Dagblaðið Vísir - DV - 27.05.2011, Blaðsíða 42
42 | Sakamál Umsjón: Kolbeinn Þorsteinsson kolbeinn@dv.is 27.–29. maí 2011 Helgarblað
S
íðla kvölds 19. september
1983 kom Diane Downs í
miklu óðagoti á neyðarmót-
tökuna á McKenzie-Villa-
mette-spítalann í Springfield í Ore-
gonríki í Bandaríkjunum og hafði
hryllilega sögu að segja.
Í blóði drifinni bifreið hennar, fyr-
ir utan móttökuna, voru börn hennar
þrjú, Christie 8 ára, Cheryl 7 ára og
Danny 3 ára, og höfðu þau öll verið
skotin af stuttu færi. Cheryl var fljót-
lega úrskurðuð látin en systkin henn-
ar voru með lífsmarki. Diane full-
yrti að hún hefði lent í höndunum
á úfinhærðum náunga þar sem hún
ók eftir myrkvuðum og eyðilegum
sveitavegi skammt frá Springfield.
Maðurinn hefði skotið hana og börn
hennar og sjálf var hún með skotsár
á vinstri framhandlegg sögu sinni til
staðfestingar.
Óþekktur maður á eyðilegum
vegi
Rannsóknarlögreglumaðurinn Doug
Welch fékk málið, sem var hans
fyrsta, inn á sitt borð og fór tafar-
laust á spítalann og ræddi við Diane:
„Í upphaflegri yfirlýsingu sinni sagði
hún að hún og börnin hefðu farið í
heimsókn til vinar. Það kvöldaði og
á leiðinni heim ákvað hún að – fara
í útsýnisbíltúr. Og hún ók eftir eyði-
legum sveitavegi með börnin þrjú
sofandi í bílnum.“
Í hnotskurn var saga Diane á þá
leið að við vegarkantinn hefði birst
maður sem veifaði til hennar. Hún
stöðvaði bílinn og spurði hvað hann
vildi. „Ég vil fá bílinn þinn,“ svar-
aði maðurinn. Hún svaraði: „Þú
hlýtur að vera að grínast,“ en þá ýtti
hann henni til hliðar, teygði sig inn
í bílinn og skaut börnin. Hún þótt-
ist þá henda bíllyklunum út í loftið,
stjakaði við manninum, settist inn
í bílinn og ók sem óð væri á spítal-
ann. Að hennar sögn fékk hún skot í
framhandlegginn í átökunum við ná-
ungann.
Til að hafa vaðið fyrir neðan sig
sendi lögreglan frá sér tilkynningu
og bað fólk að vera á varðbergi því
óður, vopnaður maður kynni að vera
á ferli.
Ótrúverðug hegðun
En rannsóknarlögreglumönnunum
fannst sem eitthvað væri ekki sem
skyldi og að Diane væri allt of róleg
miðað við þær raunir sem hún sagð-
ist hafa lent í. Grunsemdir lögregl-
unnar jukust til muna þegar hún sá
viðbrögð Christie þegar móðir henn-
ar leit til hennar í fyrsta skipti á spít-
alanum. Christie var ekki fær um að
tala en augu hennar fylltust ótta og
hjartsláttur hennar jókst.
Enn fremur þótti lögreglunni
skjóta skökku við að nánast það
fyrsta sem Diane gerði var að hringja
í mann að nafni Robert Knicker-
bocker í Arizona, en hún hafði átt í
ástarsambandi við hann.
Sönnunargögn og vísbendingar
voru heldur ekki til þess fallin að
renna stoðum undir frásögn Diane;
ekkert blóð var að finna á bílstjóra-
sætinu og engar púðuragnir finnan-
legar á mælaborði bifreiðarinnar.
Að sögn Welch voru nokkuð mörg
atriði sem ekki féllu að frásögn Diane
Downs: „Bíltúr í kolniðamyrkri? Og
af hverju eru börnin særð banasári,
eða svo gott sem, en hún, rétthend,
er skotin í vinstri handlegg? Hún var
mesta ógnin við manninn, ekki þrjú
sofandi börn.“
Sjálfri sér verst
Ekki bætti úr skák fyrir Diane að inn-
an nokkurra mánaða eftir atburðinn,
á meðan tvö eftirlifandi börn henn-
ar voru enn á sjúkrahúsi, fór hún að
veita viðtöl í fjölmiðlum og voru sum
þeirra vægast sagt undarleg.
„Hún gat ekki haldið sér saman,“
sagði Welch, „hún talaði án afláts. Í
vissum skilningi var Diane sjálfri sér
verst.“
Á sama tíma og grunsemdir lög-
reglunnar í hennar garð jukust neit-
aði Diane ákaft aðild sinni í viðtöl-
um við fjölmiðla. Fréttakona ein,
Anne Jaeger, hafði á orði að með tíð
og tíma hefðu sjónvarpsáhorfendur
sem sáu viðtöl við Diane fengið á til-
finninguna að hún gengi ekki and-
lega heil til skógar, að eitthvað væri
verulega mikið að þessari konu.
