Dagblaðið Vísir - DV - 15.06.2011, Blaðsíða 25

Dagblaðið Vísir - DV - 15.06.2011, Blaðsíða 25
fólks og ég sá okkur alveg þar. Þá sá ég hvað var að gerast. Reynslusögur geta hjálpað öðrum. Ekkert sem ég sagði var tekið til greina. Ég gat ekki rökrætt við hann því hann kúgaði mig alltaf til þess að ná sínu fram. Og ég sem hélt að þetta væri bara rugl í hausnum á mér.“ Fór ólöglega úr landi Síðan eignaðist hún Sóleyju. Þá áttaði hún sig á því að hún vildi ekki vera þann- ig mamma fyrir hana. Þau hættu saman og í eitt ár skiptust þau á að hafa Sóley, viku og viku í senn. „Það var samt erfitt því okkar samskipti voru erfið. Hann réð öllu því ég þorði ekki í hann. Svo sagði ég honum að ég ætl- aði heim um jólin en hann sagði að ég færi ekkert nema ég skrifaði undir einhver skjöl áður. Ella myndi hann setja Sóleyju í farbann. Ég var ekki komin þangað og fannst hann reyna að ráða yfir mér og taka ákvarðanir fyrir mig sem ég var ekki tilbúin til að taka. Mér fannst ég vera komin út í horn og ætti ekki leið út. Ég treysti honum ekki. Þannig að ég fór til lög- manns en á þessum tíma var ég svo rosalega brothætt að ég gat þetta ekki og fór ólöglega með hana heim til Ís- lands.“ Vera ætlaði sér þó aldrei að stinga af. „Ég ætlaði mér aldrei að úti- loka hann. Ég vildi bara sýna hon- um hversu alvarlegt þetta væri. Ég var bara að kalla á hjálp og biðja hann um að hlusta á mig. Samskipti okkar voru svo erfið. En í staðinn fyr- ir að tóna sig niður varð hann árásar- gjarnari og þótt ég væri lengst í burtu varð ég enn hræddari. Mér fannst ég ekki geta treyst á mig og treysti ekki á neinn annan heldur. Ef ég hefði ekki verið í óttanum hefðum við kannski náð saman. Þess í stað fengum við lögmenn til liðs við okkur og þeir voru ekki í því að slökkva elda.“ Vissi ekki af málaferlum Í kjölfarið upphófust vandræðin. Barnsfaðir hennar kom af stað mála- ferlum og Vera segir að það hafi ver- ið með ólögmætum hætti. „Hann sagðist ekki vita hvar ég væri. Síðan lét hann senda upplýsingar til mín um málaferlin á vinnustaðinn sinn þannig að ég vissi ekkert af því að þetta væri að gerast og mætti ekki fyrir dóm. Fyrst ég var ekki á staðn- um var honum gefið forræðið. En það komst ekki upp fyrr en seinna. Ég fór í mál hér heima upp á það að þurfa ekki að fara út með Sóleyju og vann það. Ég þurfti ekki að fara aftur út með hana og mér var ráðlagt að gera það ekki. En af því að ég vildi ekkert stríð,“ segir hún einlæg, „þá gerði ég það samt. Hún átti afmæli og ég vildi leyfa henni að vera með pabba sínum. Mamma var því mótfallin,“ segir hún og andvarpar. Þá var annað mál farið af stað þarna úti og þau áttu öll að mæta í sálfræðimat. Samningurinn var sá að Vera myndi svo sækja hana á leiðinni út á flugvöll og fara með hana aftur heim til Íslands. „Kvöldið áður en við átt- um að fara hringdi ég í hann og þá svaraði hann ekki. Ég var ekkert að stressa mig á því en mamma hafði miklar áhyggjur. Ég trúði því ekki að eitthvað væri að.“ Missti öll tengsl við sjálfa sig Svo kom í ljós að hann hafði stungið af með Sóleyju. „Hann var bara far- inn og ég vissi ekkert hvar hann var. Ég fór því heim án hennar og fékk hana ekki aftur fyrr en forræðismál- inu lauk úti hátt í ári síðar. Upp frá því upphófst mitt mesta rugl, sem var kannski eitthvað sem ég þurfti að ganga í gegnum til að geta unnið úr þessu. Ég var alveg týnd og missti öll tengsl við sjálfa mig. Ég vissi samt að hann vildi gera sitt besta til þess að vera góður pabbi og hann hafði sýnt það. En hann hafði líka gefið pelabarni kaffi, og hann hafði skilið hana eina eft- ir heima á meðan hann fór út í búð þegar hún var ungbarn. Við erum að tala um svona hluti en maður verður líka að taka þá alvarlega.