Dagblaðið Vísir - DV - 15.06.2011, Blaðsíða 30
Á afmælisdegi Jóns Sigurðssonar
forseta í ár er haldið upp á 200 ára
fæðingarafmæli hans. Jón fæddist
á Hrafnseyri við Arnarfjörð á Vest-
fjörðum þann 17. júní 2011. Afmæl-
isdagur Jóns hefur verið þjóðhátíðar-
dagur Íslendinga frá stofnun íslenska
lýðveldisins og sjálfstæði frá Dönum
þann 17. júní 1944 og er haldinn há-
tíðlegur ár hvert. Fyrir stofnun lýð-
veldisins hafði afmælisdegi Jóns
verið minnst með einhverju móti á
Íslandi allt frá árinu 1907.
Ástæða þess að ákveðið var að
stofna íslenska lýðveldið á afmælis-
degi Jóns er sú að á þeim tíma var tal-
ið að Jón hefði verið helsta sjálfstæð-
ishetja Íslendinga á 19. öld og hefði
verið sá maður sem hvað mest áhrif
hafði á hægfara vegferð Íslendinga í
átt til sjálfstæðis; vegferð sem tók um
hundrað ár. Jón barðist fyrir auknu
sjálfræði Íslendinga innan danska
konungsríkisins frá Kaupmannahöfn
þar sem hann var búsettur og starf-
aði sem fræðimaður.
Þjóðhetja verður til
Segja má að frægðarsól Jóns Sig-
urðssonar hafi risið nokkuð snögg-
lega í kringum 1840, þegar hann var
um þrítugt, en þá gerðist Jón forvíg-
ismaður þeirra Íslendinga í Kaup-
mannahöfn sem beittu sér fyrir
auknu sjálfræði handa Íslendingum,
líkt og Guðjón Friðriksson sagnfræð-
ingur rekur í grein í nýjasta tölublaði
Andvara, tímariti Hins íslenska þjóð-
vinafélags. Í Andvara er að finna níu
greinar um Jón Sigurðsson eftir ýmsa
fræðimenn og rithöfunda og er ritið
gefið út í tilefni af tveggja alda afmæli
Jóns. Hér verður tæpt á nokkrum at-
riðum úr þessum greinum í Andvara.
Um þessa innkomu Jóns í íslenska
stjórnmálaumræðu segir Guðjón:
„Eftir 1840 tók Jón afgerandi forystu
meðal Íslendinga í Kaupmannahöfn
þrátt fyrir nokkra flokkadrætti, meðal
annars milli hans og Fjölnismanna,
og tók á sama tíma að spana Íslend-
inga heima til að gera margvíslegar
kröfur til stjórnvalda í Kaupmanna-
höfn.“
Vegna þessarar baráttu sinnar
gegn Dönum varð Jón Sigurðsson að
þjóðhetju á Íslandi á einungis nokk-
urra ára tímabili en boðskap sinn til
þjóðarinnar birti Jón meðal annars í
blöðum og tímaritum. Árið 1844 sett-
ist Jón á hið endurreista Alþingi sem
þingmaður Vestfjarða og sat hann
þar til æviloka meðfram því að beita
sér í sjálfstæðisbaráttunni í Kaup-
mannahöfn.
Heldur stöðu sinni sem
sjálfstæðishetja
Þó að sýn fræðimanna á Jón Sigurðs-
son sé gagnrýnni nú á dögum en hún
var á tíma sjálfstæðisbaráttunnar og
lýðveldisstofnunarinnar eru flest-
ir fræðimenn á þeirri skoðun að Jón
haldi sinni stöðu í Íslandssögunni að
mestu.
Í einni af greinunum í ritinu seg-
ir Gunnar Karlsson, fyrrverandi pró-
fessor í sagnfræði við Háskóla Ís-
lands, að Jón haldi sinni stöðu í sögu
þjóðarinnar. „Forsetinn heldur stöðu
sinni í Íslandssögunni á tveggja alda
afmæli sínu.“ Gunnar vitnar með-
al annars í Guðmund Hálfdánarson
sagnfræðing þessari skoðun sinni
til stuðnings en Guðmundur hefur
verið nokkuð gagnrýninn á túlkan-
ir á sjálfstæðisbaráttu Íslendinga og
þátt Jóns Sigurðssonar í henni. Um
þátt Jóns í sjálfstæðisbaráttunni hef-
ur Gunnar eftir Guðmundi að það sé
„engin goðgá að líta á hann sem sem
táknrænan föður þess þjóðríkis sem
varð til á Íslandi á fyrstu áratugum
tuttugustu aldar.“
Fáir myndu líklega andmæla
þessari skoðun Guðmundar og má
segja að staða Jóns í hugum Íslend-
inga sé svipuð og staða sjálfstæð-
is- og frelsishetja á nítjándu öldinni
eins og Simons Bólivar í Kólumbíu
og Venesúela og Garibaldis á Ítalíu.
