Dagblaðið Vísir - DV - 15.06.2011, Blaðsíða 46

Dagblaðið Vísir - DV - 15.06.2011, Blaðsíða 46
Bubbi fæddist í Ólafsfirði og ólst þar upp. Hann lauk kennara-prófi frá Íþróttaskóla Íslands á Laugarvatni 1961, handavinnukenn- araprófi frá Kennaraskóla Íslands 1963 og stundaði nám við Íþróttahá- skólann í Osló 1973–74 þar sem hann lagði stund á nám er tengdist skíðum, skíðagöngu og skíðastökki. Bubbi var íþróttakennari við Haga- skólann í Reykjavík 1961–63, kenn- ari við Barnaskóla Ólafsfjarðar frá 1963 og hefur auk þess verið kennari við Gagnfræðaskólann í Ólafsfirði frá 1965. Þá voru hann og kona hans for- stöðumenn sundlaugar Ólafsfjarðar í átta ár. Bubbi starfaði víða á sumrum við íþróttaþjálfun og sundkennslu, s.s. á Hornafirði og í Vopnafirði, hefur starf- að við þjálfun skíðafólks frá 1963 og sinnt þjálfun allra íþróttagreina sem stundaðar hafa verið í Ólafsfirði. Bubbi og faðir hans létu smíða fimm tonna trillu, Röst ÓF 9 árið 1971. Þeir byggðu auk þess lítið salthús, gerði síðan út og söltuðu sjálfir allan sinn fisk en hættu útgerð árið 1991. Bubbi hefur alla tíð tekið mik- inn þátt í öllu sönglífi bæjarins, hefur m.a. sungið með Karlakór Dalvíkur frá árinu 2000 og hefur komið fram opin- berlega sem einsöngvari. Fjölskylda Bubbi kvæntist 12.9. 1963 Margréti Kristine Toft, f. 1.8. 1943, verslunar- manni. Hún er dóttir Hartwig Toft, f. í Danmörku 8.12. 1900, d. 1.5. 1991, kaupmanns í Reykjavík, og k.h., Christine Toft, f. í Lübeck, Þýskalandi f. 3.12. 1903, d. 16.1. 1958, húsmóður. Börn Bubba og Margrétar Krist- ine eru Ólaf Hartwig, f. 3.10. 1967, íþróttakennari við Verkmenntaskól- ann á Akureyri, en kona hans er Bryn- dís Indiana Stefánsdóttir, f. 15.2. 1971, kennari og eru börn þeirra Arnar, f. 16.1. 2000, Margrét Unnur, f. 20.8. 2002, og Elvar Björn, f. 19.6. 2006; Kristinn, f. 26.5. 1972, fyrrv. skíðamað- ur og húsasmiður í Noregi en kona hans er Hlín Jensdóttir, f. 8.5. 1970, aðstoðarkennari og eru synir þeirra Matthías, f. 18.12. 2005, og Mikael Þór, f. 19.9. 2007; Íris, f. 31.1. 1976, sjúkra- þjálfari í Noregi en maður hennar er Geir Andre Sædernes, f. 3.12. 1974, tækniteiknari og verktaki, og eru börn þeirra Tumi, f. 18.4. 2007, og óskírð dóttir, f. 14.5. 2011. Bræður Bubba eru Stefán Víglund- ur, f. 14.12 1944, tómstundafulltrúi á Dalbæ á Dalvík, kvæntur Huldu Þiðr- andadóttur verslunarkonu og eru börn þeirra Þyri, Fjóla, Helga og Gyða; Guðmundur, f. 14.12 1951, leikari og rithöfundur, búsettur í Reykjavík, kvæntur Olgu Guðrúnu Árnadóttur rithöfundi og eru börn þeirra Salka og Finnur en sonur Guðmundar frá fyrra hjónabandi er Flóki. Foreldrar Bubba: Ólafur Stein- grímur Stefánsson, f. 16.4. 1920, d. 28.11. 2003, sjómaður á Ólafsfirði, og k.h., Fjóla Bláfeld Víglundsdóttir, f. 24.9. 1920, d. 3.4. 