Dagblaðið Vísir - DV - 15.06.2011, Blaðsíða 42

Dagblaðið Vísir - DV - 15.06.2011, Blaðsíða 42
Ísland er ekki lítið land. Ísland er stórasta land í heimi,“ sagði Dorr­ it Moussaieff forsetafrú í beinni út­ sendingu Ríkissjónvarpsins eftir að íslenska handboltalandsliðið vann frækinn sigur á Spánverjum í undan­ úrslitum á Ólympíuleikunum í Beij­ ing árið 2008. Með sigrinum tryggðu strákarnir okkar sér sæti í úrslitum þar sem þeir urðu þó að lúta í lægra haldi fyrir Frökkum. Auðvitað skipti það litlu máli. Íslendingar höfðu setið límdir við sjónvarpsskjáina og horft á strákana okkar komast alla þessa leið, vinna hvern leikinn á fæt­ ur öðrum. Við, litla Ísland, kennd­ um þessum þjóðum hvernig leika átti handbolta. Það var það sem skipti máli. Hvort það var gull, silfur eða brons var aukaatriði. Þjóðhátíð hófst á Íslandi eftir sigurinn á Spán­ verjum og við gáfum bara í hátíðar­ höldin þegar silfrið var í höfn. Þetta eru jú allt eðalmálmar, eins og Adolf Ingi Erlingsson orðaði það þegar við fylgdum frækilegri frammistöðunni eftir og unnum bronsið á EM árið 2009. Annað eða þriðja sæti, við vor­ um „bezt“ í heimi. Fálkaorður fyrir víkinga Þegar toppnum er náð er fallið hátt. Nokkrum dögum eftir að Íslending­ ar fögnuðu handboltahetjunum sín­ um með skrúðgöngu niður Lauga­ veginn árið 2008, hrundi íslenska bankakerfið. Úps. Geir H. Haarde bað Guð að blessa Ísland. Þið vitið, þetta bezta í heimi. Íslenska banka­ kerfið setti ákveðin met, það var kannski ekki bezt í heimi en fór held­ ur betur fram úr sjálfu sér og gjald­ þrot Kaupþings banka eitt og sér var þriðja stærsta gjaldþrot sögunnar frá árinu 1920. Við vorum því nálægt því að vera bezt í gjaldþrotum. Áður en bankakerfið hrundi höfðu íslensku útrásarvíkingarnir keypt upp hálft Bretland og Danmörku, og fólk alls staðar í heiminum stóð á öndinni yfir klókindum íslensku víkinganna í við­ skiptum. Forsetinn sæmdi víkingana fálkaorðunni, rétt eins og íslenska handboltalandsliðið, fyrir framlag sitt í að gera Ísland bezt í heimi. How do you like Iceland? Samkvæmt stubbagrein á Wikipedia er frasinn best í heimi eða Ísland – bezt í heimi „oft notaður af Íslend­ ingum í hálfkæringi eða sem þjóð­ remba.“ Vissulega er þessi frasi oft notaður gríni og kaldhæðni, en þó með alvarlegum undirtóni. Við erum lítil en afrekum mikið og þess vegna megum við segjast vera bezt. Með Z því það er svalt. Við erum mjög sannfærð um eigið ágæti og upp­ tekin af því líka. Við spyrjum út­ lendinga: How do you like Ice­ land? Og við viljum fá jákvæð svör. Við viljum að þeir lofsami hreint loftið, guðdómlega ferskt vatnið, stórbrotna náttúru, Bláa lónið og bjartar nætur. Við erum ekki við­ búin því að fá neikvæð svör. Þá verðum við móðguð. Auðvitað, við erum bezt! „I hate Iceland!“ Það fékk því verulega á okk­ ur þegar útlendingar fóru að tala illa um okkur kjölfar í bankahruns­ ins. Icesave var ekki að gera góða hluti. Bretar flokkuðu okkur með hryðjuverkamönnum og saklausir íslenskir námsmenn sem dvöldu í Bretlandi áttu fótum sínum fjör að launa ef þeir misstu það út úr sér að þeir væru Íslendingar. Einn fékk hráka í andlitið, öðrum var neitað um þjónustu í versl­ un. Úps. Svo fór að gjósa á Fimmvörðuhálsi og í Eyjafjallajökli, við spúð­ um ösku yfir alla Evr­ ópu og lömuðum flug­ samgöngur um allan heim. Skoski gaur­ inn sem hopp­ aði inn í viðtal á Sky News og sagði „I hate Iceland“ varð of vinsæll á YouTube til þess að við gætum kyngt því. Það má enginn hata Ísland. Eitthvað varð að gera og bezta land í heimi dó ekki ráðlaust. Við fór­ um því í ímynd­ arherferðina Inspired by Iceland og dæmi hver fyrir sig hvort hún virkaði. Ferðamannasumarið 2010 varð mjög gott og búist er að við að ferðamannasumarið 2011 slái öll met. Við erum nokkuð góð í þessu, jafnvel bezt. Krúttleg samheldni Íslendingar eru skemmtilega klikk­ aðir. Við erum sjúk í nýjungar og sláum hvert metið á fætur öðru í þeim efnum. Heimsmet í internet­ notkun, heimsmet í Facebook­notk­ un. Við erum vel upplýst og við erum klár. Við eigum fallegustu konurnar og sterkustu mennina. Samt erum við bara 300 þúsund. Íslensk gen eru bezt. Þrátt fyrir fámenni eigum við ótrúlega mikið af afreks­ fólki á ólíkum sviðum sem hefur látið að sér kveða um allan heim. Við fyllumst stolti þegar fjallað er um íslensk afrek á erlendri grundu og springum næstum úr þjóðremb­ ingi þegar við montum okkur af þeim. Þegar við búumst við velgengni á erlendri grundu, hvort sem það er í handboltanum eða Eurovision, þá sameinumst við fyrir framan sjónvarpsskjáina, í heitu pottunum, í stórmörkuðun­ um, á götum úti. Alls staðar má sjá ummerki um merkisviðburðina og allir tala um þá. Hin krúttlega ís­ lenska samheldni er dásamleg. Það getur ekki verið annað en jákvætt að lifa eftir þeirri lífs­ speki að við séum bezt í heimi, þrátt fyrir að það sé stundum bara í gríni. Þann 17. júní kemst ís­ lenska lýðveldið á eft­ irlaunaaldur og við fögnum 200 ára af­ mæli Jóns Sigurðs­ sonar sjálfstæðis­ hetju. Við skulum einnig fagna því að Ísland sé bezt í heimi, að okkar mati alla vega, og það er nóg. solrun@dv.is Kl. 13–17 Hljómskálagarður Skátaland verður með leiktæki, þrauta- brautir og fleira Ókeypis er í leiktækin í garðinum 14.00 Tóti trúður 14.25 Glímusýning 14.50 Fimleikadeild Ármanns 15.15 Kínversk kung fu-sýning 15.40 Skylmingafélag Reykjavíkur 16.00 Fallhlífastökk 16.05 Aikido-sýning 16.30 Jiu jitsu-sýning Kl. 13.30 og 14.30 Hallargarður Brúðubíllinn. Ævintýri Lilla Kl. 13.30–17 Ingólfstorg Barna- og fjölskylduskemmtun á Ingólfs- torgi Sirkus Íslands með götuleikhús og sirkus- skóla Sirkussýningar: kl. 14.15, 15.30 og 16.30 Kl. 14 Arnarhóll Barna- og fjölskylduskemmtun á Arnarhóli 14.00 Eldfærin. Borgarleikhúsið 14.15 Ballið á Bessastöðum. Þjóðleikhúsið 14.30 Gosi. Klassíski listdansskólinn 14.40 Galdrakarlinn í Oz. Borgarleikhúsið 14.50 Gýpugarnagaul. Möguleikhúsið 15.05 Íþróttaálfurinn og Solla stirða úr Latabæ 15.25 Atriði frá Danslistarskóla JSB 15.35 Dansflokkurinn Rebel 15.45 Skókassasirkusinn 15.55 Bollywood-danssýning Yesmine Olsson 16.10 Breikdanshópur Natöshu 16.15 Þröstur Leó og Gói leika lausum hala 16.30 Vinir Sjonna Kl. 14–17 Listhópar Hins hússins 14.00 Götuleikhúsið sýnir á Skothúsveg- inum við Tjörnina 14.15 Danshópurinn Skarkali á Austurvelli 15.00 UngSaga býður í ammæli Nonna Sig við Alþingishúsið. Kökur og kruðerí í boði, láttu sjá þig! Kl. 16 Bænastund í Hallgrímskirkju Bænastund fyrir Íslandi með þátttöku fjöl- margra kristinna trúfélaga. Börnin velkomin Kl. 17 Dansleikur á Ingólfstorgi Komið og dansið 17. júní 2011 Dagskrá Gaman fyrir börnin 42 17. júní „Ísland – Bezt í heimi!“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.