Dagblaðið Vísir - DV - 15.06.2011, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 15.06.2011, Blaðsíða 12
12 | Fréttir 15.–19. júní 2011 Helgarblað Í mars árið 2009 yfirtók skilanefnd Kaupþings tískuvöruverslanakeðj­ una Mosaic Fashions sem hafði fram að því að mestu verið í eigu Baugs. Í kjölfarið var ákveðið að stofna félagið Aurora Fashions sem tók yfir rekst­ ur verslanakeðjanna Karen Millen, Coast, Warehouse og Oasis en versl­ anakeðjurnar Shoe Studio og Princip­ les settar í söluferli. Í byrjun þessa árs var síðan ákveðið að aðskilja Karen Millen frá Aurora Fashions. Talið er að skuldir Mosaic Fash­ ions hafi numið nærri 450 milljónum punda þegar Kaupþing yfirtók félagið árið 2009 eða nærri 85 milljörðum íslenskra króna. Kaupþing var jafn­ framt eini lánveitandi félagsins og fór bankinn sjálfur með 20 prósenta hlut í tískuvöruverslanakeðjunni. Sam­ kvæmt yfirliti frá skilanefnd Kaup­ þings hefur bankinn sett sér lang­ tímamarkmið með þessar eignir og ekki virðist standa til að selja þær á næstunni. „Rekstur Aurora hefur gengið bet­ ur en upphaflegar áætlanir gerðu ráð fyrir þrátt fyrir að umhverfið á bresk­ um smásölumarkaði hafi verið erfið­ ara en gert hafði verið ráð fyrir,“ segir Davíð Stefánsson, upplýsingafulltrúi skilanefndar Kaupþings. Á síðasta rekstrarári Aurora skilaði félagið 17,8 milljóna punda hagnaði fyrir afskrift­ ir eða um 3,3 milljörðum íslenskra króna. Var það 36 prósentum betri ár­ angur en árið áður. Árleg velta hjá Au­ rora er um 90 milljarðar króna, rekur félagið nærri 1.300 verslanir og hjá því starfa um sjö þúsund starfsmenn. Ár­ leg velta Karen Millen er um 45 millj­ arðar króna og rekur félagið rúmlega 300 verslanir þar sem starfa um 1.800 starfsmenn. Kaupþing eignaðist í Karen Millen 2001 Ítarlega er farið yfir sögu Mosaic Fash ions í viðauka fimm í skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis sem dr. Magnús Sveinn Helgason skrif­ aði. Segja má að afskipti Íslendinga af þessu félagi megi rekja allt aftur til ársins 2001 þegar fjárfestarnir Sig­ urður Bollason og Magnús Ármann leituðu til KB Banka eftir stuðningi til að kaupa 49 prósenta hlut í verslana­ keðjunni Karen Millen af hjónunum Kevin Stanford og Karen Millen sem voru að skilja á þeim tíma. Í þeim við­ skiptum eignaðist KB Banki nærri 13 prósenta hlut í Karen Millen. Árið 2003 yfirtók Baugur síðan verslanakeðjuna Oasis og kom Kaup­ þing einnig að þeim viðskiptum ásamt Derek Lovelock, þáverandi for­ stjóra Oasis, sem síðar varð forstjóri Mosaic Fashions, og Richard Glan­ ville, fjármálastjóra Oasis. Yfirtak­ an kostaði 19,3 milljarða króna sem á þeim tíma voru stærstu kaup Ís­ lendinga. Árið 2004 keypti Oasis síð­ an Karen Millen á 16 milljarða króna og voru félögin sameinuð. Eignaðist Baugur 44 prósent í félaginu, eigend­ ur Karen Millen 25 prósent og Kaup­ þing 20 prósent. Nafni félagsins var síðan breytt í Mosaic Fashions árið 2005 og var þá skráð í íslensku Kauphöllina. Í sept­ ember árið 2006 yfirtók Mosaic Fas­ hions síðan verslanakeðjuna Rubi­ con á 320 milljónir punda sem á þeim tíma námu um 43 milljörðum ís­ lenskra króna. Yfirtakan var fjármögn­ uð af Kaupþingi sem