Dagblaðið Vísir - DV - 15.06.2011, Side 21

Dagblaðið Vísir - DV - 15.06.2011, Side 21
Erlent | 21Helgarblað 15.–19. júní 2011 Sex ára gamalt heiðursmorð sem framið var í Svíþjóð hefur verið tekið fyrir á ný eftir að nýjar upplýsingar komu fram í dagsljósið. Ungur mað- ur sem dæmdur var fyrir morðið á Abbas Rezai hefur stigið fram einu ári eftir að afplánun lauk og sagt frá því að foreldrar hans hafi neytt hann til að taka á sig sökina. Málið hefur verið tekið fyrir á ný. Hrottafengið morð Forsaga málsins er sú að Rezai, tví- tugur maður af afgönskum upp- runa, átti í ástarsambandi við stúlku sem einnig var af afgönskum upp- runa. Rezai tilheyrði hins vegar lægra settum ættbálki en stúlkan og það gat fjölskylda hennar ekki sætt sig við. Saksóknari í málinu heldur því fram að fjölskyldan hafi lokk- að parið til íbúðar sinnar í Högsby, skammt frá Kalmar, þar sem stúlk- an var dregin burt á meðan Rezai var pyntaður. Hellt var brennheitri matar olíu á andlit hans, hann bar- inn sundur og saman og að lokum var hann drepinn með mörgum hnífsstungum. Fjölskyldan var handtekin fyrir morðið og ákærð fyrir morðið en á endanum var það einungis 17 ára sonur sem var sakfelldur eftir að hafa tekið á sig alla sök. Hann var dæmdur til fjögurra ára vistar í ung- lingafangelsi og lauk afplánun á síð- asta ári. Það var svo núna, ári síðar, sem hann ákvað að gefa sig fram við lögreglu og segja frá því að foreldrar hans hefðu þvingað sig til að taka á sig alla sök. Gagnrýnir málsmeðferðina Saksóknari furðar sig á því að nokk- ur manneskja geti þvingað barn sit til að taka á sig sök á morði sem hún sjálf hefur framið en í þessu tilviki hafi fólkinu þótt betra að láta dreng- inn afplána fjögur ár í unglingafang- elsi frekar en að afplána sjálft 16 ár í fangelsi. Þá gagnrýnir hún máls- meðferðina, meðal annars hafi frá- sögn drengsins ekki passað við rannsóknir á vettvangi. Saksóknari gagnrýnir að drengurinn hafi verið sakfelldur á vafasömum forsendum og vonast til að sannleikurinn eigi eftir að koma endanlega í ljós í yfir- standandi réttarhöldum. Sonurinn tók á Sig Sök á heiðurSmorði n Sex ára gamalt heiðursmorð tekið fyrir á ný n Fórnarlambið brennt á andliti og drepið með hnífsstungum Björn Reynir Halldórsson blaðamaður skrifar bjornreynir@dv.is Kertavaka Rezai tilheyrði ættbálki sem var ekki kærustu hans samboðinn að mati fjölskyldu hennar. Mynd úr SaFni GamaldaGs veitinGa- staður oG Gistihús við þjóðveG 1. veitinGaskálinn víðiGerði er gam aldags veitingastaður við þjóðveginn í Húnaþingi vestra. Hér g etur þú stoppað og teygt úr þér, fengið gott sveitakaffi og alvöru k affi latte, caphuchino og expresso baunakaffi sem sumir segja þ að besta á landinu…Við seljum pylsur og samlokur gos, sælgæti og fleira í þeim dúr. Alla daga vikunnar frá kl. 11 til 22 getur þú fe ngið Thailenskan mat og heimilismat. Við leggjum líka áherslu á m atarmiklar súpur, gúllas- súpu, kjúklingasúpu, kjötsúpu, mexicosú pu...Grillið er opið frá kl. 9 til 23 og þá er hægt að fá bestu hamborg ara við þjóðveg 1. (án allra aukaefna) steiktan fisk ásamt nauta -og f olaldasteik. VíðidAlur eHf. | 531 HVAmmsTAnGi | sími: 451 2592 | fAx: 451 2593 | neTfAnG: VidiGerdi@VidiGerdi.is | HeimAsíðA: www.VidiGerdi.is Thai maTurSKYNDimaTurhEimiLiSmaTurSamLOKur TruKKar

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.