Litið er svo á að Jón sé sá einstakling-
ur sem líklega hafi skipt mestu máli
í sjálfstæðisbaráttu íslensku þjóð-
arinnar og sem hafi haft hvað mest
áhrif á hana. Pólitískt starf Jóns og
fleiri Íslendinga leiddi meðal annars
til þess að Danakonungur færði Ís-
lendingum sérstaka stjórnarskrá fyr-
ir Ísland árið 1874, á 1.000 ára afmæli
byggðar á Íslandi.
Hetjumyndin af Jóni
Þó að þessi mynd af Jóni forseta hafi
haldist er hún orðuð með allt öðr-
um hætti nú á dögum en áður fyrr. Í
grein sinni í Andvara rekur Gunnar
Karlsson hvernig skrifað var um Jón
Sigurðsson í íslenskum sögubókum
eftir andlát hans 1879 – tíðindin um
andlát Jóns bárust ekki til Íslands fyrr
en tveimur mánuðum eftir að hann
lést í desember það ár – og fram eft-
ir sjálfstæðisbaráttunni á 20. öldinni.
Gunnar rekur hvernig brugðið var
upp hetjulegri mynd af Jóni sem var
án allrar gagnrýni.
Gunnar vísar meðal annars í bók-
ina Íslenskt þjóðerni eftir Jón Jóns-
son Aðils til að útskýra þá upphöfnu
mynd sem brugðið var upp af Jóni.
Bókin kom út árið 1903 en í henni
segir meðal annars: „Ef menn ættu
í fljótu bragði að tilnefna þann eig-
inlegleika, sem þeir álitu nauðsyn-
legastan og mest ómissandi þeim
manni, sem vill gerast leiðtogi heillar
þjóðar, þá er við því búið, að að svar-
ið yrði nokkuð misjafnt, því sitt sýn-
ist hverjum í því. Sumir mundu vafa-
laust taka fjör og áhuga fram yfir alt
annað, aðrir viljaþrek og enn aðrir
sálarþroska og hagsýni. Þessir kost-
ir allir, og margir fleiri að auki, voru
sameinaðir hjá Jóni Sigurðssyni.“ Þá
lauk Páll Eggert Ólafsson ævisögu
sinni um Jón með þeim orðum að
Jón Sigurðsson væri einn merkileg-
asti Íslendingur allra tíma. „Þá höf-
um vér að hinztu hvíldum fylgt ferli
þess manns, er mikilhæfastur hefir
verið allra þeirra, er þjóðmálum hafa
sinnt á Íslandi, að fornu og nýju.“
Þessi upphafna mynd af Jóni sem
var haldið uppi á dögum sjálfstæðis-
baráttunnar hafði að öllum líkindum
vissan pólitískan tilgang: Íslendinga
skorti tilfinnanlega sameiningar-
tákn í baráttunni fyrir sjálfstæði sínu
frá Dönum. Enginn var líklega betri
til þess að gegna þessu hlutverki en
Jón Sigurðsson, maðurinn sem einna
mest hafði beitt sér fyrir því að hefja
vegferð Íslendinga í átt til sjálfstæð-
is um miðbik nítjándu aldarinnar.
