Dagblaðið Vísir - DV - 25.02.2011, Blaðsíða 60
60 | Tækni Umsjón: Páll Svansson palli@dv.is 25.–27. febrúar 2011 Helgarblað
STOFNAÐ 1971 RAFTÆKJAVERSLUN • SÍÐUMÚLA 2 • SÍMI 568 9090 • www.sm.is
SJÓNVARPSTILBOÐ
TILBOÐ 249.990
FULLT VERÐ kr. 329.990
ideas for life
Panasonic TXP42GT20 - Full HD 3D
42" Full HD 3-D THX NeoPlasma sjónvarp með 1920x1080p upplausn, THX, Vreal
Pro5 Engine - High Contrast Filter, 600Hz Intelligent Frame Creation, Infinite Black
5.000.000:1 (Native) skerpa, Pro 24p Smooth Film/Play Back, 0.001 msec svartíma,
x.v Colour, Progressive Scan, VIERA CAST nettengingu, Digital Cinema Colour 3D
Colour, Motion Pattern Noise Reduction 3D Comb Filter, C.A.T.S háskerpu HDTV
DVB-T stafrænn móttakari (MPEG4), kortalesari, 2 x USB tengi fyrir Wi-Fi/HDD
upptöku, 2x Scart (með RGB), 4 HDMI, innbyggður gervihnattamóttakari, PC tengi ofl.
SKERPA
5.000.000:1
PRO 5
600Hz
FULL
HD
1920x1080p
AVATAR
3D Blu-Ray
FYLGIR
MEÐ!
Apple-fyrirtækið er í dag með-al verðmætustu fyrirtækja á hlutabréfamarkaði í heim-
inum, skaust upp í annað sætið á
seinni hluta síðasta árs á eftir olíu-
risanum Exxon. Útspil fyrirtækis-
ins með iPad-spjaldtölvunni í fyrra
breytti algjörlega landslaginu á
tölvumarkaðinum en um 15 millj-
ónir iPad-tölva hafa selst síðan þá
og keppinautarnir hafa í kjölfarið
þurft að rembast við að koma eigin
spjaldtölvum á markað.
iPad 2 að koma
Apple sendi helstu fréttamiðlum
boðskort í vikunni vegna sérstakrar
uppákomu þann 2. mars næstkom-
andi. Ljóst er af mynd á boðskort-
inu að þarna verður hulunni svipt af
iPad 2, en spjaldtölvunnar er beðið
með mikilli eftirvæntingu og ýmsir
miðlar hafa að undanförnu keppst
um að greina frá þeim nýjungum
sem eiga að prýða gripinn. Apple
hefur nú sem endranær verið þögult
sem gröfin en helst er búist við því
að nýja útgáfan verði þynnri, öflugri
og búin myndavélum.
Ódýrari og minni iPhone
Sá orðrómur komst á kreik fyr-
ir nokkrum vikum að Apple væri
að þróa minni og ódýrari útgáfu af
iPhone. Orðrómurinn um stærðina
virðist þó ekki vera á rökum reistur
ef marka má nýjar upplýsingar sem
nú hafa komið fram og eru að sögn
hafðar eftir ónafngreindum starfs-
mönnum Apple. Samkvæmt þeim
mun næsta útgáfa snjallsímans vin-
sæla verða tilbúin í sumar og stærð
símans verður sú sama eða svipuð
iPhone 4.
Apple leiti hins vegar leiða til að
framleiða ódýrari síma en það sé á
engan hátt tengt stærð, framleiðsla
smærri síma verði að öllum líkind-
um jafn kostnaðarsöm, síminn erf-
iðari í notkun og minni skjár leiði til
þess að mörg forrit þurfi þá hrein-
lega að endurskrifa.
Heilsufar Steves Jobs
Þegar rýnt er í sögu fyrirtækisins
virðist hverju barni það ljóst að vel-
gengni Apple hefur alla tíð hald-
ist í hendur við Steve Jobs, núver-
andi framkvæmdastjóra og annan af
stofnendum þess.
Ýmsar vangaveltur hafa verið um
framtíð fyrirtækisins eftir að Jobs
tilkynnti í janúar að vegna heilsu-
farsástæðna myndi hann draga sig
í hlé frá daglegum rekstri og ekki
koma fram fyrir hönd fyrirtækisins
í bráð. Jobs fór í skurðaðgerð vegna
krabbameins í brisi árið 2004 og árið
2009 lagðist hann aftur undir hníf-
inn, í þetta sinn vegna lifrarskipta.
