Dagblaðið Vísir - DV - 27.05.2011, Blaðsíða 34

Dagblaðið Vísir - DV - 27.05.2011, Blaðsíða 34
34 | Viðtal 27.–29. maí 2011 Helgarblað menn loksins komast í stjórn finnst mér svo geggjað að það tekur engu tali. Samstaðan á að vera um lýðræðislega teknar ákvarðanir. Ég kannast ekki við neinar fyrirskipanir að ofan sem menn eru nauðugir til að samþykkja. Ég fer eftir því sem félagar mínir í þingflokkn- um samþykkja. Ég hef ekki vit á öllum mál- um, stundum þarf ég að fá lánaða dómgreind. Þannig hjálpumst við að. Þöggun og skoðana- kúgun þekki ég ekki og er ég því ofsalega feg- inn því að vera laus við fólk sem ber svona sví- virðingar upp á félaga sína.“ Sér ekki eftir faSiStapakkSummælunum Þráinn vakti heldur betur athygli um dag- inn þegar hann sagðist, eftir fund Þingvalla- nefndar, ekki þola fasistapakk. Þingkonur Sjálfstæðisflokkins, Þorgerður Katrín Gunn- arsdóttir og Ragnheiður Elín Árnadóttir, sem í nefndinni sitja tóku þetta til sín enda hafði hann átt í viðræðum við Þorgerði rétt áður en orðin voru látin falla. Bætti hann svo gráu ofan á svart á Facebook og talaði þar um fas- istabelju. Upphófst þetta með því að kon- urnar tvær vildu ekki samþykkja að rithöf- undurinn Andri Snær Magnason tæki sæti í lítilli dómnefnd Þingvallanefndar þar sem hann væri svo „umdeildur“. „Umdeildur er orðið sem hefur alltaf verið notað til að fram- fylgja því sem þjóðin vill kalla atvinnubann. Þetta er mjög þægilegt orð því það hefur enga merkingu. Þessar manneskjur eru sjálfar í mínum huga mjög umdeildar. Önnur þeirra er sérstaklega umdeild og finnst mér umdeil- anlegt að hún geti hreinlega setið á Alþingi Ís- lendinga,“ segir Þráinn. Hann notaði þessi orð til að vekja athygli á máli sem hann vill fá í gegn fyrir 100 ára af- mæli lýðveldsins árið 2044. „Mín pæling er sú að 2044 gefi þjóðin sér þá afmælisgjöf að eiga Þingvelli án þess að inni í þinghelginni séu nokkur þau mannvirki sem ekki eru í eigu þjóðarinnar,“ segir Þráinn og á við sumarbú- staðalöndin sem eru á Þingvöllum. Vill hann fá bústaðina burt. „Leigusamningarnir gilda í mesta lagi í tíu ár í viðbót þannig ég er nú að tala um 33 ára aðlögunartíma. Burt með draslið á næstu 33 árum,“ segir hann en sér hann eftir þessum ummælum? „Ég ætla ekkert að endurtaka þessi orð. Ég er samt alveg að verða vitlaus á öllu þessu rugli og mig langaði til að vekja athygli fólks á þessari afneitunartaktík. Mig langaði til að ná í gegn og til þess hef ég engin vopn nema þau orð sem ég á í mínum orðaforða. Ég tók því í rólegheitum fram orð sem ég hélt að myndu duga til að ná athygli og þau dugðu. Ég sé ekki eftir einu aukateknu orði. Eins og ábyrgur rit- höfundur hugsa ég stundum um að ég hefði getað notað einhver önnur orð sem væru betri eða sterkari en ég sé ekkert að þessari aðferð til að vekja athygli. Ég sit ekki á Alþingi til að vera kurteis,“ segir hann. talar nákvæmlega einS og Honum SýniSt Auðvelt er að taka undir það með Þráni að hann sitji ekki á Alþingi til að vera kurteis. Hann talar á íslensku um hlutina og lætur allt flakka. Hann er algjörlega meðvitaður um að orð hans geti og hafi komið honum í vand- ræði. „Já, auðvitað. Það er náttúrlega fullt af fólki sem gengur með það í höfðinu að þing- menn hafi staðlaða framkomu. Það kaupi ég ekki. Þær breytingar sem kallað var eftir í byltingunni snérust ekki um að okkur vant- aði slíka menn. Okkur vantaði nýja hugsun og nýtt fólk þarna inn. Ekki atvinnufólk í stjórn- málum heldur fólk með reynslu utan úr sam- félaginu og fólk með skilning á kjörum þeirra sem búa fyrir utan Alþingishúsið. Þannig er ég. Ég ætla ekki að láta breyta mér. Það er vel- komið að ganga með bindi í virðingarskyni við Aþingi og velkomið að segja háttvirtur og hæstvirtur í ræðustól. Það er algjörlega vel- komið að fylgja þeim þingsköpum sem eru í gildi. En þegar ég er ekki undir þingsköpum þá tala ég nákvæmlega eins og mér sýnist.