Gagnrýnin umfjöllun um Jón hef-
ur því, af þessum sökum, hugsan-
lega þótt jaðra við föðurlandssvik
eða landráð: Árás á sameiningartákn
lítillar þjóðar. Önnur skýring kann
hugsanlega að vera sú að hugmynd-
in um hlutlæga og hlutlausa sögu-
skoðun sem reynir að byggja á mati
á staðreyndum en ekki tilfinningum
eða hugmyndafræði er tiltölulega ný
af nálinni
Bent á hið gagnrýniverða
Ef marka má tvær af greinunum í
Andvara, grein Gunnars og eins Guð-
jóns Friðrikssonar, gerði Jón sitt til
að búa til þessa hetjuímynd af sjálf-
um sér á Íslandi, öfugt við það sem
fram hefur komið í eldri sögubókum
um hann, meðal annars hjá Páli Egg-
ert, þar sem látið er líta út fyrir að Jón
hafi ekki verið mikið fyrir að auglýsa
sjálfan sig. Um þetta segir Guðjón
í sinni grein í Andvara: „Sjálfur tók
Jón sér landsföðurlegan sess í huga
Íslendinga og var það meðvituð að-
ferð. Hann var iðinn við að láta taka
af sér ljósmyndir, sem sendar voru
heim, og þegar árið 1857 var fjölda-
framleidd steinprentuð mynd af
honum sem var dreift í öll kjördæmi
landsins en lítið var þá um myndir á
íslenskum heimilum.“
Slíkar staðreyndir, og gagnrýnni
afstaða til staðreynda hjá þeim sem
skrifa söguna, hafa orðið til þess að
hin einróma hetjudýrkun sem ein-
kenndi íslenskar sögubækur þar sem
minnst var á Jón hefur vikið fyrir lofi
sem Gunnar segir að sé „hóflegra og
lágstemmdara“. Þessa endurskoðun
á þætti Jóns í sjálfstæðisbaráttunni
og Íslandssögunni má svo aftur líta
á sem lið í því sem ritstjóri Andvara,
Gunnar Stefánsson, kallar að færa
„standmyndina“ af Jóni Sigurðssyni
niður á jörðina. Liður í þessari færslu
Jóns niður á jörðina er auðvitað að
benda einnig á það í fari Jóns og lífi
sem er gagnrýnivert en ekki bara
einblína á hið jákvæða í fari Jóns
og jafnvel skrumskæla sannleikann
um hann. Jón var maður af holdi og
blóði, en ekki bara táknmynd um
sjálfstæði íslensku þjóðarinnar, og
var því auðvitað breyskur eins og
fólk er flest: ráðríkur, hégómlegur og
jafnvel fjöllyndur, eins og rakið er í
Andvara.
Sárasóttin og sambandið
við Ingibjörgu
Annað sem nokkuð hefur skort á í
söguskoðuninni um Jón Sigurðs-
son er hve lítið hefur verið skrifað
um eiginkonu hans, Ingibjörgu Ein-
arsdóttur. Úr þessu er bætt í And-
vara þar sem Margrét Gunnarsdóttir
skrifar grein um Ingibjörgu.
Umfjöllun um Ingibjörgu mun
óhjákvæmilega verða viðkvæm af
ýmsum ástæðum og má deila um
hversu miklu máli, í sögulegu sam-
hengi, umfjöllun um einkamálefni
fólks skiptir. Engu að síður hljóta
staðreyndir um líf fólks að vera tekn-
ar inn í myndina þegar lífshlaup
merkra einstaklinga eins og Jóns Sig-
urðssonar er skoðað þó svo að þessi
umfjöllun skipti engu máli þegar
áhrif Jóns á sjálfstæðisbaráttuna og
Íslandssöguna í heild sinni eru met-
in.
Fyrsta ástæðan er sú að Ingibjörg
og Jón voru systkinabörn og því ná-
skyld – faðir Ingibjargar var bróðir
föður Jóns. Margrét bendir á þessi
skyldleiki hafi sést á myndum af
þeim hjónum og að hægt hafi ver-
ið að greina „frændsemina“ í svip
þeirra. Hins vegar ber þess að geta
að slíkur skyldleiki hjóna var talsvert
algengur á Íslandi á fyrri öldum og
því er ekki hægt að líta á slík tengsl
milli frændsystkina sömu augum og
við gerum í dag – frændsystkini mega
ekki giftast samkvæmt íslenskum
lögum enda geta slík innvensl aukið
hættuna á ýmsum fæðingargöllum.
Ingibjörg beið eftir Jóni „í festum“
uppi á Íslandi í tólf ár áður en þau
gengu í hjónaband árið 1845. Þá var
Jón 34 ára og Ingibjörg 41 árs.
