Dagblaðið Vísir - DV - 15.06.2011, Blaðsíða 26

Dagblaðið Vísir - DV - 15.06.2011, Blaðsíða 26
26 | Viðtal 15.–19. júní 2011 Helgarblað er hér heima býr Sóley hjá föður sín- um. Frakkland er hennar heimaland og þar á hún að vera. En ef Vera flytur út getur hún haft Sóleyju aðra hvora viku. En þessar aðstæður geta verið erfiðar. „Þetta er rosalega skitsófren- ískt. Líka af því að ég fæ ekkert að vita um líf hennar í París þar sem pabbi hennar segir að mér komi það ekki við. Þegar hún kemur verð ég alveg mamma en ég er mjög fljót að detta í annan gír þegar ég er búin að kveðja hana aftur. En ég grenja alltaf á leið- inni heim frá flugvellinum. Samt kveð ég hana alltaf á jákvæðum nótum, segi henni að ég muni sjá hana fljótt aftur, það sé búið að vera gaman að hafa hana og það verði gaman hjá henni í París. Passa mig á því að það sé ekkert drama. Síðan myndum við hjarta með hönd- unum. Ef hún saknar mín eins og ég saknaði mömmu minnar þegar ég var lítil þá er þetta mjög erfitt fyrir hana. En hún er svo dugleg. Ef hún væri ekki svona dugleg væri þetta mikið erfiðara.“ Óvenjuleg æska Vera var átta ára þegar mamma hennar fór til Noregs og faðir hennar til Englands í nám. Hún á bróður sem er ári eldri og þau voru skilin eftir hjá ömmu sinni í Hlíðunum. „Ég sakn- aði mömmu rosalega mikið. Ég var svo mikil mömmustelpa þegar ég var lítil en auðvitað var sárt að missa þau bæði frá mér á sama tíma.“ Við erum komnar inn á Haíti og sestar í sófann þar. Vera heldur áfram með söguna. Á þremur árum fór hún í þrjá grunnskóla áður en hún flutti níu ára til Noregs, þar sem hún bjó í smábæ rétt utan við Þrándheim. Þangað kom hún í myrkri og sá ekki umhverfið fyrr en morguninn eft- ir þegar hún lagði af stað í skólann. „Þetta var lítill bær og engir útlend- ingar þar. Mamma var búin að kynn- ast manni sem er frá Namibíu. Þetta var allt mjög framandi. Að koma til Noregs, tala ekki tungumálið, vera útlendingur og hitta svo kærasta mömmu sem var frá Afríku. Hvorki ég né aðrir í þessum bæ höfðum varla séð svartan mann áður. Fyrst í stað var ég ofsalega feimin við hann,“ segir hún og hlær hátt. Þarna voru þau þar til hún byrjaði í gagnfræða- skóla. Þá fluttu þau í annan bæ rétt utan við Osló. Skömmu síðar eign- aðist Vera litla systur, Nöndu Maríu Murangi-Maack. „Heimurinn breytt- ist þegar hún fæddist. Hún var núm- er eitt í mínu lífi þar til Sóley fædd- ist. Henni finnst ég ekki hafa sýnt það og það er rétt hjá henni. Á meðan ég var í þessu wonder-landi var ég föst í naflanum á sjálfri mér.“ Úr sálfræði í ljósmyndun Bróðir hennar, Gísli Pálson, kom til Íslands í MR og Vera íhugaði að gera slíkt hið sama en snögghætti við þegar hún sá stafsetningarpróf sem hann þurfti að taka. Hún kom samt heim til Íslands til að fara í háskóla- nám. „Mamma gaf mér tvo valkosti, lögfræði eða sálfræði. Ég valdi seinni kostinn og var ár í sálfræði að drepast úr leiðindum.“ Síðan sá hún kvikmynd með Fay Dunaway í aðalhlutverki en þar lék hún tískuljósmyndara. Þar með var það ákveðið. Vera ætlaði að vera ljósmyndari. Hún sótti námskeið og reyndi að komast á samning. „„Þú ert stelpa, þú getur það aldrei,“ fékk ég þá að heyra. Reyndar fékk ég vinnu hjá ljósmyndara en stoppaði stutt þar. Hann vildi nefnilega mynda mig og ég leyfði honum það. Síðan var hann alltaf að reyna að fá mig úr fötunum fyrir framan myndavélina. Þannig að ég lét mig hverfa.“ Leiðin lá til Bandaríkjanna. Þar frétti Vera af stelpu sem hjálpaði henni út. Aftur kom Vera á nýjan áfangastað í myrkri. „Ég sá Santa Barbara fyrst þegar ég mætti. Brooks var fullkominn skóli fyrir mig því ég tók varla eftir því að ég væri að læra.