Dagblaðið Vísir - DV - 27.05.2011, Blaðsíða 64

Dagblaðið Vísir - DV - 27.05.2011, Blaðsíða 64
Smáfugl­ ar með svifryks­ eitrun? Svifryk er samsæri frá Brussel n Vefmiðillinn AMX, undir for- ystu Friðbjörns Orra Ketilssonar, virðist hafa náð nýjum hæðum í samsæriskenningum gegn Evrópu- sambandinu. Á fimmtudaginn birtist færsla undir Smáfuglunum þar sem höfundur pistilsins dró mjög í efa að umfjöllun fjölmiðla um að loftgæði í Reykjavík væru slæm í kjölfar eldgoss- ins væru á rökum reistar. Að minnsta kosti léti fólk ekki léleg loftgæðin stöðva sig í því að fara út og fá sér ís á góðviðrisdögum, skyggni væri frábært og fuglarnir svifu um loftin. Pistla- höfundur vildi meina að þessi hræðslu- áróður væri runninn undan rifjum fylgis- manna ESB og komst svo að orði: „Enginn kannast við hin „afar slæmu loftgæði“ nema mælir á Veður- stofunni sem var fluttur inn frá Brussel.“ Bankamaður tekur yfir Austur n Styrmir Þór Bragason, fyrrverandi forstjóri MP Banka, virðist heldur bet- ur vera að venda kvæði sínu í kross. Styrmir er að ganga frá kaupum á meirihluta í skemmtistaðnum Austur samkvæmt Pressunni. Glaumgosinn og fjölmiðlamaðurinn Ásgeir Kol- beinsson keypti nýverið meðeigendur sína og stofnendur út úr félaginu en nú virðist bankamaður- inn vera að ná yfirtökum í félaginu. Austur hefur verið ein- hver heitasti skemmti- staður Reykjavík- ur frá því hann var opnaður. Lengsta blogg- færslan n Bók Björns Bjarnasonar, fyrrverandi dómsmálaráðherra, Rosabaugur hefur vakið mikla athygli eftir að hún kom út á miðvikudag. Þar fjallar Björn um Baugsmálið og liggur ekki á skoðunum sínum. Þórarni Þórarins- syni blaðamanni fannst hann greini- lega svikinn eftir lestur bókarinnar en hann skrifaði á Facebook-síðu sína að sér þætti gengisfella bók Björns að hvergi væri minnst á sig, eina blaða- manninn sem hefur gengist við því að vera handbendi Jóns Ásgeirs. Egill Helgason svarar Þórarni og skrifar: „Það er hins vegar mikið talað um mig. Meira að segja eru kaflar um mig sem koma Baugsmálinu ekkert við, heldur lagt út af ein- hverju sem ég sagði um sérstakan saksóknara og Evu Joly. Bókin er lengsta blogg- færsla sem hefur birst á Ís- landi.“ Steinunn Birna Ragnarsdóttir, tónlistarstjóri Hörpu, notaði tæki- færið þegar fluttir voru inn fjór- ir flyglar, sem pantaðir voru fyr- ir Hörpuna, og keypti sér flygil í leiðinni. Steinunn, sem er píanó- leikari, fékk flygilinn svo sendan heim til sín þegar komið var með hann til landsins. Vinnumönnum þótti þó eitthvað skrýtið þegar þeir tóku eftir því að senda ætti einn flygilinn heim til hennar. Vökn- uðu ýmsar grunsemdir og komst sá orðrómur á kreik að Steinunn hefði jafnvel skotið flygli undan en sá orðrómur er ekki á rökum reistur. „Það er alveg ótrúlegt hvað Gróa á Leiti ber sér í munn og ég get huggað ykkur með því að ég er ekki skyld Árna Johnsen,“ segir Stein- unn Birna en mál Árna ættu að vera landsmönnum í fersku minni. Steinunni Birnu datt ekki í hug að nokkur myndi tortryggja það að píanóleikari keypti sér flygil. „Ég er bara píanóleikari sem keypti sér flygil sem kom í sama gámi og hinir til landsins,“ segir Steinunn sem veit ekki hvort orðrómurinn sé sprottinn af illvilja, miklu hug- myndaflugi eða þá að þjóðin sé brennd af verkum óheiðarlegra manna. Sama fyrirtæki flutti flyglana inn fyrir Steinunni Birnu og Hörpu og komu þeir til landsins í sama gámi eins og áður segir en ekki eru frek- ari tengsl þar á milli. Steinunn Birna var í raun bara sniðug að nota tækifærið fyrst á annað borð var verið að flytja flygla til landsins. Steinunn Birna Ragnarsdóttir keypti sér flygil: „Ég er ekki skyld Árna Johnsen“ Fréttaskot 512 70 70Áskrift 512 70 80HeLgArBLAÐ 27.–29. maí 2011 61. tbl. 101. árg. leiðb. verð 595 kr. Nýtti tækifærið Steinunn Birna keypti sér flygil þegar von var á sendingu til landsins. Grunnur að góðri máltíð www.holta.is Royal bringur Kjúklingabringurnar frá Holtakjúklingi eru fersk og hrein afurð sem framleidd er af mikilli fagmennsku. Þær eru fáanlegar með tvennskonar kryddlegi - rósmarín og hvítlauk eða Texas - og henta bæði á grillið og í ofninn. Nú geta matgæðingar haft það ljómandi gott í sumar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.