Dagblaðið Vísir - DV - 27.05.2011, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 27.05.2011, Blaðsíða 16
16 | Fréttir 27.–29. maí 2011 Helgarblað Allt á einum stað! Bílaverkstæði | Dekkjaverkstæði | Smurstöð | Varahlutir Þú færð fría olíusíu ef þú lætur smyrja bílinn hjá okkur Komdu með bílinn til okkar og þú færð fría ástandsskoðun Jón Ásgeir Jóhannesson, fyrrverandi stjórnarformaður og aðaleigandi fjárfestingarfélagsins FL Group, seg­ ir að Glitnir hafi ekki verið í ábyrgð­ um fyrir lán sem dótturfélag FL Group tók hjá bandaríska fjárfest­ ingarbankanum Morgan Stanley til að kaupa hlutabréf í Glitni fyrir hrun. „Glitnir var ekki í ábyrgð fyrir láni FL hjá Morgan Stanley. Stoðir, áður FL, ætti að geta staðfest það,“ segir Jón Ásgeir í svari sínu við fyrirspurn DV. Þetta dótturfélag FL Group hét FL GLB Holding BV. og var skráð í Hol­ landi. Félagið var stærsti hluthafi Glitnis. Fyrirspurn DV til Jóns Ásgeirs er tilkomin út af því að DV hefur und­ ir höndum yfirlit yfir þau hlutabréf sem Glitnir átti sjálfur í bankan­ um  fyrir hrunið 2008. Í yfirlitinu er meðal annars fjallað um opinbera hlutabréfaeign Glitnis í sjálfum sér samkvæmt Verðbréfaskráningu Ís­ lands (ISD). Í yfirlitinu kemur fram að hlutabréf FL GLB Holding BV. í Glitni hafi verið veðsett Morgan Stanley í gegnum Glitni. Í yfirlitinu, sem unnið er upp úr gögnum Glitn­ is, segir orðrétt þar sem rætt er um hlutabréfaeign þessa dótturfélags FL Group og Þáttar International í Glitni: „Frá dragast óbeinar veðsetn­ ingar hjá ISD í gegnum Glitni hf.“ Glitnir gætti hagsmuna Morgan Þessi setning þýðir þó ekki að Glitn­ ir hafi verið í ábyrgðum fyrir lánum félaganna tveggja. Setningin þýðir væntanlega að Glitnir hafi gætt hags­ muna Morgan Stanley út af lánun­ um til félaganna þar sem bandaríski bankinn hafði fjármagnað hluta­ bréfakaupin og átti veð í þeim. Þar sem Morgan Stanley var ekki aðili að Verðbréfaskráningu Íslands líkt og Glitnir hafa bandaríski bankinn og sá íslenski gert með sér samning um að FL Group og Þáttur International mættu ekki selja bréfin eða veðsetja þau öðrum án vitneskju og samþykk­ is Morgan Stanley. Glitnir endaði svo á því að lána bæði dótturfélagi FL Group og Þætti International fyrir uppgreiðslu á lán­ unum við Morgan Stanley. Þetta gerðist í mars og febrúar árið 2008. Í febrúar 2008 fóru 104 milljónir evra, rúmlega 10 milljarðar króna, frá Glitni og til Morgan Stanley þar sem Þáttur International gat ekki greitt skuld sína við bandaríska bankann og í mars sama ár greiddi Glitnir 50 milljónir evra, um fimm milljarða króna, til Morgan Stanley en um var að ræða greiðslu á lokahluta láns félagsins hjá bandaríska fjárfesting­ arbankanum. Því var um að ræða meira en 15 milljarða króna sem fóru frá Glitni og til Morgan Stanley vegna uppgreiðslu á lánunum. Möguleikinn ræddur Möguleikinn á því að Glitnir hafi ver­ ið í ábyrgðum fyrir þessum lánum hefur verið til umræðu í fjölmiðlum upp á síðkastið þó ekkert óyggjandi svar sé fyrir hendi um þetta atriði. Sigrún Davíðsdóttir fjallaði meðal annars um þetta atriði í nýlegum pistli í útvarpsþættinum Speglin­ um. Þar sagði Sigrún: „En þetta er líka sagan um að það var í raun ekki Milestone sem fékk beint lán frá Mor­ gan Stanley – heldur að Glitnir var í ábyrgð fyrir láninu. Þessi lán Mor­ gan Stanley sem virtust vera sjálfstæð fyrirgreiðsla til þessara félaga voru að öllum líkindum þannig að Glitnir var í ábyrgð. Það sem leit út sem sjálf­ stæð lánafyrirgreiðsla erlends banka til þessara íslensku eignarhaldsfélaga var það í raun ekki.