“ Brandari varð að hjónabandi Einu sinni fór hún á djammið og braut á sér tærnar. Þá var með henni brimbrettastrákur sem var ekki bara sætur heldur hlúði líka vel að henni. „Hann var rosalega góður við mig,“ segir Vera. Þau náðu saman og töl- uðu um að gifta sig. „Þetta var bara djók. Svo biðum við bæði eftir því að hinn aðilinn hætti við. Sem hvorugt okkar gerði þannig að við vorum allt í einu gift,“ segir hún og hlær. Þau héldu brúðkaup í Viðey og Vera gifti sig í hvítum kjól með hár- ið út í loftið, í pönkskóm og með svart í vendinum. „Ef ég á að vera al- veg hreinskilin þá vissi ég það alveg þegar ég gifti mig að við yrðum ekki alltaf saman. Hjónabandið var samt skemmtilegt þar sem það gekk út á að hafa gaman. Við ferðuðumst út um allt og nutum lífsins.“ Eiginmaðurinn í fangelsi Babb kom svo í bátinn þegar hann var tekinn fyrir ölvunarakstur – og síðan aftur. Í þriðja skiptið var hann sendur í fangelsi þar sem hann var í níu mánuði. „Hann drakk mikið. Ef við hefðum ekki gift okkur hefðum við farið hvort sína leið. En ég spáði ekki mikið í þetta. Ég tók því sem að höndum bar og velti mér ekki mikið upp úr því. En ég var heldur ekki góð eiginkona og heimsótti hann sjaldan í fangelsið. Þetta varð til þess að við fjarlægðumst.“ Þau komu samt saman til Íslands þar sem Vera vann á elliheimilinu á Flateyri og hann í frystihúsinu. Það- an fóru þau síðan til Parísar því Veru langaði að læra frönsku. Þar seldi hún plaköt og var með vasa fulla af peningum. „Þetta var ólögleg starf- semi en þetta gerði mér kleift að vera áfram í París. Maðurinn minn fann sér aftur á móti ekkert að gera og flutti til Hollands. Þegar ég heimsótti hann þangað var hann kominn með kærustu og ég átti kærasta í París. Þannig að við ákváðum að skilja og ég hringdi í mömmu og bað hana að ganga frá því. Við gerðum það í sátt.“ Þótti lúxuslífið yfirborðslegt Eftir skamman tíma í París sóttist Vera eftir því að komast að í stúd- íói. Nokkrum vikum síðar fékk hún símtal á föstudegi. Hún átti að byrja á mánudegi. „Á einni helgi varð ég að koma mér út úr hinu og ég gerði það. Síðan vann ég sleitulaust sem lærlingur í níu mánuði, alla daga og fram á kvöld án þess að fá nokkuð greitt. Síðan losnaði staða aðstoðar- manns við stúdíóið og ég fékk hana. Upp frá því vann ég mikið með ein- um ljósmyndara Christophe Kutner og hann bauð mér svo að vinna fyr- ir sig.“ Það var ævintýralegur tími. Hann var mikilsvirtur í bransanum og tók að sér stór verkefni. Þau flökkuðu stöðugt á milli Parísar og New York og ferðuðust um allan heim. „Ég lifði þessu lífi, bjó á flottustu hótelunum, borðað kræsingar, ferðaðist út um allt og myndaði helstu módel heims. Oft bókaði hann stelpur sem hann var að sofa hjá og þekkti, svo það var yfirleitt góð stemning í þessum ferð- um en stundum var lúxuslífið svo þreytandi að mér fannst æðislegt að koma heim í einfaldleikann og borða pasta með smjöri. Það er hægt að fá leið á þessu. Lífsstíll ríka og fræga fólksins sem ég umgekkst heillaði mig ekki. Þetta var of yfirborðslegt. Mér fannst klikkun að eyða tugþús- undum í stuttermabol frá Chanel.“ Bjargaði töframanni aldarinnar af klósettinu Vera segir hlæjandi frá eftirminni- legu atviki. Þá voru þau að mynda Claudiu Schiffer og kærasti henn- ar, David Copperfield, töframaður aldarinnar, var með í för og læsti sig inni á klósetti. „Við þurftum að bjarga honum. Það var mjög fyndið.“ Núverandi ritstýra franska Vogue vann einnig með Veru. „Hún er rosaflott, há og grönn og með flott- an stíl, látlausan en töff. Hún var aðstoðarmaður stílista sem var þá stjarna á Vogue en hafði samt ótrú- lega mikil áhrif og völd sjálf. Hún var aldrei eins og venjulegur aðstoðar- maður, enda mjög ákveðin og þekkti sína stöðu. Það var mikil valdabarátta þarna. Eitt af því sem mér finnst óhugnan- legt er hve margir láta stjórna sér bara af því að einstaklingurinn er frægur. Sumir voru líka vondir við aðra. Eins og ljósmyndari sem faldi myndir en öskraði svo á starfsfólk- ið af því að þær fundust ekki. Mód- elin fengu líka að heyra að þau væru feit og það væri ekki hægt að mynda svona fituhlunka. Það er ótrúlegt hvernig hægt er að koma fram við fólk. En það sem dreif mig áfram var hvað þetta var gaman. Lífið var eins leikur. Auk þess sem ég fæ kikk út úr myndatökum, adrenalínið flæðir alltaf eftir tökur. Af því að þetta var skemmtilegt og vel launað starf var ég aðstoðarmaður í fimm ár áður en ég fór að vinna fyrir sjálfa mig, sem er óvenjulangur tími. Á meðan hélt ég utan um allt fyrir Christophe og var mamman. Heima hjá honum setti ég í þvottavél á meðan hann djammaði. Hann var svona partí- gaur.