Dagblaðið Vísir - DV - 15.06.2011, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 15.06.2011, Blaðsíða 2
2 | Fréttir 15.–19. júní 2011 Helgarblað Viðurkenndar stuðningshlífar í úrvali Stórhöfða 25 • Sími 569 3100 • eirberg.is Í sumar er opið virka daga frá kl. 9 -18 „Ég er loksins laus við fólkið úr íbúð- inni minni en að öðru leyti er staðan ekkert góð. Eignin mín er rjúkandi rúst. Það er með ólíkindum að fólk skilji svona eftir sig,“ segir Lárus Ingi Magnússon sem losnaði við óboðna gesti úr íbúð sinni í Kópavogi. Hús- tökufólkið, eins og hann kallar það, hafði hreiðrað um sig í tómri íbúð hans og dvalið þar síðan í febrúar. Það var ekki fyrr en í byrjun júní sem Lárus endurheimti íbúð sína en kom þá að henni í slæmu ásigkomulagi. Flutti inn án samþykkis Lárus leigði út íbúð sína til ungrar konu en um áramótin ákvað hún að flytja út og segja upp samningnum. Eftir áramót hafði ungur maður sam- band við Lárus og lét hann vita að hann ætlaði að greiða þá leigu sem konan skuldaði Lárusi sem og ganga frá íbúðinni fyrir hana. „Ég vissi svo ekki fyrr en hann var fluttur inn, án minnar vitundar og algjörlega án míns samþykkis,“ segir Lárus. Í fram- haldinu hafði hann samband við lög- reglu sem sagði honum í að rauninni hefði hann engan rétt. Ekkert væri hægt að gera þar sem hann væri ekki með leigusamning í höndunum. Tók málið í sínar hendur „Fólkið flutti inn án þess að ég gæfi samþykki og ég hef engan rétt. Þau eru í húsinu mínu og það er ekk- ert sem ég get gert. Það er gjörsam- lega með ólíkindum að ég, sem eig- andi hússins, þurfi bara að taka þessu þegjandi og hljóðalaust.“ Það var ekki fyrr en fyrir tilstuðlan lögreglumanns sem Lárus losnaði loks við fólkið. „Hann tók bara málið í sínar eigin hendur og með klækjum náði hann að koma fólkinu út,“ segir Lárus. Þar fyrir utan þá hafði banki Lárusar ákveðið að taka íbúðina yfir og stóð til að gera það í vetur. Hún var því metin í desember af bankanum þeg- ar Lárus átti von á að leigjandinn færi út í janúar. Nú mun bankinn þurfa að meta eignina upp á nýtt og Lárus kvíðir því. „Bankinn er þó búinn að sýna mikinn skilning á þessu og er í góðu samstarfi við okkur, sérstaklega eftir að hann gerði sér grein fyrir að þetta væri í raun og veru að gerast.“ Málið mun enda ofan í skúffu Aðspurður hvort hann hyggist kæra segir Lárus að lögreglan hafi sagt við hann að það þýði lítið. Að málið muni hvort sem er enda ofan í skúffu. Auk þess hafi hústökufólkið lagt hluta af leigunni sem fyrri leigjandi skuldaði inn á reikninginn hans og hægt sé að nota það gegn honum. „Eina sem ég hef í hendi mér er að reyna að draga fyrri leigjanda til ábyrgðar. Það er hins vegar erfitt að draga fólk til ábyrgðar sem á ekki neitt.