Lögreglan hafði fundið skothylki
á vettvangi glæpsins en, þrátt fyrir ít-
arlega leit, ekki tekist að finna skot-
vopnið, .22 kalibera skammbyssu.
Og dóttirin Christie, eina eftirlifandi
vitnið því talið var að Danny hefði
verið í fastasvefni þegar hörmung-
arnar dundu yfir, hafði fengið slag
sem gerði að verkum að hún gat ekki
talað, gat ekki upplýst lögregluna um
atburðarásina.
Sjálf fullyrti Diane að hún ætti
ekki .22 kalibera skammbyssu en sú
fullyrðing gekk í bága við yfirlýsingar
tveggja fyrrverandi elskhuga hennar.
Smám saman náði Christie sér
á strik og gat sagt frá því sem hún
mundi frá þessu örlagaríka kvöldi
og ókunnur karlmaður var ekki þar
á meðal. Þegar þar var komið sögu
hafði dómari fyrirskipað að börnin
tvö skyldu njóta sérstakrar verndar.
En það hljóp heldur betur á snær-
ið hjá lögreglunni þegar hún fann
dagbækur Diane. Í þeim sagði af
hrifningu Diane á ákveðnum karl-
manni, en þó var sá hængur á að
hann kærði sig ekkert um börnin
hennar.
„Í hennar augum voru börnin
byrði. Og fljótlegasta og einfaldasta
leiðin var að ryðja þeim úr vegi,“
sagði Welch.
Þungun og handtaka
Þann 28. febrúar 1984, níu mán-
uðum eftir að Diane kom á spítal-
ann með börn sín í bílnum, var hún
handtekin og í maí hófust réttarhöld-
in yfir henni – barnshafandi. Sagan
segir að Diane hafi ekki orðið þung-
uð fyrir tilviljun, að hún, í starfi sínu
sem póstburðarmaður, hafi áður en
réttarhöldin hófust táldregið mann
með þungun sérstaklega í huga.
Í viðtali við fjölmiðil lét Diane eft-
irfarandi ummæli falla, sem þóttu
helst til undarleg: „Ég varð ólétt því
ég sakna Christie og ég sakna Dannys
og ég sakna Cheryl svo mikið. Ég
mun aldrei sjá Cheryl hér á jörð aftur
og ég... þú getur ekki fengið börnin
þín aftur, en þú getur fengið áhrifin
sem þau veita þér. Og þau gefa mér
ást [...] þau gefa mér ástæðu til að
lifa og vera hamingjusöm, og það er
horfið, þeir tóku það frá mér, en það
er svo auðvelt að geta börn.“
Áðurnefnd Anne Jaeger hafði
áhyggjur af því að þungun Diane
kynni að hafa áhrif á kviðdómara:
„... ef hún er barnshafandi, þá elskar
hún börn – ekki satt?“ Jaeger velktist
ekki í vafa um að Diane Downs hefði
komist að þeirri niðurstöðu að hún
fengi samúð kviðdómara við réttar-
höldin ef hún væri barnshafandi.
Sjörnuvitni ákæruvaldsins
Við réttarhöldin lá leið saksóknara
í gegnum öll sönnunargögnin gegn
Diane og hápunkturinn var stjörnu-
vitni hans; Christie Downs. Eftir
margra mánaða líkamlega og sálræna
uppbyggingu og meðferðir hafði hún
loks öðlast styrk til að stíga í vitna-
stúku og segja frá því sem hafði gerst.
Saksóknari spurði Christie hvort hún
myndi hver skaut hana. Svar hennar
var einfalt: „Mamma mín.“
Skemmst er frá því að segja að
Diane var sakfelld og í júní var hún
dæmd til lífstíðarfangelsisvistar og
fimmtíu ára að auki. En áður en
dómur féll í málinu eignaðist Diane
stúlkubarn sem endaði í forsjá ríkis-
ins og var síðar ættleitt.
Árið 1987, þegar Diane hafði af-
plánað um þrjú ár af dómnum, tókst
henni að flýja úr fangelsinu í Ore-
gon en fannst innan tveggja vikna á
heimili eiginmanns eins samfanga
hennar. Í kjölfarið var henni komið
fyrir í traustara fangelsi í Kaliforníu.
Henni var neitað um reynslulausn
árið 2008 – og heldur hún enn fram
sakleysi sínu.
n Diane Downs var dæmd fyrir morð 1984 n Hún skaut börn sín þrjú, en tvö lifðu af
n Diane fullyrti að karlmaður sem ásældist bifreið hennar hefði framið ódæðið
Firrta móðirin
„ ... þau gefa mér
ástæðu til að lifa
og vera hamingjusöm, og
það er horfið, þeir tóku
það frá mér, en það er svo
auðvelt að geta börn.
Þunguð við réttarhöldin Talið
er að Diane Downs hafi ályktað að
hún fengi samúð kviðdómara ef
hún væri barnshafandi.