Dagblaðið Vísir - DV - 27.05.2011, Blaðsíða 40

Dagblaðið Vísir - DV - 27.05.2011, Blaðsíða 40
40 | Minning Umsjón: Kjartan Gunnar Kjartansson kjartan@dv.is 27.–29. maí 2011 Helgarblað Guðjón Þ. Andrésson Ökukennari f. 29.3. 1933 – d. 13.5. 2011 Jónas Árnason Alþingismaður og rithöfundur f. 28.5. 1923 – d. 5.4. 1998 Guðjón Þorberg fæddist að Rauf-arfelli undir Austur-Eyjafjöll-um en ólst upp við öll almenn sveitastörf á búi foreldra sinna að Berjanesi undir Austur-Eyjafjöllum. Hann fór ungur á vertíð í Vestmanna- eyjum þar sem hann var til sjós og lauk skipstjórnarprófi. Guðjón flutti til Reykjavíkur rúm- lega tvítugur að aldri, starfaði á Keflavíkurflugvelli um skeið en ók síðan leigubifreiðum um langt ára- bil, fyrst hjá BSR og síðar á Hreyfli. Þá starfrækti hann verslunina Sportbæ í Bankastræti á áttunda áratugnum. Guðjón tók ungur próf til öku- kennslu og sinnti ökukennslu um langt árabil. Hann var forstöðumað- ur Bifreiðaprófa ríkisins um skeið, sat í stjórn Ökukennarafélags Íslands og var heiðursfélagi þess. Guðjón sat í Umferðarráði og hafði umtalsverð áhrif á lög og reglu- gerðir um ökukennslu og fólksflutn- inga. Þá var hann einn af stofnend- um Borgaraflokksins og sat í ýmsum nefndum og ráðum á vegum flokks- ins. Fjölskylda Guðjón kvæntist 1.5. 1954 Árnu Steinunni Rögnvaldsdóttur, f. 5.5. 1932, húsmóður. Hún er dóttir Rögn- valds Guðbrandssonar, f. 27.9. 1900, d. 28.1. 1983, lengst af verkstjóra hjá Slippfélagi Reykjavíkur, og k.h., Steinunnar Þorkelsdóttur, f. 14.6. 1895, d. 6.8. 1950, húsmóður. Börn Guðjóns og Árnu Stein- unnar eru Steinar Þór Guðjónsson, f. 20.5. 1955, leigubifreiðarstjóri, bú- settur í Reykjavík, kvæntur Maríu Jo- löntu Polanska, túlk og þýðanda en dætur þeirra eru María Magdalena Steinarsdóttir, f. 8.3. 1979, sjúkraliði og háskólanemi en maður hennar er Ólafur Haukur Hákonarson, við- skiptastjóri við söludeild Vodafone og eru börn þeirra Kristófer Darri Ólafsson, f. 11.9. 2006, d. 17.5. 2010, og Emilía Þóra Ólafsdóttir, f. 14.4. 2009; Sandra María Steinarsdóttir, f. 24.2. 1985, túlkur og laganemi við Háskóla Íslands. Hilmar Guðjónsson, f. 28.12. 1957, byggingaverktaki og ökukenn- ari, búsettur í Garðabæ, kvæntur Agnesi Henningsdóttur húsmóður og eru börn þeirra Pollý Hilmarsdótt- ir, f. 23.1. 1987, nemi í viðskiptafræði í Kaupmannahöfn; Guðjón Henn- ing Hilmarsson, f. 14.6. 1988, nemi í eðlisfræði við Háskóla Íslands; Bragi Hilmarsson, f. 15.10. 1994, nemi við Fjölbrautaskólann í Garðabæ. Marta Guðjónsdóttir, f. 28.7. 1959, varaborgarfulltrúi, búsett í Reykja- vík, gift Kjartani Gunnari Kjartans- syni blaðamanni og eru börn þeirra Vilhjálmur Andri Kjartansson, f. 20.9. 1982, laganemi við Háskóla Íslands; Steinunn Anna Kjartansdóttir, f. 1.3. 1984, háskólanemi en maður hennar er Hallbjörn Magnússon, sölumaður hjá Ferðaþingi og nemi og eru börn þeirra Vigdís Anna Hallbjarnardóttir, f. 7.4. 2008, og Þórarinn Hallbjarnar- son, f. 3.3. 2011, en dóttir Kjartans Gunnars frá því áður er Perla Ósk Kjartansdóttir, f. 6.4. 1979, landbún- aðarfræðingur, en maður hennar er Mohran M.B. Shweiki verkfræðingur og er sonur hennar Rúnar Lee Wins- hip, f. 27.12. 2003. Raggý Guðjónsdóttir, f. 28.7. 1959, framhaldsskólakennari, búsett í Reykjavík, gift Ágústi Einarssyni við- skiptafræðingi og eru synir hans Jó- hannes Ágústsson, f. 22.6. 1966, kaupmaður í 12 tónum, og Hreinn Ágústsson, f. 16.11. 