Dagblaðið Vísir - DV - 15.06.2011, Blaðsíða 52

Dagblaðið Vísir - DV - 15.06.2011, Blaðsíða 52
52 | Fókus 15.–19. júní 2011 Helgarblað Hvað ertu að gera? mælir með... mælir ekki með... BÓK Bankastræti núll „Skemmtanagildi hennar er hins vegar ótvírætt og var kvöld- stundinni vel varið í lesturinn.“ – Ingi Freyr Vilhjálmsson. BÓK Sláttur „Sláttur er frambæri- legt og fínlega skrifað verk.“ – Kristjana Guðbrandsdóttir. TÖLVULEIKUR L.A. Noire „L.A. Noire fyrir alla tölvuleikjaunn- endur; hann er frábær skemmtun og rígheldur í þig.“ – Einar Þór Sigurðsson. TÖLVULEIKUR Tiger Woods PGA Tour 12 - Masters „Allir geta spilað, ég tala nú ekki um ef menn eiga PlayStation Move eða önnur sambærileg hreyfitól.“ – Sigurður Mikael Jónsson. BÓK Rosabaugur yfir Íslandi Björn Bjarnason „Myndin sem Björn dregur upp af Baugs- málinu er ansi skökk og skæld.“ – Ingi Freyr Vilhjálmsson. Sölvi Snær Magnússon Auglýsingastjóri stöva Stöðvar 2. Hvaða bók ert þú að lesa? „Ég er að lesa „Ekkert fokking klúður“ eftir Jens Lapidus en gríp mikið í bækur um „bodybuilding“ vegna þess að ég er vaxtarræktarmaður.“ Hvaða tónlist er í uppáhaldi þessa dagana? „Þessa dagana er ég afar spenntur fyrir góðri tónlist en reyni að sleppa leiðinlegri. Og svo hef ég lengi verið spenntur fyrir Bubba Morthens.“ Hvert ferð þú út að borða ef þú mátt ráða? „Þá fer ég á Austur Indíafélagið um kvöldið, hádegismatinn fæ ég í SuZushii í Kringlunni og morgunmat á The Laundromat Café í Dirty brunch.“ Hvaða bíómynd sást þú síðast og hvernig líkaði þér hún? „Bridesmaids og ég hló svo mikið að ég fékk bæði tár í augu og astmakast. Fær 4 stjörnur.“ Hvað ætlar þú að gera um helgina? „Ég er búinn að bóka sól og logn frá föstu- degi til sunnudags og mun njóta þess með fjölskyldunni. Lengi lifi lýðveldið Ísland.“ Búinn að bóka sól og logn F rá því að tónlistarhúsið Harpa var opnað á vordög- um hefur umræðan verið súrsæt. Annars vegar hefur húsið verið lofað enda stór- glæsilegt og tímabær lausn fyrir allt tónlistarfólk í landinu jafnt sem tónlistarunnendur. Loksins hafa Ís- lendingar eignast tónlistarhús. Á hinum enda umræðunnar hafa Harpa og stjórnendur hennar verið gagnrýnd á þeirri forsendu að húsið sé einmitt ekki fyrir allt tónlistarfólk – heldur aðeins Sinfóníuhljómsveitina og klassíska geirann. Það sé hrein- lega ekki gert ráð fyrir öðrum og að skilyrðin sem tónlistarmönnum eru sett séu mörgum illviðráðanleg. Bubbi Morthens hefur meðal annars gagnrýnt stjórnendur Hörpu mikið og sagt að popptónlist hafi ein- ungis fengið um 20 mínútur af opn- unartónleikum hússins. Að nokkrir af vinsælustu tónlistarmönnum þjóðarinnar eins og Gunnar Þórð- arson, Magnús Eiríksson, Megas, Björgvin Halldórsson og Björk Guð- mundsdóttir hafi ekki verið á svið- inu. Bubbi segist hreinlega ekki ætla koma fram í húsinu fyrr en stjórn þess segi af sér. Þá greindi DV frá því fyrir stuttu að hljómsveitin GusGus hefði ákveðið að halda útgáfutónleika sína á Nasa vegna þess að þeir töldu hljóðkerfi Hörpu ekki nægilega gott og fengu ekki að koma inn með sitt eigið. Spilar ekki fyrr en stjórnin fer „Það er grátlegt en þangað til nýr stjórnarformaður og ný stjórn taka við í Hörpu ætla ég ekki að spila í húsinu. Það er klárt,“ segir Bubbi sem heldur tónleika í Hofi 16. júní, þar sem hann spilar efni af nýútkominni plötu sinni. Bubbi heldur fjölmarga tónleika í sumar og allir aðrir tón- leikastaðir en Harpa koma til greina í hans huga og segir hann afstöðu sína markast af þeim hroka sem stjórnar- formaður og stjórn hússins sýni tón- listarmönnum. „Léleg gæði á hljóðkerfi og sá háttur sem var hafður á segja allt sem segja þarf um hrokann og fá- fræðina sem ríður húsum í Hörpu. Ég get nefnt þér sem dæmi að menn sem spila úti um allan heim geta ekki unnið við þessar aðstæður og það vita allir. Hugsaðu þér ef Eagles mætti ekki hafa með sér sinn eigin hljóðbúnað? Hver einasta hljómsveit hefur sinn eigin hljómheim, hver einasta hljómsveit hefur sinn hljóðmann sem vinnur náið með hljómsveitinni og túrar með henni og svo framvegis. Þú sem tónlistarmaður getur ákveðið að hljóðkerfi viðkomandi tónleika- staðar sé ábótavant eða nákvæm- lega það sem þú vilt og þarft að geta gert ráðstafanir þess vegna. Mónitor- maður skiptir líka gríðarlega miklu máli, en hann sér um hljóðið uppi á sviði. Og svör þeirra í Hörpu um sérfræðingana sína og allt það segja auðvitað allt um það hvers konar glapræðisvitleysa er í gangi að hafa þessa stjórn þarna. Vegna þess að klassískir tónleikar halda þessu húsi ekki uppi.