1973, húsmóðir. Ætt Ólafur er sonur Stefáns Hafliða Stein- grímssonar og Jónínu Kristínar Gísla- dóttur, í Miðbæ í Ólafsfirði. Fjóla var dóttir Víglundar Nikulás- sonar, kennara og verkamanns, og Sig- urlaugar Magnúsdóttur verkakonu, en þau bjuggu í Glaumbæ í Ólafsfirði. Bubbi býður til söngfagnaðar í félagsheimilinu Tjarnarborg á Ólafs- firði á afmælisdaginn, þar sem m.a. þeir bræður, Glaumbæjarbræður, munu troða upp, ásamt fjölda annarra söngvara. Steingrímur er fæddur á Siglufirði og ólst þar upp. Hann nam iðn sína í Siglufjarðarprentsmiðju 1958–62. Steingrímur var vélsetjari við Morgunblaðið 1963 en réðst síðan aftur til starfa hjá Siglufjarðarprent- smiðju og starfaði þar til 1968. Sama ár fluttist Steingrímur til Keflavíkur og hóf störf hjá Prentsmiðjunni Grágás þar sem hann starfaði til 2005. Þá hóf hann störf við vopnaleit Öryggisgæsl- unnar í Flugstöð Leifs Eiríkssonar og starfaði þar til 2010. Fjölskylda Steingrímur kvæntist 28.12. 1968 Jó- hönnu A. Jónsdóttur, f. 24.11. 1939, verslunarmanni. Foreldrar henn- ar voru Jón Sigurjónsson, bóndi að Ási í Hegranesi, og k.h., Lovísa Guð- mundsdóttir húsfreyja. Dætur Steingríms og Jóhönnu eru Ingunn Katrín, f. 24.7. 1969, arkitekt í Reykjavík; Lovísa Jóna, f. 26.4. 1977, verkefnastjóri hjá Velferðarráðuneyt- inu, búsett í Keflavík en maður henn- ar er Helgi Már Sigurgeirsson. Systkini Steingríms eru Karl Jó- hann, f. 5.10. 1946, búsettur í Reykja- vík; Kristjana Jóhanna, f. 14.10. 1953, húsmóðir á Kistufelli í Lundareykjar- dal. Foreldrar Steingríms:Alfreð Lilli- endahl, f. 14.8 1909, d. 25.9. 1969, rit- símavarðstjóri á Siglufirði, og k.h., Ingunn Katrín Steingrímsdóttir, f. 31.8. 1914, d. 2.6. 1961, húsmóðir. Ætt Alfreð var sonur Karls Lilliendahl, kaupmanns á Vopnafirði, sem síðar bjó á Akureyri, og Ágústu Lilliendahl frá Kjarna í Eyjafirði en hún var dóttir Jónasar, bónda þar á bæ. Ingunn Katr- ín var dóttir Steingríms Benedikts- sonar, skósmiðs á Ísafirði, og konu hans, Kristjönu Katarínusdóttur. 46 | Ættfræði Umsjón: Kjartan Gunnar Kjartansson kjartan@dv.is 15.–19. júní 2011 Helgarblað Pálína fæddist í Reykjavík og ólst þar upp. Hún lauk hjúkrunar-prófi frá Hjúkrunarskóla Ís- lands 1953, stundaði framhaldsnám í heilsuvernd við Danmarks Sygep- lejerske højskole ved Aarhus Uni- versitet 1968–69 og nám í kennslu og uppeldisfræði við Kennaraháskóla Ís- lands 1976. Þá hefur Pálína sótt ýmis námskeið á vegum Hjúkrunarfélags Íslands og norrænna samtaka hjúkr- unarfræðinga. Pálína var hjúkrunarforstjóri við Heilsugæslustöðina í efra Breiðholti frá 1978 en lét af störfum fyrir aldurs sakir 1997. Pálína var fulltrúi Hjúkrunarfélags Íslands í samvinnu Norrænna hjúkr- unarfræðinga um árabil. Einnig sat hún alþjóðaþing hjúkrunarfræðinga í Seoul í Kóreu 1989. Hún gegndi fjölmörgum trúnaðarstörfum fyrir Hjúkrunarfélag Íslands, var m.a. vara- formaður félagsins og formaður þess 1986–88. Hún var fulltrúi heilbrigð- isráðuneytisins í skólanefnd Nýja hjúkrunarskólans um árabil og sat í stjórn Hollustuverndar ríkisins í fjög- ur ár. Pálína var formaður Samtaka lífeyrisþega innan Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga. Hún er virkur félagi í Oddfellow- reglunni og var á framboðslista sjálf- stæðismanna til bæjarstjórnar á Álfta- nesi 2010. Fjölskylda Pálína giftist 16.6. 