“ En er hann ekki orðinn leiður á þrasinu og farinn að sakna þess að vera Þráinn Bertels- son, rithöfundur og kvikmyndagerðarmaður, maðurinn sem færði þjóðinni Þór og Danna í líf-myndunum? „Lognið er yndislegt en stormurinn er líka dásamlegur. Það er alveg augljóst að það er miklu rólegra að sitja á lárviðarlaufunum, þeim fáu sem maður hefur tínt til á ævinni, og njóta kvöldsins. En mér finnst þetta þjóð- félag ekki hafa breyst nægilega mikið og ekki í þá góðu átt sem ég var að vona þegar ég var ungur. Nú er ég að verða gamall og það er að verða of seint fyrir mig að hafa öll þau áhrif sem ég get í þá veru að móta þjóðfélag sem mér finnst fólki bjóðandi. Þetta er ekki út af sjálfum mér. Ég hef það ágætt, takk fyrir. En þjóðfélagsumbætur hafa gengið hægt og Sjálfstæðisflokkurinn hefur barið niður allt það góða að mínu mati síðustu tuttugu árin. Þessi barátta er alls ekki búin,“ segir hann. lítur ekki á liStina Sem keppniSgrein Þrátt fyrir allt það sem liggur eftir Þráin, bæði í skrifum og á hvíta tjaldinu, segist hann ekki líta til baka stoltur af verkum sínum. „Nei, það get ég ekki sagt. Ég hef verið svo fjöllyndur að ég hef aldrei tekið listina sem heilaga köll- un eins og sumir listamenn hafa gert. Ég hef dreift kröftunum mjög víða og fyrst og fremst verið að hugsa um að skemmta sjálfum mér. En um leið hef ég reynt að halda mig við sann- leikann og vera sjálfum mér trúr,“ segir hann. „Ég hef aldrei hugsað um listræn afrek á sama hátt og maður til dæmis sér við lestur á ævisögum Halldórs Laxness eða Gunnars Gunnarssonar. Þessi skoðun, að líta á listir sem keppnisgrein, hefur aldrei höfðað til mín. Það sem höfðar til mín er að það sem ég gerði höfðaði til margra. Mig hefur alltaf langað til að ná til fjöldans. Ef ég næði nú einhvern tíma í sálfræðinginn sem Margrét Tryggvadóttir er í viðskiptum við væri ég til í að spyrja hann hvort þessi löngun mín í að ná til margra stafi út frá einhverri einsemd í bernsku,“ segir Þrá- inn en hvenær sá hann þá síðast líf-mynd? „Það er mjög langt síðan. Ég hef séð ein- staka senur þegar barnabörnin mín eru að rúlla þessu í gegn á myndbandi. Ég er samt ekki góður í að sjá eða lesa einhver verk eftir mig vegna þess að því miður sé ég ekki það sem vel er gert en gallana sé ég undir stækk- unargleri,“ segir hann. erfitt að afSala Sér HeiðurSlaunum Þráinn er einn þeirra listamanna Íslands sem eru á heiðurslaunum frá ríkinu. Hann komst í hann krappan í Silfri Egils við upphaf stjórn- málaferils síns þegar Þorgerður Katrín spurði hann hvort hann ætlaði að afsala sér heiðurs- laununum ef hann kæmist inn á þig. „Ég vissi ekki alveg hverju ég ætti að svara. Eftir þáttinn sagði hún svo við mig: Velkominn í pólitík.“ Þetta vakti eðlilega mikla athygli og á þessu hamraði íhaldið vel. Því fór ég að athuga þessi mál.“ En það er hægara sagt en gert að losna við heiðurslaunin á meðan setið er á þingi. „Heiðurslaun Alþingis byggja á hefðinni einni. Það eru engin lög um þau. Við hvern á ég að tala hvort ég geti afsalað mér þeim á meðan ég sit á Alþingi? Hugsanlega get ég beðist undan þeim en það er bara rakinn dónaskapur. Ég er mjög þakklátur fyrir þenn- an heiður sem Alþingi hefur veitt mér fyrir hönd þjóðarinnar. Það hvarflar ekki að mér að afsala mér þessum heiðurslaunum,“ segir hann en væri þó til í að losna undan þeim, en aðeins á meðan hann situr á Alþingi. „Í þægindaskyni fyrir sjálfan mig væri mjög fínt að losna við þau á meðan ég sit á þingi. En það er ekki hægt. Það stendur hvergi að þessi laun séu til dauðadags. Það er bara eitthvað sem er. Ég þyrfti bara að fá það inn í fjárlög næsta árs að það ætti að taka mig af heiðurs- launum. Það sem ég hef gert er að ég hef vak- ið athygli forsætisráðherra á þessu. Hún hef- ur sagt mér að hún muni skoða þetta. Ég ætla ekki að afsala mér þessum heiðurslaunum. Það hvarflar ekki að mér.