Dagblaðið Vísir - DV - 15.06.2011, Blaðsíða 40

Dagblaðið Vísir - DV - 15.06.2011, Blaðsíða 40
S undlaugar landsins eru fjöl- margar og hefur mikið verið rætt og ritað um bestu og fal- legustu laugar landsins. Bókin Heitar laugar á Íslandi var kærkom- ið yfirlit yfir bestu laugar landsins þegar hún kom út árið 2009. All- ir þekkja til stórra lauga á borð við Laugardalslaug og Árbæjarlaug í Reykjavík þar sem allt er til alls. En sundlaug þarf ekki endilega að vera búin helstu nútímaþægindum svo hægt sé að njóta ferðarinnar. Bað- ferð er spurning um rétta stemningu og því leitaði DV til tveggja tónlistar- manna sem eru sérlegir áhugamenn um sundferðir og bað þá að segja frá nokkrum sundstöðum þar sem finna má réttu stemninguna. „Það er alltaf spennandi að prófa nýja laug,“ segir Gunnar Lár- us Hjálmarsson, betur þekktur sem Dr. Gunni. Doktorinn er sér- legur ráðgjafi DV ásamt hljóm- borðsleikaranum úr Hjaltalín, Hirti Ingva Jóhannssyni. Þeir hafa báðir skemmtilega og sérstæða sýn á hvað þeir kunna að meta við sundlaugar landsins. „Breiðholtslaugin lítur út eins og hún gæti verið í Austur-Evrópu. Hún er svona eitís. Þar er nettur Sovétfíl- ingur,“ segir Dr. Gunni í fullri alvöru. Doktorinn segir að það sé hægt að hafa gaman af flestum laugum þó á ólíkan hátt sé. Hjörtur bætir því við að þar megi einnig finna besta nuddpott á landinu: „Ég ætti að þekkja það þar sem ég nánast ólst upp í Breiðholtslauginni.“ Að mati doktorsins er ein laug sem ber höfuð og herðar yfir aðrar á Suðurnesjunum en það er laug- in í Sandgerði: „Þar er rosafín sána og sækadelísk vatnsrennibraut.“ Á Vestfjörðum eru margar áhugaverð- ar laugar, ólíkar að gerð. Í Hörgshlíð í Mjóafirði má finna litla laug sem er vinsæll viðkomustaður. „Laug- in er kannski ekki sú fallegasta á landinu en tilvalin til þess að slappa af og njóta útsýnisins yfir fjörð- inn,“ samkvæmt Hirti. Það eru fleiri skemmtilegar laugar á Vestfjörðum en samkvæmt Dr. Gunna er sundlaugin í Bolungarvík með æðislegustu sánuað- stöðu landsins. „Sána er mikil snilld. Þar er líka að- staða til að slappa af eftir á. Mér datt í hug að þar væri hægt að bjóða upp á svallveislur með leirpottum með víni í. Þarna er kjörin aðstaða fyrir rómversk- n Áhugamenn velta fyrir sér baðferðum n Allt frá sánum til öldulauga Sundlaugar vítt og breitt um landið Sundlaugin í Bolungarvík Laugin er með bestu sánuaðstöðu landsins að mati Dr. Gunna. Hjörtur Ingvi Jóhannsson Það er góður andi í sundlaug- inni á Dalvík að mati Hjartar. Dr. Gunni Doktorinn er alltaf spenntur fyrir að prófa nýjar laugar. Breiðholtslaug Í Breiðholtinu má finna besta nuddpott landsins. Sundlaugin á Álftanesi Sannkölluð góðærisferð fyrir alla fjölskylduna að fara í laugina á Álftanesi. Þar er öldulaug (t.v.) en sundlaugin er eflaust þekktust fyrir það að sveitarfélagið er að sligast undan skuldum vegna hennar. Sundlaugin á Akureyri Ein sú besta á góðviðrisdögum að mati Hjartar. ar svallveislur,“ segir Dr. Gunni í létt- um dúr og bætir við að þetta gæti verið eitthvað sem myndi trekkja túrista til bæjarins. Hjörtur er hrifinn af pottunum sem eru í fjörunni á Drangsnesi á Ströndum: „Ég held að það sé deg- inum ljósara að bæjarlífið þar hefur eflst til muna eftir að pottarnir voru teknir í notkun.