeg-
ar ég hef átt aur og tíma í gegnum
árin,“ segir Þorkell Þorkelsson um
sýningu sína Búrma: Líf í fjötrum
sem opnuð verður í Gerðarsafni á
laugardag. Sýningin er safn mynda
sem Þorkell tók þegar hann var
staddur á vegum Alþjóðarauða-
krossins í Búrma árið 2004. „Þetta
verkefni er eiginlega búið að liggja
niðri í skúffu sökum tímaleysis
og peningaleysis en svo opnaðist
þetta tækifæri til að fá að sýna og
ég stökk á það.“
Þorkell segist reyna að fanga
hversdagsleikann í Búrma. „Mað-
ur getur nú ekki beinlínis hlaup-
ið inn og myndað herforingja-
stjórnina og allt það sem þeir eru
að gera. Þá verður maður að beita
öðrum aðferðum til að sýna það í
einhverju öðru, eins og hvað vant-
ar í hversdagsleikanum og öðru
slíku.“
Þorkell var í um þrjár vikur
í Búrma að taka myndirnar en
hann var staddur þar í landi í verk-
efni fyrir Rauða krossinn og nýtti
í raun bara tækifærið sem gafst
til að mynda þetta verkefni. „Ég
tók þetta svona í leiðinni í öllum
stundum sem ég átti.“
Þorkell byrjaði ungur að taka
myndir og réð sig fljótt til starfa
sem ljósmyndari á Morgunblað-
inu. Þar starfaði hann í rúma tvo
áratugi en hann hefur einnig starf-
að við kvikmyndatökur hjá Sjón-
varpinu.
Þorkell hefur lokið meistara-
gráðu í ljósmyndum frá Univer-
sity College Falmouth í Bretlandi.
Þorkell hefur tekið þátt í mörgum
verkefnum á vegum og í samstarfi
við Alþjóðarauðakrossinn, Rauða
kross Íslands og Hjálparstarf kirkj-
unnar.
Ljósmyndasýningin verður
opnuð á sama tíma og blaða-
mannaverðlaun Blaðamannafé-
lags Íslands verða afhent, verðlaun
Blaðaljósmyndarafélags Íslands
og hin árlega ljósmyndasýninga
þess sama félags verður opnuð.
Bæði sýning Þorkels og sýning
Blaðaljósmyndarafélagsins munu
standa til 10. apríl.
Hvað er að gerast?
n Árni í gervi kvenna í Tjarnarbíói
Lab Loki sýnir Svikarann í Tjarnarbíói. Verkið
er einleikur, fluttur af Árna Pétri Guðjóns-
syni, en Rúnar Guðbrandsson leikstýrir.
Leikgerðin er unnin upp úr verki franska
rithöfundarins Jeans Genet og byggir mjög á
leikverki hans Vinnukonunum (Les Bonnes).
Mikið mæðir á aðalleikaranum Árna Pétri
sem leikur þrjár konur í verkinu og þarf að
æða um sviðið á háum hælum, undirfötum
og stuttum kjólum í miklu melódrama.
n Nei, ráðherra! í Borgarleikhúsinu
Frumsýningarhelgi farsans Nei, ráðherra!
(Out of Order) stendur yfir í Borgarleik-
húsinu. Um að gera að tryggja sér miða á
sýninguna á næstu vikum en fregnir berast
af því að uppselt sé á 30 sýningar á verkinu
nú þegar. Verkið er heimfært af Gísla Rúnari
Jónssyni.
n Útgáfutónleikar Ensími
Ensími fagnar fjórðu plötu sinni, Gælu-
dýrum, með útgáfutónleikum á Nasa á
laugardagskvöldið. Aðgangseyri er stillt
mjög í hóf og er aðeins 1.000 krónur.
n Grín og glens í Tjarnarbíói
Fjórir skemmtikraftar koma saman á
sýningu þar sem grín og glens er í fyrirrúmi.
Lalli töframaður sýnir töfrabrögð og er
með uppistand. Einar Mikael mætir með
nýtt atriði sem inniheldur meðal annars
töfradúfu. Þá munu Jóhann og Jóhanna frá
Sirkus Ísland sýna loftfimleika og trúðsleik
en atriðið er hluti af götusýningu þeirra sem
þau hafa ferðast með um Evrópu.
n Fjör í Salnum
Fjölskyldutónleikarnir Töfrahurð: Többa
Tubu og klassískt diskótek verður haldnir
í Salnum í Kópavogi. Fram koma Sigurþór
Heimisson sögumaður, dansarar úr
Listdansskóla Íslands og Skólahljómsveit
Kópavogs. Stjórnandi er Össur Geirsson og
sérstakur gestur er Tim Buzbee. Þessir fjör-
ugu tónleikar hefjast klukkan 13 en frá 12.30
skemmta fjöllistamenn frá Götuleikhúsinu
gestum og andlitsmálarar bjóða þeim sem
vilja upp á ókeypis andlitsmálun. Börn eru
beðin að koma klædd í grímubúninga á
tóneikana ef þau geta.
