Dagblaðið Vísir - DV - 27.05.2011, Blaðsíða 31

Dagblaðið Vísir - DV - 27.05.2011, Blaðsíða 31
Umræða | 31Helgarblað 27.–29. maí 2011 Erfitt en gaman Herbjörg Andrésdóttir útskrifað- ist sem dúx frá Flensborgarskólanum síðastliðinn laugardag með hæstu meðaleinkunn sem gefin hefur verið á stúdentsprófi við skólann, eða 9,73. Hún lauk stúdentsprófinu á þremur árum. Hver er maðurinn? „Herbjörg Andrésdóttir, nýstúdent úr Flens- borg.“ Hvað er það skemmtilegasta sem þú gerir? „Eitthvað skemmtilegt. Ég er í kór Flens- borgarskólans, mér finnst gaman að syngja.“ Hvaða sælgæti finnst þér best? „Súkkulaði. Bara allt súkkulaði, en frekar dökkt.“ Hvað hyggst gera í sumar? „Ég er að fara að vinna og safna mér fyrir háskólanámi. Ég er að vinna í Byko og verð þar í sumar.“ Hvað tekur við næsta vetur? „Ég er búinn að sækja um í Háskóla Íslands í verkfræði. Ég vona að ég komist inn þar.“ Stefndir þú alltaf á verkfræði? „Það er búið að vera planið síðan í níunda bekk. Það er búið að draumurinn lengi. Ég ætla að byrja í umhverfis- og byggingaverk- fræði og sjá svo til.“ Finnst þér gaman í skóla? „Já, ég efast um að ég hefði náð þessum árangri ef ekki hefði verið eitthvað skemmtilegt við hann.“ Hvað er uppáhaldsfagið þitt í skóla? „Ég er svolítið fyrir raungreinar og ég á svolítið erfitt með að velja á milli stærð- fræði, eðlisfræði og efnafræði. En svo er kórinn líka skemmtilegur.“ Hvað kom til að þú ákvaðst að klára menntaskóla á 3 árum? „Það var kostur og ég ákvað að nýta mér hann. Ég var í hóp nemenda sem skólinn gerði ráð fyrir að gæti klárað á þremur eða þremur og hálfu ári.“ Var þetta ekki mikil vinna? „Jú, ég get ekki sagt að þetta hafi verið auðvelt, þetta tekur alveg á.“ Hverju þakkar þú þennan glæsilega námsárangur? „Úff, ég var með rosalega góðan grunn- skólakennara frá öðrum upp í sjöunda og annan mjög góðan frá áttunda og upp í tíunda. Svo er umsjónarkennarinn minn í Flensborg æðislegur, hann reddaði öllu fyrir mann. Flensborgarkennararnir, mamma og pabbi og vinir mínir hjálpuðu mér mikið.“ „Já, mér finnst það í lagi. Alla vega hluta úr ári.“ Margrét Stefánsdóttir 28 ára í fæðingarorlofi „Algjörlega, ekki spurning.“ Hilmar Guðlaugsson 30 ára kennari „Já, endilega.“ Martin 39 ára bankastarfsmaður „Nei, það er bara vesen. Bílarnir eru ekkert fyrir.“ Hannah Rós Sigurðardóttir 18 ára starfsmaður hjá Amnesty- International „Já, tvímælalaust.“ Ingibjörg Sunna Þrastardóttir 24 ára háskólanemi og starfsmaður Amnesty International Maður dagsins Á að loka fyrir umferð á Laugaveginum? Eftir eldgos Sveitabærinn Ásgarður í Landbroti á Suðurlandi eftir eldgosið í Grímsvötnum í maí 2011. Eins og sést hefur askan fokið að mestu leyti í burtu. Mynd RóbERt REynISSon Myndin Dómstóll götunnar Í gær lögðum við í B-nefndinni í stjórnlagaráði fram þriðja greina-pakkann til umræðu og afgreiðslu inn í áfangaskjal að nýrri stjórnar- skrá. Sem fyrr erum við upptekin af því að skilja sem best á milli löggjaf- ar- og framkvæmdavalds – en miðum þó áfram við að halda í þingræðið. Enn sem komið er. Fyrri tillögur, sem ég hef áður rætt á þessum stað, miða með- al annars að því að ráðherrar hverfi af þingi og að formenn þingnefnda flytji stjórnarfrumvörp á Alþingi í stað ráð- herra. Meginmarkmiðið er að losa Alþingi undan lamandi þunga ríkis- stjórnarinnar sem á, við núverandi skipan, alltof auðvelt með að halda þinginu föstu í greip sinni. Að þessu sinni leggjum við fram spánnýjar tillögur er lúta að stjórnar- myndun, vantraustsályktunum, setu- tíma ráðherra og að meðferð þingrof- stillagna svo fátt eitt