Dagblaðið Vísir - DV - 27.05.2011, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 27.05.2011, Blaðsíða 10
10 | Fréttir 27.–29. maí 2011 Helgarblað St. 41-46 Grensásvegur 8 & Nýbýlavegur 12 Sími 517 2040 Opið mánud-föstud. 11-18 laugard. 11-16 SKÓMARKAÐUR St. 40-46 St. 41-50 St. 40-46 Verð: 8.415 Verð: 6.995 Verð: 7.295 Verð: 4.995 Náttúran friðhelg líkt og eignarréttur Nefnd innan stjórnlagaráðs leggur meðal annars til að náttúra Íslands verði lýst friðhelg í stjórnarskrá. Jafnframt er lagt til að réttur al­ mennings til aðildar að dómsmál­ um varðandi mikilvægar ákvarð­ anir um sameiginlegar auðlindir og umhverfi Íslands verði tryggður með lögum. Þetta eru nýjungar og eru þær meðal þess sem nefndin, sem fjallar um mannréttindi, lagði fram á veg­ um stjórnlagaráðsins fyrir helgina. Ein þeirra greina sem lögð er nú fram til kynningar af hálfu nefndar­ innar er svohljóðandi: „Þjóðareign­ ir sem heyra til íslenskum menn­ ingararfi, svo sem þjóðminjar og fornhandrit, má hvorki eyðileggja né afhenda til varanlegrar eign­ ar eða afnota, selja eða veðsetja.“ Með þessu vill nefndin setja ofan­ greindar minjar og menningararf á sama stall og náttúruauðlindir, þeim verði veitt vernd sambærileg þeirri sem veitt er auðlindum. Tek­ ið er fram að skoða verði sérstak­ lega hvernig greinin snertir hand­ ritagjöf Dana. Þjóðareign og ríkiseign Þorvaldur Gylfason hagfræði­ prófessor segir að menningar­ arfur íslensku þjóðarinnar verð­ skuldi sérstakt ákvæði og vernd í nýrri stjórnarskrá, en hann á sæti í stjórnlagaráðinu. „Við skilgreinum menningararfinn sem þjóðareign, ekki til að undirstrika eignarrétt­ inn sem slíkan, heldur þá ábyrgð, sem fylgir varðveislu menningar­ arfsins. Við höfum þjóðareignar­ ákvæðið um menningararfinn næst á undan þjóðareignarákvæðinu um náttúruauðlindirnar til að undir­ strika hliðstæðuna. Orðalag beggja greina tekur mið af lögunum um þjóðgarðinn á Þingvöllum frá 1928. Þar stendur: „Hið friðlýsta land skal vera ... ævinleg eign íslensku þjóð­ arinnar. Það má aldrei selja eða veðsetja.“ Þjóðareign er með öðr­ um orðum þess eðlis, að hana má aldrei selja eða veðsetja. Þjóðareign er því annarrar náttúru en ríkiseign svo sem skrifstofuhúsnæði í eigu ríkisins. Ríkiseignir má selja eða veðsetja, ekkert vandamál. Þjóðar­ eign er eign okkar, sem nú lifum, og eftirkomenda okkar. Hana má aldrei selja eða veðsetja, því að þá brytum við á rétti afkomenda okkar og einnig hvert á rétti annars. Þess vegna er rétt og hyggilegt í vernd­ arskyni að skilgreina dýrmætar sameignir okkar sem þjóðareignir. Stjórnarskrárnefnd undir stjórn dr. Gunnars Thoroddsen forsætisráð­ herra fyrir um 30 árum lagði þenn­ an skilning í þjóðareignarhugtakið, og það gerði einnig auðlindanefnd undir stjórn dr. Jóhannesar Nordal fyrir röskum áratug. Báðar nefndir lögðu til, að sameiginlegum nátt­ úruauðlindum þjóðarinnar væri lýst í stjórnarskrá sem þjóðareign. Þjóðfundurinn 2010 bergmálaði þetta sjónarmið. Við erum sama sinnis. Okkur finnst rétt að leggja sama skilning í menningararfinn sem þjóðareign.