“ Þegar dómsúrskurðurinn lá fyrir var Vera heima hjá sér. Vinur henn- ar var hjá henni. „Ég var að bíða eft- ir þessu samtali, svaraði og fór niður. Þegar ég fékk fréttirnar gaf ég mér andartak þar sem ég trylltist inni í mér en harkaði svo af mér, slökkti á tilfinningunum og fór upp til að segja vini mínum að ég hefði tapað málinu, köld eins og járnfrú.“ Lokaði á allt og alla Hún hafði ekki mikið að gefa. „Ég var rosalega lokuð þegar ég kom hingað af því að ég var hrædd við alla. Sérstaklega karla. Ég átti mjög erfitt með að treysta. Fyrir vikið reyndu fáir að kynnast mér og ég hélt lengi að fólk fílaði mig ekki. Þar til ég fattaði að ég hélt öllum frá mér. Þetta hafði áhrif á svo margt. Til dæmis kynlífið. Mjög lengi var ég ekki með manni. Þegar ég ákvað að vinna með það rakst ég ítrekað á veggi sem ég þurfti að brjóta niður. En það var mikið kikk sem fólst í því og ég leysti mikla orku úr læðingi. Þetta er allt orka. Oft talar fólk um það sem frjáls- lyndi að sofa hjá báðum kynjum og stunda hópkynlíf. Ég er ósammála því. Frjálslyndi felst í því að geta gef- ið þig alla í kynlífið, þekkja þig og sleppa tökunum. Bera traust til þín og félagans. Þetta snýst um það að vera frjáls, gefa alla þína orku í þetta svo þú finnir fyrir því í hverri taug. Komast í aðra vídd. En á þessum tíma var ég að hitta mann sem vissi ekkert hver ég var. Mín leið til að lifa af og forða mér frá svartnættinu var að loka á allt og alla. Lengi hélt ég að þessi kuldi beindist líka að Sóleyju og íhugaði það vand- lega hvort það væri eitthvað að mér því ég grét ekki og var ekki með ríf- andi söknuð alla daga. Ég gat haldið áfram að lifa.“ Veru vöknar um augun en ýtir því frá sér, þurrkar sér í framan og brosir móðurlega. „Það er ótrúlegt hvað ég get ýtt öllu frá mér. Ég er svo mikill strútur og sting höfðinu alltaf í sandinn þegar þetta verður of erfitt.“ „Ég finn alltaf fyrir henni“ Hún sýpur á kaffinu. „Sóley mín,“ segir hún og andvarpar. „Hún er bara frábær. Ég var alltaf rosalega hrædd við fæðingar en vissi samt að ég vildi eignast börn. Svo var þetta ekkert mál, hvorki meðgangan né fæðing- in. Og Sóley er dásamleg. Hún hef- ur kennt mér svo mikið. Stundum er ég svo hissa á því. Hún segir eitt- hvað og ég verð bara agndofa.“ Í litla dúkku- húsinu þeirra á Njálsgötunni hékk aðeins ein mynd á veggjun- um, mynd af sóleyjum þar sem sól- in brýst fram á heiðbláum himni. Myndin var valin mynd ársins 2009 og er sú eina sem Vera getur hugsað sér að hafa uppi heima hjá sér. Þetta er óður til Sóleyjar. Öðru máli gildir um svefnher- bergið þar sem myndir af dóttur hennar þöktu veggina. „Ég fór síðan að rífa mig niður fyrir að vera ekki með myndir af henni í íbúðinni. Hugsaði með mér hvernig mamma ég væri eiginlega fyrst ég væri ekki einu sinni með myndir af henni. Allt í einu rann það svo upp fyrir mér að hún var alls staðar. Ég finn alltaf fyrir henni. Alltaf. Hún er alls staðar. Þótt ég sé ekki alltaf að tala um hana eða velta mér upp úr þessu þá er hún stór hluti af mér.“ „Rosalega skitsófrenískt“ Niðurstaða dómsins var að forræð- ið væri sameiginlegt svo fremi sem Vera byggi í París. En á meðan hún Viðtal | 25Helgarblað 15.–19. júní 2011 Þetta var bara djók. Svo biðum við bæði eftir því að hinn aðilinn myndi hætta við. Sem hvorugt okkar gerði þannig að við vorum allt í einu gift. En ég var heldur ekki góð eiginkona og heimsótti hann ekki oft í fangelsið.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.