Dagblaðið Vísir - DV - 27.05.2011, Blaðsíða 22

Dagblaðið Vísir - DV - 27.05.2011, Blaðsíða 22
22 | Úttekt 27.–29. maí 2011 Helgarblað Blaðamaður hittir Jóhannes í hádeg- ismat í bakaríi í Grafarvogi. Hann hefur lengi unnið sleitulaust bæði daga og nætur að ítarlegri umfjöllun sinni í Kastljósi um börn í neyslu og læknadóp sem þeim er selt á götunni og þau ánetjast með skelfilegum af- leiðingum. Það eru lítil þreytumerki á hon- um en hann viðurkennir að gleyma stundum að fá sér að borða. Hann gleymir því reyndar einnig í þetta skiptið þangað til blaðamaður minn- ir hann á í miðju viðtali að hann sé nú í hádegismat. Og Jóhannes bros- ir þá út í annað og stendur upp til að kaupa sér kókómjólk og bakkelsi. Hryggur yfir ástandinu Vinnan við Kastljósþættina hefur tekið mjög á Jóhannes. „Mér hef- ur fundist erfitt að fara inn í þenn- an heim og kynnast börnum sem eru komin á þessa ógæfubraut,“ seg- ir hann. „Þau eru svo mörg og það hryggir mig. Eðlilega get ég ekki tek- ið viðtöl við unga krakka undir 18 ára aldri, ég fæ ekki leyfi til þess frá for- eldrum þeirra. Ég fæ sterka löngun til þess að taka utan um þau og koma þeim úr þessu. En það veit ég að ég get ekki gert. Þau hlusta ekki á mig. Börn í neyslu taka engum rökum.“ Sárt að fara í spor dótturinnar Jóhannes segist aðspurður ekki hafa lent í hættum við vinnsluna og hefur komið sér upp öruggum aðferðum og viðtalstækni. „Það er óþægilegt að vera í kringum fíkla og mér finnst það sjálfum líka sárt því í þessum sporum var dóttir mín. Ég hef ekki lent í hætt- um en þetta er hins vegar hættuleg- ur heimur, þess vegna hef ég mínar aðferðir við vinnsluna. Ég fer til að mynda einn og tek viðtöl, vegna þess að þá byggi ég upp traust milli mín og viðmælandans sem ég fengi ekki annars. Ég læt líka alltaf vita af mér, hvar ég er á hverri stundu og hef allt- af símann á mér.“ Svartur heimur Það er óhugur í Jóhannesi þegar hann ræðir um þau börn sem eru föst í heimi fíknar. „Þetta er svo svart- ur heimur, venjulegt fólk áttar sig ekki á þessu og margir eru viðkvæm- ir fyrir þessu og vilja ekki sjá eða vita af þessum veruleika og því að í hon- um eru varnarlaus börn. Þetta er hins vegar staðreynd sem verður að vera öllum ljós. Foreldrar þurfa að vita hversu mikið þeir þurfa að leggja á sig til að vernda börnin sín, samfé- lagið í heild sinni sömuleiðis.“ Kapphlaup og tíminn er naumur Jóhannes leggur áherslu á að um þó- nokkur börn sé að ræða. „Ég hef ekki tölu á þeim krökkum sem ég hef rætt við. Ég tala við einn krakka og hann bendir mér á annan. Það er átakan- legt. Það er endalaust af börnum í neyslu.“ Honum finnst líka erfitt að heyra í foreldrum sem eru í sömu stöðu núna og hann og fjölskylda Sigrúnar voru í fyrir tveimur árum. „Örvænt- ingin er svo mikil, hún er áþreifanleg. Þú ert að berjast við kerfið á meðan þú ert að berjast við barnið. Og þetta er kapphlaup því barnið týnist, það er í neyslu og er auðvitað í mikilli hættu allan þennan tíma. Það þarf að leita að því og koma því til hjálpar því þú veist hvað barnið er að upp- lifa. Það er ekki hægt að lýsa þessari örvæntingu.“ Hættulegt að gefast upp Jóhannes sagðist hafa gefist upp á dóttur sinni og skilaboðin úr kerf- inu hafi verið að hún þyrfti að finna botninn. Þá var hún orðin 17 ára og meðferðarúrræði báru ekki árangur. „Ég segi hins vegar þeim foreldrum sem eru í sömu sporum og ég var í að gefast ekki upp. Það er hættulegt að gefast upp. Það er ekkert vit í því að börn sem eru komin í harða neyslu finni botninn. Það á ef til vill við um fullorðna alkóhólista. En ekki börn.