“ Ævarandi eign Í þessum orðum Þorvalds felst einnig svar við spurningum um þjóðareign á náttúruauðlindum að mati stjórnlagaráðsins. Tillaga nefndarinnar um náttúruauðlind­ irnar er svohljóðandi: „Náttúru­ auðlindir Íslands eru sameigin­ leg og ævarandi eign þjóðarinnar. Þær ber að nýta á sjálfbæran hátt til hagsbóta öllum landsmönnum. Enginn getur fengið þær til varan­ legrar eignar eða afnota og því má aldrei selja þær eða veðsetja.“ Einnig er hnykkt á því að auð­ lindir hafs og hafsbotns innan ís­ lenskrar lögsögu séu þjóðareign. „Til auðlinda í þjóðareign teljast jafnframt náttúrugæði, sem ekki eru í einkaeigu, svo sem nytjastofn­ ar, landsvæði, vatns­ og virkjunar­ réttindi og jarðhita­ og námarétt­ indi.“ Auðlindir og náttúra í hásæti „Náttúra Íslands er friðhelg. Hverj­ um og einum ber að virða hana og vernda,“ segir í upphafi 22. greinar tillögunnar. Þetta er nýtt ákvæði. Þorvaldur segir nýmælin hér tví­ þætt. „Með því að lýsa náttúr­ una friðhelga til jafns við friðhelgi einkalífs og friðhelgi eignarrétt­ ar annars staðar í mannréttinda­ kaflanum erum við að undirstrika mikilvægi náttúrunnar og gagn­ kvæman rétt hennar gagnvart okkur mönnunum. Mér er ekki kunnugt um svo afdráttarlaus nátt­ úruverndarákvæði í stjórnarskrám nálægra landa. Við höfum ekki leyfi til að níða náttúruna, hvorki henn­ ar vegna né okkar sjálfra. Í annan stað er réttur þjóðarinnar til heil­ næms umhverfis og óspilltrar nátt­ úru skilgreindur sem mannrétt­ indi. Þetta gerum við til að hnykkja á mikilvægi þess að virða og vernda umhverfið. Með því að skilgreina umhverfisréttinn og einnig þjóð­ areign náttúruauðlindanna sem mannréttindi í samræmi við al­ þjóðlega mannréttindasáttmála, sem Íslendingar hafa staðfest, mið­ um við að því að hefja umhverfið og auðlindarnar á hæsta stig sem unnt er. Við setjum markið jafn­ hátt í þeim greinum, sem fjalla um menntun, heilbrigðisþjónustu og almannatryggingar. Friðhelgi nátt­ úrunnar þýðir þó auðvitað ekki, að við megum ekki nýta hana. Frið­ helgin þýðir, að við þurfum að sýna náttúrunni tilhlýðilega virðingu við nýtingu hennar í okkar þágu. Sama á við um friðhelgi eignarréttarins. Stjórnarskrártillögur okkar leyfa, líkt og gildandi stjórnarskrá, að eignarréttinum séu settar tiltekn­ ar skorður. Við leggjum til svo­ fellt ákvæði samkvæmt fyrirmynd í þýsku stjórnarskránni: Nýting eignarréttar skal ekki ganga gegn almannahag.“ Réttur borgara til íhlutunar Lagt er til að réttur almennings til aðildar að dómsmálum varðandi mikilvægar ákvarðanir um sam­ eiginlegar auðlindir og umhverfi Íslands skuli tryggður með lögum. Þorvaldur segir að með ákvæð­ inu sé ætlunin að hjálpa fólki við að leita réttar síns gagnvart þeim, sem spilla náttúru landsins. „Eins og nú háttar geta dómstólar vísað frá slíkum málum með þeim rök­ um, að Jón og Gunna eigi ekki lög­ varða hagsmuni. Nái nýja ákvæð­ ið fram að ganga, verða dómstólar að taka slík mál til umfjöllunar, og við það mun vænkast réttur þeirra, sem vilja standa vörð um náttúr­ una. Það er málið.