“ Dónalegri eftir Setu á alþingi „Ég er örugglega ekki orðinn betri maður,“ segir Þráinn aðspurður hvort nýja starfið hafi breytt honum á einhvern hátt. „Til dæmis hef ég ekki verið svona dónalegur í tali við fólk fyrr en ég fór þarna inn,“ viðurkennir hann. „Ég held að það sé algjör undantekning á minni ævi að ég hafi gripið til svona stóryrða eins og ég hef gert. En aftur á móti er ég í allt öðr- um aðstæðum en ég hef verið í. Ég er kannski orðinn reyndari maður og veit meira. Sennilega gerir viskan mann betri mann en hún gerir mann ekki glaðari.“ Þráinn segist mæta miklum skilningi hjá fjöl- skyldu sinni vegna starfs- ins og segir að það sé ekk- ert fyrst núna sem hann vinni mikið. Hann hafi oft verið vinnualki. Hvort hann ætli að bjóða sig aftur fram næst þegar kosið verður veit hann ekki á þessari stundu. „Ég bara get ekki svarað því. Það fer eftir því hvort það sé einhver eftirspurn eftir því sem ég hef fram að færa. Hvort minn máti á að stunda pólitík finnur sér einhverja svörun hjá fólki. Ef fólk vill að stjórnmálamenn séu nákvæmlega eins og þessir fjöldaframleiddu þá verður það bara svoleiðis. Ég er samt ekki að bjóða upp á það. Þetta er bara spurning um framboð og eftirspurn. Hingað til hef ég átt því láni að fagna að það hefur verið næg eftirspurn efir því sem ég er að gera. Ef sú eft- irspurn dvínar, þá færi ég mig bara inn á eitt- hvert annað svið,“ segir Þráinn. vill Sjá þór og Danna ganga í átt að Sólarlaginu Sá orðrómur hefur verið á kreiki að hann stefni að því að gera fjórðu líf-myndina. Þrá- inn viðurkennir að hann langi það en aldrei myndi hún fjalla um bankamenn eða Alþingi eins og Gróa á Leiti sagði í einni sögunni. „Ég hefði gaman af að spekúlera í hvar Þór og Danni væru í dag þegar þeir eru ekki lengur ungir höstlerar heldur menn sem eru orðnir rosknir. Roskinn höstler, hvað er hann að gera í dag? Svo eru alls konar menn sem vita hvernig á að gera kvikmyndir að segja mér að ég þurfi að gera Bankalíf, Viðskiptalíf, Alþingislíf eða eitthvað svoleiðis. Ég gæti bara ekki ímyndað mér neitt dapurlegra en Banka- líf. Fólk hefur líka Alþingisrásina í sjónvarp- inu. Hvaða fólk langar til að sjá gamanmynd úr þeirri átt? Svo er Spaugstofan búin að gera fleiri hundruð klukkutíma af einhvers konar Alþingislífi. Ég hef engan áhuga á því. Ég vil bara vita hvar þeir félagar væru núna,“ segir hann og heldur áfram: „Núna eru þeir hugsan- lega orðnir feður og kom- in ný kynslóð. Þeir gætu átt börn núna sem eru 25 ára. Hvernig er sambandið við þau? Hvaða ráð ætla þessir menn að gefa þess- um börnum sínum? Þetta er það sem ég er að hugsa um. Ekki eitthvert grín um jakkafatamenn með stresstöskur og einkaþotur. Þeir eru bara svo fíflalegir að það þarf ekkert að gera grín að þeim.“ En er þá raunverulegur möguleiki á að fá að sjá eina mynd enn um þá Þór og Danna? „Mig langar til endurfunda við þá félaga. Mig langar að loka þessu verki. Mig langar til að skilja við þá eins og Chaplin-mynd. Mig lang- ar að sjá þá ganga í átt að sólarlaginu. En allt er þetta í guðs hendi hvað gerist,“ segir Þráinn Bertelsson. tomas@dv.is „Ég ætla ekki að afsala mér þessum heiðurslaunum. Það hvarflar ekki að mér. „ Inn á þingið hafa valist alls konar fífl í gegnum tíðina og hefði öll vitleysan verið samþykkt í gegnum tíðina byggjum við í undralandi. veit ekki hvort hann heldur áfram Ef eftirspurn verður eftir kröftum Þráins í næstu kosningum gæti hann haldið áfram, annars snýr hann sér að öðru. Dónalegri í dag Þráinn segir setuna á Alþingi hafa breytt sér. Hann sé mun dónalegri í dag en hann hafi áður verið.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.