Dagblaðið Vísir - DV - 15.06.2011, Blaðsíða 72

Dagblaðið Vísir - DV - 15.06.2011, Blaðsíða 72
Ráðlagði hann með glæpa- þætti? Gillz sáttur við Granit n „Það er gæi með krullur í sviss- neska liðinu! Ég er ekki að fara að tapa á móti einhverjum krulluhaus!“ skrifaði Egill „Gillzenegger“ Einarsson á Twitter-síðunni sinni meðan á leik íslenska U-21 landsliðsins í fótbolta gegn Sviss stóð. Íslensku strákarnir töpuðu leiknum 2–0. Í hálfleik var hann þó ekki lengi að finna sér eitthvað til að hugga sig við. „Það sem vegur á móti krullu- hausnum er að þeir eru með gæja sem heitir Granít. Erfitt að finna harðara nafn!“ skrifaði Egill. Þess ber að geta að hann átti þar við Granit Xhaka, miðjumann Svisslendinga. Sigmar með í plankaæði n Planking eða að planka er nýjasta æðið hér á landi sem og um heim allan en það felur í sér að liggja svip- brigðalaus og grafkyrr á maganum, með beina fætur, krepptar tær og hendur meðfram síðum. Það má segja að markmiðið sé að líkjast spýtu og liggja á hinum undarlegustu stöðum. Af því verður að nást mynd og nefna verður plankið einhverju nafni. Svo virðist sem Kastljós- maðurinn Sigmar Guðmundsson hafi smitast af plankaæðinu. Á Facebook- síðu Icelandic Planking Community má sjá myndir sem Sigmar setti þar inn á dögunum. Þar má sjá hann planka á þvottasnúru og ofan á píanói og nefnir hann myndirnar: Þvottasnúruplanki í kvöldhúmi og Óskaplega artí píanó- planki. Fékk 1.200 afmæliskveðjur n Það er löngu staðfest að söng- og leikkonan Selma Björnsdóttir er dáð af Íslendingum en hún fagnaði 37 ára afmælinu sínu á faðmi fjölskyldunnar á mánudag. Hún fagnaði þó líka á samskiptasíðunni Facebook en um 1.200 af vinum hennar þar sendu henni kveðju á afmælisdaginn. „Er hrærð og þakklát fyrir um 1.200 afmælis- kveðjur. Það er dásamlegt að eiga afmæli á fésinu. Þetta gerði dag- inn,“ skrifaði hún á Facebook- síðuna sína undir lok afmælis- dagsins. Jón Ásgeir Jóhannesson og Ingibjörg Pálmadóttir, aðaleigandi og stjórnar- formaður fjölmiðlafyrirtækisins 365, skelltu sér til Los Angeles á dögunum, ásamt Ara Edwald forstjóra fyrirtæk- isins og Pálma Guðmundssyni, fram- kvæmdastjóra dagskrársviðs Stöðvar 2, samkvæmt heimildum DV. Tilgangur ferðarinnar var að fara á LA Screenings 2011 og velja sjón- varpsefni fyrir Stöð 2. Það vekur at- hygli að Skarphéðinn Guðmunds- son, dagskrárstjóri Stöðvar 2, var ekki með í för. Hann fór heldur ekki með í fyrra, en þá fór sami hópur út á veg- um 365. Jón Ásgeir fór væntanlega með Ingibjörgu sem maki, enda hef- ur hann engin ítök innan fyrirtækis- ins og tengist því eingöngu í gegnum konu sína. Fulltrúar frá sjónvarpsstöðvum alls staðar að úr heiminum mæta á LA Screenings til að velja sér efni og fulltrúar frá RÚV og Skjánum fóru líka. Uppákoman var haldin dag- ana 18. til 28. maí og gengur hún út á það að gestir sitja heilu dagana hjá fyrirtækjum eins og Universal og Fox og horfa út í eitt á sjónvarpsefni sem þeir mögulega vilja kaupa. Á kvöld- in hittast svo allir gestirnir í veislum og á uppákomum sem haldnar eru í tengslum við atburðinn. Alla jafna eru það sjónvarpsstöðv- arnar sjálfar sem greiða allan kostn- að af þátttöku sinni í LA Screenings og er venjan að einn eða tveir starfs- menn fari frá hverri stöð. Forsvars- mönnum Stöðvar 2 hefur líklega ekki þótt það nóg og því ákveðið að senda fleiri. Ekki náðist í Ara Edwald forstjóra 365 þrátt fyrir ítrekaðar til- raunir. solrun@dv.is Dagskrárstjóri Stöðvar 2 fór ekki með á LA Screenings: Jón Ásgeir velur þætti Stöðvar 2 – aftur Fréttaskot 512 70 70Áskrift 512 70 80HelGarblaÐ 15.–19. júní 2011 68. tbl. 101. árg. leiðb. verð 659 kr. Skellti sér til LA Jón Ásgeir fór ásamt fríðu föruneyti á LA Screenings á dög- unum og valdi sjónvarpsefni fyrir Stöð 2.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.