sé nefnt. Stjórnarmyndun Í viðleitni til að færa þungamiðju valds- ins inn í Alþingi á nýjan leik gerum við nú ráð fyrir að þingið sjái sjálft um stjórnarmyndun – án atbeina forseta. Sá millileikur sem nú er, að forseti veiti tilteknum stjórnmálaforingjum stjórn- armyndunarumboð, auðveldar stjórn- málaflokkum að viðhalda þeim agalega ósið að ganga óbundnir til kosninga – því þeir vita jú ekki fyrirfram hverjum forseti mun veita umboðið. Að kippa þessu millistykki úr sambandi eykur þrýstinginn á flokkana um að gefa það upp fyrirfram með hverjum þeir hyggj- ast mynda ríkisstjórn, nái þeir tilskyld- um árangri. En á því eiga kjósendur nú sannast sagna eiginlega heimtingu. Þessi skipan er ekki gripin úr lausu lofti heldur byggð á sænskri fyrirmynd, þar sem stjórnarmyndun fer fram í þinginu undir stjórn þingforseta. Með þessu móti kemst þjóðhöfðinginn hjá því að flækjast í viðkvæma pólitík að óþörfu. Við gerum ráð fyrir að hámarki fjórum lotum en takist það ekki verði kosið til þings að nýju. Það ætti að duga til að knýja þingið til að koma sér sam- an um forsætisráðherra. Hann tilnefn- ir svo ríkisstjórn sína, ákveður skipan ráðuneyta og fjölda ráðherra og skipt- ir störfum með þeim. Við gerum ráð fyrir að Alþingi skipi forsætisráðherra og veiti honum lausn, en forsætis- ráðherra skipar aðra ráðherra og veit- ir þeim lausn. Með þessu lagi ber for- sætisráðherrann skýra pólitíska ábyrð á ráðherrum sínum – sem allt eins geta komið úr röðum utanþingsmanna. Nokkur umræða hefur verið um að takmarka setutíma ráðherra en tillögur okkar nú miða einvörðungu að því að setja þá reglu að enginn geti setið sem forsætisráðherra lengur en í tíu ár sam- tals. Sumir vilja fremur miða við kjör- tímabil, tvö eða þrjú. Vantraust Fyrri tillögur okkar gera ráð fyrir að þingrofsvaldið færist frá forsætisráð- herra og til meirihluta þings. Áfram er unnið að því marki að upphefja Al- þingi. Í tillögunum sem mælt var fyrir í gær gerum við ráð fyrir að þegar van- trauststillaga er borin upp á forsætis- ráðherra í þinginu fylgi henni ávallt tillaga um eftirmann. Þessi tilhögun hefur verið kallað jákvætt vantraust og á sér til að mynda fyrirmynd í Þýska- landi. Stjórnarandstaðan þarf þá að sammælast um nýjan forsætisráðherra áður en vantrauststillagan er tekin til afgreiðslu. Með þessu móti losnum við undan því að fyrri stjórn sitji sem starfsstjórn þar til að ný er mynduð. nálægðarregla Virkri valddreifingu er ekki aðeins hægt að ná fram með því skilja á milli valdþáttanna heldur einnig með því að greina betur á milli verkefna ríkisvalds og sveitarstjórnar. Því höfum við einn- ig viðrað hugmyndir um að setja svo- kallaða nálægðarreglu í stjórnarskrá þar sem að sveitarfélögum er betur tryggð hlutdeild í fjárstjórn ríkisins og að kveðið verði á um að leitast skuli við að leysa úr málum í nærsamfélagi þar sem það er unnt. Lifandi ferli Áfangaskjalið sem við röðum tillögun- um inn í tekur stöðugum breytingum eftir því sem starfinu vindur fram og ekkert er meitlað í stein fyrr en lokaút- gáfan lítur dagsins ljós, líkast til und- ir júlílok. Þangað til er þetta bara verk í vinnslu sem allir geta gert tillögur um að breyta. Þetta er því lifandi ferli. Sprelllifandi meira að segja – svo sum- um þykir nóg um. Vantraust og stjórnarmyndun Kjallari dr. Eiríkur bergmann„Sá millileikur sem nú er, að forseti veiti tilteknum stjórn- málaforingjum stjórnar- myndunarumboð, auð- veldar stjórnmálaflokkum að viðhalda þeim agalega ósið að ganga óbundnir til kosninga.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.