“ Neyslusaga Sigrúnar byrjaði snemma, hún byrjaði að reykja í laumi 12 ára, drekka aðeins 13 ára gömul og fikta við hassreykingar. Hún sogaðist eftir það hratt inn í heim fíkla í undirheimum Reykja- víkur. Sigrún fékk dauðaskammtinn frá kærasta sínum, sem var þrettán árum eldri en hún og langt leiddur morfínfíkill. „Ég veit það að hún væri á lífi í dag hefði hún ekki kynnst þess- um manni,“ segir Jóhannes. Kærasti hennar var fíkill sem hafði mikinn aðgang að lyfjum, þar á meðal mor- fíni. „Það breytti neyslu hennar að hún kynntist þessum manni því hún hafði aldrei notað efni líkt og hann var að nota. Hún var heltekin af hon- um. Hann truflaði alla hennar vinnu við að reyna að verða edrú.“ Víti til varnaðar Ítarlega var fjallað um neyslu Sigrún- ar Mjallar og andlát hennar í Kast- ljósinu og gaf Jóhannes leyfi fyrir því að upptaka af símtali við Neyðarlín- una yrði birt í þættinum. Þar heyrð- ist maður hringja í Neyðarlínuna til að óska eftir aðstoð sjúkrabíls vegna dóttur Jóhannesar sem hafði þá tekið of stóran skammt af morfíni. Þegar Jóhannes er spurður af hverju hann vildi sýna þjóðinni þetta þá sagðist hann gera það svo að ungt fólk í neyslu sjái að partíið endi á einhverjum tímapunkti. „Krakk- ar eru að segja að þetta sé svo ótrú- lega skemmtilegur heimur en þarna var partíið búið. Við vildum sýna að svona endar þetta. Ég vona að þau horfi á þetta og að þetta verði þeim víti til varnaðar, ég vil ekki að fleiri börn gangi í gegnum sama víti og dóttir mín,“ segir Jóhannes. Fór á milljón kílómetra hraða í gegnum lífið Á þeim árum sem Sigrún Mjöll var í neyslu frá 13 ára til 17 ára aldurs var ítrekað reynt að grípa inn í og stöðva neysluna. Hún fór í fyrsta skipti í meðferð á Stuðla árið 2005, þá 13 ára gömul eftir að hafa dvalið á neyðar- vistun. Jóhannes segir dóttur sína hafa farið á milljón kílómetra hraða í gegnum lífið af gleði og þegar hún var lítið barn var fjölskyldunni lífs- gleðin strax ljós.„Hún var alltaf glöð og kát þessi stelpa. Hvar sem þú varst með hana. Hún var aldrei kyrr. Ef ég fór með hana í sund þá gat ég legið í heita pottinum og horft á hana fara hring eftir hring eftir hring í renni- brautina. Hún stoppaði ekki. Mér er líka minnisstætt atvik frá því hún var aðeins tveggja og hálfs árs göm- ul. Þá var hún heima og stökk upp í hjónarúmið og hljóp síðan og tók heljarstökk yfir í barnarúmið sem var við hliðina á. Þetta var með ólíkind- um. Þetta gerði hún svo aftur og aft- ur,“ segir hann og brosir við tilhugs- unina. „Þegar ég fór út að hjóla með hana þá sat hún aftan á hjólinu hjá mér og þegar hún var farin að tala, þá sagði hún alltaf: Hraðar, hraðar, hraðar pabbi! Hún fór á milljón kíló- metra hraða í gegnum lífið.“ Vildi gera færra með fjölskyld- unni Breytinga varð vart í hegðun dótt- ur hans þegar hún var 12 ára göm- ul. „Hún vildi gera miklu færra með fjölskyldunni. Sigrún var þannig að ef hún ákvað eitthvað þá gastu ekki hnikað því. Þannig var hún frá barn- æsku. Þegar hún fór í neyslu þá urðu þessir eiginleikar hennar bæði henn- ar mestu veikleikar og styrkleikar. Hún gekk langt í neyslunni en þegar hún fór í meðferð þá lagði hún líka mikla vinnu í hana.“ Stóð í dyrunum Jóhannes þurfti stundum að taka á öllu sínu þegar Sigrún Mjöll var í neyslu því fíknin var svo sterk. Tvisv- ar sinnum varnaði hann henni út- göngu með því hreinlega að standa fyrir henni í dyrunum. „Þegar hún var í neyslu þá stóð ég í dyrunum og varnaði henni útgöngu. Hún var svo ákveðin og örvæntingarfull í að kom- ast út í frekari neyslu að hún hljóp ítrekað á mig til þess að reyna að komast út. Það var skelfilegt ástand á heimilinu á meðan við vorum að bíða eftir neyðarvistun. Ég gerði þetta tvisvar og í hvorugt skiptið komst hún út og við komum henni í neyðarvistun á Stuðla.