Í grein sinni um Jón fjallar ævi-
sagnaritari Jóns, Guðjón Friðriksson,
um það að Jón hafi að öllum líkind-
um fengið sárasótt á árunum 1839–
1840 en Jón lagðist alvarlega veikur
á þessum tíma og var rúmliggjandi í
um hálft ár. Sárasótt er kynsjúkdóm-
ur sem getur smitast við kynferðis-
mök og annars konar ástarlot en
einnig við óbeina snertingu við ann-
að fólk, til dæmis á klósettsettum.
Sjúkdómurinn var mjög útbreiddur
í Kaupmannahöfn á þeim tíma sem
Jón lagðist veikur samkvæmt Guð-
jóni. Ekki hefur verið sannað að Jón
hafi fengið sárasótt á þessum tíma en
Guðjón dregur þessa ályktun út frá
því hvernig Jón sjálfur lýsti einkenn-
um sjúkdómsins í bréfi til vinar síns.
Ef þetta er rétt þýðir það að Jón hafi
fengið sárasóttina á meðan heitkona
hans beið eftir honum í festum uppi
á Íslandi.
Virðingarvottur á afmælinu
Þorvaldur Gylfason ræðst gegn þess-
ari kenningu í grein sinni í Andvara
og segir hann að engar sannanir
séu fyrir því að Jón hafi fengið sára-
sótt. Hann segir að kvikasilfursmeð-
ferðin sem Jón lýsti í bréfinu til vin-
ar síns hafi einnig verið notuð til að
meðhöndla annars konar sjúkdóma
en sárasótt auk þess sem ekki hafi
verið hægt að greina sjúkdóminn af
nákvæmni á þessum tíma. Þá segir
Þorvaldur að í krufningarskýrslunni
um Jón Sigurðsson hafi engin merki
fundist á heila hans eða æðum um
að hann hafi fengið sárasótt.
Þá vitnar Þorvaldur í bréf sem Jón
Sigurðsson skrifaði þar sem hann
kvartaði undan söguburði um sig en
sagði mikilvægast að Ingibjörg og
biskup Íslands tryðu honum en ekki
sögusögnunum. Sögusagnirnar eru
þá væntanlega þær að Jón hafi gerst
fjölþreifinn og hefði hugsanlega
smitast af þeim sökum. „Þeir koma
með þær fréttir, að miklar sögur gangi
af siðferði voru hér ytra og in spe-
cie [sérstaklega] sé ég ekkert dygða-
munstur að liggja í fransósnum svo
árunum skipti etc. etc. Það gleður
mig samt að þeir sem mér þykir mest
undir komið, trúa því ekki, stúlkan
mín og biskupinn, og mega þá hinir
plúðra [skvaldra, innskot ÞG] eins og
þeir vilja, hvort ég get nokkurn tíma
sannfært þá um lygina eða ekki.“
Fræðimenn deila því um veik-
indi Jóns á okkar dögum enda virð-
ast ekki vera til nein gögn sem sýna
með óyggjandi hætti hvað amaði að
Jóni á þessum tíma. Eitt hið mikil-
vægasta við þessa deilu um veikindi
Jóns er að verið er að rökræða um
lífshlaup hans með gagnrýnum hætti
en ekki með stjörnublik í augum.
Með slíkum rökræðum um Jón Sig-
urðsson er minningu hans á 200 ára
afmæli hans kannski sýnd hvað mest
virðing enda er honum sjálfum lýst
sem manni skynsemi og rökhyggju
og hefði honum sjálfum örugglega
ofboðið sú upphafna mynd sem Ís-
lendingar hafa haft af honum í gegn-
um tíðina, jafnvel þó svo að hann
hafi verið dálítið hégómlegur í bland
líkt og álykta má út frá greinunum í
Andvara.
„Forsetinn heldur
stöðu sinni í Ís-
landssögunni á tveggja
alda afmæli sínu.
n 200 ára afmæli Jóns Sigurðssonar fagnað n Frá upphafinni sjálfstæð-
ishetju til manns af holdi og blóði n Samtíminn sér Jón í kaldara ljósi
Gagnrýnin mynd af
Jóni Sigurðssyni
Ingi Freyr Vilhjálmsson
fréttastjóri skrifar ingi@dv.is
Sjálfstæðishetja Jón Sigurðsson er helsta sjálfstæðishetja íslensku þjóðarinnar. Gagn-
rýnni sýn er þó að finna á Jón í nýlegum ritum en þeim sem eldri eru. Í tímaritinu Andvara er
brugðið upp myndum af Jóni í tilefni tveggja alda afmælis hans.
30 17. júní