Dagblaðið Vísir - DV - 15.06.2011, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 15.06.2011, Blaðsíða 4
4 | Fréttir 15.–19. júní 2011 Helgarblað Mál gegn fasteignasala fellt niður: „Feginn að þetta er búið“ Saksóknari hefur afturkallað ákæru á hendur Þórarni Arnari Sævarssyni, einum af eigendum Remax-fast- eignasölunnar á Íslandi. Í ákærunni var Þórarinn sagður hafa fram- ið „meiri háttar brot gegn skatta- og bókhaldslögum í sjálfstæðri atvinnu- starfsemi sinni í fasteignaviðskipt- um.“ Þórarinn átti að hafa kom- ið sér undan greiðslu tekjuskatts og útsvars að samtals fjárhæð 12,6 milljónir króna. Hann átti að hafa vantalið rekstrartekjur upp á 42,3 milljónir og þannig skilað röngum skattaskýrslum árin 2005, 2006 og 2007. „Ég er rosalega feginn að þetta er búið,“ segir Þórarinn en dómari lýsti því yfir að málið væri niður fallið þar sem ákæran hefði verið afturkölluð. Farið hafði verið fram á að Þórarinn yrði sviptur rétti til að vera löggiltur fasteignasali ef hann yrði fundinn sekur. Þegar DV fjallaði um frávís- unarkröfu Þórarins sagði lögmað- ur hans, Garðar G. Gíslason, að ekki stæði steinn yfir steini í málatilbún- aði ákæruvaldsins. Hann sagði tölur í ákærunni vera rangar auk þess sem nánast öllu málinu hafi verið fleygt út eftir úrskurð yfirskattanefndar sem úrskurðaði um deiluna eftir að ákær- an var gefin út. Um var að ræða túlk- unaratriði á skattalögum en Þórar- inn hafði gefið upp allar sínar tekjur en deilt var um hvenær menn væru taldir í atvinnurekstri. Feginn að málinu sé lokið Þórarinn getur andað léttar eftir að málið gegn honum var fellt niður. Fjórir núverandi starfsmenn Lands- bankans á Hvammstanga eiga óupp- gerðar skuldir við bankann vegna stofnfjáraukningar Sparisjóðs Húna- þings og Stranda á Hvammstanga. Starfsmennirnir, sem unnu fyrir sparisjóðinn þegar stofnfjáraukning- in fór fram, skulda á bilinu 73 til 108 milljónir en þeir tóku þátt í stofnfjár- aukningu sparisjóðsins þegar hann rann inn í Sparisjóð Keflavíkur. Síð- ar var Sparisjóð Keflavíkur rennt inn í Landsbankann. Starfsmennirnir eru því í milljónaskuldum við eigin vinnuveitanda en eftir því sem DV kemst næst er engin niðurstaða fyrir hendi varðandi það hvernig leysa eigi úr málinu. Skuldirnar í skoðun „Þetta er allt í skoðun hjá öllum held ég, að öðru leyti get ég ekkert tjáð mig um þetta,“ sagði Halldór Sigfús- son í samtali við DV en hann skuldaði Sparisjóði Keflavíkur 108 milljónir samkvæmt skýrslu Fjármálaeftirlits- ins um sjóðinn frá því í september 2008. Af fyrrverandi starfsmönnum sjóðsins og núverandi starfsmönnum Landsbankans skuldaði Halldór mest samkvæmt skýrslu Fjármálaeftirlits- ins. Á eftir honum kom Björn Líndal Traustason en hann skuldaði sjóðn- um 102 milljónir, Erna S. Snorradótt- ir skuldaði 90 milljónir og Kolbrún S. Indriðadóttir 73 milljónir í septem- ber 2008. Taka skal fram að þetta eru eingöngu skuldir þeirra við Sparisjóð Keflavíkur en það gæti verið að þau skuldi einnig Landsbankanum vegna stofnfjáraukningarinnar. Aðspurð um stöðu lánanna í augnablikinu sagði Kolbrún að hún vissi í raun ekki hver staðan væri. Kolbrún vildi lítið tjá sig um málið en játaði því að það væri óþægileg staða að sitja uppi með um- rætt lán á sínu nafni. Stofnfjáraukningin 2007 Málið tengist stofnfjáraukningu Sparisjóðs Húnaþings og Stranda þegar sjóðurinn rann inn í Spari- sjóð Keflavíkur árið 2007. Stofnfé sparisjóðsins var þúsundfaldað, aukið úr 1,9 milljónum króna í 1,9 milljarða. Eftir stofnfjáraukninguna skulduðu um 200 stofnfjáreigendur á Hvammstanga og í nærliggjandi sveitum um tvo milljarða króna eins og DV greindi frá í janúar síðastliðn- um. Sparisjóðurinn í Keflavík fjár- magnaði fyrri hluta stofnfjáraukn- ingarinnar en Landsbankinn hinn síðari. Áður en sparisjóðnum var rennt inn í Landsbankann var ákveð- ið af hálfu sparisjóðsins að breyta skilmálum lánanna til að liðka fyr- ir endurgreiðslu þeirra. Í dag eru öll lánin í umsjá Landsbankans. Ýmsir stofnfjáreigendur sem tóku lán fyr- ir aukningunni eru ekki sáttir við að eiga að greiða lánin til baka og hafa rætt um að leita réttar síns vegna málsins. Margir þeirra hafa ekki greitt af lánunum síðan eftir banka- hrunið. Þeir sitja nú eftir með háar skuldir en bréfin sjálf eru einskis virði. „Við þekkjum vel til þessara mála og höfum verið að skoða þau. Það