Dagblaðið Vísir - DV - 27.05.2011, Blaðsíða 26

Dagblaðið Vísir - DV - 27.05.2011, Blaðsíða 26
26 | Fréttir 27.–29. maí 2011 Helgarblað Mannréttindadómstóll Evrópu í Strassborg hefur staðfest dóm yfir svissneska bankamanninum Hel­ mut Elsner vegna brota í starfi þegar hann stýrði austurríska bankanum BAWAG (Ban fur Arbeit und Wirt­ schaft AG) á árunum 1995 til 2003. Dómurinn féll á þriðjudaginn. Elsner er talinn hafa verið einn þeirra sem báru ábyrgð á 1,4 millj­ arða evra, rúmlega 230 milljarða króna, tapi bankans á gjaldeyrisvið­ skiptum. Bankinn var á þessum tíma í eigu sambands austurrískra stétt­ arfélaga og var því um að ræða tap fyrir aðildarfélög sambandsins og þar með meðlima stéttarfélaganna. Bankinn var á barmi gjaldþrots í kjölfar þessa taps og seldu eigend­ ur hans bankann til bandarísks fjár­ festingarsjóðs árið 2006 eftir að tapið vegna viðskiptanna kom í ljós. Elsner skaut málinu til Mann­ réttindadómstóls Evrópu í lok síð­ asta árs eftir að Hæstiréttur Austur­ ríkis hafði dæmt hann til sjö og hálfs árs fangelsisvistar fyrir trúnaðarbrot í starfi í desember. Hæstiréttur hafði þá mildað dóminn yfir Elsner en um mitt ár 2008 hafði hann einnig verið dæmdur fyrir fjársvik og skjalafals í undirrétti þar í landi. Taldi sig hafa orðið fyrir mannréttindabrotum Elsner taldi sig hafa orðið fyrir mann­ réttindabrotum í fimmtán mán­ aða gæsluvarðhaldi sem hann sætti á árunum 2007 til 2008 eftir að upp komst um brot hans. Í dómnum seg­ ir að Elsner hafi talið að gæsluvarð­ haldið væri ólöglegt og allt of langt auk þess sem austurrískir stjórn­ málamenn hefðu látið ummæli falla á opinberum vettvangi sem fólu það í sér að hann hefði í reynd verið dæmdur sekur í málinu áður en sekt hans var sönnuð fyrir dómi. Elsner taldi að þessi meintu mannréttindabrot gegn sér brytu í bága við þrjá liði í 5. og 6. grein­ um Mannréttindasáttmála Evrópu. Greinarnar fjalla um réttinn til frelsis og mannhelgi og réttinn til réttlátrar málsmeðferðar fyrir dómi. Í 3. lið, 5. greinar, sem Elsner taldi að brotið hefði verið gegn í hans til­ felli, segir meðal annars: „Hvern þann mann, sem tekinn er hönd­ um eða settur í varðhald skv. c­lið 1. tölul. þessarar greinar skal án tafar færa fyrir dómara eða annan emb­ ættismann sem að lögum hefur heimild til að fara með dómsvald, og skal hann eiga kröfu til að mál hans verði tekið fyrir í dómi innan hæfi­ legs tíma eða hann verði látinn laus þar til dómsmeðferð hefst. Gera má það að skilyrði fyrir lausn manns úr gæslu að trygging sé sett fyrir því að hann komi fyrir dóm.“ Þá segir í 2. lið, 6. greinar, sem Elsner vísaði einnig til í áfrýjun sinni: „Hver sá sem borinn er sökum um refsiverða háttsemi skal talinn sak­ laus uns sekt hans er sönnuð að lög­ um.