Dagblaðið Vísir - DV - 15.06.2011, Blaðsíða 56

Dagblaðið Vísir - DV - 15.06.2011, Blaðsíða 56
56 | Lífsstíll 15.–19. júní 2011 Helgarblað Besta leiðin til að sjóða spergilkál svo rétt sé og án þess að missa C-vítamínin úr því er að setja það í sjóðandi vatn í stutta stund. Eins og flestar tegundir af grænmeti þá er spergilkál uppfullt af vítamínum. C-vítamín í kálinu eru vatnsleysanleg og með því að hita þau upp hægt og rólega, seytla þau út í vatnið. Með því að skella kálinu í sjóðandi vatnið nærð þú að halda sem mestu af vítamíninu góða í matnum. Nudd með tennis- bolta Við tengjum að sjálfsögðu flest tennisbolta aðal- lega við tennis og sumir tengja þá við boltaleiki við hundinn. Fæstum dettur þó líklega í hug gulur tennisbolti þegar þeir hugsa um nudd. Sá guli er hins vegar afar gott nuddtæki og auðveldur í notkun. Farðu úr skóm og sokkum og renndu ilinni yfir boltann. Einnig er hægt að nota golfkúlu eða jafnvel súpudós. Til að kæla bólgna og þreytta fætur er tilvalið að nota bolta sem hefur verið bleyttur í vatni og frystur. Hvítari tennur með eplum Ávextir og grænmeti eru ekki einungis hollt og gott fæði fyrir líkamsstarfsemina heldur geta stökkir ávextir og grænmeti virkað sem litlir tannburstar þegar þú tyggur þá. Á síðunni zonediet.com segir að þeir hafi í rauninni innbyggt tannhreinskerfi sem hreinsi glerunginn á tönnum. Þetta eigi sér- stakleg við um epli en þau innihaldi eplasýru sem hjálpar til við að fjarlægja blettina. Höldum í C-vítamínið Áttu erfitt með að stoppa hikstann? Hefur þú prófað að drekka vatn á hvolfi eða að halda niðri í þér andanum? Það eru til ýmis ráð við hiksta en á síðunni lifestyle.ca.msn.com segir að teskeið af sykri geti hjálpað. Ástæða þess er sú að talið er að sykurinn hafi áhrif á taugavöðva sem gefa vöðvum í þindinni skilaboð um að herpast saman þannig að úr verður hiksti Sykur við hiksta Borðaðu grænmeti á hverjum degi til þess að auka neyslu á trefjum: Aukum trefjaneysluna Með því að borða nægilega mik- ið af trefjaríkum mat minnkum við hættu á sjúkdómum eins og sykur- sýki, hjartasjúkdómum og vissum tegundum krabbameins. Rannsókn- ir sýna einnig að trefjarík fæða hjálp- ar til við að halda líkamsþyngdinni í skefjum þar sem hún er mettandi. Flest okkar borða þó ekki nægi- lega mikið af trefjum en mælt er með að við borðum 25 til 38 grömm á dag. Á eatingwell.com má finna fimm ráð til að auka trefjaneysluna: 1. Borðaðu ávexti og grænmeti í stað þess að gera úr þeim drykki. Flestar gagnlegar trefjar hverfa þegar mat- væli eru gerð að drykkjum. 2. Lestu innihaldslýsingar og veldu þau matvæli sem eru trefjaríkust. 3. Borðaðu grænmeti og enn meira af grænmeti. Ekki hugsa um fimm eða sex skammta á dag því margir næringarfræðingar halda því fram að við ættum að borða meira en það. Hafðu það að markmiði að grænmeti sé hluti af hverri ein- ustu máltíð dagsins. Auk þess ætt- ir þú að velja það grænmeti sem er trefjaríkast, svo sem allt grænt grænmeti. 4. Ekki skræla grænmeti og ávexti sem eru með æta húð. Það er þó nauðsynlegt að þrífa matvælin vel áður en þeirra er neytt og best að velja lífrænt ræktað. 5. Borðaðu baunir eins oft og mögulegt er. Þær eru mettandi, trefjaríkar og ódýrar. Auk þess eru þær afar hentugar ef þær eru í dós- um. Mikilvægt er þó að skola þær vel áður en þeirra er neytt. guNNHildur@dv.is grænmeti Með aukinni neyslu grænmetis og ávaxta má auka trefjaneyslu til muna. „Við erum með rosa Facebook-leik í gangi núna. Þegar við erum bún- ar að ná 3.500 vinum þá ætlum við að draga út tvo heppna vini. Ann- ar vinningurinn er 25 þúsund króna gjafabréf og hinn er ponsjó og hattur. Við drögum vonandi út um helgina svo það fer hver að verða síðastur að taka þátt,“ segir Ása Ottesen en hún og Jóna systir hennar opnuðu nýver- ið vefverslunina Lakkalakk.com. Þær systur ætla að vera duglegar að mæta á markaði í sumar þar sem hægt verður að skoða vörurnar. „Við verð- um á Akureyri í lok júní. Síðan ætlum við að vera allavega á einum markaði í júlí, kannski fleirum.“ lá beinast við að opna búð Þær systur hafa lengi verið viðloð- andi tískubransann á Íslandi og Ása segir það hafa legið beinast við að þær myndu enda á að opna búð sjálf- ar. „Við höfum lengi verið að pæla í að gera eitthvað í sambandi við tísku því áhugi okkar liggur að miklu leyti þar.“ Systurnar búa ekki í sama land- inu en samstarfið gengur vel. Jóna fékk hugmyndina að vefversluninni eftir að hún flutti til New York. „Hún var að labba um í New York og sá hvað það var hægt að kaupa margt skemmtilegt þar og þannig byrjaði þetta. Síðan langaði okkur líka að vinna saman og á þennan hátt get- um við gert það í gegnum netið,“ seg- ir hún en þær systur eru mjög sam- rýndar. Jóna sér um að kaupa inn fyrir búðina og senda það heim. Þá tekur Ása við keflinu og sér um allt sem snýr að versluninni hér heima. leitar að „vintage“ gersemum Fyrsta sendingin hefur rokið út hjá Lakkalakk og Jóna stendur nú í ströngu við að finna nýjar gersemar til að fylla á búðina. Hingað til hafa þær bara verið með nýjar vörur en ætla að bæta smá notuðu með sál inn í næstu sendingu. „Jóna er farin út og er eins og staðan er núna að dúlla sér við að kíkja á fleiri vörur. Það verður svolítið meira „vintage“ núna. Jóna er að velja nokkra „vintage“ gullmola sem við ætlum að hafa með. Við elsk- um gömul föt með sál og finnst flott að hafa þau með. Við viljum ekki hafa mikið af neinu, viljum frekar velja vel og viljum ekki að allir séu í eins fötum.“ viktoria@dv.is Tískusystur Jóna þrammar um New York og leitar að gersemum en Ása sér um reksturinn á Íslandi. Ætla að gefa 25 þúsund króna gjafabréf Lakkalakk-systurnar Ása og Jóna með Facebook-leik.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.