1976, kerfisfræð- ingur hjá Nordic Photos, auk þess sem stjúpdóttir Ágústs er Andrea Brabin, f. 25.12. 1968, framkvæmda- stjóri Eskimo Model en maður henn- ar er Kristinn Þórðarson kvikmynda- gerðarmaður og eru börn hennar Eva Lena Brabin Ágústsdóttir, f. 26.11. 1997, og Dagur Brabin Hrannarsson, f. 18.11. 2003. Systkini Guðjóns: Matthías Andr- ésson, f. 22.8. 1931, d. 28.7. 2005, tollfulltrúi og útskurðarmaður, var búsettur í Kópavogi en eftirlifandi eiginkona hans er Kristín Eggerts- dóttir; Sigurást Klara Andrésdótt- ir, f. 17.5. 1935, húsfreyja að Bólstað í Ásahreppi, gift Guðmundi Vig- fússyni; Páll Andrés Andrésson, f. 15.6. 1939, flugumsjónarmaður og ökukennari, búsettur í Kópavogi, kvæntur Ólínu Jónasdóttur; Hilmar Andrésson, f. 13.10. 1941, vélvirki í Reykjavík, kvæntur Kristínu Júlíus- dóttur; óskírður sonur, f. 24.12. 1943, lést í fæðingu; Grjetar Andrésson, f. 5.3. 1943, d. 22.6. 2003, húsasmiður og leigubifreiðastjóri í Reykjavík, en eftirlifandi eiginkona hans er Hall- dóra Ragnarsdóttir; Vigfús Andrés- son, f. 28.3. 1947, kennari, búsettur í Berjanesi undir Austur-Eyjafjöllum en kona hans er Jonna Elísa Elísdótt- ir; Kristín Hlíf Andrésdóttir, f. 25.8. 1950, húsmóðir í Kópavogi, gift Jökli Eyfells Sigurðssyni; Katrín Þorbjörg Andrésdóttir, f. 14.2. 1953, kennari, búsett á Stokkseyri, gift Inga S. Inga- syni. Foreldrar Guðjóns voru Andrés Andrésson, f. 3.8. 1901, d. 13.5. 1984, bóndi í Berjanesi undir Austur-Eyja- fjöllum, og k.h., Marta Guðjónsdótt- ir, f. 3.8. 1912, d. 9.10. 1993, húsfreyja. Ætt Andrés var sonur Andrésar, b. í Steinum undir Austur-Eyjafjöllum Pálssonar, b. í Fit Magnússonar, b. í Strandahjáleigu Magnússonar, Þor- lákssonar. Móðir Magnúsar í Strand- ahjáleigu var Vigdís Jónsdóttir. Móð- ir Vigdísar var Ragnhildur Jónsdóttir, lrm. í Selkoti og ættföður Selkotsætt- ar Ísleifssonar. Móðir Páls í Fit var Kristín Pálsdóttir frá Ystaskála. Móð- ir Andrésar í Steinum var Margrét Andrésdóttir, b. í Fjósum í Mýrdal Brandssonar, og Oddnýjar Jónsdótt- ur. Móðir Andrésar í Berjanesi var Katrín, systir Jóhönnu, ömmu Þórðar Tómassonar í Vallnatúni, safnvarðar í Skógum. Katrín var dóttir Magn- úsar, b. Skálakoti Magnússonar, b. á Fitjamýri Magnússonar, af Selkot- sætt. Marta var dóttir Guðjóns, b. á Raufarfelli Vigfússonar, b. á Raufar- felli, bróður Sveins í Selkoti, langafa Höllu Margrétar Árnadóttur óperu- söngkonu, og langafa Jóns Rúnars, föður Evu Maríu dagskrárgerða- manns. Vigfús var sonur Jóns, b. á Lambafelli, bróður Guðlaugar, lang- ömmu Ingibjargar, móður Davíðs Oddssonar, ritstjóra Morgunblaðs- ins. Jón var einnig bróðir Jóns, lang- afa Jóns Helgasonar, fyrrv. ráðherra frá Seglbúðum. Móðir Vigfúsar var Guðný Vigfúsdóttir. Móðir Mörtu í Berjanesi var Þor- björg Jónsdóttir, b. í Miðbæli Einars- sonar, b. á Minni-Borg Péturssonar, bróður Erlends, langafa Oddgeirs Kristjánssonar tónskálds og séra Sigurðar Einarssonar í Holti. Móð- ir Þorbjargar var Margrét Jónsdótt- ir. Móðir Margrétar var Margrét Ög- mundsdóttir, systir Guðmundar, langafa Ása í Bæ, föður Kristínar Ást- geirsdóttur, fyrrv. alþm. Útför Guðjóns fór fram í kyrrþey sl. þriðjudag. Jónas fæddist á Vopnafirði. Hann var sonur Árna Jónssonar frá Múla, alþingismanns og ritstjóra í Reykjavík, og k.h., Ragnhildar Jónasdóttur frá Brennu í Reykjavík. Bróð- ir Jónasar var Jón Múli, tónskáld, þulur og dag- skrárgerðarmaður og eiginmaður Ragnheiðar Ástu Pétursdóttur sem verður sjötug á