“ Þeir sjö dómarar Mannréttinda­ dómstólsins sem kváðu upp dóminn í máli Elsners höfnuðu hins vegar kröfum hans. Því var ekki á það fall­ ist að austurrísk yfirvöld hefðu brotið gegn mannréttindum Elsners meðan á rannsókn máls hans og málaferl­ unum yfir honum stóð. Gæti haft áhrif á Íslendinga Dómurinn gæti haft fordæmisgildi í málum sem snerta hvítflibbaglæpi, fjársvik, skjalafals, markaðsmisnotk­ un og önnur sambærileg brot, og gæti því verið stuðst við hann í sambæri­ legum málum í framtíðinni. Hugsan­ legt er að vísað verði til þessa dóms ef einhverjir Íslendingar, sem eru til rannsóknar í málum sem snerta ís­ lenska bankahrunið, telja mannrétt­ indi sín hafa verið fótum troðin við rannsókn málanna hjá ákæruvaldinu, meðal annars sérstökum saksóknara. Umræða hefur verið í íslensku samfélagi um réttmæti þess að hneppa þá í gæsluvarðhald sem grunaðir eru um efnahagsbrot fyrir íslenska efnahagshrunið 2008. Hug­ myndin á bak við þá gagnrýni er að þeir sem til rannsóknar eru geti ekki haft áhrif á rannsóknir málanna hjá ákæruvaldinu þar sem svo langt er liðið síðan hin meintu brot sem til rannsóknar eru áttu að hafa ver­ ið framin. Hreiðar Már Sigurðsson, fyrrverandi forstjóri Kaupþings, hélt þessari röksemd meðal annars fram í málsvörn sinni fyrir Hæstarétti í fyrra eftir að hann hafði áfrýjað gæsluvarð­ haldsúrskurði Héraðsdóms Reykja­ víkur um mitt ár. Deilt um réttmæti gæsluvarðhalds Einn dómaranna í Hæstarétti, Jón Steinar Gunnlaugsson, skilaði sér­ atkvæði í málinu þar sem hann tók undir þau rök að svo langt væri um liðið frá hinum meintu brotum að ekki lægi fyrir með hvaða hætti Hreiðar Már gæti torveldað rann­ sókn málsins hjá sérstökum sak­ sóknara. Þess vegna taldi Jón Stein­ ar ekki rétt að úrskurða Hreiðar Má í gæsluvarðhald vegna rannsóknar­ hagsmuna í málinu. Íslenskir bankamenn gætu far­ ið þá leið, í einhverjum tilfellum, eins og Elsner að reyna að leita rétt­ ar síns hjá Mannréttindadómstóli Evrópu eftir að hafa verið dæmdir í undirrétti og Hæstarétti á Íslandi. Líkt og Elsner gætu þeir vísað í atriði eins og meinta óréttmæta hand­ töku eða gæsluvarðhald og að ein­ hverjir stjórnmálamenn eða starfs­ menn hins opinbera hafi tjáð sig með óvarlegum hætti um þá á opin­ berum vettvangi og vísað málum sínum til Mannréttindadómstóls Evrópu á þeim forsendum. Hreiðar Már gæti til dæmis farið þá leið að vísa í meint óréttmætt gæsluvarð­ hald máli sínu til stuðnings. Því er alls ekki loku fyrir það skotið, líkt og dómurinn yfir Elsner sýnir, að uppgjör íslenska efnahagshrunsins teygi sig til annarra landa og til fjöl­ þjóðlegs dómstóls eins og Mann­ réttindadómstóls Evrópu. n Dómur yfir austurrískum bankamanni staðfestur fyrir Mannréttindadómstóli Evrópu n Stýrði banka í eigu stéttarfélaga sem tapaði meira en 200 milljörðum á spákaupmennsku Ingi Freyr Vilhjálmsson fréttastjóri skrifar ingi@dv.is „Dómurinn gæti haft fordæmis- gildi í málum sem snerta hvítflibbaglæpi, fjársvik, skjalafals, markaðsmis- notkun og önnur sam- bærileg brot. Dómur staðfestur yfir brotlegum bankamanni Taldi brotið á sér Helmut Elsner taldi að mannréttindi sín hefðu verið brotin eftir að hann var handtekinn fyrir brot í starfi hjá austurrískum banka. Mannréttindadómstóll Evrópu féllst ekki á þessi sjónarmið hans. Elner sést hér í dómsal í fylgd lögreglumanna. Gæti haft fordæmisgildi Dómurinn í máli Elsners gæti haft fordæmisgildi í málum sem varða íslenska bankahrunið ef íslenskir bankamenn leita réttar síns hjá Mannréttindadóm- stólnum. Hreiðar Már Sigurðsson er meðal annars einn þeirra sem kvartaði yfir gæsluvarð- haldi sem hann var hnepptur í í fyrra.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.