er bara of snemmt að segja til um lyktir mála í augnablikinu,“ seg- ir Kristján Kristjánsson, upplýsinga- fulltrúi Landsbankans, um hvernig skuldir einstaklinga vegna stofnfjár- aukningarinnar verða afgreiddar. Samkvæmt heimildum DV er Landsbankinn með málin í biðstöðu í augnablikinu vegna dómsmáls sem verður tekið fyrir í Hæstarétti á næstu misserum. Íslandsbanki stefndi Guðmundi Víkingssyni vegna láns sem hann tók hjá Glitni fyrir stofnfjárbréfum í Byr. Sam- kvæmt dóminum, sem dæmdi Guð- mundi í hag, getur Íslandsbanki ekki gengið að öðrum eignum en stofn- fjárbréfunum sem voru lögð að veði. Þetta er vegna þess hvernig staðið var að sölu bréfanna á sínum tíma. Talið er að dómurinn muni vera for- dæmisgefandi og því gætu þeir sem tóku lán vegna kaupa á stofnfjár- bréfum andað léttar ef Guðmundur vinnur einnig málið fyrir Hæstarétti. Peningarnir enduðu í Kistu Það hefur ekki fengist staðfest í hvað peningarnir voru notaðir sem söfnuðust með stofnfjáraukning- unni. DV greindi frá því í janúar að svo virtist sem stofnfjáraukningin á Hvammstanga og víðar um landið hafi verið notuð til að greiða niður skuldir fjárfestingarfélagsins Kistu. Kista var í eigu nokkurra spari- sjóða, meðal annars sparisjóðs- ins í Keflavík, SPRON og Sparisjóðs Svarfdæla. Félagið var stofnað til að kaupa hlutabréf í eignarhaldsfélag- inu Exista árið 2007. Hlutafé í Kistu var aukið um 11 milljarða árið 2008 og notað til að greiða niður skuld- ir félagsins. Hlutafjáraukningin kom að hluta frá stofnfjáraukningu í sparisjóðum víða um land. Kista er tæknilega gjaldþrota í dag og er unnið að slitum á félaginu, sam- kvæmt ársreikningi fyrir 2009. Bankastarfsmenn í risaskuldum n Fengu lán fyrir stofnfjárbréfum n Skulda Lands- bankanum tugi milljóna n Bankinn með málin í skoðun „Við þekkjum vel til þessara mála og höfum verið að skoða þau. Það er bara of snemmt að segja til um lyktir mála í augnablikinu. Starfsmenn í skuldum Starfsmenn sparisjóðsins á Hvamms- tanga skuldsettu sig fyrir tugi milljóna. Í dag starfa þeir fyrir Landsbankann og skulda vinnuveitanda sínum háar fjárhæðir. Sigríður á móti biskupi Sigríður Guðmarsdóttir, sóknarprest- ur í Grafarvogi, sendi frá sér yfir- lýsingu á fyrsta degi kirkjuþings þar sem hún krafðist þess að Karl Sig- urbjörnsson bisk- up segði af sér. „Biskup Íslands þarf að kann- ast við það, að kirkjunni kemur betur að annar taki við lyklavaldi hans. Eftir því sem hann situr lengur í embætti verður skaði kirkjunnar meiri og sárari og tiltrú fólksins á kirkjunni dvínar,“ sagði hún í orð- sendingu til fjölmiðla. Í yfirlýsingu sinni lofar hún einnig störf rann- sóknarnefndar kirkjuþings og rekur þar þau þrjú mistök sem nefndin telur Karl hafa gert í sálgæslu. Íslendingar í norska hernum Tíu Íslendingar starfa nú fyrir norska herinn í Afganistan. Þar af hafa sex tekið þátt í hernaðaraðgerðum Norð- manna í landinu. Norska ríkissjón- varpið greindi frá þessu á vef sín- um. Samkvæmt fréttinni hafa átján íslenskir menn komið við sögu í Afganistan á vegum norska hersins síðustu ár. Þá segir enn fremur að minnst tugur Íslendinga starfi einnig fyrir danska herinn. Bæði Noregur og Danmörk eru með varnarsamning við Ísland. „Ég vildi upplifa eitthvað sem maður finnur ekki á Íslandi,“ er haft eftir Hilm- ari Haraldssyni, 29 ára Íslendingi í norska hernum, í fréttinni. „Þegar ég var búinn með menntaskóla hugsaði ég með mér: „Jæja, af hverju ekki að prófa herinn?“ Hilmar hefur verið í norska hernum frá árinu 2003. Tekinn tvívegis sömu helgi Einn og sami maðurinn var stöðv- aður tvívegis af lögreglunni grun- aður um akstur undir áhrifum fíkni- efna. Segir í tilkynningu frá lögreglu að maðurinn, sem er á þrítugsaldri, hafi verið stöðvaður í Kópavogi á laugardagskvöldið og reyndist hann þá vera í annarlegu ástandi. Hann var þá færður á lögreglustöð en sleppt nokkru síðar. Maðurinn var þegar sviptur ökuleyfi sínu. Hann var svo aftur tekinn af lögreglunni, þá aðfara- nótt sunnudagsins, og að sögn lög- reglu var hann í annarlegu ástandi. Guðni Rúnar Gíslason blaðamaður skrifar gudni@dv.is Sími 412 2500 - sala@murbudin.is - www.murbudin.is – Afslátt eða gott verð? Reykjavík - Reykjanesbæ Akureyri - Húsavík Vestmannaeyjum Stál og plast þakrennur Allir fylgihlutir fáanlegir Frábært verð!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.