Dagblaðið Vísir - DV - 27.05.2011, Blaðsíða 36

Dagblaðið Vísir - DV - 27.05.2011, Blaðsíða 36
36 | Viðtal 27.–29. maí 2011 Helgarblað Þ að var meira og minna kol- svartamyrkur hér meðan á þessu stóð. Það var sérstök lífs- reynsla,“ segir Vilhjálmur þar sem hann situr á rúmbekk í stofunni. Við veggina standa tveir bekkir til við- bótar, báðir fengnir úr strandi og á miðju gólfinu stendur gamalt mahón- íeldhúsborð, en það var fengið þeg- ar Eiríkur rauði strandaði árið 1924. Veggirnir eru þaktir veggfóðri og þar hanga gamlar ljósmyndir og málverk í bland. Þeim er óreglulega raðað upp. Sjónvarp er í horni herbergisins en það er ekki í sambandi. Hér hefur Vilhjálmur eytt sinni ævi og síðustu daga hefur hann haldið sig inni við. „Þetta var svipað og Kötlugos- ið árið 1918 því þá var svo mikið myrk- ur. Ég man nú ekki eftir því þar sem ég er þó ekki fæddur fyrr en 1923 en það var mikið talað um það. Menn sögðu fyrir og eftir Kötlu því gosið breytti svo miklu.“ Logaði allt í eldingum Foreldrar hans voru byrjaðir að búa niður í Botnum og lentu illa í því. „Þau voru á beitarjörð en móðir mín vildi fella féð. Þar sem það var til mikið hey taldi afi að þetta myndi nú bjargast eins og vant var. Svo drapst allur fén- aður út af ösku og eitrun. Það var víst eins og steypa í þeim. Askan þá var grófari og sennilegra eitraðri en askan úr Grímsvötnum. Hún er súrari og leiðinlegri, smýgur inn um allt. Það var líka heilmikið gos í fyrra og gosflöktið lá lengi hér yfir. Núna var ég samt betur settur þar sem ég var með ryksugu frá Rekstrarvörum og í henni er vatn sem hreinsar rykið í loftinu.“ Hann segir að eldingarnar hafi líka verið meiri í Kötlugosinu. Núna voru þær miklar en svo langt inni í landi að þær náðu ekki til byggða. „Í Kötlugos- inu logaði allt í eldingum og ekkert raf- magn tolldi inni. Pabba var illa við eld- ingar áður, hann var hræddur við þær en sagðist hafa vanist þessu. Kötlugosið stóð í þrjár vikur en svo datt eldsúlan allt í einu niður í gjána og gosinu lauk á einu augnabliki. Gosið í fyrra hagaði sér svipað, það hélt fullum krafti í þrjár vikur og var svo búið. Núna var þetta eins og sprenging, krafturinn var svo mikill fyrst en svo fjaraði þetta fljótt út. Það er hálfeinkennilegt.“ Vaknaði upp við brunalykt Hann ólst upp við það að Katla myndi sennilega gjósa aftur í kringum 1960 og heldur því fram að Katla sé enn vel lifandi. „Hún gaus sennilega í kringum 1955, en undir jöklinum. Þeir eru farn- ir að viðurkenna það jarðfræðingarnir að það séu gos undir jöklinum. Þann- ig að Katla er sennilega búin að gjósa sínu gosi þótt það sé ekki opinbert. Gosinu fylgdi mikil fýla og leðja í bæði Leirá og Múlakvísl. Það er svo mikil brennisteinslykt af þessum gosum.“ Eina nóttina vaknaði hann upp við brunalykt og hélt að hann hefði gleymt að slökkva á eldavélinni. Hann fór því inn í eldhús en þegar þangað var komið var engin bruni þar. „Fýlan kom að utan. Áttin var úr vestri og kom frá Kötlu. Katla er vel lifandi því það koma svona hlaup einu sinni á ári eða oftar. Árið 1918 kom nefnilega skarð í gosbarmana svo þeir halda ekki vatni lengur þannig að gosin verða ekki stór.“ Óttast ekki Kötlu Þótt Vilhjálmur líti á gosið árið 1918 sem mestu hamfarir aldarinnar óttað- ist hann aldrei Kötlu. „Ég óttast hana ekki. Ég fór stundum á milli staða í óhemjumikilli jökulfýlu og stundum í dimmu og jú, það hvarflaði að mér að hún væri við það að gjósa en ég hugs- aði ekki meira um það. Samt komu þessu Kötlugos bara eins og skot. Árið 1918 voru flutning- ar með skipum hér austur og þegar menn sáu að það var farinn að hnykl- ast reykjarmökkur yfir jöklinum drifu þeir sig í land. Þeir rétt náðu að lenda í höfninni þegar hlaupið kom niður Hjörleifshöfðann. Þetta gerðist svo snöggt. Einn var mjög tæpur, hann Jóhann úr Hrífunesi sem var að koma upp úr Skaftártungunum og kom að ísvegg þegar hann kom að brúnni. Hann hljóp yfir og leit við en þá var brúin farin og hundurinn varð eftir hinum megin.