Dagblaðið Vísir - DV - 27.05.2011, Blaðsíða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 27.05.2011, Blaðsíða 13
Fréttir | 13Helgarblað 27.–29. maí 2011 Kona sem varð fyrir hrottalegri nauðgun í fyrrasumar greindist með áfallastreituröskun í kjölfar nauðg­ unarinnar. Hún þorði ekki að koma út úr herberginu sínu dögum sam­ an og brast ítrekað í grát eftir nauðg­ unina. Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi á fimmtudag Grétar Torfa Gunnarsson í þriggja ára fangelsi fyr­ ir nauðgun, og til þess að greiða fórn­ arlambinu 1,2 milljónir í bætur og málskostnað. Nauðgunin átti sér stað í sam­ kvæmi aðfaranótt 5. júní í fyrra. Grét­ ar neyddi þar konuna til munnmaka, samræðis og endaþarmsmaka. Sál­ fræðingur sem kallaður var til vitnis fyrir dómi greindi frá því að fórnar­ lambið hefði upplifað mikla ógn og bjargarleysi eftir nauðgunina en al­ geng viðbrögð fórnarlamba kyn­ ferðisofbeldis séu að frjósa eða lamast. Konan þjáist af áfallastreitu­ röskun sem ekki er hægt að rekja til neins annars en nauðgunarinnar, að því er segir í dómnum. Þá sagði vin­ kona hennar fyrir dómi að í kjölfar nauðgunarinnar væri hún grátgjörn og hafi ekki megnað að koma úr her­ bergi sínu dögum saman. Áður hafði hún verið opin og skemmtileg. Þá kom fram fyrir dómi að fórnarlambið þurfti að flytja þar sem hún gat ekki hugsað sér að búa í sama hverfi og Grétar. Máttlaus af skelfingu Fórnarlambið og vinkona henn­ ar höfðu hitt Grétar og vini hans á veitingastað fyrr um kvöldið sem nauðgunin átti sér stað. Þaðan héldu þau öll svo í íbúð sem Grétar hafði á leigu. Það var svo í íbúðinni sem nauðgunin átti sér stað. Fórnarlamb­ ið var að leita að vinkonu sinni þegar Grétar stóð í herbergisdyrum sínum. Þar ýtti hann konunni inn í herberg­ ið, hrinti henni á rúmið og þvingaði hana til munnmaka. Hann sneri kon­ unni, sem var máttlaus af skelfingu, við og nauðgaði henni á ýmsa vegu. Á meðan öllu þessu stóð tók hann gleraugun af henni í sífellu, reif í hár hennar og tók hana hálstaki. Neitaði sök Fórnarlambið var í miklu upp­ námi eftir nauðgunina og hringdi í neyðar línuna. Lögregla kom á vett­ vang og fór með konuna á neyðar­ móttöku en líkamlegir áverkar sáust á henni. Eftir það skoðaði lögreglan íbúð­ ina þar sem brotið átti sér stað en ummerki voru greinileg og var Grét­ ar yfirheyrður í kjölfarið. Grétar neitaði hins vegar sök í málinu fyrir rétti. Hann viðurkenndi að hafa átt samræði við fórnarlambið en það hafi verið gert með fullu samþykki hennar þar sem hún reyndi ekki að sporna gegn kynmökunum. Jafn­ framt kveðst hann ekki hafa beitt neinum þvingunum þó hann viður­ kenndi að hafa togað í hár hennar. Dómnum þótti framburður Grétars hins vegar ekki trúverðugur meðal annars vegna þess að hann stangað­ ist á við gögn málsins. Var því Grétar fundinn sekur n Varð fyrir hrottalegri nauðgun í fyrrasumar n Lokaði sig inni í marga daga eftir atvikið n Nauðgari dæmdur í 3 ára fangelsi Gat ekki búið í sama hverfi oG nauðGarinn Björn Reynir Halldórsson blaðamaður skrifar bjornreynir@dv.is Hrikalegar afleiðingar Konan hefur glímt við margvíslega erfiðleika eftir nauðgunina. Hún þorði ekki út úr herberginu sínu og brast ítrekað í grát. Myndin er sviðsett. Viðhaldsfríar ÞAKRENNUR Smiðjuvegi 4C Box 281 202 Kópavogur Sími 587 2202 Fax 587 2203 hagblikk@hagblikk.is www.hagblikk.is Varmaskiptasamstæður loftræstistokkar og tengistykki Hágæða HAGBLIKK ehf. Þegar hús eru klædd með „viðhaldsfrírri“ klæðningu er nauðsynlegt að nota „viðhaldsfríar“ þakrennur. Rennurnar frá Grövík Verk í Noregi eru gerðar úr 0,9 mm áli og tærast ekki, ryðga, né brotna. Fyrsta rennan var framleidd árið 1956 og er enn í notkun. Litir til á lager: Svartar, hvítar, rauðbrúnar og ólitaðar. A u g l. Þ ó rh ild ar 1 4 6 0 .2 4
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.