“ Hjörtur er einn- ig hrifinn af laugum á Norðurlandi því sundlaugarnar á Akureyri og á Dalvík eru honum ofarlega í huga. Á Dalvík er góður andi samkvæmt Hirti og þá er Akureyrarlaugin ein sú besta í heimi þegar vel viðrar að hans mati. Á undanförnum árum hafa nokkrar nýjar laugar bæst í safnið og þar má meðal annars nefna sund- laugina á Álftanesi. Sú laug er hvað frægust fyrir öldulaugina sem þar er að finna, auk þess sem sveitarfélagið er að sligast undan skuldum vegna byggingar laugarinnar. Sannkölluð góðærisferð að líta við í þeirri laug. Á Hofsósi má einnig finna einhverja fallegustu og stílhreinustu laug landsins en hún var tekin í notkun í mars í fyrra. Þær Lilja Pálmadótt- ir og Steinunn Jónsdóttir  tóku sig til og styrktu bæjarfélagið svo hægt væri að byggja laugina. Ljóst er að fólk hefur úr vöndu að ráða þegar það á að velja sér laug til að baða sig í. Hér að ofan hefur ver- ið talið upp brot af öllum þeim stór- brotnu laugum sem finna má hér á landi. Tæplega 170 laugar eru í rekstri á landinu öllu og þar að auki má finna fjöldann allan af náttúru- laugum um allt land. Sumarið er tími útivistar og baða og því ekki úr vegi að nýta sér þær gersemar sem íslensk sundlaugarmenning hefur upp á að bjóða. 40 17. júní Gentle Giants á Húsavík fagnar 10 ára starfsafmæli í ár og um leið er haldið upp á 150 ára sögu fjöl-skyldunnar við Skjálfandaflóa og nágrenni. Við það tækifæri kynnir fyrirtækið með stolti nýjustu viðbótina í flotann. Um er að ræða nýsmíði, harðbotna slöngubát (RHIB) með tveimur 300 hestafla utanborðsmótorum sem mun vera sá hraðskreiðasti og flottasti á Norðurlandi og kom til heimahafnar fyrr í þessum mánuði. Báturinn hefur fengið nafnið Amma Sigga eftir Sigríði Sigur- björnsdóttur, ömmu Stefáns Guðmundssonar eiganda og framkvæmdastjóra, en hún bjó alla sína tíð við Skjálfanda- flóa; fædd 1913 og sjö barna móðir. Saga hennar hefur löngum verið sögð í ferðum um Skjálfandaflóa sem og í Stikluþáttum Ómars Ragnarssonar. Þegar hún var átta ára og átti heima í torfbæ á Vargsnesi í Náttfaravíkum þá sjósetti faðir hennar árabát og reri til Húsavíkur, sótti handa henni orgel og reri til baka yfir flóann og tók land undir Vargsnesi. Spenningur dótturinnar var þvílíkur að þegar báturinn lenti í fjörunni þá var orgelið tekið úr umbúðunum í fjöruborðinu og dóttirin lék þar fyrstu tónana á orgelið, áður en faðir hennar og annar til settu það á bakið og báru upp í torfbæinn þeirra. Með tilkomu þessa hraðskreiða harðbotna slöngubáts opnast fjölmörg ný og spennandi tækifæri í sjóferðum – bæði fyrir ferðafólk og heimamenn. Báturinn mun verða í áætlunarferðum í nýrri lundaskoðunarferð til Lundeyjar og stórhvalaskoðun. Einnig eru möguleikarnir endalausir fyrir sérsniðnar ferðir þar sem siglingatíminn styttist verulega. Má t.d. nefna starfsmanna- og fjölskylduferðir út í Flatey, Grímsey, Siglu- fjörð eða Hrísey og þjónustu við gönguhópa, kvikmyndatöku- fólk, ljósmyndara, kafara og annað ævintýrafólk sem leitar að nýjum áskorunum á sjó. Frekari upplýsingar má finna á heimasíðu Gentle Giants, gentlegiants.is. Eftir gagngerar breytingar á flota fyrirtækisins er Amma Sigga vel búin til farþegaflutninga, samkvæmt reglum Siglingastofnunar. Fyrir á Gentle Giants tvo eikarbáta, einn plastbát og svokallaðan Zodiac-bát, sem notaðir eru í hvala- skoðun, sjó stöng og í öðrum útsýnisferðum frá Húsavík. ,,Það er kominn tími fyrir nýjungar á Skjálfandaflóa og ljóst að Amma Sigga mun verða algjör bylting fyrir starfsemi fyrirtækisins. Við fögnum tíunda sumrinu okkar og bjóðum „hraðskreiðustu ömmuna í heimi“ velkomna í flotann!“ AMMA SIGGA RHIB Smíðaár: 2011 Lengd: 11,5 m Vélarafl: 2x300 hestöfl Hámarkshraði: 56 mílur Hvað langar þi a gera í um r? HVALASKOÐUN Lundaskoðun Hvalur og h stur Stórhvalaskoðun SjóSTÖNG GRILLFERÐ Í FLATEY G ímsey Sjóskíði Adrenalín með Ömmu Siggu KÖFUN Ljós yndaferð Kvikmyndaferð Gönguferð frá sjó STEGGJAFERÐ – GÆSAFERÐ Sjósu d Partýferð Óv i s s u f e r ð Sími: 464 1500 www.gentlegiants.is info@ gentlegiants.is Sími: 464 1500 www.gentlegiants.is info gentlegiants.is dv e h f. / d av íð þ ó r Skemmtilegur valkostur „OFURGRÆJA“Ný á Húsavík
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.