Dagblaðið Vísir - DV - 27.05.2011, Blaðsíða 30

Dagblaðið Vísir - DV - 27.05.2011, Blaðsíða 30
Björn Bjarnason, fyrrverandi dómsmálaráðherra spilling-arafla Sjálfstæðisflokksins, hefur skilað af sér bók um Baugs- mál. Í bókinni eru dregnar saman upplýsingar um þetta eitt mesta átakamál stjórnmála og viðskipta. Margt er í bókinni sjálfgefið og ágæt- lega unnið. Annað er ósagt, sem er bagalegt. Það á sérstaklega við um upphaf málsins og aðild Björns að því. Margoft hefur komið fram að sterk taug var á milli athafnakon- unnar Jónínu Benediktsdóttur og Björns en Jónína var aðalleikari í upphafi málsins og hafði beinan að- gang að ráðherranum. Hún segir frá því í lífssögu sinni þegar Björn ætl- aði eitt sinn heim til hennar í hádeg- ismat en hún gleymdi stefnumótinu og hann kom að luktum dyrum. Í bók Björns vantar einlægt uppgjör á hans hlut í málinu. Verkið hefði getað markað þau tímamót að fyrsti ráðherrann hefði lagt spilin á borð- ið. Hvað með allar þær pólitísku skipanir sem áttu sér stað á dóm- urum? Ekki er trúverðugt að hann skuli eingöngu fjalla um óvini sína með sök að leiðarljósi en hvítþvo sjálfan sig og sína menn. Það þarf enginn Íslendingur eitt andartak að halda að upphaf og endi alls ills sé að finna hjá feðgun- um Jóhannesi Jónssyni í Bónus og syni hans Jóni Ásgeiri, eins og Björn ráðherra lætur liggja að. Hann hef- ur aldrei ýjað að sök annarra útrás- arfeðga, Björgólfs Guðmundssonar og Björgólfs Thors. Flestir útrásar- menn eiga einhverja sök á hruni ís- lenska efnahagskerfisins. En það er óboðlegt að klína sök á örfáa hand- valda eins og Björn og klíkubræður hans gera. Bók Björns er öðrum þræði upp- gjör stjórnmálamanns sem steytti á skeri. Biturleikinn brýst fram í frá- sögninni þegar Guðlaugur Þór Þórð- arson, alþýðumaður úr Borgarnesi, felldi Björn úr oddvitasæti og þar með úr forystusveit í Sjálfstæðis- flokknum. Þar ber til þess að líta að Björn er sonur eins áhrifamesta stjórnmálamanns lýðveldissögu Ís- lands, Bjarna Benediktssonar, fyrr- verandi forsætisráðherra og for- manns Sjálfstæðisflokksins. Björn var alinn upp í aftursæti ráðherra- bíls og átti sér örugglega draum um að komast til sömu metorða og faðir hans og uppskera sömu viðurkenn- ingu. Það varð ekki eins og við öll- um blasir. Hann er þvert á móti eitt af andlitum íslenskrar spillingar og hefur hrakist út úr stjórnmálum með skömm. Alla sína upphefð fékk Björn frá Davíð Oddssyni, einráð- um forsætisráðherra. Spor Björns í stjórnmálasögunni eru nær eng- in og eftir hann stendur fátt annað en spillingarímyndin. Hann kennir Baugsmönnum og leiguþýi þeirra um það hvernig komið er fyrir hon- um. Þeir sem nenna að lesa bók hans verða að hafa harm Björns hugfastan. Hann er forsmáður son- ur valdsins á endastöð ömurlegs stjórnmálaferils. Bókin er mörkuð þeim tárum sem fallið hafa vegna illsku örlagadísa sem ekki gátu unnt syninum þess að feta alla slóð föður síns. Já, kæru vinir, útgerðin er ekki geðs-leg þessa dagana. Þar tala menn einsog fiskveiðar séu trúarbrögð. Og þar sem hreinu trúboði sleppir, tekur lygin við. Nú auglýsa útgerðar- menn og segja okkur að ef þeir hætta að fá beingreiðslur í formi gjafakvóta, þá muni útgerð leggjast af í landinu. Til stuðnings útgerðinni hljómar svo