1954 Sigmundi Ragnari Helgasyni, f. 7.12. 1927, d. 2.11. 2008, skrifstofumanni og bankamanni. Hann var sonur Helga Kristins Jónssonar, verslunarstjóra í Reykjavík, og k.h., Ingibjargar Sig- mundsdóttur húsmóður. Börn Pálínu og Sigmundar eru Ingibjörg, f. 11.1. 1955, hjúkrunarfor- stjóri, búsett í Hafnarfirði, gift Valde- mar Pálssyni, löggiltum skjalaþýð- anda og tónlistarstjóra Tónlistarsafns Hafnarfjarðar, og eiga þau tvö börn; Helga, f. 11.4. 1956, fulltrúi, búsett á Ísafirði, gift Jóhanni K. Torfasyni, inn- kaupastjóra Fjórðungssjúkrahúss- ins á Ísafirði, og eiga þau þrjú börn; Helgi Kristinn, f. 15.6. 1967, læknir og sérfræðingur í meltingarsjúkdóm- um við Fjórðungssjúkrahúsið á Ísa- firði, kvæntur Kristínu Örnólfsdóttur kennara og eiga þau þrjú börn. Systkini Pálínu: Finnur, f. 14.11. 1919, d. 18.8. 1997, var bókavörð- ur á Seltjarnarnesi; Sigurjón Helgi, f. 14.11. 1919, d. 24.12. 1936; Henný Dagný, f. 29.4. 1922, d. 27.1. 2005, var húsmóðir í Reykjavík; Ólöf Ingibjörg, f. 4.10. 1923, d. 28.9. 1994, var hús- móðir í Reykjavík; Jóhanna Kristín, f. 31.5. 1935, d. 2006, var húsmóðir í New York. Foreldrar Pálínu voru Sigur- jón Pálsson, f. 12.8. 1896, d. 15.8. 1975, sjómaður og vélgæslumaður í Vestmannaeyjum og Keflavík, síð- ar starfsmaður Reykjavíkurborgar, og k.h., Helga Finnsdóttir, f. á Stóru- Borg undir Eyjafjöllum 28.9. 1895, d. 25.4. 1989, húsmóðir og saumakona. Ætt Sigurjón var sonur Páls, útgerðar- manns og sjómanns í Hjörtsbæ í Keflavík Magnússonar, járn- og tré- smiðs í Hjörtsbæ Hjartarsonar, frá Járngerðisstöðum Jónssonar. Móðir Magnúsar var Guðrún Jónsdóttir, b. í Stóru-Garðhúsum í Höfnum og síð- ar á Hópi í Grindavík Sighvatssonar, og Þuríðar Pálsdóttur, b. í Hópi Þor- kelssonar. Móðir Páls var Valgerður Ólafsdóttir, b. á Minni-Þverá í Holta- sókn í Fljótum í Skagafirði Þorsteins- sonar. Móðir Sigurjóns var Þuríður Niku- lásdóttir, b. í Berjaneskoti undir Eyja- fjöllum Nikulássonar, og Halldóru Jónsdóttur, b. í Hátúnum og Dalbæ í Landbroti Marteinssonar. Helga var dóttir Finns, b. á Stóru- Borg undir Eyjafjöllum, bróður Sig- urðar, hreppstjóra og athafnamanns í Vestmannaeyjum, föður Einars ríka, föður Sigurðar heitins, forstjóra í Eyj- um, og Ágústs, prófessors og fyrrv. alþm. Finnur var sonur Sigurfinns, b. í Ystabæli og Ystabæliskoti Runólfs- sonar, Sigurðssonar, b. á Ólafsvöll- um, bróður Sæmundar, b. í Eyvind- arholti, föður Tómasar Fjölnismanns og pr. á Breiðabólstað í Fljótshlíð, afa Jóns Helgasonar biskups, og Tóm- asar læknis, afa Tómasar yfirlæknis og Ragnhildar, fyrrv. ráðherra Helga- barna. Tómas Sæmundssonar var einnig afi Álfheiðar, ömmu Sigurðar Líndal lagaprófessors og Páls, ráðu- neytisstjóra og