Dagblaðið Vísir - DV - 27.05.2011, Blaðsíða 25

Dagblaðið Vísir - DV - 27.05.2011, Blaðsíða 25
Úttekt | 25Helgarblað 27.–29. maí 2011 Helena Rut Bergþórsdóttir lenti í grófu einelti í grunnskóla. Hún gafst upp á samskiptum við skólafélag- ana og fann sig í öðrum félagsskap á Hlemmi. Þar var hún samþykkt og þar fannst henni gaman að vera. Hel- ena kynntist Sissu á Hlemmi og seg- ir hana hafa heillað sig upp úr skón- um með gæsku sinni. „Hún umvafði mig með hlýju frá því ég hitti hana fyrst. Hún var alltaf skrefinu á und- an okkur hinum í neyslu og hún var óhrædd. Þetta óttaleysi gerði það að verkum að aðrir í kringum hana slök- uðu á. Kannski of mikið.“ Alltaf til hass „Ég var lögð mikið í einelti þegar ég var í skóla og var orðin þreytt á sál- inni eftir erfið samskipti við skóla- félagana. Ég var eiginlega bara kom- in með ógeð á þessum krökkum. Ég bjó rétt hjá Hlemmi og leitaði þang- að í félagsskap. Þar kynntist ég fyrst Sissu. Við vorum báðar 12 að verða 13 ára og við urðum vinkonur eigin- lega strax.“ Helena Rut segir þennan hóp hafa verið stóran. „Við vorum nærri því 60 talsins sem hittumst og djömmuðum saman. Síðan skiptumst við í smærri grúppur. Í byrjun neyttum við bara áfengis, síðan fórum við að nota gas til að komast í vímu. Það er ódýr leið og við notuðum hana óspart. Síðan fórum við að reykja hass og við Sissa vorum alveg fastar í því.“ Krakkahópurinn lagði stund- um í púkk til að kaupa hass að sögn Helenu, síðan skiptu þau hassinu á milli sín. „Stundum var það þann- ig að einhver splæsti og gaf með sér. Það var alla vega oftast til hass til að reykja.“ Hýstar af eldri neyslufélögum Foreldrar þeirra komust að neysl- unni og tóku margir hverjir til sinna ráða. Helena segir að um það leyti hafi þær hins vegar verið komnar í samband við eldri neyslufélaga sem höfðu þá ráð til að hýsa þær eða fela þegar þær vildu sleppa í neyslu. „Ég til dæmis kynntist þrem- ur strákum, þeir voru 19, 20 og 25 ára gamlir. Ég var alltaf með þeim, þeir hugsuðu um mig og ég fékk að búa hjá þeim. Ég hugsaði um heim- ilið fyrir þá og fékk fíkniefni í stað- inn. Þetta stóð yfir í tvö ár. Á þessum tíma kynntist Sissa líka eldri neyslu- félögum sem hún var í slagtogi við. Hún fékk stundum að vera heima hjá þeim og einn þeirra var alltaf að fara til lækna og fá læknadóp. Við hittumst síðan stundum þessi hóp- ur og vorum í neyslu saman. Þá var það þannig að þeir létu okkur bara fá eitthvert dóp og við hlýddum bara og tókum það dóp sem var í boði. Þá voru það róandi lyf, rítalín og lyf í þessum dúr.“ Hún hefði orðið edrú Helena segir þær stundum hafa farið heim og þá fengu þær stundum pen- ing hjá foreldrum sínum. „Ef við átt- um pening þá fórum við til okkar eig- in fíkniefnasala og keyptum e-töflur og amfetamín. Þá hvarflaði ekki að okkur að kaupa læknadóp.“ Helena varð edrú árið 2009 og hitti Sissu lítið síðasta árið sem hún var á lífi. „Ég hef verið edrú síðan í apríl 2009. Fíknin náði sterkum tök- um á okkur báðum. Ég bjargaðist en Sissa dó. Hún gekk lengra en ég. Hún gekk alltaf lengra en við hin. En hún gekk líka lengra í því sem jákvætt er, því má ekki gleyma. Hún náði góðum árangri í meðferðum sem hún fór í og ætlaði alltaf að verða edrú. Hún hefði orðið edrú ef hún hefði ekki kynnst þessum mönnum og látið líf- ið. Einn þeirra sem hún var í neyslu með var búinn að vera mjög lengi í neyslu og langt kominn. Hann var búinn að mynda mikið þol fyrir efn- um og var á hörðu læknadópi eins og morfíni. Hún var síðan að nota sömu skammta í sinn litla kropp.“ UnglingsstúlkUr í heimi daUða, vændis og fíkniefna Hugsaði um heimilið og fékk fíkniefni „Ég til dæmis kynntist þremur strákum, þeir voru 19, 20 og 25 ára gamlir. Ég var alltaf með þeim, þeir hugsuðu um mig og ég fékk að búa hjá þeim. Ég hugsaði um heimilið fyrir þá og fékk fíkniefni í staðinn. Þetta stóð yfir í tvö ár.