Dagblaðið Vísir - DV - 25.02.2011, Blaðsíða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 25.02.2011, Blaðsíða 13
Fréttir | 13Helgarblað 25.–27. febrúar 2011 „Það er svo GOTT fyrir alla“ HVER ER ÞÍN HVALASKOÐUN? www.facebook.com/islandoghvalir ÞAÐ MÁ SKIPTA UM SKOÐUN! Upprisa ólafs ragnars hann verið endurkjörinn. Engum eigi að koma á óvart að hann hafi beitt málskotsréttinum á nýjan leik. Hann hafi í rauninni haft fullt um- boð frá kjósendum til þess að beita honum aftur. Þá er ljóst að Ólafur Ragnar hefur lengi verið talsmað- ur þess að ákvarðanir séu í aukn- um mæli færðar til kjósenda og að rýmka þurfi um þjóðaratkvæða- greiðslur í stjórnarskránni. Sjálfur sagði hann þó nýlega í Silfri Egils að ákjósanlegast væri að ákvarðan- ir um þjóðaratkvæðagreiðslur væru ekki í höndum eins manns, enda fylgdi því mikil ábyrgð. „Ólafur skilgreindi hlutverk sitt sem forseta þannig að eitt af hlut- verkum forsetans væri að liðka fyr- ir viðskiptum við útlönd, og við- skiptamönnum Íslands erlendis, og það gerði hann fölskvalaust. Hann var vinsælasti maðurinn í öll- um viðskiptaferðum og hann virt- ist geta opnað alls kyns dyr fyrir íslenska viðskiptamenn erlendis. Þegar útrásin reyndist vera hol að innan hrundu rústir útrásarinn- ar yfir Ólaf Ragnar Grímsson ekki síður en yfir útrásarvíkingana. Í Áramótaskaupinu 2008 kom skýrt fram hversu löskuð ímynd hans var. Hann setti hins vegar undir sig hausinn eins og honum einum er lagið og hélt sínu striki en takmark- aði svolítið viðskiptahlið embættis- ins. Þegar Icesave-málið kom síðan upp byrjaði hann strax að tala fyr- ir því sem hann skilur sem íslenska hagsmuni. Þannig náði hann spil- unum aftur,“ segir Birgir. Helstu kostir Ólafs Ragnars og þeir sem hafa hjálpað honum hvað mest eru þeir, að mati Birgis, að hann hefur aldrei verið fjötraður inn í flokkakerfið og að hann þor- ir að standa við eigin ákvarðanir, þrátt fyrir að erfiðar séu. „Hann er bara hugrakkur maður,“ segir Birgir að lokum. Ráðuneytin og stofnanir styrkja Morgunblaðið dyggilega: 11 milljónir á ári í Moggann Ráðuneytin og opinberar stofnan- ir verja samtals nærri 11 milljónum króna á ári í kaup á áskrift að Morgun- blaðinu. Frá þessu er sagt á vefmiðlin- um Smugunni, sem byggir á svörum ráðuneytanna við fyrirspurn Marðar Árnasonar, alþingismanns Samfylk- ingarinnar, sem spurði um kostnað við áskriftir að fjölmiðlum á Alþingi. Fram kemur í svörunum að hið opinbera ver stærstum hluta þeirra upphæðar sem fer í áskriftir að fjöl- miðlum í áskrift að Morgunblaðinu. Af þeim peningum sem hið opinbera notar til að kaupa áskriftir að fjöl- miðlum, fara 56 prósent í að kaupa áskriftir að Morgunblaðinu. Þetta er athyglisvert í ljósi þess að Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra hefur lengi hatast við Morgunblaðið og sagt opinberlega að ekkert sé að marka það. Langflestar stofnanir stjórnsýsl- unnar kaupa áskrift að Mogganum. Skattrannsóknarstjóri ríkisins sker sig úr meðal ríkisstofnana, því hann er sá eini sem kaupir aðeins áskrift að DV og engum öðrum dagblöð- um. Haft er eftir Merði Árnasyni á Smugunni að þetta megi túlka sem traustsyfirlýsingu til ritstjórnar DV. „Það má segja að þeir séu í svipuð- um bransa, DV og skattrannsóknar- stjóri. DV hefur öðrum dagblöðum verið duglegra við að koma upp um skattsvikara.“ Athyglisvert er að sjá að fyrrver- andi vinnustaður Davíðs Oddssonar ritstjóra, Seðlabankinn, er stórtækur í kaupum á áskriftum að fjölmiðlum. Á hverjum degi kaupir Seðlabank- inn alls 13 eintök af Morgunblaðinu. Árlegur kostnaður af þessari þrett- ánföldu áskrift að Morgunblaðinu er rúmlega 660 þúsund krónur. Þá virðist starfsfólk velferðarráðu- neytis Guðbjarts Hannessonar mik- ið vilja lesa Morgunblaðið því sextíu prósent af öllum peningum sem not- aðir eru til að kaupa áskriftir renna til Morgunblaðsins. valgeir@dv.is Getur brosað Davíð Oddsson ritstjóri getur leyft sér að brosa yfir trygglyndi ráðuneyta, sem kaupa Morgunblaðið fyrir 11 milljónir á ári.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.