Bandaríski slúður- og æsimið-
illinn National Enquirer heldur því
fram að Jobs eigi aðeins fáeinar
vikur eftir ólifaðar en blaðið birti í
síðustu viku myndir af honum fyr-
ir utan krabbameinsmiðstöð í Palo
Alto í Kaliforníu og fékk „sérfræð-
inga“ til að meta ástandið miðað við
útlit hans á myndunum.
Hvað sem líður fullyrðingum
slúðurblaðsins er ljóst að ástand
Jobs er alvarlegt, hann virðist aðeins
skuggi af sjálfum sér, grár og gugg-
inn og hefur lést mikið.
Yfirmenn Apple hafa að undan-
förnu skipst á að koma fram fyr-
ir hönd fyrirtækisins en Tim Cook,
helsti samstarfsmaður Jobs, þyk-
ir líklegastur til að taka við fram-
kvæmdastjórastöðunni ef fjarvera
Jobs verður varanleg.
palli@dv.is
Motorola Xoom
komin í verslanir
Motorola Xoom, spjaldtölvan sem flestir
gagnrýnendur telja að verði aðalkeppinautur
iPad, er komin í verslanir Verizon-fjarskipta-
fyrirtækisins í Bandaríkjunum. Hér er þó
aðeins um að ræða dýrari útgáfu af Xoom
en ódýrari útgáfan sem notast aðeins við
Wi-Fi eða þráðlaust samband kemur á
markað innan tíðar. Verð dýrari útgáfunnar
mun væntanlega setja strik í reikninginn hjá
mörgum því ef tölvan er keypt án samnings
kostar hún rúmlega 93 þúsund krónur, eða
800 bandaríkjadali. Eins og með aðrar
tölvuvörur hækkar það verð töluvert þegar
þessi áhugaverða spjaldtölva fer að sjást í
hillum verslana hér á landi. Motorola Xoom
er fyrsta spjaldtölvan sem keyrir á Honey-
comb, nújustu útgáfu Android-stýrikerfisins
frá Google.
Erfið uppfærsla
hjá Microsoft
Fyrsta uppfærsla Microsoft á Windows
Phone 7 stýrikerfinu gekk frekar brösuglega
en að sögn fyrirtækisins lentu um tíu
prósent þeirra sem sóttu uppfærsluna í
vandræðum. Eigendur Samsung-síma sem
notast við stýrikerfið lentu margir hverjir
í því að símar þeirra urðu ónothæfir eftir
innsetninguna og í kjölfarið hefur Microsoft
dregið uppfærsluna til baka fyrir þessa
tegund snjallsíma. Microsoft er þó síður en
svo eina fyrirtækið sem lendir í vandræðum
með uppfærslu fyrir snjallsímastýrikerfi.
Bæði Apple og Google hafa í gegnum
tíðina valdið ófáum snjallsímaeigendum
sálarkvölum og höfuðverk með uppfærslum
á kerfum sínum. Ástæðan fyrir vandræðun-
um vegna Samsung-símanna virðist liggja
í upplýsingaskorti Microsoft vegna þeirra
vélbúnaðarstaðfærslna (firmware) sem
gerðar hafa verið á Samsung-símum eftir að
þeir komu markað.
n Fyrir 15 árum var staða Apple það bágborin að gjaldþrot virtist blasa við n Fyr-
irtækið metið eitt það stöndugasta í heiminum í dag n Von er á iPad 2 innan tíðar
og fróðlegt að fylgjast með hvort Apple haldi forskoti á spjaldtölvumarkaðinum
Mynd National Enquirer Uppsetning myndarinnar ber keim af mörgum öðrum myndum
æsifréttamiðilsins, viðfangsefnið snýr baki í myndavélina og ekki hægt að greina með vissu
hvort hér sé raunverulega um Steve Jobs að ræða.
Uppá-
koma
2. mars
iPad 2 hulin
að miklum
hluta á
bak við
dagatalið.
COO hjá Apple Tim Cook
(Chief Operating Officer)
kom fram fyrir hönd Apple
þann 11. janúar síðastliðinn
þegar Apple og Verizon-
fjarskiptafyrirtækið kynntu
iPhone 4. MyNd REUTERS
iPad 2 í mars