“ Leitaði oft að henni En stundum hvarf Sigrún Mjöll og fjölskylda hennar leitaði að henni upp á von og óvon. „Hún bara hvarf og það var ekkert hægt að gera í því. Það var ekki hægt að læsa hana inni. Það var tvisvar sinnum lýst eftir henni. En hún hvarf oftar í skemmri tíma og fannst um síðir. Ég leitaði oft að henni sjálfur og átti langar og erf- iðar nætur þar sem ég var með lög- regluna í símanum og var líka að hringja í vini hennar til þess að finna út hvar hún væri. Einu sinni fann ég hana á bensínstöð og pikkaði hana þar upp. Þetta er veruleiki sem for- eldrar barna í neyslu þekkja. Lög- reglan leitar að börnunum en for- eldrarnir sitja ekki bara heima á meðan og bíða. Þeir eru fullir ótta og kvíða og fara út að leita að börnum sínum.“ Fíknin breytti Sigrúnu Mjöll mikið að sögn Jóhannesar. „Hún umbreytt- ist þegar hún var komin í neyslu. Ég þekkti hana ekki, hún var svo ólík sjálfri sér. En þegar hún var edrú þá fékk ég lífsglöðu og duglegu stelpuna mína aftur. Þessi stelpa elskaði lífið. Hún vildi verða gömul kona og ætlaði að gera fullt af hlutum. Ég er stoltur af mörgu því sem henni tókst á sinni stuttu lífs- leið. Hún átti alveg gífurlega von, ég gerði alltaf ráð fyrir því að hún myndi ná langt. Hún hefði orðið fyrirtaks blaðamaður, krafturinn í henni var bara svo mikill. Þetta átti ekki að ger- ast svona.“ Fékk sérmeðferð „Hún er eina manneskjan sem hefur verið í meðferð á Háholti sem hefur komist á námssamning út frá með- ferðinni. „Hún bjó á Sauðárkróki þar sem hún vann í bakaríinu. Hún var bara orðin einn af aðalstarfsmönn- unum þar,“ segir hann og brosir. „En svo fór hún í bæinn og hann Pétur í bakaríinu sá að það var grámi yfir henni þegar hún kom til baka.“ Jóhannes segist alltaf hafa feng- ið þau úrræði sem hann óskaði eftir fyrir dóttur sína. Hann telur það hafa verið vegna þess að hann var þekktur fyrir vinnu sína í Kompásþáttunum. Þessa ályktun dregur hann af því að hann hittir fjölda foreldra sem segja ekki sömu sögu af viðureign sinni við kerfið. „Þegar ég var að berjast við Sig- rúnu Mjöll þá var ég að vinna í Kompási. Ég held að það hafi auð- veldað mér að koma henni í með- ferðir hingað og þangað. Er einhver sanngirni í því að mér hafi tekist að koma henni í meðferð vegna þess að ég er þekktur? Aðrir foreldrar segja nefnilega ekki sömu sögu. Þeir segj- ast vera berjandi á hurðir að reyna að koma börnunum í meðferð eða neyðarvistun og það finnst mér skelfilegt. Sigrún Mjöll komst alltaf í meðferð og fyrir það er ég þakklátur. En svo þegar hún var orðin 17 ára þá var bara sagt: Það er búið að reyna allt. Nú þarf hún að finna botninn.“ Harðduglegt fólk sem vinnur undir miklu álagi Jóhannes segist bera mikla virðingu fyrir þeim er starfa við meðferðar- úrræði og barnavernd þrátt fyrir að hann gagnrýni kerfið og það hvernig það er uppbyggt. Hann telur þá ein- faldlega ekki hafa þau tæki og tól sem Dóttir Jóhannesar Kr. Kristjánssonar, Sigrún Mjöll Jóhannesdóttir, er yngsta barnið á Íslandi sem hefur látist eftir of stóran skammt af eiturlyfjum og faðir hennar hefur lofað sjálfum sér því að dauði hennar verði ekki tilgangslaus. Hann vill að öllum verði ljós sá dökki og hættulegi heimur sem mörg íslensk börn dvelja í. Hann sér eftir því að hafa gefist upp á dóttur sinni á meðan hún leitaði botnsins og hvetur aðra foreldra í sömu sporum til þess að gefast aldrei upp. Kristjana Guðbrandsdóttir blaðamaður skrifar kristjana@dv.is Hættulegt að gefast upp „Hún fór á milljón kílómetra hraða í gegnum lífið. „Þessi stelpa elskaði lífið. Hún vildi verða gömul kona og ætlaði að gera fullt af hlutum. Fjölskyldan stofnar minningarsjóð Ungt fólk í meðferð fær styrk til skapandi verkefna og veitt verður úr minningarsjóð Sigrúnar Mjallar á afmælisdegi hennar 22.desember ár hvert. Elskaði lífið Sigrún Mjöll var allra hugljúfi. Hún lifði lífinu á milljón kílómetra hraða og hvatvísinnar var vart þegar hún var lítið barn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.