“ Vernd gegn kynferðisofbeldi áréttuð Margvíslegar aðrar nýjungar er að finna í þeim 25 greinum sem nefnd­ in hefur nú lagt fram til kynningar. Í fyrstu greininni er kveðið á um að öllum skuli tryggður réttur til lífs og til að lifa með mannlegri reisn í réttlátu samfélagi. Margbreytileiki mannlífsins skal virtur í hvívetna. Þessi grein er ný og hefur vísan til sáttmála Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks sem og vísan til mannréttindasáttmála Evrópu. Þriðja greinin er svohljóðandi: „Allir skulu njóta mannhelgi og verndar gegn hvers kyns ofbeldi, svo sem kynferðisofbeldi, inn­ an heimilis og utan.“ Hér tiltek­ ur nefndin kynferðisofbeldi og vill með því undirstrika hversu alvar­ legt mein slík tegund ofbeldis er. Þrettánda greinin er ný og kveð­ ur á um að aldrei megi leiða her­ skyldu í lög. Um þessa grein segir nefndin, að banni við herskyldu sé bætt við til að bregðast við kröfu þjóðfundar og innsendum erind­ um. „Bann við herskyldu gert að sjálfstæðri grein í kjölfar umræðu sem fram fór innan ráðsins í byrjun þessa mánaðar. n Vilja ákvæði í stjórnarskrá um friðhelgi náttúrunnar n Nýmæli að náttúra og auðlindir skipi slíkan sess n Almenningur hafi rétt til að leita til dómstóla varðandi mikilvægar ákvarðanir Jóhann Hauksson blaðamaður skrifar johann@dv.is „Stjórnarskrártillög- ur okkar leyfa, líkt og gildandi stjórnarskrá, að eignarréttinum séu settar tilteknar skorður. Nýjar tillögur Stjórnlagaráð lagði fyrir helgi fram margvíslegar tillögur sem meðal annars tengja náttúruvernd við mannréttindi. Náttúran að mannréttindamáli sem stendur gegn séreignarrétti „Mér er ekki kunnugt um svo afdráttarlaus náttúruverndarákvæði í stjórnarskrám nálægra landa,“ segir Þorvaldur Gylfason. Þúsundir íslenskra barna beitt ofbeldi Leiða má líkur að því að þúsundir barna á Íslandi verði á ári hverju fyrir kynferðislegu ofbeldi, heimilsofbeldi og öðru ofbeldi. Engar reglulegar mælingar hafa hins vegar farið fram hérlendis á tíðni ofbeldis gegn börn­ um og enginn á vegum hins opinbera ber ábyrgð á forvörnum í þessum málaflokki. Þetta er meðal þess sem kemur fram í nýrri skýrslu UNICEF um stöðu barna á Íslandi sem kynnt var á árs­ fundi UNICEF í Þjóðminjasafninu á fimmtudag Í skýrslunni segir að þrátt fyrir að líkur séu á að þúsundir barna verði árlega fyrir ofbeldi reyni yfirvöld ekki markvisst að kortleggja vandann með reglubundnum rannsóknum og mark­ vissri greiningu. Einungis er haldið utan um fjölda þeirra tilkynninga sem berast til barnaverndarnefnda. Enginn opinber aðili hefur það hlutverk að berjast gegn ofbeldi á börnum líkt og skýrsluhöfundar benda á að tíðkist varðandi áfengis­ drykkju, tóbaksnotkun, umferðarslys og fleira. UNICEF á Íslandi kallar eftir forvörnum í öllum þeim málaflokkum sem tengjast barnavernd. Skýrslan er að sögn forsvarsmanna UNICEF á Íslandi öflugt tæki fyrir alla þá sem láta sig stöðu barna varða. Auðvelt sé að taka mál og forgangs­ raða þeim eftir upplýsingum úr skýrsl­ unni, sjá hvar brotalamir er að finna og hverjar mestu ógnirnar eru sem steðja að börnum á Íslandi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.