“ Sigrún fullyrti ekki að Glitnir hefði verið í ábyrgð fyrir láninu til Þáttar International en benti á að það væri möguleiki. Breytir miklu Því liggur fyrir að Glitnir greiddi þessi lán upp á endanum en spurn­ ingin er af hverju þetta var gert. Líkt og DV hefur fjallað um áður er hugs­ anlegt að ein af skýringunum á því af hverju Glitnir greiddi upp lánin að það hefði komið sér afar illa fyr­ ir Glitni og hluthafa hans ef Morgan Stanley hefði leyst bréf FL Group og Þáttar International til sín snemma á árinu 2008. Slíkt hefði hugsanlega orsakað verðhrun á hlutabréfum í Glitni og bankinn hefði líklega fall­ ið fyrr. Tveir af stærstu eigendum og skuldurum Glitnis hefðu þá sömu­ leiðis legið í valnum eftir Morgan Stanley. Ástæðan fyrir uppgreiðslu lán­ anna er mikilvæg þar sem bein ábyrgð Glitnis á lánunum myndi þýða að hlutfall eigin bréfa Glitnis af útgefnu hlutafé í bankanum hafi verið vanreiknað. Ef þetta var raun­ in þýðir það að ábyrgðin á lánun­ um til FL Group hafi í reynd hvílt á Glitni en ekki á félögunum sjálfum sem skráð voru fyrir hlutabréfun­ um. Því hefði átt að reikna hluta­ bréfaeign þessara félaga með hluta­ bréfum sem Glitni átti í sjálfum. Í skjalinu sem er til umræðu hér kemur fram að Glitnir hafi hald­ ið utan um í kringum 14 prósent af hlutabréfunum í bankanum sjálfum á árunum 2006 til 2008. Ef Glitnir var í ábyrgðum fyrir lánunum til FL Group og Þáttar hefði þessi tala hins vegar farið upp í rúmlega 35 prósent þar sem félögin tvö áttu samtals meira en 20 prósent í Glitni. Kannast ekki við ábyrgðir Guðmundur Ólason, fyrrverandi forstjóri Milestone, segir það „al­ veg útilokað“ að Glitnir hafi verið í ábyrgðum fyrir lán til Þáttar Inter­ national. Hann segir að Glitnir hafi ekki með neinum hætti komið að lánasamningi Þáttar International við Morgan Stanley. „Þeir komu ekkert að þessu,“ segir Guðmundur. Þeir sem stýrðu umræddum fjár­ festingarfélögum neita því báðir að Glitnir hafi verið í ábyrgðum út af þessum lánum. Ekki er því hægt að fullyrða að svo hafi verið í reynd. Ef þetta var hins vegar raunin myndi það þýða að þær blekkingar og tál­ sýnir sem einkenndu margt í við­ skiptum íslensku bankanna með eigin hlutabréf hafi verið enn alvar­ legri en talið hefur verið þar sem bankarnir hafi sjálfir átt allt of mik­ ið af hlutabréfum í sjálfum sér. Þetta myndi líka þýða að erlendir fjárfest­ ingarbankar hafi einfaldlega ekki treyst íslenskum fjárfestingarfélög­ um sem skuldurum og hafi því kraf­ ist bankaábyrgða áður en þeim var lánað fyrir hlutabréfum. n Jón Ásgeir Jóhannesson segir Glitni ekki hafa ábyrgst lán FL Group n Glitnir gætti hagsmuna Morgan Stanley n Bankaábyrgð á erlendum lánum myndi breyta myndinni af íslenska efnahagshruninu Hlutabréf FL og Þáttar veðsett í gegnum Glitni „Glitnir var ekki í ábyrgð fyrir láni FL hjá Morgan Stanley. Ingi Freyr Vilhjálmsson fréttastjóri skrifar ingi@dv.is Engin ábyrgð Jón Ás- geir segir að Glitnir hafi ekki verið í ábyrgðum vegna láns sem dótturfélag FL Group fékk hjá Glitni. Jón Ásgeir sést hér með Jóni Sigurðssyni, fyrrverandi forstjóra FL Group.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.