Dagblaðið Vísir - DV - 27.05.2011, Blaðsíða 52

Dagblaðið Vísir - DV - 27.05.2011, Blaðsíða 52
52 | Tækni Umsjón: Páll Svansson palli@dv.is 27.–29. maí 2011 Helgarblað H lutirnir gerast hratt hjá Microsoft þessa dagana. Í kjölfar samstarfsins við Nokia og kaupanna á Skype hefur fyrirtækið nú upplýst að næsta stóra uppfærsla Windows Phone- stýrikerfisins komi á haustdögum og fyrstu Windows Nokia-símarnir verði komnir á markað í nóvember eða desember á þessu ári. Þetta er nokkuð fyrr en áður hafði verið upplýst af hálfu fyrirtækisins og ekki var búist við Nokia Windows- símum í hillur verslana fyrr en ein- hvern tíma á næsta ári. 500 nýjungar Þessi fyrirhugaða uppfærsla á Windows Phone-stýrikerfinu, köll- uð Mango, mun marka tímamót fyrir Microsoft og Nokia. Fimm hundruð nýjungar hafa þegar verið innleiddar í Mango að sögn Microsoft og mun fleiri forrit er nú hægt að sækja fyrir kerfið eða um átján þúsund. Þetta er gífurleg breyting frá því Windows Phone kom á markað fyrir um hálfu ári en þá voru engin forrit nema þau sem fylgdu kerfinu. Á meðal nýrra for- rita sem von er á í haust er Skype- spjallforrit en enn er óljóst hvernig Microsoft nýti sér kaupin á Skype í markaðsherferð Windows Phone- stýrikerfins og Nokia Windows- síma. Þrjú ráðandi kerfi Stephen Elop, fyrrverandi yfir- maður hjá Microsoft, sem tók við stjórnartaumum Nokia í septem- ber síðastliðnum, sagði fyrr á þessu ári að með tíð og tíma myndu að- eins þrjú meginkerfi standa upp úr fyrir snjallsíma og spjaldtölv- ur – Windows Phone, Android frá Google og iOS frá Apple. Microsoft ætlar sér næstu miss- erin að fylla fyrst það tómarúm sem fráhvarf Symbian frá Nokia skapar en herja einnig á fyrirtækja- markaðinn þar sem Blackberry frá RIM hefur haft töglin og hagldirnar hingað til. Afkomutölur og mark- aðshlutdeild RIM hafa farið versn- andi undanfarið og ef tekið er tillit til þess að fyrirtækjageirinn hef- ur frá upphafi verið hálfgert sér- svið Microsoft varðandi hugbún- aðarlausnir, skyldi engan undra að þar tækist að ná verulegri fótfestu á skömmum tíma. Framleiðslu-, dreifingar- og birgjakerfi Nokia hafa um langa hríð verið þau öfl- ugustu á farsímamarkaðnum og ættu að tryggja Microsoft og Nokia verulegt forskot í markaðssetningu næsta misserið. Nýjungar í Mango Fjölmargar áhugaverðar nýjungar sem lúta að skilaboðum, spjalli, pósti og samskiptavefjum er að finna í Mango. Meðal annars má nefna svo- kallaða „Þræði“ sem samræma á einum stað samskipti með SMS, Facebook-spjalli og Messenger- spjalli. Notandinn getur þann- ig sem dæmi sent í byrjun SMS á annan aðila en haldið síðan áfram sama þræðinum í spjallforriti eins og Messenger. Í Mango er einnig hægt að stofna hópa eða „grúppur“, til dæmis fjölskyldu eða vinahóp og sjá stöðuuppfærslur hópsins á skjá símans (start screen) og senda skilaboð á einfaldan og fljótlegan máta, með SMS, pósti eða í gegn- um spjallforrit, á allan hópinn. Samræmt pósthólf mun eflaust gleðja marga en í Mango verður hægt að tengja saman marga að- ganga í einu og sama pósthólf- inu. Straumar (feeds) frá Twitter og Linked In eru nú innbyggðir í nafnspjöld (contact cards). Mango verður með innbyggðan andlitsgreiningarhugbúnað fyrir ljósmyndir sem auðveldar merk- ingar á myndum (tags) sem sendar eru inn á Facebook. Mango verður búinn Internet Explorer sem byggir á HTML5- staðli en Microsoft hefur enn ekki gefið upp hvort kerfið muni styðja Flash. Fyrir utan Nokia hefur verið greint frá því að Acer og Fujitsu komi til með að bjóða upp á Win- dows Phone-síma auk kínverska fyrirtækisins ZTE. Samsung, LG og HTC munu eins verða samstarfs- aðilar Microsoft í Windows Phone- væðingunni. palli@dv.is -sælureitur innan seilingar! Svalaskjól Smi›sbú› 10 | 210 Gar›abær | Sími: 554 4300 | Fax: 564 1187 | www.solskalar.is YFIR 40 LITIR Í BOÐI! Engir póstar Innbyggðar vatnsrennur Frábært skjól gegn vindi og regni A4_svalaskjol.indd 1 2/17/11 2:12 PM „Fjölmargar áhuga- verðar nýjungar sem lúta að skilaboðum, spjalli, pósti og sam- skiptavefjum er að finna í Mango. n Mango kemur í haust n Windows Nokia-símar í lok árs n Acer, Fujitsu og ZTE ganga til liðs við Microsoft Microsoft á siglingu Upphafið Steve Ballmer, forstjóri Microsoft, kynnir Phone 7 í október síðastliðnum. Ársfundur Nokia Forstjórinn Stephen Elop og stjórnarformaðurinn Jorma Ollila glað- hlakkalegir á ársfundi Nokia í Helsinki fyrr í mánuðinum. Þræðir Allt á einum stað fyrir samskipti með SMS, Facebook-spjalli og Messenger- spjalli. Hópar Hægt er að skoða stöðuuppfærslur og senda skilaboð á allan hópinn á fljótan máta.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.