Reykjavíkursagn- fræðings, föður Þórhildar Líndal, for- stöðumanns Rannsóknarstofnunar Ármanns Snævars um fjölskyldu- málefni, og Björns Líndal lögmanns. Sigurður var sonur Ögmundar, pr. að Krossi, bróður Böðvars, pr. í Holta- þingum, afa Þuríðar, langömmu Vigdísar Finnbogadóttur. Ögmund- ur var sonur Högna, prestaföður og prófasts á Breiðabólstað Sigurðsson- ar. Móðir Sigurðar á Ólafsvöllum var Salvör, systir Jóns, pr. á Hrafnseyri, afa Jóns Sigurðssonar forseta. Salvör var dóttir Sigurðar, í Ásgarði í Gríms- nesi Ásmundssonar. Móðir Helgu var Ólöf Þórðardóttir á Stóru-Borg. Sigjón fæddist í Brekkubæ og ólst þar upp í foreldrahúsum við öll almenn sveitastörf þess tíma. Hann stundaði tónlistarnám hjá föð- ur sínum á uppvaxtarárum og sótti síðar tónlistarnámskeið í Reykjavík. Sigjón stundaði búnaðarstörf á búi foreldra sinna fram á fullorðinsár og varð þar síðan bóndi eftir að hann kvæntist. Sigjón var tónlistarkennari í þrjá áratugi, var kórsstjóri hjá Karlakórn- um Jökli og organisti. Sigjón hefur setið í sóknarnefnd og starfaði með og sat í stjórn ung- mennafélagsins. Fjölskylda Sigjón kvæntist á hvítasunnu 1962 Kristínu Einarsdóttur, f. 10.8. 1942, húsmóður sem auk þess starfar við dvalarheimili aldraða. Hún er dóttir Einars Jóhannssonar, bónda og bú- fræðings á Geithellum, og Laufeyjar Karlsdóttur húsfreyju. Börn Sigjóns og Kristínar eru Einar, f. 9.3. 1962, nú heimavinnandi en leggur haga hönd á ýmis störf; Bjarni, f. 21.8. 1963, bóndi á Forn- ustekkum, í sambúð með Ásthildi Gísladóttur, bónda og húsfreyju; Þórólfur, f. 27.1. 1965, hótelstjóri í Skagafirði en kona hans er Guðný Vésteinsdóttir; Ragnheiður, f. 12.5. 1967, þjónustufulltrúi hjá Síman- um á Hornfirði; Helga Vilborg, f. 4.9. 1968, mjólkurfræðingur og forstjóri, búsett á Höfn á Hornafirði, gift Þór Halldórssyni rafeindavirkjameist- ara. Systkini Sigjóns eru Sigríður B. Kolbeins, f. 13.7. 1927, prestsfrú, nú búsett í Garðabæ, gift sr. Gísla H. Kolbeins, áður presti í Sauðlauksdal, á Melstað í Vestur-Húnavatnssýslu og í Stykkishólmi; Baldur, f. 13.8. 1936, d. 19.5. 2010, vélstjóri á Höfn í Hornafirði. Foreldrar Sigjóns voru Bjarni Bjarnason, f. 10.5. 1897, d. 12.3. 1982, bóndi, organisti, kórstjóri, og nefndarmaður í Brekkubæ í Nesjum, og k.h., Ragnheiður Sigjónsdóttir, f. 11.4. 1892, d. 23.12. 1979, húsfreyja. Ætt Bjarni var sonur Bjarna Jónassonar, b. í Tanga, Holtum og Brekku, og k.h., Sigríðar Jónsdóttur húsfreyju. Ragnheiður var dóttir Sigjóns Pét- urssonar, b. á Fornustekkum, og k.h., Ingibjargar Gísladóttur húsfreyju. Pálína Sigurjónsdóttir Fyrrv. hjúkrunarfostjóri og fyrrv. formaður Hjúkrunarfélags Íslands Sigjón Bjarnason Bóndi, tónlistarkennari og kórstjóri í Brekkubæ í Nesjum Björn Þór Ólafsson Íþróttakennari á Ólafsfirði Steingrímur Lilliendahl Prentsmiður í Keflavík 80 ára 17. júní 80 ára á fimmtudag 70 ára á fimmtudag 70 ára 17. júní
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.