Dagblaðið Vísir - DV - 15.06.2011, Blaðsíða 21

Dagblaðið Vísir - DV - 15.06.2011, Blaðsíða 21
Erlent | 21Helgarblað 15.–19. júní 2011 Sex ára gamalt heiðursmorð sem framið var í Svíþjóð hefur verið tekið fyrir á ný eftir að nýjar upplýsingar komu fram í dagsljósið. Ungur mað- ur sem dæmdur var fyrir morðið á Abbas Rezai hefur stigið fram einu ári eftir að afplánun lauk og sagt frá því að foreldrar hans hafi neytt hann til að taka á sig sökina. Málið hefur verið tekið fyrir á ný. Hrottafengið morð Forsaga málsins er sú að Rezai, tví- tugur maður af afgönskum upp- runa, átti í ástarsambandi við stúlku sem einnig var af afgönskum upp- runa. Rezai tilheyrði hins vegar lægra settum ættbálki en stúlkan og það gat fjölskylda hennar ekki sætt sig við. Saksóknari í málinu heldur því fram að fjölskyldan hafi lokk- að parið til íbúðar sinnar í Högsby, skammt frá Kalmar, þar sem stúlk- an var dregin burt á meðan Rezai var pyntaður. Hellt var brennheitri matar olíu á andlit hans, hann bar- inn sundur og saman og að lokum var hann drepinn með mörgum hnífsstungum. Fjölskyldan var handtekin fyrir morðið og ákærð fyrir morðið en á endanum var það einungis 17 ára sonur sem var sakfelldur eftir að hafa tekið á sig alla sök. Hann var dæmdur til fjögurra ára vistar í ung- lingafangelsi og lauk afplánun á síð- asta ári. Það var svo núna, ári síðar, sem hann ákvað að gefa sig fram við lögreglu og segja frá því að foreldrar hans hefðu þvingað sig til að taka á sig alla sök. Gagnrýnir málsmeðferðina Saksóknari furðar sig á því að nokk- ur manneskja geti þvingað barn sit til að taka á sig sök á morði sem hún sjálf hefur framið en í þessu tilviki hafi fólkinu þótt betra að láta dreng- inn afplána fjögur ár í unglingafang- elsi frekar en að afplána sjálft 16 ár í fangelsi. Þá gagnrýnir hún máls- meðferðina, meðal annars hafi frá- sögn drengsins ekki passað við rannsóknir á vettvangi. Saksóknari gagnrýnir að drengurinn hafi verið sakfelldur á vafasömum forsendum og vonast til að sannleikurinn eigi eftir að koma endanlega í ljós í yfir- standandi réttarhöldum. Sonurinn tók á Sig Sök á heiðurSmorði n Sex ára gamalt heiðursmorð tekið fyrir á ný n Fórnarlambið brennt á andliti og drepið með hnífsstungum Björn Reynir Halldórsson blaðamaður skrifar bjornreynir@dv.is Kertavaka Rezai tilheyrði ættbálki sem var ekki kærustu hans samboðinn að mati fjölskyldu hennar. Mynd úr SaFni GamaldaGs veitinGa- staður oG Gistihús við þjóðveG 1. veitinGaskálinn víðiGerði er gam aldags veitingastaður við þjóðveginn í Húnaþingi vestra. Hér g etur þú stoppað og teygt úr þér, fengið gott sveitakaffi og alvöru k affi latte, caphuchino og expresso baunakaffi sem sumir segja þ að besta á landinu…Við seljum pylsur og samlokur gos, sælgæti og fleira í þeim dúr. Alla daga vikunnar frá kl. 11 til 22 getur þú fe ngið Thailenskan mat og heimilismat. Við leggjum líka áherslu á m atarmiklar súpur, gúllas- súpu, kjúklingasúpu, kjötsúpu, mexicosú pu...Grillið er opið frá kl. 9 til 23 og þá er hægt að fá bestu hamborg ara við þjóðveg 1. (án allra aukaefna) steiktan fisk ásamt nauta -og f olaldasteik. VíðidAlur eHf. | 531 HVAmmsTAnGi | sími: 451 2592 | fAx: 451 2593 | neTfAnG: VidiGerdi@VidiGerdi.is | HeimAsíðA: www.VidiGerdi.is Thai maTurSKYNDimaTurhEimiLiSmaTurSamLOKur TruKKar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.