“ Vilhjálmur hallar sér aftur á með- an hann rifjar upp sögu móður sinnar: „Móðir mín var með gesti þegar hún heyrði sjávarnið í vestri og þótti und- arlegt. Síðan heyrði hún dynk og áttaði sig á því að þetta var Katla. Um þrjú- leytið lögðu gestirnir í hann og voru komnir vestur fyrir Hnausa þegar ask- an fór að falla. Vindáttin var úr austri þannig að það þótti undarlegt en þá var krafturinn svo mikill að askan fór upp í háloftin.“ Veit núna hvernig Kötlugosið var Þessar sögur hafa alltaf fylgt honum en hann hefur aldrei skilið það fylli- lega hvernig það var að búa við þessar aðstæður. Ekki fyrr en nú, þegar hann hefur fengið nasasjón af því. „Nú veit ég hvernig Kötlugosið var. Ég sé nú illa en sé smá í fjarska og það sást ekki einu sinni móta fyrir gluggunum þótt komið væri hádegi. Í Kötlugosinu var einn að hjálpa við fjárrekstur frá Búðum hér fyrir vestan. Hann var á heimleið og átti um einn og hálfan kílómeter eftir að Hnausum þegar askan tók að falla og ekkert sást. Við ána voru brattir bakkar og hann fór þar ofan í og þræddi þá þar til hann fann túnið heima. Einn í Skaftártungu átti stutt eftir heim þegar askan skall yfir en þorði ekki öðru en að skríða það sem eftir var svo hann fyndni fyrir götunni undir höndum sér. Allt þetta eru menn núna búnir að reyna hvern- ig getur verið.“ „Aldrei drap ég mann“ Sjálfur fór hann ekki út fyrir húss- ins dyr á meðan öskumökkurinn var sem mestur. Hann hélt sig því inni frá sunnudegi og fram á miðvikudag. „Ég þurfti þess ekki. Ég hafði það bara mjög gott hér inni og var í símasambandi við vini og nágranna. Ég þekki marga og fann því ekki fyrir einsemd. Það hefði verið verra að missa rafmagnið.“ Hér er hann fæddur og uppalinn og hér hefur honum alltaf liðið vel. Hann var eina barnið á bænum og var farinn að vinna sjö ára. Og farinn að snúast fyrr. „Ég vildi auðvitað taka þátt í því sem fólkið í kringum mig var að gera. Þannig að mér fannst þetta bara hið besta mál. Það var kannski verra að ég vildi standa mig jafnvel og þeir en var þeim ekki jafnvígur.“ Enda hefur hann alla tíð verið hraustur maður og aldrei látið sjón- depurðina aftra sér. „Ég sé þig ekki. Það er nú það sem er að. Ég er hraust- ur en sé illa og hef alltaf gert. Engu að síður keyrði ég í fimmtíu ár. Síðan frétt- ist það út að ég hefði haldið áfram að keyra eftir að ég varð blindur. Aldrei drap ég mann svo það var vel slopp- ið. Sennilega hefði ég ekki fengið próf í dag.“ Reyndar var það svolítið vanda- mál þegar hann fór að fá í lungun af heyinu. „Eina ráðið var að fara suður á veturna. Eftir mánuð í Reykjavík var ég laus við þetta þetta. En það voru marg- ir að drepast úr þessu og sumir dráp- ust alveg. En ég fór ekki að finna fyrir þessu fyrr en um þrítugt og þá vildu foreldrar mínir ekki fara héðan. Ég var einbirni og lét mig nú hafa það að vera hér til að hjálpa þeim með búið. Pabbi var orðinn gamall maður og gat ekki sinnt þessu einn. Þess vegna kom ég aftur. Mér fannst líka leitt að vita af þeim hér einum. Ég get alls staðar ver- ið.“ Gaf málverk eftir Kjarval Forvitnir lesendur geta séð mynd af föður hans í Skógasafninu. Hún hang- ir þar í anddyrinu, en Kjarval vinur hans málaði myndina á sínum tíma. „Þetta er risastór mynd sem hékk hér á veggnum. Það vantar mikið þegar myndin er farin en ég vildi ekki að hún færi á flæking þegar ég er dauður. Mamma ólst upp með bróður Kjar- vals svo ég sá nú mikið af þessum mannamyndum hjá honum en það var engin eins og þessi. Hún er í skaft- fellsku litunum og ég hefði getað selt hana á nokkrar milljónir,“ segir hann en bætir því við að hann hafi nú hvorki kunnað við það né þurft þess með. „Það er skrýtið að það skuli vera safn héðan úti í Skógum en þetta er sama menningarsvæði. Enginn var brenndur fyrir galdra milli Markar- fljóts og Jökulsár í Lóni. Menn urðu að þekkja jökulvötnin til að fara yfir þau því sama vaðið hélst aldrei lengi því brotin færðust til. Því var þetta afskekkt og einangrað svæði. Þetta var nú ekk- ert huggulegt helvíti. Það var svo mik- ið af manndrápum og þess háttar. Eins var mikið um að konur færust af barnsförum og þá lögðust systur oft undir þeirra í stað.