25
feb
Föstudagur
26
feb
Laugardagur
27
feb
Sunnudagur
Viðfangsefnið í Yes yes er allt
annað en gamansamt. Þar nálgast
María hluta samfélagsins sem ein-
kennist af fáfræði, fordómum og
ekki síst ofbeldi.
Best í heimi
„Hugmyndin að myndinni Yes yes
á rætur að rekja til leikritsins Best í
heimi sem ég samdi ásamt Hávari
Sigurjónssyni og leikhópnum og
setti á svið í Iðnó árið 2007,“ seg-
ir María. Best í heimi var tilraun til
þess að lýsa íslenskum veruleika
eins og hann blasir við útlending-
um sem hingað flytjast. „Verkið var
gamansamt, leikið af fagmenntuð-
um erlendum leikurum sem höfðu
flutt til Íslands og voru að fóta sig
hér.“
Í undirbúningnum að Best í
heimi tók María viðtöl við nokkrar
taílenskar konur sem höfðu kom-
ið til Íslands, meðal annars til þess
að giftast íslenskum mönnum, en
ekki síður í þeirri von að finna hér
möguleika til þess að bæta lífs-
skilyrðin fyrir börn og fjölskyldur í
heimalandinu.
Harðduglegar
„Margar austurlenskar konur taka
gríðarlega áhættu með því að yf-
irgefa heimalandið. Þær koma til
Íslands í algjörlega framandi um-
hverfi, kunna ekki tungumálið og
sumar þeirra enda beint heima
hjá vafasömum náungum,“ held-
ur María áfram. „Ég hreifst mjög af
því hvað þessar konur voru harð-
duglegar að vinna sig út úr þess-
um nánast ómögulegu aðstæðum
og mér þótti mikilvægt að skoða þá
hlið málsins líka, án þess að gera
strax ráð fyrir að þær væru fórnar-
lömb hættulegra manna og erfiðra
aðstæðna.“
Hins vegar megi ekki gera lít-
ið úr andlegu og líkamlegu ofbeldi
sem konur í þessum aðstæðum séu
beittar. Hér séu til dæmi um konur
sem hafi verið beittar miklu ofbeldi
og síðan verið sendar fljótlega aftur
heim. „Sumum þeirra hefur hrein-
lega verið skilað aftur eins og hverj-
um öðrum varningi.“
Ekki heimildamynd
„En jafnvel þótt handritið að mynd-
inni byggi á viðtölum við fjölda
kvenna er þetta ekki heimildamynd
á neinn hátt. Hún er hreint og klárt
skáldverk. Hins vegar kom á dag-
inn þegar ég var að prófa fólk í hlut-
verkin að konur virtust þekkja sum-
ar af þessum aðstæðum.“
María segir þetta einkum eiga
við um ýmiss konar frelsissvipt-
ingu. „Bíllyklarnir eru kannski
gerðir upptækir og jafnvel launin
tekin. Eða þeim bannað að hringja,“
segir hún. „Þarna kynnumst við
viðhorfum fólks sem hefur litla eða
enga samkennd eða innsýn í líðan
annars fólks.“
María bendir á að hegðun eins
og þessi spretti oftast nær af van-
þekkingu, fordómum og jafnvel
heimsku. „Maðurinn í myndinni
er til að mynda ekki beinlínis ill-
ur eða hættulegur. Hann er hins
vegar að mörgu leyti mjög tak-
markaður og það verður til þess að
hann beitir ítrekað ofbeldi, fyrst og
fremst andlegu.“
Rauði þráðurinn í myndinni er
því fyrst og fremst um það hvað
vanþekking og fordómar geta fætt
af sér. „Heimskan er hættuleg.“
Áfram með umræðuna
Þessa dagana er María að reyna
að afla styrkja til þess að fara með
myndina í skóla og á fleiri staði,
sýna hana og halda erindi. „Jú,
auðvitað er ég að reyna að breyta
heiminum,“ segir hún og hlær. Við-
fangsefnið sé rammpólitískt enda
sé nánast óhugsandi að fjalla um
viðkvæm mál án þess að velja sér
sjónarhorn.