grátkór, þar sem enn einn kján- inn, hún þarna Nordal eða hvað hún nú heitir sú ágæta kúlulánakona, Sig- urður klári og ónafngreindar fasista- beljur grenja frá sér rænuna og sverja af sér slagtog við LÍÚ-mafíuna. Samt er alltaf einsog allt þetta sóðapakk þarna í Sjálfstæðisflokknum sé á laun- um, og hafi alltaf verið á launum hjá mafíunni, við að ljúga að þjóðinni. Undir söng vælukjóanna taka svo mauksoðnar fiskbollur á frívaktinni á ÍNN og vel steiktir kæfuhausar á AMX . Kórnum er svo stjórnað af einu of- metnasta lukkutrölli stjórnmálasögu veraldar, sjálfum Dabba litla blaðbera. Ágætur maður, Styrmir Gunnars- son, sem þekkir innstu koppa í búri innmúraðra þrjóta, hefur haldið því fram að Sjálfstæðisflokkurinn og LÍÚ-mafían hafi verið í einni sæng í áraraðir. Reyndar þurfti ekki fróð- an mann um glæpasögu flokksins til að segja okkur hinum þennan sann- leika. Þetta hefur allt legið ljóst fyrir um langa hríð. Hvers vegna ætli flokkurinn vilji ekki segja okkur hvaðan stóru styrk- irnir koma í kosningasjóð? Jú, það er vegna þess að við megum ekki fatta að útgerðin er það tól sem fullnægir þeim sem í fálkahreiðrið leggjast. „Enginn flokkur kemst upp með að vera strengjabrúða hagsmuna- aðila og það hefur Sjálfstæðisflokkur- inn ekki verið,“ segir Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir vegna ummæla sem höfð eru eftir Styrmi Gunnarssyni. Ekki fylgir sögunni hvort menn sáu hvítan blett á tungu Þorgerðar Katr- ínar. Og svo gerðist það að Adolf Guð- mundsson, formaður LÍÚ, lét hafa eftir sér: „Við eigum í góðum sam- skiptum við aðila innan allra flokka.“ En þetta sagði hann eftir að hafa lýst því yfir að LÍÚ-mafían og Sjálfstæðis- flokkurinn væru ekki eitt og hið sama. Kæra þjóð, hræðsluáróður út- gerðarinnar er einungis settur fram vegna þess að örfáir vellauðugir sæ- greifar eru hræddir um að þurfa að borga eitthvað lítilræði til samfélags- ins. Já, til þess samfélags sem gaf þeim kvótann. Vor útgerð styður inn á þing alla menn sem skæla en enginn grætur Íslending sem alltaf þarf að væla. 30 | Umræða 27.–29. maí 2011 Helgarblað „Það fór allt í fokk ef ég á að segja eins og er.“ n Kári Kristján Kristjánsson, línumaðurinn öflugi sem leikur hand- knattleik með þýska liðinu Wetzlar, hefur náð sér eftir 20 daga lungnasýkingu. Hann er kominn á ról á nýjan leik. – Vísir „Ég mun vernda regnskógana – sama hvað. Þess vegna gæti ég fengið byssukúlu í höfuðið hvenær sem er,“ n Sagði Jose Cláudio Ribeiro da Silva, þekktur baráttumaður gegn skógarhöggi í Amazon-regnskógunum í nóvember. Hann var myrtur á mánudag.– The Guardian „Við erum bara farin að anda að okkur fersku lofti hérna.“ n Þórunni Júlíusdóttur, leikskólastjóra á Kærabæ á Kirkjubæjarklaustri, var létt þegar rofaði til eftir öskufall síðustu daga. – DV.is „Ég á 25 þúsund krónur eftir til að nota í mat og aðrar nauðsynjar eftir að ég er búin að borga reikn- inga.