Dagblaðið Vísir - DV - 27.05.2011, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 27.05.2011, Blaðsíða 2
2 | Fréttir 27.–29. maí 2011 Helgarblað Eldgos í Grímsvötnum „Þetta var svartasta nótt sem ég hef upplifað,“ sagði Baldur Þ. Bjarna- son, bóndi á bænum Múlakoti sem er rétt austan við Kirkjubæjar- klaustur, í sam- tali við DV á mánudag. Eldgos hófst í Grímsvötnum á laugardag og hafði talsverð áhrif á íbúa á Suðurlandi. Allt var svart í ösku á Kirkjubæjar- klaustri á mánudag og þriðjudag en heldur birti til á miðvikudag. Gosið er nú í rénun og því mun að líkindum ljúka á næstu dögum. Baldur sagðist aldrei hafa upplifað jafnmyrka nótt og þessa, en hann hefur búið á bænum frá árinu 1942. Gosið var nokkuð stórt og sagðist Ómar Ragnarsson til að mynda aldrei hafa séð jafnstórt gos. Vildi frekar deyja sjálf „Ég sakna henn- ar stöðugt svo óheyrilega mikið og er alltaf skelf- ingu lostin. Stað- reyndin er sú að ég ræð engan veginn við þetta. Oft og iðulega er ég dauðhrædd um að missa al- gjörlega stjórn á heila mínum og enda sem grænmeti,“ sagði Gerður Berndsen, móðir ungrar stúlku sem kastað var fram af svölum í Engihjalla 9 í Kópavogi árið 2000, í samtali við DV á mánudag. Í síðasta helgarblaði DV var ítarleg umfjöllun um morð á íslenskum konum. Gerður hefur ekki enn komist yfir sorgina sem fylgdi því að missa dótturina á jafn voveiflegan hátt. Lánuðu sjálfum sér Stjórn- endur Sparisjóða- bankans ákváðu á haustdögum 2007 að breyta reglum bank- ans um verð- bréfaviðskipti til að þeir gætu lánað sjálfum sér og starfsmönn- um bankans fyrir hlutabréfum í honum. Breytingarnar voru sam- þykktar í stjórn Sparisjóðabankans og voru viðskiptin keyrð í gegn- um lánanefndina. Stjórnendur og starfsmenn Sparisjóðabankans skuldsettu sig samtals um millj- arða króna fyrir vikið og var ekkert til tryggingar fyrir lánunum annað en hlutabréfin í Sparisjóðabank- anum sem keypt voru. Þetta kemur fram í skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis. Fréttir vikunnar í DV 1 2 3 „Þetta er búið að vera vandamál í mörg ár. Það að hafa mest kom- ið hingað 1.600 manns á leiki hér í sumar en bílstæðin eru 80 tals- ins. Þau eru einfaldlega allt of fá,“ segir Haraldur Haraldsson, fram- kvæmdastjóri Víkings. Hann segir að þetta vandamál einskorðist ekki við Víkina heldur finna KR-ingar og þeir í Árbænum einnig fyrir þessu. Þetta sé vandamál hjá íþróttafélög- um sem eru inni í miðju íbúðahverfi en ástandið sé þó verst við Víkina. „Hvað knattspyrnuliðið og leikina varðar þá er þetta klárt tekjutap fyr- ir félagið. Fólk er farið að hugsa sig tvisvar um áður en það leggur leið sína í Víkina.“ DV veit til þess að knattspyrnu- áhugamenn hafi sleppt því að mæta í Víkina af ótta við að vera sektaðir. Miði á völlinn kostar 1.500 krónur og ef 2.500 króna sekt fyrir stöðu- brot bætist við getur kvöldið orðið býsna dýrt. Lagt uppi á gangstéttum Vegna fárra bílastæða hafa fótbolta- áhorfendur brugðið á það ráð að leggja uppi á gangstéttum, uppi á grasi og hvar sem hægt er að koma bílunum fyrir á meðan leikjunum stendur. Lögreglan hefur sektað öku- menn fyrir þetta og í upphafi Íslands- mótsins boðaði lögreglan svo til að- gerða og varaði við að þeir sem legðu ólöglega þyrftu að greiða stöðubrots- gjald. „Já, þeir hafa verið duglegir að sekta núna en maður skilur líka að þeir þurfa að fylgja lagabókstafnum svo það getur enginn nöldrað út af því. Það eru einhverjir nágrannar okkar sem eru duglegir að hringja í lögguna og kvarta,“ segir hann en bætir við að það sé skiljanlegt sér- staklega þegar litið er til þess að hverfið fyllist af bílum og fólk kemst ekki heim til sín. Hinn frægi peningaskortur „Við höfum unnið að bótum á þessu vandamáli í samvinnu við Reykjavík- urborg í einhvern tíma en vonandi er komin einhver hreyfing á þetta. Á deiliskipulagi er einn grasblettur sem á að breyta í 70 bílastæði.