“ Hafnaði góðum tækifærum Áður en Vera hætti sem aðstoðar- maður var hún farin að vinna fyr- ir sjálfa sig. „Ég var að mynda fyrir stóru blöðin á meðan ég var enn að læra. Ég var ekki tilbúin. Ég gat held- ur ekki verið eins listræn ef ég ætlaði að selja myndirnar þannig að ég fór að vinna fyrir Madame Figaro sem var mjög „commercial“ blað. Ég hat- aði það sem ég var að gera þar og var að æla í hvert skipti sem þetta birtist. Í mér eru alltaf að togast á mitt won- der-land og raunveruleikinn. Þegar ég er í raunveruleikanum get ég ekki verið stolt af því sem ég hef gert, því það tilheyrir allt wonder-landi. Mín- ar hetjur eru stríðsljósmyndarar.“ Vera varð vitni að því að sum- ir styttu sér leið með því að sofa hjá rétta manninum. Sjálf vildi hún fá tækifæri vegna eigin verðleika. „Ég sá fólk gera þetta og komast mjög langt á skömmum tíma. En það ent- ist aldrei. Ég vildi gera þetta á mínum forsendum, taka skref fyrir skref. Og ég komst mjög langt. Ég var til dæmis ein af fimm sem komu til greina fyrir Miu Miu-her- ferð. Og franska Vogue fylgdist með mér þar til ég fór til Íslands, sem þykir mikill heiður því þeir eru mjög vand- látir. En ég fékk líka góð tækifæri sem ég hafnaði af því að ég var ekki tilbú- in. Án þess að ég væri meðvituð um það þá þorði ég ekki að taka stökkið. Ég var of hrædd.“ Dýrt að fara í mál Nú ætlar hún að láta á þetta reyna. „Við sjáum til hvernig það gengur. En ég er ekki að fara út til að eltast við frægð og frama. Mig langar bara að vinna og sjá fyrir okkur Sóleyju og það er miklu meiri peningur í þess- um bransa úti. Ef ég eignast nóg af peningum þá get ég farið aftur í mál við barnsföður minn og reynt að fá forræði yfir Sóleyju. En það þýðir ekkert fyrir mig að pakka bara niður og fara. Þetta krefst undirbúnings og hann hefur tekið tíma. Núna er ég búin að vera á Ís- landi í fjögur og hálft ár og í bullandi þerapíu allan tímann þótt ég hafi að mestu leyti séð um það sjálf. Ísland hefur verið mitt heilsuhæli og minn skóli. Ég er allt önnur Vera í dag en þegar ég kom.“ Leiðin heim til Sóleyjar „Stundum ríf ég mig niður fyrir að vera ekki löngu búin að rífa mig upp og fara til hennar. Fólk spyr mig líka hvað ég sé eiginlega að gera hér. Vinkona mín var gefin þegar hún var átta mánaða svo hún veit hvað það er að alast upp án móður. Hún hjálpaði mér með þetta, því ég verð aldrei hamingjusöm ef ég gefst upp á mér og verð bara mamma. Ég er líka ljósmyndari og ef mér tekst að sameina starfið og móðurhlutverkið verð ég besta mamman fyrir hana. En ef ég fer út án þess að hafa neitt að gera myndi mér líða illa. Svo að ég varð að byggja mig upp og gera þetta eins vel og hægt var. Ég var svo hrædd um að enda aftur þar sem ég var. Ég ætla aldrei þangað aftur. Aldrei.“ Hér á Íslandi kynntist hún fjölda sterkra kvenna sem höfðu mikil áhrif á hana. Guðrún Bergmann var ein þeirra. „Hún sagði mér að hún hefði breytt lífi sínu þegar hún varð fertug. Þegar hún sagði mér það átt- aði ég mig á því að ég get orðið það sem ég vil. Ef ég nota þennan kraft, þessa ástríðu. Nú er ég væmin en mitt mottó er að deyja sátt og eina leiðin til þess er að fylgja hjartanu. Þetta er leiðin heim til Sóleyjar.“ Stundum var lúxuslífið svo þreytandi að mér fannst æðislegt að koma heim í einfald- leikann. Frjálslyndi felst í því að geta gefið þig alla í kynlífið, þekkja þig og sleppa tökunum. Bera traust til þín og félagans. Þetta snýst um það að vera frjáls, gefa alla þína orku í þetta svo þú finnir fyrir því í hverri taug.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.