“ Strandmenn furðuðu sig á selskinnsskónum Hér var hann alinn upp innan um strandmenn og sveitaómaga. Strand- menn komu á Hnausa nánast á hverj- um vetri og einu sinni voru þeir sjö í að verða á annan mánuð. „Pabbi var einn af þessum gömlu Flensborg- armönnum sem gat talað ensku og Norðurlandamálin. Eina nóttina gistu fjórtán menn hér. Helmingurinn átti að fara á næsta bæ en þegar þeir voru hingað komnir neituðu þeir að ganga lengra í snjókomu og bleytu. Húsa- kynnin voru mikil hjá gamla fólkinu svo þeir gátu svo sem verið hér. En ég man alltaf eftir því þegar þeir tóku um tærnar á mér. Ég var í sel- skinnsskóm og loðni hlutinn sneri út. Það voru bestu skórnir, því leðrið í þeim var svo þykkt að það harðnaði aldrei eins og í sauðskinnsskónum sem áttu það til að meiða mann. En þeim þótti þetta eitthvað skrýtnir skór.“ Ólst upp með ómögum Baðstofan var byggð árið 1870 og þá voru fimm rúm uppi og fimm rúm niðri. Svo var stofa með tveimur rúm- um og hægt að sofa í fjósinu líka. „Sennilega hefur eitthvert heimilis- fólk farið þangað. Þessi gömlu rúm voru nú samt svo stutt að menn nán- ast sátu í þeim. Á fjósloftinu var gamla fólkið sem þoldi ekki kuldann í skál- anum, því hitinn af dýrunum yljaði þeim. Gamla fólkið dó bara á bæjun- um í þá daga.“ Foreldrar hans þóttu ríkir og út- svarið fór í að halda sveitaómögun- um uppi. „Svo dóu þeir hér. Pabbi þekkti fimm sem dóu hér en ég man bara eftir einum. Það var hann Ólaf- ur Einarsson, bróðir Önnu sem Kiljan kynntist í Vetrarhúsum á Jökuldals- heiðinni. Hann var mjög sérstæður eins og Anna. Kiljan sagði mér það sjálfur að hann heimsótti Önnu oft og gerði hana síðan að Hallberu sem lifði af allt harðræði hjá Bjarti. Nafn- inu á bænum sneri hann aftur á móti við og skýrði bæinn Sumarhús en ekki Vetrarhús.“ Hlær að gömlum minningum Ólafur var hörkukall segir Vilhjálm- ur. „Hann hélt heilsu fram í andlát- ið. Hann sigldi skútu mestan part ævi sinnar en fór svo í land á Ísafirði og sá um barnaskólann þar. Sagt er að Kóngurinn á Kálfskinni eftir Guð- mund Hagalín sé um hann. Hann þótti mjög ráðríkur en fékk svo heila- blóðfall og varð óstyrkur á fótum. Þá var hann sendur í sveit á fæðingar- vistina. Hjá okkur vildi hann vera því hann sagði að gömlu karlarnir hefðu dáið á fjósloftinu á Hnausum og þar ætlaði hann líka að deyja. Við fengum krónu á dag með honum og hann var hér í níu ár, alltaf við svipaða heilsu.“ Vilhjálmur hlær dátt þegar hann rifjar upp sögu af þessum gamla vini sínum. „Hann fór stundum óvarlega. „Ég umgengst aðeins huldufólk“ „Ertu huldukona?“ spurði Vilhjálmur Eyjólfsson bóndi á Hnausum í Meðallandi þegar hann kom fram í svefnrofunum eina nóttina og sá konu sitja við eldhúsborðið. Það stóð ekki á svarinu: „Nei, ég er framliðin.“ Vilhjálmur er 88 ára gamall bóndi með skerta sýn en býr enn á bænum sem hann fæddist á. Og fjósið þar sem síðasti ómag- inn dó stendur enn. Vilhjálmur býr einn, hefur aldrei átt konu því til þess var hann of lauslátur. En hann er aldrei einmana þar sem hann býr í mesta samlyndi við huldufólk og framliðna. Eftir gosið í Grímsvötnum rifjar hann upp Kötlugosið með Ingibjörgu Dögg Kjartansdóttur og segist loksins skilja hvernig foreldrum sínum leið.„Síðan fréttist það út að ég hefði haldið áfram að keyra eftir að ég varð blindur. Aldrei drap ég mann svo það var vel sloppið.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.