Dagblaðið Vísir - DV - 15.06.2011, Blaðsíða 23

Dagblaðið Vísir - DV - 15.06.2011, Blaðsíða 23
Umræða | 23Helgarblað 15.–19. júní 2011 Sykursnúður og flautuketill Svali H. Björgvinsson lýsti frá úrslitakeppni NBA-deildarinnar í körfubolta á Stöð 2 Sport. Hann þykir vera einn af orðheppnustu íþrótta- þulum landsins og kryddaði mjög upplifun þeirra sem á hlýddu með mögnuðum lýsingum. Vel heppnaðar troðslur kallaði hann „kárahnjúkatroð“ og „hámenningartroð“ og líkti mönnum við kjötsúpu, ýmis dýr og vínarbrauð. Hver er maðurinn? „Ungur hógvær Valsmaður með of mikinn áhuga á körfuknattleik og öðrum fögrum hlutum í lífinu. Einn af fjölmörgum góðum sonum séra Friðriks.“ Hvaðan kemur þessu orðaforði? „Þetta snýst um að nýta þau orð sem maður kann frekar en að kunna eitthvað sérstaklega mörg orð. Ég er einfaldlega að reyna að lýsa því sem ég sé í leiknum og ef ég sé sykursnúð eða flautuketil, þá finnst mér rétt að upplýsa fólk um að þarna hafi verið sykursnúður eða flautuketill á ferð.“ Undirbýrð þú þetta sérstaklega? „Ekki með öðrum hætti en þeim að ég hef fylgst náið með þessari fögru íþrótt í nokkra áratugi og reyni eftir bestu getu að útskýra það sem ég sé í leiknum. Grunnregla mín í þessum lýsingum er sú að reyna að vera ekki mjög leiðinlegur, þannig að það fæli ekki fólk frá leiknum.“ Hefur þú gaman af þessu? „Mjög svo og ég vona að það skili sér með einhverjum hætti. Auðvitað er þetta ein- hvers konar bilun að lýsa íþróttaleikjum á nóttinni í mörg ár. En þetta er bæði áhuga- mál mitt og einnig gott geðlyf. Ég verð allur skárri í skapinu eftir þessar lýsingar.“ Hefur þú fengið athugasemdir frá íslenskufræðingum? „Nei, ekki margar. Mér hefur fundist að það séu næg verkefni fyrir þá og ugglaust brýnni en þau að velta sér upp úr þessum lýsingum. En ég hvet þá, sem og aðra, til að fylgjast með leikjum, það er hressandi fyrir andann.“ Varst þú ánægður með úrslitin? „Virkilega ánægður. Það þarf svo lítið til að gleðja mig.“ Hvort liðið átti skilið að sigra? „Dallas átti skilið að sigra, af þeirri einföldu ástæðu að þeir hafa lagt meira á sig, voru betur undirbúnir og vel skipulagðir.“ Hvaða leikmanni finnst þér skemmti- legast að lýsa? „Það er alltaf skemmtilegast að fjalla um jaðartilvik og eitthvað sjaldgæft. Ég hef mest gaman af því að lýsa einhverjum furðubomsum sem fæstir þekkja. En líklega er galdurinn bak við góðar sögur og íþróttalýsingar að gera hversdagslega hluti áhugaverða fyrir sem flesta.“ -KG „Þetta er erfið spurning en ég held að hann verði að taka ákvörðun um það sjálfur, hvar hans samviska liggur.“ Björn Ingólfsson 53 ára fjármálastjóri „Mín vegna mætti bara leggja niður þjóð- kirkjuna. Ég er bara orðin leið á þessu.“ Sigríður Guðmundsdóttir 50 ára leiðsögumaður „Já, tvímælalaust.“ Melkorka Sigríður 22 ára dansari „Ég þekki svolítið inn á það og ég myndi segja já.“ Þórunn Steinunn Jónsdóttir 86 ára eldri borgari „Tvímælalaust miðað við allt sem á undan er gengið.“ Hörður Torfason Tónlistarmaður Maður dagsins Finnst þér að biskupinn eigi að segja af sér? Skjöldungar Skátar úr Skjöldungum nutu veðurblíðunnar í Reykjavík á þriðjudaginn. Þegar ljósmyndara bar að garði voru þeir að gæða sér á pylsum og ætluðu svo að skella sér í leiki. Mynd SIGTryGGUr ArI Myndin Dómstóll götunnar „Einn er betri en enginn,“ skrifaði ég á þessum sama stað þegar ljóst var að aðeins einn maður yrði ákærður fyrir allsherjar efnahagshrunið sem varð á Íslandi haustið 2008. Það að einhver skuli vera dreginn til ábyrgð- ar fyrir gerðir sínar í opinberu lífi á Ís- landi er nánast kraftaverk, og því taldi ég skárra að einn þeirra sem ábyrgð- ina báru skyldi látinn sæta henni en enginn, þó vissulega hefðu þeir átt að vera fleiri. Nú er ég þó alls ekki jafn sannfærður um þessa