laugar- dag. Auk þess var Jónas kvæntur Guðrúnu Jóns- dóttur, móðursystur Ragn- heiðar Ástu. Jónas lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum í Reykjavík 1942 og stundaði nám við Háskóla Íslands og í Bandaríkjunum. Þeir bræður, Jónas og Jón, voru í sveit á bernsku- árunum að Grænavatni í Mývatns- sveit hjá Sólveigu Jónsdóttur, afa- systur sinni sem var hálfsystir Jóns í Múla, en þeir minntust ætíð þeirrar dvalar með mikilli hlýju. Jónas var blaðamaður við Fálkann og Þjóðviljann, ritstjóri Landnemans og síðan sjómaður 1953–54. Hann var gagnfræðaskólakennari í Nes- kaupstað, í Flensborg og í Reykholti á árunum 1953–65 og alþingismað- ur fyrir Sósíalistaflokkinn 1949–53 og síðan Alþýðubandalagið 1967–79. Meðal bóka eftir Jónas má nefna Fólk; Sjór og menn; Fuglinn sigursæli; Vetur- nóttakyrrur; Tekið í blökkina; Sprengjan og pyngjan; Undir fönn, og Halelúja, að ógleymdri ævisögu Jóns Sigurðssonar kadetts: Syndin er lævís og lipur, 1962, en Steinn Steinarr orti um Jón a.m.k. tvö fræg gamankvæði. Jónas er þó þekktastur fyrir leikrit sín og texta við lög Jóns Múla, bróður síns, s.s. lögin í Deleríum Búbónis og Járn- hausnum. Meðal annarra leikrita Jónasar eru Þið munið hann Jör- und, 1970; Skjaldhamrar, 1975, og Valmúinn springur út á nóttinni, 1978 – allt leikrit sem sýnd voru hjá Leikfélagi Reykjavíkur og urðu feiki- vinsæl. Viðtalsbók við Jónas sem Rúnar Ármann Arthúrsson tók saman kom út 1986. Jónas var góður drengur, afar lip- ur hagyrðingur og textahöfundur og óborganlegur húmoristi sem tók líf- ið ekki allt of alvarlega. Andlát Merkir Íslendingar Stefán J. Guðjohnsen Framkvæmdastjóri og bridge-spilari f. 27.5. 1931 – d. 7.3. 2008 Stefán fæddist í Reykjavík og ólst þar upp í foreldrahúsum. Hann lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum á Akureyri 1952 og viðskiptafræðiprófi frá Háskóla Íslands 1957. Stefán starfaði nær allan sinn starfsferil hjá Málningu hf., var skrif- stofustjóri fyrirtækis- ins á árunum 1957–78 og framkvæmdastjóri þess 1978–98 er hann lét af störfum vegna aldurs. Stefáns verður lengi minnst sem eins fremsta bridgespilara Íslendinga, fyrr og síðar. Hann varð Íslands- meistari í sveitakeppni í bridge tólf sinnum, 1956, 1958, 1959, 1960, 1961, 1963, 1966, 1967, 1970, 1974, 1976 og 1981, varð Íslandsmeistari í tvímenningskeppni 1959, Íslands- meistari í einmenningskeppni 1974 og bikarmeistari 1978 og 1979. Hann lék 182 landsleiki í bridge, tók þátt í Evrópumeistaramótinu í Osló 1958, í Torgay 1961, í Baden-Baden 1963, í Dublin 1967, Ólympíumótinu í Deanville 1968, Evrópumeistara- mótinu í Osló 1969, í Aþenu 1971, í Ostende 1973, í Brig- hton 1975 og Ólympíu- mótinu í Monte Carlo 1976 og lék landsleiki í Reykjavík við Holland, England og Sviss. Þá var hann liðtækur billi- ardleikari, varð tvisvar Íslandsmeistari í snó- ker auk þess sem hann var í hópi þekktustu lax- veiðimanna hér á landi. Stefán sat í stjórn Bridgefélags Reykjavíkur og Bridgesambands Íslands, var lengi gjaldkeri Bridgefélags Reykja- víkur og formaður þess 1962–64. Hann sá um bridgeþætti í Vísi frá 1956 og um bridge-þætti DV frá stofnun blaðsins og um langt árabil. Foreldrar Stefáns voru Jakob Guð- johnsen, rafmagnsstjóri í Reykjavík, og k.h., Elly Hedwig Guðjohnsen húsmóðir. Merkir Íslendingar FARÐU AFTUR Í BÍÓ Í FYRSTA SINN www.bioparadis.is hverfisgötu 54 / 101 reykjavík
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.