Dagblaðið Vísir - DV - 27.05.2011, Síða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 27.05.2011, Síða 13
Fréttir | 13Helgarblað 27.–29. maí 2011 Kona sem varð fyrir hrottalegri nauðgun í fyrrasumar greindist með áfallastreituröskun í kjölfar nauðg­ unarinnar. Hún þorði ekki að koma út úr herberginu sínu dögum sam­ an og brast ítrekað í grát eftir nauðg­ unina. Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi á fimmtudag Grétar Torfa Gunnarsson í þriggja ára fangelsi fyr­ ir nauðgun, og til þess að greiða fórn­ arlambinu 1,2 milljónir í bætur og málskostnað. Nauðgunin átti sér stað í sam­ kvæmi aðfaranótt 5. júní í fyrra. Grét­ ar neyddi þar konuna til munnmaka, samræðis og endaþarmsmaka. Sál­ fræðingur sem kallaður var til vitnis fyrir dómi greindi frá því að fórnar­ lambið hefði upplifað mikla ógn og bjargarleysi eftir nauðgunina en al­ geng viðbrögð fórnarlamba kyn­ ferðisofbeldis séu að frjósa eða lamast. Konan þjáist af áfallastreitu­ röskun sem ekki er hægt að rekja til neins annars en nauðgunarinnar, að því er segir í dómnum. Þá sagði vin­ kona hennar fyrir dómi að í kjölfar nauðgunarinnar væri hún grátgjörn og hafi ekki megnað að koma úr her­ bergi sínu dögum saman. Áður hafði hún verið opin og skemmtileg. Þá kom fram fyrir dómi að fórnarlambið þurfti að flytja þar sem hún gat ekki hugsað sér að búa í sama hverfi og Grétar. Máttlaus af skelfingu Fórnarlambið og vinkona henn­ ar höfðu hitt Grétar og vini hans á veitingastað fyrr um kvöldið sem nauðgunin átti sér stað. Þaðan héldu þau öll svo í íbúð sem Grétar hafði á leigu. Það var svo í íbúðinni sem nauðgunin átti sér stað. Fórnarlamb­ ið var að leita að vinkonu sinni þegar Grétar stóð í herbergisdyrum sínum. Þar ýtti hann konunni inn í herberg­ ið, hrinti henni á rúmið og þvingaði hana til munnmaka. Hann sneri kon­ unni, sem var máttlaus af skelfingu, við og nauðgaði henni á ýmsa vegu. Á meðan öllu þessu stóð tók hann gleraugun af henni í sífellu, reif í hár hennar og tók hana hálstaki. Neitaði sök Fórnarlambið var í miklu upp­ námi eftir nauðgunina og hringdi í neyðar línuna. Lögregla kom á vett­ vang og fór með konuna á neyðar­ móttöku en líkamlegir áverkar sáust á henni. Eftir það skoðaði lögreglan íbúð­ ina þar sem brotið átti sér stað en ummerki voru greinileg og var Grét­ ar yfirheyrður í kjölfarið. Grétar neitaði hins vegar sök í málinu fyrir rétti. Hann viðurkenndi að hafa átt samræði við fórnarlambið en það hafi verið gert með fullu samþykki hennar þar sem hún reyndi ekki að sporna gegn kynmökunum. Jafn­ framt kveðst hann ekki hafa beitt neinum þvingunum þó hann viður­ kenndi að hafa togað í hár hennar. Dómnum þótti framburður Grétars hins vegar ekki trúverðugur meðal annars vegna þess að hann stangað­ ist á við gögn málsins. Var því Grétar fundinn sekur n Varð fyrir hrottalegri nauðgun í fyrrasumar n Lokaði sig inni í marga daga eftir atvikið n Nauðgari dæmdur í 3 ára fangelsi Gat ekki búið í sama hverfi oG nauðGarinn Björn Reynir Halldórsson blaðamaður skrifar bjornreynir@dv.is Hrikalegar afleiðingar Konan hefur glímt við margvíslega erfiðleika eftir nauðgunina. Hún þorði ekki út úr herberginu sínu og brast ítrekað í grát. Myndin er sviðsett. Viðhaldsfríar ÞAKRENNUR Smiðjuvegi 4C Box 281 202 Kópavogur Sími 587 2202 Fax 587 2203 hagblikk@hagblikk.is www.hagblikk.is Varmaskiptasamstæður loftræstistokkar og tengistykki Hágæða HAGBLIKK ehf. Þegar hús eru klædd með „viðhaldsfrírri“ klæðningu er nauðsynlegt að nota „viðhaldsfríar“ þakrennur. Rennurnar frá Grövík Verk í Noregi eru gerðar úr 0,9 mm áli og tærast ekki, ryðga, né brotna. Fyrsta rennan var framleidd árið 1956 og er enn í notkun. Litir til á lager: Svartar, hvítar, rauðbrúnar og ólitaðar. A u g l. Þ ó rh ild ar 1 4 6 0 .2 4

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.