“ Vill hitta Bubba Höskuldur Ásgeirsson framkvæmda- stjóri segir enga gjá vera milli Hörpu og ryþmageirans. Ef svo sé sé hún byggð á misskilningi og eitthvað sem má leysa með einum góði fundi. Þvert á móti taki Harpa tónlistar- fólki af öllum toga fagnandi. Hann segir þó engan vafa leika á að Harpa sé heimili Sinfóníuhljómsveitar Ís- lands en að önnur tegund tónlistar sé meira en velkomin enda hafi þeg- ar verið haldinn fjöldinn allur af fjöl- breyttum tónleikum. „Það er alveg ljóst að húsið er heimili fyrir Sinfóníuhljómsveit Ís- lands og þeir eru með fast prógramm þar. En ryþmíski geirinn hefur spilað í öllum sölum hússins og þeir hafa jafnan aðgang að þeim eins allir aðr- ir. Hvort sem það er úr klassíska geir- anum eða ekki. Sinfó er með sitt fasta prógramm og svo sitja allir við sama borð. Við höfum líka séð það á þeirri eftirspurn sem hefur verið eftir að komast inn í húsið að ryþmíski geir- inn sækir mjög í að koma hingað. Það er alls ekki frá okkur kom- ið að þessi hópur sé ekki velkom- inn í húsið. Ég vil bara undirstrika það að hann er velkominn og við viljum vinna vel með þessum hópi n 4. maí Sinfóníuhljómsveit Íslands - Beethoven 9 - Klassík n 5. maí Sinfóníuhljómsveit Íslands - Beethoven 9 - Klassík n 6. maí Sinfóníuhljómsveit Íslands - Beethoven 9 - Klassík n 13. maí Opnunarhátíð hússins - Annað/ blandað n 14. maí Opnunarhátíð - Klassík n 14. maí Opnunarhátíð - Popp n 15. maí Opnunarhátíð - Annað/blandað n 16. maí Lúðrasveitin Svanur - Klassík n 20. maí Ólöf Arnalds og Skúli Sverrisson - Annað/blandað n 21. maí Jonas Kaufman - Klassík n 21. maí Hlustendaverðlaun FM 957 - Popp n 27. maí Ojos de brujo - Annað/blandað n 28. maí Högni Egilsson og co - Annað/ blandað n 28. maí Bob Dylan heiðurstónleikar - Popp n 28. maí Sinfóníuhljómsveit Íslands - Mahler - Klassík n 1. júní Sinfóníuhljómsveit Íslands - Ég veit þú kemur - Annað/blandað n 1. júní Tony Allen - Annað/blandað n 2. júní Edda Erlendsdóttir - Klassík n 1. júní Sinfóníuhljómsveit Íslands - Ég veit þú kemur - Annað/blandað n 3. júní Tenórarnir þrír - Klassík n 4. júní Solaris - Annað/blandað n 5. júní Barbara Bonney - Klassík n 8. júní Páll Óskar og Sinfó - Annað/ blandað n 9. júní Páll Óskar og Sinfó - Annað/ blandað n 10. júní Páll Óskar og Sinfó - Annað/ blandað n 10. júní Söngtónleikar - Klassík n 11. júní Páll Óskar og Sinfó - Annað/ blandað n 11. júní Caput - Annað/blandað n 12. júní Caput - Annað/blandað n 12. júní Cindy Lauper - Popp Liðnir atburðir Framundan í Hörpu Klassík: n Töfraflautan n Hrím n Bassaflautufuglar n Maria Joao Pires n Maria Joao Pires og Maxím Vengerov n Bærum sinfóníuhljómsveit og Óperu- kórinn í Reykjavík n Kristinn Sigmundsson og Víkingur Heiðar n Konur og íslensk tónlist n Halldór Laxness og tónlistin n Íslensk tónlist – A Capella n Perlur íslenskra einsöngslaga Popp: n Helgi Björns n Elvis Costello Annað/blandað n AfroCubism n Larry King n Ferðalag í gegnum íslenska tónlistarsögu n Jamie Cullum n Páll Óskar og Sinfó Gjá virðist vera myndast milli Hörpu og poppheima. Bubbi Morthens segist ekki ætla spila í húsinu fyrr en stjórn þess víki og ein vinsælasta hljómsveit landsins, GusGus, hætti við að halda útgáfutónleika sína þar út af hljóðkerfinu. Höskuldur Ásgeirs- son, framkvæmdastjóri Hörpu, segir enga gjá vera til staðar og að um misskilning sé að ræða. Ingvar Jónsson, tæknistjóri hljóðstjórnar, segir umræðuna um hljóðkerfið alls ekki hafa verið faglega en flestir dómar hafa verið jákvæðir. Tekist á um Hörpu Harpa Enn er tekist á um Hörpu á mörgum vígstöðum. Mynd RÓBERT REynISSon
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.