Dagblaðið Vísir - DV - 25.02.2011, Side 13

Dagblaðið Vísir - DV - 25.02.2011, Side 13
Fréttir | 13Helgarblað 25.–27. febrúar 2011 „Það er svo GOTT fyrir alla“ HVER ER ÞÍN HVALASKOÐUN? www.facebook.com/islandoghvalir ÞAÐ MÁ SKIPTA UM SKOÐUN! Upprisa ólafs ragnars hann verið endurkjörinn. Engum eigi að koma á óvart að hann hafi beitt málskotsréttinum á nýjan leik. Hann hafi í rauninni haft fullt um- boð frá kjósendum til þess að beita honum aftur. Þá er ljóst að Ólafur Ragnar hefur lengi verið talsmað- ur þess að ákvarðanir séu í aukn- um mæli færðar til kjósenda og að rýmka þurfi um þjóðaratkvæða- greiðslur í stjórnarskránni. Sjálfur sagði hann þó nýlega í Silfri Egils að ákjósanlegast væri að ákvarðan- ir um þjóðaratkvæðagreiðslur væru ekki í höndum eins manns, enda fylgdi því mikil ábyrgð. „Ólafur skilgreindi hlutverk sitt sem forseta þannig að eitt af hlut- verkum forsetans væri að liðka fyr- ir viðskiptum við útlönd, og við- skiptamönnum Íslands erlendis, og það gerði hann fölskvalaust. Hann var vinsælasti maðurinn í öll- um viðskiptaferðum og hann virt- ist geta opnað alls kyns dyr fyrir íslenska viðskiptamenn erlendis. Þegar útrásin reyndist vera hol að innan hrundu rústir útrásarinn- ar yfir Ólaf Ragnar Grímsson ekki síður en yfir útrásarvíkingana. Í Áramótaskaupinu 2008 kom skýrt fram hversu löskuð ímynd hans var. Hann setti hins vegar undir sig hausinn eins og honum einum er lagið og hélt sínu striki en takmark- aði svolítið viðskiptahlið embættis- ins. Þegar Icesave-málið kom síðan upp byrjaði hann strax að tala fyr- ir því sem hann skilur sem íslenska hagsmuni. Þannig náði hann spil- unum aftur,“ segir Birgir. Helstu kostir Ólafs Ragnars og þeir sem hafa hjálpað honum hvað mest eru þeir, að mati Birgis, að hann hefur aldrei verið fjötraður inn í flokkakerfið og að hann þor- ir að standa við eigin ákvarðanir, þrátt fyrir að erfiðar séu. „Hann er bara hugrakkur maður,“ segir Birgir að lokum. Ráðuneytin og stofnanir styrkja Morgunblaðið dyggilega: 11 milljónir á ári í Moggann Ráðuneytin og opinberar stofnan- ir verja samtals nærri 11 milljónum króna á ári í kaup á áskrift að Morgun- blaðinu. Frá þessu er sagt á vefmiðlin- um Smugunni, sem byggir á svörum ráðuneytanna við fyrirspurn Marðar Árnasonar, alþingismanns Samfylk- ingarinnar, sem spurði um kostnað við áskriftir að fjölmiðlum á Alþingi. Fram kemur í svörunum að hið opinbera ver stærstum hluta þeirra upphæðar sem fer í áskriftir að fjöl- miðlum í áskrift að Morgunblaðinu. Af þeim peningum sem hið opinbera notar til að kaupa áskriftir að fjöl- miðlum, fara 56 prósent í að kaupa áskriftir að Morgunblaðinu. Þetta er athyglisvert í ljósi þess að Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra hefur lengi hatast við Morgunblaðið og sagt opinberlega að ekkert sé að marka það. Langflestar stofnanir stjórnsýsl- unnar kaupa áskrift að Mogganum. Skattrannsóknarstjóri ríkisins sker sig úr meðal ríkisstofnana, því hann er sá eini sem kaupir aðeins áskrift að DV og engum öðrum dagblöð- um. Haft er eftir Merði Árnasyni á Smugunni að þetta megi túlka sem traustsyfirlýsingu til ritstjórnar DV. „Það má segja að þeir séu í svipuð- um bransa, DV og skattrannsóknar- stjóri. DV hefur öðrum dagblöðum verið duglegra við að koma upp um skattsvikara.“ Athyglisvert er að sjá að fyrrver- andi vinnustaður Davíðs Oddssonar ritstjóra, Seðlabankinn, er stórtækur í kaupum á áskriftum að fjölmiðlum. Á hverjum degi kaupir Seðlabank- inn alls 13 eintök af Morgunblaðinu. Árlegur kostnaður af þessari þrett- ánföldu áskrift að Morgunblaðinu er rúmlega 660 þúsund krónur. Þá virðist starfsfólk velferðarráðu- neytis Guðbjarts Hannessonar mik- ið vilja lesa Morgunblaðið því sextíu prósent af öllum peningum sem not- aðir eru til að kaupa áskriftir renna til Morgunblaðsins. valgeir@dv.is Getur brosað Davíð Oddsson ritstjóri getur leyft sér að brosa yfir trygglyndi ráðuneyta, sem kaupa Morgunblaðið fyrir 11 milljónir á ári.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.