Dagblaðið Vísir - DV - 27.05.2011, Blaðsíða 54

Dagblaðið Vísir - DV - 27.05.2011, Blaðsíða 54
54 | Sport 27.–29. maí 2011 Helgarblað Á laugardagskvöldið fer fram stærsti knattspyrnuleikur ársins þegar Barce- lona og Manchester United berj- ast um Meistaradeildartitilinn. Beð- ið hefur verið með eftirvætingu eftir leiknum en margir eru farnir að trúa því að Manchester United geti mögu- lega stöðvað hið ógnvænlega lið Barcelona. Bæði lið eru nýkrýndir meistarar í sínum löndum og alls ekki ósanngjarnt að kalla þau tvö bestu lið Evrópu þessa dagana. Er því við hæfi að tvö bestu liðin berjist um sigur í deildinni sem allir vilja vinna, sjálfa Meistaradeildina. Liðin mættust síð- ast í sama leik fyrir tveimur árum, þá í Róm, en þar hafði Barcelona bet- ur, 2–0, og átti United í raun aldrei möguleika eftir að Börsungar skor- uðu snemma. Nú eru United-menn á heimavelli en leikið verður á hinum nýja og glæsilega Wembley. Sir Alex Ferguson hefur sagst hafa lært mik- ið af leiknum fyrir tveimur árum og veit hvað þarf til ætli hann að leggja Barcelona að velli. En Barcelona er með Messi og sama hvað þú leggur upp þegar þú mætir Katalónunum. Ef Messi er með og í stuði getur þú ekki stoppað hann með vörubíl. Vill vinna á Wembley Manchester United varð fyrsta enska liðið til þess að vinna Evrópukeppni meistaraliða eins og hún var árið 1968. Það varð einnig fyrsta enska lið- ið til þess að vinna Meistaradeildina eftir að nafninu var breytt. Árið 1968, aðeins tíu árum eftir að sjö leikmenn United létust í flugslysi, var endur- byggingin fullkomnuð og hampaði liðið sigri í Evrópukeppninni eftir framlengdan úrslitaleik við Benfice. Sá leikur fór fram á Wembley og er það í eina skiptið sem enskt lið hef- ur unnið Evrópukeppni á Englandi. Þjálfari liðsins þá var Sir Matt Busby og fyrirliðinn Sir Bobby Charlton sem í dag sinnir starfi sem sendiherra Man- chester United. Ferguson hef- ur fyrir löngu jafnað og bætt af- rek Busby margfalt en hann vill þó vinna Meistaradeildina á heimavelli. „Ég sá bara hvað þetta skipti þjóð- ina miklu máli. Það héldu allir með Manchester United, meira að segja í Skotlandi þar sem ég bjó þá. Þetta var ótrúlegt kvöld sem ég mun aldrei gleyma en sjálfan langar mig að upp- lifa þetta. Það væri líka enn einn flott- ur kafli í annars magnaðri sögu Man- chester United ef við yrðum fyrsta enska liðið til þess að vinna Evrópu- bikarinn tvisvar sinnum á Wembley,“ segir Sir Alex Ferguson. Leikurinn er líka nokkuð söguleg- ur fyrir Barcelona, þó aðeins þjálfara þeirra, Pep Guardiola. Hann var mjög góður leikmaður á sínum tíma og árið 1992 vann hann fyrstu Meistara- deildina með Barcelona eftir úrslita- leik gegn Sampdoria á gamla Wem- bley. „Það var yndisleg stund. Okkur fannst við vera að vinna stærsta bik- arinn á heimavelli fótboltans. Ég væri vel til í að upplifa þetta aftur, nema núna á þessum nýja og stórglæsilega Wembley,“ segir Pep Guardiola. Mun sinna mínu starfi hundrað prósent Þrátt fyrir haug af stjörnum verður fyrsti maðurinn á leikskýrslu Sir Alex Ferguson líklega Suður-Kóreumað- urinn Ji-Sung Park. Ferguson kallar jafnan alltaf eftir þjónustu Parks þeg- ar kemur að stórleikjunum og hingað til hefur