lausn. Ef til vill er einn ekki betri en enginn þegar öllu er á botninn hvolft. Ábyrgð Geirs Haarde á efnahags- hruninu er nokkuð ljós. Þó að fyrir- rennari hans Davíð Oddsson hljóti að teljast helsti arkitekt hrunsins hefði Geir sem forsætisráðherra getað af- stýrt því eða að minnsta kosti dregið mjög úr áhrifum þess. Snemma árs 2006 voru íslensku bankarnir hætt staddir í hinni svokölluðu „mini- krísu“, sem var meðal annars til kom- inn vegna lausafjárskorts. Með öðrum orðum voru engir peningar lengur til í bönkunum. Geir var þá utanríkis- ráðherra og að nafninu til næst valda- mesti maður ríkisstjórnarinnar, en sem formaður stærri flokksins hafði hann líklega meiri völd í reynd í staða hans sagði til um. Vitlaus stefna á fullri ferð Í stað þess að hlusta á þær varúð- arbjöllur sem þá klingdu og end- urómuðu víða um heim var ákveð- ið að gefa í. Bankarnir skyldu fá sitt lausafé með jöklabréfum, ástarbréf- um og Icesave, allt með ríkisábyrgð. Þegar Geir varð svo forsætisráðherra um sumarið var þessari stefnu hald- ið áfram allt fram á síðasta dag, sem gerði hrunið mun umfangsmeira en annars hefði orðið. Í staðinn fyrir að byrja að dæla upp úr lestunum þeg- ar skipið var farið að leka, til dæmis með því að takmarka vöxt bankanna, ákvað skipstjórinn í staðinn að dæla vatni inn, og gott ef hann fyllti ekki björgunarbátana líka. Látum þetta gott heita af sjó- mannasamlíkingum í bili og snúum okkur að Samfylkingunni. Þátttaka Samfylkingarinnar í nýrri ríkisstjórn Geirs árið 2007 var um margt stór- slys. Þó Samfylkingin hafi verið sak- laus af upptökum stefnunnar sem leiddi til hruns tók hún þátt í hruna- dansinum síðustu sporin, með þeim afleiðingum að ábyrgðin var nú orð- in svo dreifð að erfiðara var að benda á höfuðpaurana. Blásaklausir framsóknarmenn Framsóknarmenn hafa jú sérstak- lega gaman af því að minna Jóhönnu á að hún var í ríkisstjórn á þessum tíma. Sjálfir áttu þeir mun stærri þátt, með því að sjá til þess að einkavæð- ing bankanna yrði gerð eftir gömlu helmingaskiptareglunni frekar en á faglegum nótum, og með því að lofa 100 prósent húsnæðislánum í kosn- ingunum 2003 sem hlaut að leiða til allsherjar byggingarbólu, sem varð jú reyndin. En almættið virðist þrátt fyrir allt eiga í hjarta sínu stað fyrir framsókn- armenn, og þeir sluppu fyrir horn með því að vera ekki í ríkisstjórn síð- asta rúma árið fyrir hrun. Ábyrgð- in var nú alls staðar (nema hjá VG). Þetta hefði átt að hafa þann kost að uppgjörið hefði ekki þurft að falla í pólitískar skotgrafir, heldur hefði átt að ná yfir alla flokka (nema VG). Al- þingi hefði þannig átt að geta tekið sameiginlega ákvörðun um að bæta fyrir fyrri mistök. En með því að vernda sitt eigið fólk ákvað Samfylkingin að fara ekki þessa leið. Með því að draga Geir einan til ábyrgðar er auðvelt fyrir andstæðinga Samfylkingar að tala um pólitísk réttarhöld og skrípaleik, og gott ef jafnvel fólkið sem varð illa úti vegna afglapa hans finni ekki til örlítillar samúðar, því það er ljótt að sjá alla á móti einum og er þá ekki spurt hvað þessi eini gerði af sér. Þeir sem vilja að réttlætið nái að hafa sinn gang í máli Geirs eru nú komir í þá undarlegu stöðu að vera sakað- ir um hefnigirni, á meðan aðrir sem ábyrgðina báru en sluppu fyrir horn geta sýnt fram á manngæsku sína með því að vilja sleppa höfuðpaurn- um einnig. Að þessu leytinu er örlítið rétt- læti ef til vill verra en ekkert, því það minnir okkur á hversu mikið órétt- læti hefur hér viðgengist. Grey Geir „En almættið virð- ist þrátt fyrir allt eiga í hjarta sínu stað fyrir framsóknarmenn, og þeir sluppu fyrir horn með því að vera ekki í ríkisstjórn síð- asta rúma árið fyrir hrun. Kjallari Valur Gunnarsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.