„Þetta geri ég fyrst og fremst til
þess að halda umræðunni gang-
andi. En þess vegna er auðvitað
planið að fá að sýna myndina í há-
skólum og hjá trúnaðarmannafé-
lögum og öðrum samtökum þar
sem hægt er að vekja umræðuna
um þessi mál. Þetta er líka mjög
aktúelt. Nú var að koma út ný
skýrsla um heimilisofbeldi. Nú er
tíminn til þess að tala.“
Frekari kynning
Næstu skrefin eru svo að koma
myndinni í frekari kynningu. „Ég er
auðvitað að reyna að koma mynd-
inni inn á kvikmyndahátíðir vítt og
breitt. Ég sæki auðvitað um á þess-
um stóru hátíðum eins og Cannes og
Nordisk Panorama. En það er auð-
vitað ómögulegt að vita hvort mynd-
in hlýtur náð og kemst að,“ segir
María. „Þetta verður allt að ráðast.“
Hún segist reyndar vera kom-
in vel af stað með annað hápóli-
tískt verkefni. „Ég er byrjuð að gera
heimildamynd um íslenska grunn-
skólakerfið. Þetta er mynd sem ég
byrjaði að vinna á meðan ég var í
meistaranámi í kvikmyndagerð í
Auckland á Nýja-Sjálandi. Þar fékk
ég að fara í skóla dóttur minnar og
viða að mér efni. Ég ætla að svo að
halda áfram og safna efni um ís-
lenska grunnskóla og gera umfjöll-
un sem byggist á samanburðinum.“
Heimildamynd um skólakerfið
María segist hafa áttað sig á því þeg-
ar hún flutti með fjölskylduna til
Nýja-Sjálands að fæstir geti nokk-
urn tímann gert svona saman burð
sjálfir. „Fólk þekkir yfirleitt bara eitt
menntakerfi. Kerfið heima hjá sér.
Þegar við svo fluttum þarna út þótti
mér munurinn vera sláandi mik-
ill. Ekki endilega neikvæður, heldur
fyrst og fremst mikill.“
Þetta sé nokkuð sem eigi mikið
erindi hér heima. „Ekki síst í allri
þeirri umræðu sem nú fer fram um
niðurskurð hjá ríki og sveitarfélög-
um og líka vegna þess að nú eru að
mótast hugmyndir um hvernig eigi
að forgangsraða í samfélaginu.“
Sjálfmenntun og menntun
María er að upplagi sjálfmenntað-
ur leikstjóri, jafnvel þótt hún hafi nú
lokið meistaragráðu í kvikmynda-
leikstjórn. „Ég var í rauninni byrjuð
að leikstýra í minni verkefnum strax
upp úr 1990. Ég fór svo til Englands
og lærði leiklist í Central School of
Speach and Drama í London. Þetta
var frábært nám, jafnvel þótt ég hafi
oftast endað í alvarlegum hlutverk-
um í skólanum, sem er á einhvern
hátt andstætt gríneðlinu í mér,“
segir María.
Hún hafi svo flutt til Íslands og
farið beint að leikstýra. „Ég velti því
ekkert fyrir mér.“
2.500 sketsar
Sína aðalþjálfun í handritaskrifum
fékk María svo þegar hún tók þátt í
að skrifa sex seríur af gamanþáttun-
um Stelpurnar. „Þarna datt ég inn í
hóp sem skrifaði handrit að meira en
2.500 grínsketsum undir stjórn Sig-
urjóns Kjartanssonar.“
Hún segir Stelpurnar hafa um
margt verið mikilvægar. Grínþætt-
ir sem þó bentu á hið augljósa. „Það
eru svo afkáralega fáar konur að
vinna í sjónvarpi.“
Hún segir Sigurjón hafa orðið sinn
helsta leiðbeinanda í handritagerð.
„Sigurjón er ótrúlega afkastamikill
og öflugur. Þá má örugglega segja að
hann hafi breytt íslensku sjónvarpi
með því að hafa drifið áfram þátta-
raðir í íslensku sjónvarpi, sem aldrei
hefðu annars orðið að veruleika.“
Hrekkjusvín
Og hvað nú? „Ég er með ótrúlega
mörg járn í eldinum, eins og all-
ir þurfa að gera sem eru sjálfstætt
starfandi. Það stendur til dæmis
til að gera sviðsútgáfu við tónlist-
ina af plötunni Hrekkjusvín, sem
kom út snemma á níunda áratugn-
um. Þetta var kjarninn úr Spilverki
þjóðanna ásamt Eggerti Þorleifssyni
og Leifi Haukssyni. Þarna eru mörg
frábær lög sem eiga vel við í dag og
fjalla um allt frá umhverfismálum til
póltískrar spillingar á gamansaman
hátt sem hentar bæði börnum og
fullorðnum.“
sigtryggur@dv.is
Þorkell Þorkelsson
Heldur ljósmyndasýningu
um Búrma í Gerðarsafni um
helgina.