á þeim tíma var stærsta yfirtakan sem bankinn hafði komið að. Rubicon átti tískuvörukeðj­ urnar Warehouse og Principles auk skófyrirtækisins Shoe Studio en eins og áður kom fram seldi skilanefnd Kaupþings Principles og Shoe Studio árið 2009 þegar skilanefndin yfirtók Mosaic Fashions og stofnaði í kjölfar­ ið Aurora Fashions. Í október árið 2007 var Mosaic Fas­ hions síðan afskráð úr Kauphöll Ís­ lands þegar félagið Tessera Holding ehf. yfirtók félagið. „Tessera Hold­ ing var í eigu dótturfyrirtækis Baugs, F­Capital, Kaupþings, Fjárfestingar­ félagsins Gnúps og Kevins Stanford auk nokkurra af helstu stjórnendum Mosaic Fashions og fyrrverandi eig­ enda Karen Millen,“ segir í rannsókn­ arskýrslu Alþingis. Eignarhaldsfélagið F­Capital skuldaði Kaupþingi um 12 milljarða króna samkvæmt skýrslu rannsókn­ arnefndar Alþingis. Áður en Mosaic Fashions var tekið af markaði fór F­ Capital með 37 prósenta hlut í Mos­ aic Fashions. Samkvæmt ársreikningi F­Capital fyrir árið 2007 fór félagið með allan eignarhlut Baugs í Mos­ aic eftir að félagið var tekið af mark­ aði eða 49 prósenta hlut. Í árslok 2007 var sá hlutur metinn á 42 milljarða króna miðað við núverandi gengi. Fé­ lagið var úrskurðað gjaldþrota þann 17. desember árið 2010 en ekki er að finna neinar upplýsingar um það hver sé skiptastjóri þrotabúsins eða hvort skiptum þess sé lokið. Slóð af gjaldþrota eignarhaldsfélögum Eignarhaldsfélagið Tessera Holding sem yfirtók Mosaic Fashions þeg­ ar það var tekið af markaði árið 2007 hefur ekki verið úrskurðað gjaldþrota. Hins vegar var skipuð skilanefnd yfir félaginu þann 14. desember árið 2010 en í henni sitja þeir Þórður S. Gunn­ arsson hæstaréttarlögmaður og Her­ bert Viðar Baldursson, löggiltur end­ urskoðandi. Lítil sem engin starfsemi virðist hafa verið inni í þessu félagi. Í ársreikningi félagsins fyrir árið 2010 kemur fram að eignir félagsins séu nálægt 27 milljónum króna, skuldir nema um 24 milljónum króna og er eigið fé upp á þrjár milljónir króna. Þegar yfirtakan á Mosaic Fashions átti sér stað árið 2007 virðist Tessera því einungis hafa yfirtekið önnur eign­ arhaldsfélög enda eru engar skuldir skráðar á þetta félag í skýrslu rann­ sóknarnefndar Alþingis. Félagið M. Fashions hf. skuldaði Kaupþingi um 8,6 milljarða króna samkvæmt skýrslu rannsóknar­ nefndar Alþingis. Árið 2007 námu skuldir M. Fashions hf. um 420 millj­ ónum punda eða um 80 milljörð­ um íslenskra króna. Í skýrslu rann­ sóknarnefndar Alþingis kemur fram að skuldir M. Fashions hf. við Kaup­ þing hafi numið 8,6 milljörðum króna og skuldir Mosaic Fashions Finance Limited 68 milljörðum króna. Skuld­ ir þessara tveggja félaga og F­Capital hjá Kaupþingi námu um 89 milljörð­ um. F­Capital virðist þó líka hafa átt hlut í eignarhaldsfélaginu Milton sem hélt utan um 31,4 prósenta hlut Baugs í heildsölukeðjunni Booker Groop. M. Fashions hf. var lýst gjaldþrota árið 2009. Skiptum þrotabúsins er ekki enn lokið en samkvæmt heim­ ildum DV eru íslenskir lífeyrissjóðir á meðal stærstu kröfuhafa M. Fashions hf. vegna skuldabréfsins MOSAIC 05 1 sem félagið gaf út árið 2005. Útgefið skuldabréf var upphaflega upp á sex milljarða króna en talið