“ Hann seg- ir að borgin hafi dregið lappirnar með þetta í einhver ár en aðspurður um ástæður þess segir hann það væntan- lega vera hinn fræga peningaskort. Aðspurður hvort 70 stæði í við- bót nægi til að taka við öllum gest- um bendir hann á að þegar leikmenn beggja liða, þjálfarar og starfsfólk á vellinum sé mætt þá séu stæðin full. „Jú, jú, þetta mundi taka smákúf en þau leysa ekki vandamálið sem slíkt,“ segir hann og bætir við að Víkings- menn vænti aðgerða og lausna frá borginni og að það sé sameiginlegt hagsmunamál allra að koma þessu í lag sem fyrst. Stöðubrot hindra neyðarakstur „Ástæðan fyrir því að við sektum ökumenn sem leggja ólöglega við íþróttavelli er fyrst og fremst vegna þess hættuástands sem getur skap- ast þegar neyðarakstur lögreglu-, sjúkra- og slökkvibíla er hindraður,“ segir Kristján Guðnason aðstoðaryfir- lögregluþjónn. Fyrir utan mögulegar skemmdir á gróðri þá sé þetta einnig spurning um almenna virðingu fyrir lögum og reglum þessa lands. Hann segir að vandamálið sé ekki einungis við íþróttaleikvelli. „Í gegnum tíðina hafa stöðubrot verið algeng við íþróttavelli en einnig við ýmiss konar uppákomur eins og á Menningarnótt og 17. júní þar sem menn hafa talið sér heimilt að leggja nánast hvar sem er. Á þessu höfum við verið að taka og reynt með öllum ráðum að koma í veg fyrir slík brot,“ segir hann. Lögreglan hafi kynnt þetta rækilega í fjölmiðlum og að sjálfsögðu hvetji hún ökumenn til að leggja löglega hvar og hvenær sem er. Gunnhildur Steinarsdóttir blaðamaður skrifar gunnhildur@dv.is „ „Já, þeir hafa verið duglegir að sekta núna en maður skilur líka að þeir þurfa að fylgja lagabókstafnum svo það getur enginn nöldrað út af því. n Um 70 bílastæði eru við félagsheimili Víkings í Fossvogsdalnum n Yfir þúsund manns mæta á leiki og leggja á gangstéttum og grasbölum Ágangur lögreglu bitnar á miðasölu Of fá bílastæði Framkvæmda- stjóri Víkings segir félagið verða fyrir tekjutapi vegna þessa. Landsbankinn kynnir ný úrræði: Kosta bank- ann allt að 30 milljarða „Ekki nógu langt gengið,“ er mat And- reu Jóhönnu Ólafsdóttur, formanns stjórnar Hagsmunasamtaka Heimil- anna, á þeim nýju úrræðum sem Landsbankinn kynnti fyrir við- skiptavini sína í gær. Hún vill sjá róttækari leiðrétt- ingar á höfuðstól skulda einstak- linga en segir þó að allt sem komi til móts við fólk sé jákvætt skref. Kristján Kristjánsson, upplýsinga- fulltrúi Landsbankans, segir að um sé að ræða 25–30 milljarða sem renna til viðskiptavina bankans á næstu árum. Því til samanburðar má nefna að hagnaður bankans fyrstu þrjá mán- uði ársins var 12,7 milljarðar en 27 milljarðar í fyrra. Um er að ræða þrjú úrræði; endurgreiðsla vaxta, lækkun fasteignaskulda og lækkun annarra skulda. Skuldsettir viðskiptavinir fá 20 prósenta endurgreiðslu af greiddum vöxtum frá lokum árs 2008 til loka apríl 2011. Upphæðin er að hámarki ein milljón en samkvæmt skilmálum úrræðisins þurfa skuldarar að vera í skilum við bankann frá lok apríl 2011. Það þýðið að skuldarar mega ekki hafa verið í vanskilum í þrjá mánuði þar á undan. Miðað við þetta gæti einstak- lingur hafa verið í skilum við bankann fram til loka árs 2010, lent í vanskilum og ætti því ekki rétt á endurgreiðslu vaxta fyrir 2008 og 2009. Annað úrræði Landsbankans er breyting á hinni svokölluðu 110 prósenta leið. Ákveðið hefur verið að miða við fasteignamat á ódýrari eignum en ekki verðmat. Þessi breyt- ing ætti að leiða til þess að úrvinnsla mála gangi hraðar fyrir sig og lækka áhvílandi skuldir í mörgum tilvikum. Í lækkun annarra skulda falla undir lán á borð við yfirdrætti og skulda- bréfalán en ekki greiðslukortaskuld- ir, fyrirgreiðslur vegna námslána og því um líkt. Niðurfærslan er að há- marki 4 milljónir fyrir einstaklinga. Til að koma til greina fyrir úrræðið þurfa skuldarar að veita bankanum heimild til að meta greiðslugetu sína með aðgangi að skattframtali og gera samning við bankann um að eftir- stöðvar verði greiddar með skilvísum greiðslum á 36 mánuðum. Steinþór Pálsson AIR-O-SWISS rakatækin Bæta rakastig og vinna gegn: • Slappleika og þreytu • Höfuðverkjum • Augnþurrki • Astma Auka vellíðan og afköst Verð 29.850 kr. Stórhöfða 25 • Sími 569 3100 • eirberg.is Í sumar er opið virka daga frá kl. 9 -18
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.