“ n Einstæð móðir á fertugsaldri sem vinnur við aðhlynningu fær 150 til 190 þúsund krónur útborgaðar á mánuði auk 20 þúsund króna mæðrastyrks. – DV Baugur og Björn Leiðari Bókstaflega Reynir Traustason ritstjóri skrifar„Björn var alinn upp í aftursæti ráðherrabíls. Ógeðsleg útgerð Skáldið skrifar Kristján Hreinsson „Samt er alltaf eins- og allt þetta sóða- pakk þarna í Sjálfstæðis- flokknum sé á launum, og hafi alltaf verið á launum hjá mafíunni, við að ljúga að þjóðinni. Gullinu hafnað n Margrét Tryggvadóttir, alþingis- maður og formaður Hreyfingarinn- ar, er sjálfri sér samkvæm og lætur ekki gullið glepja sig. Sú sjálftaka tíðkast meðal þingmanna að formenn stjórn- málaflokka eiga rétt á rúmlega þremur millj- ónum króna á ári í launaupp- bót. Margrét stenst freistinguna og afþakkar að fá rúmlega 260 þúsund krónur aukalega á mánuði. Þetta er afar sjaldgæft á meðal þeirra sem lifa á fólkinu í landinu. Píreygur og nefmæltur n Meðal þeirra fréttamanna sem hafa baðað sig í frægð gossins úr Grímsvötnum er Andri Ólafsson á Stöð 2. Andri hefur átt nokkr- ar óborgan- legar senur þar sem hann hefur staðið píreyg- ur, rámur og nefmæltur með ösku í hverjum andlitsdrætti og lýst þeim ósköpum sem gengið hafa yfir Sunnlendinga. Hörð keppni hef- ur verið milli hans og Kristjáns Más Unnarssonar um senur í öskunni. Samanlagt hafa þeir gjörsigrað Ríkis- sjónvarpið. Vinalaus og einn n Einhver umdeildasti viðskiptajöf- ur síðari ára er Guðmundur A. Birgis- son, kenndur við Núpa í Ölfusi. Guð- mundur átti ásamt viðskiptafélaga sínum, Aðalsteini Karlssyni, fyrir- tækið Lífsval sem hafði náð undir sig flestum jörðum á Íslandi. Voru þeir félagar á tíma stóru bólunnar taldir ósigrandi. En nú er allt í klessu og Landsbankinn búinn að hirða Lífs- val og allar jarðirnar. Algjör vinslit eru sögð hafa orðið með félögunum. Sjálfur var síðan milljarðamæringur- inn lýstur gjaldþrota en tókst að fá þeirri gjörð rift. Nú er hann kominn í greiðsluaðlögun til að bjarga ein- hverju af auðævum sínum. Hjón ákærð n Ingvi Hrafn Jónsson, sjónvarpsstjóri ÍNN, og eiginkona hans, Ragnheiður Sara Hafsteinsdóttir, eru í vondum málum vegna ásakana lögreglu um svik á virðis- aukaskatti. Ingvi er ævareiður vegna máls- ins og kennir um Landsbank- anum og öðrum utanaðkomandi. Þá telur hann að um sé að kenna vondum endurskoðendum. Þess er krafist að hjónin greiði rúmar tíu milljónir króna. Hjónin eiga og reka Langárveiði ehf., sem var rekstrar- aðili Langár á Mýrum til ársins 2009, en áin var vinsæl meðal banka- manna í góðærinu. Reiknað er með að hinn ákærði fari hamförum á stöð sinn vegna aðfararinnar. Sandkorn tryggvAgötu 11, 101 rEyKJAvíK Útgáfufélag: Dv ehf. Stjórnarformaður: Lilja Skaftadóttir Ritstjórar: Jón trausti reynisson, jontrausti@dv.is og reynir traustason, rt@dv.is Fréttastjóri: Ingi Freyr vilhjálmsson, ingi@dv.is Ritstjórnarfulltrúi: Jóhann Hauksson, johann@dv.is Umsjón helgarblaðs: Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir, ingibjorg@dv.is Umsjón innblaðs: Ásgeir Jónsson, asgeir@dv.is DV á netinu: dv.is Aðalnúmer: 512 7000, Ritstjórn: 512 7010, Áskriftarsími: 512 7080, Auglýsingar: 512 7050. Smáauglýsingar: 512 7004. Umbrot: Dv. Prentvinnsla: Landsprent. Dreifing: Árvakur. DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins á stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Öll viðtöl blaðsins eru hljóðrituð. Enginn getur ætlast til þess að komast tjónlaust frá margfaldri kreppu sem reið yfir íslenska þjóðfélagið haustið 2008: Bankahrun og fjármálakreppa, gjaldeyriskreppa og verðbólga, stjórnmálakreppa og siðalos, atgervishnignun