hann skilað meira en góðu dagsverki. Kæmi ekki á óvart ef hann væri settur til höfuðs Lionel Messi, í það minnsta að hjálpa Patrice Evra með besta fótboltamann heims úti á hægri vængnum. „Messi er einn besti leikmaður heims. Það vita allir að einn varnar- maður stöðvar hann ekki. Allt liðið þarf að verjast honum. Við verðum að hafa augu á honum allan leikinn. Sumir leikmenn hafa sagt við mig að ég sé maðurinn sem gæti stöðvað hann. Það hljómar vel en ég veit alveg að einn maður stoppar ekki Messi. Það þurfa allir að leggja sig hundrað prósent fram til þess,“ segir Park sem veit bara að hann mun gefa sig allan í leikinn. „Ég veit ekki hvert mitt hlutverk verður en ég veit ég mun sinna því hundrað prósent hvað sem það verð- ur. Allt til þess að vinna leikinn. Við erum með frábæra miðjumenn í Car- rik, Giggs og Anderson sem eru góð- ir að brjóta niður sóknir. Ef við spil- um eins og gegn Chelsea eða í öðrum stórleikjum þá getum við vel mætt Barcelona. Chicharito, Anderson og Nani hafa allir verið að bæta sig leik frá leik þannig það má ekki gleyma sóknarleik okkar heldur,“ segir Ji-Sung Park. Xavi ber virðingu fyrir United Þó það sé talað um Barcelona sem sigurstranglegra liðið á Wembley er Xavi, miðjumaður Barcelona, auð- mjúkur í tali sínu um Manchester United. Hann hefur alla jafna ávallt talað vel um Ferguson og hans drengi og í vikunni hefur hann farið lofsöm- um orðum um Manchester-liðið. „Fyrir mér er Manchester United liðið sem við eigum að reyna líkjast,“ segir Xavi. „Ekkert annað lið hefur haldið dampi jafnlengi. Það sem Ferguson hefur gert með þetta lið ber að virða. Scholes og Giggs eru líka leikmenn sem allir aðrir leikmenn eiga að horfa upp til og læra af. Þeir eru viðmiðið,“ segir Xavi sem hrósar baráttuanda Manchester United. „Lykilatriðið í liði United er að það Viktor Kassai – Ungverjaland Aldur: 35 ára FIFA-dómari síðan 2003 Stærsti leikur: Þýskaland – Spánn í undanúrslitum HM 2010 Dómari leiksins er Ungverjinn Viktor Kassai sem hefur getið sér gott orð á undanförnum árum. Hann hefur notið góðs af ungdómsdýrkun FIFA og fengið stór verkefni á borð við undanúrslitaleik Þýskalands og Spánar á HM í Suður-Afr- íku. Í þeirri keppni var hann aðeins einn af þremur dómurum sem dæmdi fimm leiki. Vekur athygli að allir þessir þrír dómarar voru þá og eru undir fertugu. Á laugardag- inn verður hann yngsti maðurinn til þess að dæma úrslitaleik Meistaradeildar- innar. Kassai hefur þrívegis dæmt leiki í Meistaradeildinni hjá Manchester United og hafa þeir allir unnist. Dómarinn Bestu liðin Berjast um stærsta Bikarinn n Barcelona og Manchester United mætast í úrslitaleik Meistaradeildarinnar n Leikurinn fer fram á Wembley en hann hefur sögulegt gildi fyrir bæði lið n Síðast þegar þau mættust fyrir tveimur árum vann Barcelona örugglega Van der Sar Ferdinand Fabio Carrick Rooney Valencia Evra Park Vidic Giggs Hernandez Líklegt byrjunarlið United Tómas Þór Þórðarson blaðamaður skrifar tomas@dv.is Einstakt afrek Ferguson vill að United vinni Evrópubikar á gamla og nýja Wembley. Baráttuhundur Wayne Rooney vill ekki upplifa sömu sorg og 2009. Sá besti Lionel Messi
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.