“ Vill ekki vorkunn Lárus segir að ástæða þess að hann vilji segja frá þessu sé að hann vilji vara fólk við. Hann segist ekki vilja neina vorkunn en ef hann geti hjálp- að fólki til að komast hjá svona löguðu þá sé tilganginum náð. „Eftir þessa reynslu þá vil ég bara segja við fólk að maður tryggir alls ekki eftir á og þú ert aldrei of mikið tryggður fyrir einhverju svona. Ég mundi persónulega ekki bara taka peningastöðuna hjá vænt- anlegum leigjendum heldur einnig, og alls ekki síður, þá mundi ég athuga sakaferil. Það er í rauninni miklu mik- ilvægara. Aðalmálið er ekki hvort leigj- endur borgi á réttum tíma eða borgi yfir höfuð heldur er hræðilegt að þurfa að horfa upp á eigur sínar skemmdar á þennan hátt. Það er alveg skelfilegt.“ Lárus stendur því uppi með tjónið á íbúðinni og veit ekki til þess að hann fái neitt bætt. „Það er fyrir mestu að þau eru farin út en nú verður maður bara að krossleggja fingur og vona að bankinn sýni þessu skilning og dragi þetta ekki til baka,“ segir Lárus að lok- um. n Lárus Ingi Magnússon bjóst við að afhenda bankanum íbúð sína þegar leigjandi færi út í janúar n Hann vissi ekki fyrr en aðrir voru fluttir inn n Hústökufólkið fór illa með eignina Loks Laus við hústökufóLk „Fólkið flutti inn án þess að ég gæfi samþykki og ég hef engan rétt. Þau eru í hús- inu mínu og það er ekkert sem ég get gert. Íbúð Lárusar Aðkoman var óskemmtileg þegar Lárus endurheimti íbúð sína. Baðherbergið Slíkur var frágangurinn. Bílskúrinn Svona var bílskúrinn eftir hústökufólkið. Illa farin eign Parketið er illa farið sem og aðrir hlutir, þar á meðal er brotin rúða. Skæðir tölvuþrjótar herja á Íslendinga: Tölvuhakkarar ráðast á CCP Gunnhildur Steinarsdóttir blaðamaður skrifar gunnhildur@dv.is Hilmar Veigar Pétursson fram- kvæmdastjóri CCP Tölvuhakkarar LulzSec gerðu árás á heimasíðu EVE Online. Tölvuhakkararnir í franska hakkara- hópnum,LulzSec tilkynntu á þriðju- dag um árás á heimasíðu tölvuleiks CCP, EVE Online. „Við þurrkuðum út „login server“ fyrir Eve Online og tókum heimasíðuna þeirra óvart niður í leiðinni,“ var skrifað á Twit- ter-síðu LulzSec. Tölvuhakkararnir í LulzSec hafa verið stórtækir síðustu mánuði. Til dæmist hökkuðu þeir sig inn á Play- Station-vefþjóna Sony. Með því tókst þeim að verða sér úti um pers- ónuupplýsingar hundraða þúsunda manna. Eftir atvikið lenti Sony í miklum vandræðum vegna öryggis- mála vefþjóna sinna. Hópurinn hef- ur gefið sig út fyrir að vera mikið á móti fyrirtækinu. Áður hefur kom- ið fram að ætlunarverk þeirra sé að knésetja það. CCP sendi út tilkynn- ingu um viðamikinn samstarfs- samning við Sony í síðustu viku. Árásirnar á Sony og CCP eru þó ekki einu aðgerðir LulzSec undanfar- ið því nýlega hakkaði hópurinn sig einnig inn á innri vef öldungadeild- ar Bandaríkjaþings og birti upp- lýsingar þaðan opinberlega. Einnig hefur hópurinn hakkað sig inn hjá fyrirtækjum tengdum bandarísku alríkislögreglunni FBI og hjá breska heilbrigðisráðuneytinu. Þá hefur hann að auki stolið notendaupplýs- ingum af klámsíðum og birt ósannar fréttir hjá bandarísku fréttastofunni PBS. Ekki náðist í Hilmar Veigar Pét- ursson, framkvæmdastjóra CCP, við vinnslu fréttarinnar en samkvæmt heimildum DV lá leikjahluti EVE Online niðri ásamt innri vefjum hjá fyrirtækinu svo sem tölvupóstur og heimasíða þess.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.