og þverr- andi traust til stofnana samfélagsins er upptalning sem er mönnum töm. Orðin lýsa vandanum sem brennur á mörgum, ekki síst skuldsettum fjöl- skyldum. Stjórnvöld hafa ekki lagt sig sér- staklega eftir því að efla trúnaðar- sambandið við almenna kjósendur, fjölskyldurnar í landinu. Þeim hefur reynst um megn að eyða grunsemd- um um stjórnlausa fyrirgreiðslu við forréttindahópa og sjálftöku eigna- fólks á kostnað almennings. Raddir um að efna verði til nýrrar búsáhalda- byltingar, til þess að fá stjórnmála- stéttina til að skilja, hækka ef eitthvað er. Auðvelt er fyrir stjórnarandstæð- inga að nýta sér ástandið, berja á stjórnvöldum, til dæmis í þágu stór- útgerðarinnar. Ofureflið Ríkisstjórn jafnaðar- og vinstrimanna er eiginlega minnihlutstjórn sé mið- að við gamalkunna meirihlutareglu lýðræðisins. Hún þarf að semja sig í gegnum margvísleg mál. Drjúgur meirihluti er engu að síður fyrir því að fylgja aðildarumsókninni að ESB allt til enda og leggja málið í dóm þjóðar- innar. Meirihluti er einnig fyrir því á þingi að verja störf stjórnlagaráðs og að störf þess verði ekki trufluð með þingkosningum. Meirihluti er einnig fyrir því á Alþingi að breyta kvótakerf- inu þótt frumvörp þar að lútandi mæti nú harðri gagnrýni. Sú gagnrýni er ekki ástæðulaus; kaflar þess eru hreint klastur sem þinginu tekst vonandi að lagfæra. Þegar horft er á þetta frá öðrum sjónarhóli sést æði skýrt að ríkis- stjórnin glímir við ofurefli seigfljót- andi valdakerfis gamla tímans. Hæsti- réttur hefur brugðið fæti fyrir hana. Forsetinn hefur lagt stein í götu henn- ar og tekið sér völd. Landssamband íslenskra útvegsmanna beitir atvinnu- rekendum þjóðarinnar fyrir sig í bar- áttunni gegn breytingum á kvótakerf- inu. Í lykilstöðum stjórnkerfisins eru víða flokksgæðingar sem þáðu emb- ætti sín að launum fyrir dygga þjónk- un við gamla Ísland og gamla klíku- siðferðið. Með duldum hætti tefja þeir mál eða setja þau út af sporinu. Á þingi berjast stjórnarliðar ekki aðeins við stjórnarandstöðuna heldur einnig undanvillinga úr eigin röðum. Skuldaveggur og greiðslufall Á Írlandi varð fjármálakreppan þess valdandi að um 340 þúsund heim- ili skulda nú meira en þau eiga. Sér- fræðingar telja litla von til þess að fast- eignaverð hækki svo mjög á næstu árum að fasteignir standi á ný und- ir lánum sem tekin voru til að kaupa þak yfir höfuðið á uppsprengdu verði. Eignabruninn er því mikill hjá ná- grönnum okkar og reiðin eftir því. Hér eru stjórnvöld daglega sök- uð um að ganga erinda eignafólks og fjármálastofnana. Þau gangi með öðr- um orðum erinda kröfuhafa á kostn- að skuldara. Verst er að enginn veit hver sannleikurinn er eða raunveru- leg staða. Þeir sem starfa á fjölmiðlun- um heyra daglega sögur af fólki sem sætir afarkostum hjá innheimtufyrir- tækjum, bönkum, lánastofnunum eða sveitarfélögum. Þetta er fólk sem sá skuldavegginn hækka með ofurhraða eftir hrun. Þeir sem fá upplýsingar, fá að vita og skilja, eru líklegri en hinir til þess að sýna þolinmæði og bera réttlátan hluta byrðanna. Ætli ríkisstjórnin sér að halda velli verður hún að sýna hreinskiptni og ástunda vægðarlaust gagnsæi. Vægðarlaust gagnsæi Kjallari Jóhann Hauksson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.