Dagblaðið Vísir - DV - 27.05.2011, Blaðsíða 61

Dagblaðið Vísir - DV - 27.05.2011, Blaðsíða 61
Fólk | 61Helgarblað 27.–29. maí 2011 Almenn kynning Lífalkóhól og Glýkólverksmiðja í Helguvík, Reykjanesbæ AGC ehf. hefur unnið drög að tillögu fyrir matsáætlun fyrir ofangreint verkefni. Almenningi er gefinn kostur á að kynna sér efni skýrslunnar og koma með athugasemdir eða ábendingar á ipd@simnet.is Drög að tillögunni eru aðgengileg á www.reykjanesbaer.is, www.reykjaneshofn.is ásamt www.agc.is 30+ B e t r i a p o t e k i n o g M a ð u r l i f a n d i w w w . s o l o g h e i l s a . i s OXYTARM Sól og heilsa ehf = Endurnærir og hreinsar ristilinn allir dásama OXYTARM Í boði eru 60-150 töflu skammtar Losnið við hættulega kviðfitu og komið maganum í lag með því að nota náttúrulyfin Oxytarm og 30 days saman120 töflu skammtur days detox Verkstæði - Varahlutir - Smurþjónusta - Metan ísetningar www.birkiaska.is Birkilauf (Betulic) hefur góð áhrif á bæði vökvajafnvægi líkamans og húð, örvar starfsemi nýrna og þvagfæra. Hraðar efnaskiptum og losar vatn úr líkamanum, dregur úr bólgum og afeitrar líkamann (detox). Birkilaufstöflur www.birkiaska.is Minnistöflur Bætir skammtímaminnið. Nýtist fólki sem er undir álagi og fæst við flókin verkefni. Hentar vel fyrir eldri borgara, lesblinda og nemendur í prófum. Dregur úr streitu, eykur ró og bætir skap. Eiginmaður hjákonunnar brjálaður Fyrrverandi eiginmaður hjákonu Schwarzeneggers stígur fram: F yrrverandi eiginmaður hjá­ konu Arnolds Schwarzen­ egger hefur nú stigið fram og segist hafa orðið fjúkandi illur þegar Schwarzen egger leysti frá skjóðunni um að hann hefði eignast barn á laun. Barnið, sem er drengur, átti hann með hjá­ konunni sem sá um þrif á heimili þeirra, fyrir 13 árum. Barnsmóðir Schwarzeneggers heitir Mildred Baena en hún var á þeim tíma gift Rogelia Baena, skráð­ um föður drengsins. Rogelia sagðist í samtali við Entertainment Tonight hafa orðið „mjög, mjög reiður“ þeg­ ar hann hefði komist að því að „Tor­ tímandinn“ væri pabbi drengsins sem hann hefði litið á sem son sinn í 13 ár. Hann hefði ekki ætlað að trúa því, enda hefði Schwarzeneg­ ger alltaf verið hetja í hans augum. Þau Mildred og Regelia skildu árið 2008 og hann hefur ekki séð strák­ inn í um eitt ár. „En þetta er son­ ur minn. Ég er pabbinn, þannig er það,“ sagði hann á bjagaðri ensku í viðtalinu. Hann sagðist myndu, ef hann hitti strákinn aftur, segja hon­ um að hann væri sonur sinn, þrátt fyrir allt. Rogelia sagði líka í viðtalinu að Schwarzenegger hefði alltaf í hans huga verið hetja. „Mér líður eins og hann hafi svikið mig,“ sagði hann. Annars hefur fjölskylda Mild­ red nánast snúið við henni baki, að því er fram kemur í New York Post. Fjölskyldan er ósátt við að Mildred hafi ekki látið þau vita af þessu fyrr. Nú þurfi þau að kljást við afleiðing­ arnar og þá athygli sem málið hafi vakið. Annars er það að frétta af Schwarzenegger að kona hans, Maria Shriver, fór frá honum í byrj­ un mánaðarins, skömmu áður en málið varð opinbert og búist er við að hún muni sækja um skilnað á næstunni. Svikinn af hetjunni Eiginmaður hjá- konunnar hélt mikið upp á Tortímandann. Á meðan allt lék í lyndi Búist er við að Maria Shriver sæki um skilnað von bráðar. Bandarísku forsetahjónin hittu Vilhjálm og Katrínu: Sváfu öll í sama rúmi Vilhjálmur prins og eiginkona hans Katr­ín tóku á móti bandarísku forsetahjón­unum í Buckinghamhöllinni í London á þriðjudag. Þar eru forsetahjónin í opinberri heimsókn. Vel fór á með þeim fjórum, að því er greint er frá á vef tímaritsins People. Þar segir að þau hafi spjallað í um 20 mínútur og hafi með­ al annars rætt fyrirhugaða för þeirra skötuhjúa til Kaliforníu í júlí sem og brúðkaupsferðina sem þau fóru í um daginn. Þess má geta að móttakan var fyrsta embættisverk Vilhjálms og Katrínar frá því þau sneru úr ferðinni. Fjölmiðlar greina frá því að for­ setahjónin Barack og Michelle gisti í sömu svítu, sofi jafnvel sama rúmi, og Vilhjálmur og Katrín gerðu á sjálfa brúðkaups­ nóttina. Þess má geta að heimsókn forsetahjónanna til Englands var flýtt vegna öskunnar úr Grímsvatnagosinu. 20 mínútna spjall Þau ræddu meðal annars brúðkaupsferðina. l jósmyndarinn Zoe Buckman ól manni sín­ um, vininum David Schwimmer, stúlku­ barn á dögunum. Þetta kemur fram á vefsíðunni hollywoodgo.com. Stúlk­ an fæddist 8. maí en um er að ræða fyrsta barn þeirra hjóna. Nokkur aldurs­ munur er á þeim en Schwimmer er 44 ára, 19 árum eldri en Buckham. Þau giftu sig við lágstemmda athöfn í júní í fyrra eftir að hafa kynnst í London árið 2007 við tökur á myndinni Run, Fat Boy, Run. Schwimmer leikstýrði myndinni. Skömmu áður hafði hann látið hafa eftir sér að hann væri reiðubúinn að festa ráð sitt og stofna fjöl­ skyldu. „Ég er viss um að það mun gerast, mér finnst ég tilbúinn.“ Vinur eignast dóttur Munar 19 árum Ástin spyr ekki um aldur, eins og dæmin sanna. David Schwimmer er 44 ára:
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.