er að ógreidd­ ar eftirstöðvar þess nemi á bilinu þremur til fjórum milljörðum króna. Stjórnendur Mosaic enn við völd Þrátt fyrir að skilanefnd Kaupþings hafi yfirtekið Mosaic Fashions árið 2009 var ekki skipt um stjórnend­ ur hjá félaginu. Sem dæmi um það má nefna að Derek Lovelock, sem var forstjóri Mosaic Fashions áður en það fór í þrot, starfar í dag sem stjórnarformaður Aurora Fashions, arftaka Mosaic og Richard Glanville, fyrrverandi fjármálastjóri Mosaic starfar í dag sem fjármálastjóri Au­ rora Fashions. Eins og áður kom fram voru þeir stjórnendur hjá Oasis áður en Baugur yfirtók félagið árið 2003. Mike Shearwood, fyrrverandi aðstoðarforstjóri Mosaic, er forstjóri Aurora Fashions í dag. Derek Lovelock átti 6,6 prósent í Mosaic Fashions en í dag fer skila­ nefnd Kaupþings með 90 prósenta hlut í Aurora Fashions og stjórnend­ ur hjá fyrirtækinu með tíu prósenta hlut. Ekki liggur ljóst fyrir hversu stóran hluta Derek Lovelock fer með af þeim tíu prósentum. Það vekur þó athygli að fyrrverandi stjórnendum Mosaic Fashions sem stjórnuðu fé­ laginu þegar það fór í þrot sé gefið tækifæri til að fara áfram með stjórn hjá nýja félaginu og að þeir skuli jafn­ framt koma að eignarhaldi hins nýja félags. Einnig má geta þess að fyrir hönd skilanefndar Kaupþings sitja tveir fyrrverandi starfsmenn Kaupþings í stjórn Aurora Fashions. Páll Ólafs­ son, sem starfaði áður sem sérfræð­ ingur hjá Kaupþingi í London starfar í dag hjá skilanefnd Kaupþings og situr í stjórn Aurora Fashions sem fulltrúi skilanefndarinnar. Það gerir líka Jó­ hann Pétur Reyndal, fyrrverandi framkvæmdastjóri fyrirtækjaráðgjaf­ ar Kaupþings og núverandi fram­ kvæmdastjóri hjá skilanefndinni. „Allar ákvarðanir skilanefndar Kaupþings eru teknar með tilliti til markmiðs og lagalegrar skyldu skila­ nefndar sem er að hámarka verð­ mæti eigna bankans til hagsbóta fyrir kröfuhafa,“ segir í svari frá skilanefnd Kaupþings við fyrirspurn DV um það hvers vegna stjórnendur hjá Mosaic Fashions hafi ekki verið vikið frá störf­ um eftir að félagið fór í þrot. n Fer með 90 prósenta hlut í Aurora Fashions og Karen Millen sem áður voru í eigu Mosaic Fashions n Sömu stjórn- endur og voru áður yfir Mosaic eru hjá nýja félaginu n Íslenskir lífeyrissjóðir tapa á gjaldþroti Mosaic Fashions Skilanefndin stór á s ásölumarkaðnu „Allar ákvarðanir skilanefndar Kaup- þings eru teknar með tilliti til markmiðs og lagalegrar skyldu skilanefndar sem er að hámarka verðmæti eigna bankans til hags- bóta fyrir kröfuhafa. Annas Sigmundsson blaðamaður skrifar as@dv.is Sömu stjórnendur Derek Lovelock, stjórnarformaður Aurora Fashions, Mark Shearwood forstjóri og Richard Glanville fjármálastjóri. Þeir voru yfirstjórnendur Mosaic Fashions áður en félagið fór í þrot. Fyrrverandi veldi Baugs Mosaic Fashions var áður í eigu Baugs. Félagið var stórtækt í yfirtökum á breskum tískuvöru- verslanakeðjum fyrir bankahrunið en Kaupþing fjármagnaði þær að stórum hluta með lánsfé. Skilanefnd Kaupþings fer með 90 prósenta hlut í Aurora Fashions og Karen Millen í dag sem áður voru undir Mosaic Fashions áður en félagið fór í þrot.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.