“ Erla Rún Ámundadóttir eignaðist Sigrúnu Mjöll fyrir nágranna 12 ára gömul. Þær urðu fljótt góðar vin- konur og Erla Rún tók þátt í neyslu með Sigrúnu og hópi krakka á svip- uðum aldri. „Þetta var spennandi fikt sem varð að stórhættulegri fíkn og ógæfu,“ segir Erla Rún. Erla Rún hefur verið edrú frá því í febrúar 2009 og á von á sínu fyrsta barni í sumarlok. Hún segir marga af þeim krökkum sem voru með þeim í neyslu og eru ekki edrú vera í fang- elsi, látna eða læsta inni á stofnun- um. Fann ekki til ótta „Hún flutti í húsið við hliðina á mér þegar ég var 12 ára. Við gengum sam- an í Kópavogsskóla og urðum strax góðar vinkonur. Sissa var lífsglöð stelpa og gríð- arlega ákveðin. Hún vissi hvað hún vildi fá út úr lífinu og þessir eigin- leikar hennar urðu til þess að marg- ir vildu vera með henni og fylgja henni. Lífið var eins og ævintýri með henni. Við vorum að drekka saman og svoleiðis en ég dró mig út úr fé- lagsskapnum þegar Sissa var farin í harðari neyslu, hún varð svo hug- fangin og var alltaf fljótari en við hin. Ég fann til ótta en það var eins og hún fyndi ekki til hans.“ Átti ekki séns „Ég fór samt sjálf í neyslu á endanum þótt gangurinn hefði verið hægari en hjá Sissu. Ég gerði það árið 2008 en þá kynntist ég strák sem kynnti mig fyrir fíkniefnum. Þegar ég byrj- aði í neyslu þá lágu leiðir okkar Sissu saman aftur. En þá var hún edrú. Hún var nýkomin úr ársmeðferð í Laugalandi sem hafði gengið vel. Ég var þá að byrja í harðri neyslu og hún byrjaði að drekka aftur. Hún ætlaði sér ekki að fara aftur í neyslu og sagði mér það oft. En hún gerði það samt. Fíkniefnin voru í kringum hana og þá átti hún ekki séns.“ Dánir, í fangelsi eða læstir inni á geðdeildum Erla Rún hætti með stráknum og varð edrú. Hún hefur verið edrú síð- an í febrúar 2009. „Við Sissa vorum saman á hverj- um degi á meðan við vorum í neyslu. Eftir að ég varð edrú hitti ég hana lít- ið. Það fer ekki saman að vera edrú og að vera í kringum fíkniefni. Flestir sem ég var með í neyslu eru dánir, í fangelsi eða á geðdeild- um. Ég held mig fjarri til þess að halda mér heilli.“ Seinasta vor hafði Sissa aftur sam- band við mig þá var hún að fara aftur í meðferð. Þá vildi hún vita hvað ég gerði til að ná árangri. Ég vildi hjálpa henni eins og ég gat. En ég fann að hún var ekki alveg tilbúin. Það vant- aði herslumuninn. Í síðasta skipti sem ég talaði við hana þá sagðist hún ætla að taka nokkra daga í að finna botninn, klára þetta og verða svo edrú.“ En Erla Rún vill meina að botninn sé í kistunni og það sé bæði rangt og hættulegt að leita hans.„Ég held að botninn sé bara þar sem þú hættir að grafa, annars lendir þú bara í kist- unni.“ Hugsar um barnið sitt og heldur sér edrú Heimilisaðstæður Erlu Rúnar eru góðar. Hún fékk að koma heim þeg- ar hún var orðin edrú og hún ætlar að gera gott úr lífi sínu. Hún á von á barni í sumarlok og ætlar sér að fara í nám á næstunni. „Ég var í draumanáminu áður en ég byrjaði í neyslu en ég flosnaði upp úr því. Ég á von á barni. Er gengin 31 viku og finnst lífið vera í blóma. Líf- ið hefur farið hjá með ógnarhraða og mér finnst svo margt hafa gerst síð- an ég varð edrú. Margt hræðilegt og margt fallegt. Ég hef þurft að horf- ast í augu við sjálfa mig og slíkt er gjöf sem dugar mér vonandi til lífs- loka. Ég veit að ég á ekki séns í fíkn- ina og held í þá hjálp sem ég hef. Ég fer reglulega á fundi og stunda mark- vissa vinnu með ráðgjafa. Ég geri allt það sem ég þarf að gera til að halda mér edrú og hugsa oft um barnið mitt. Ég vil ekki að það fari á þessa braut og þess vegna tek ég einn dag í einu og ætla að gera það líka með barninu mínu þegar það vex úr grasi. Það er það sem börn þurfa, að for- eldri sé með þeim einn dag í einu.“ „Hún hefði orðið edrú ef hún hefði ekki kynnst þessum mönnum og látið lífið „Ég held að botninn sé bara þar sem þú hættir að grafa, annars lendir þú bara í kistunni Lífið í blóma „Ég var í draumanáminu áður en ég byrjaði í neyslu en ég flosnaði upp úr því. Ég á von á barni. Er gengin 31 viku og finnst lífið vera í blóma.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.