Dagblaðið Vísir - DV - 15.06.2011, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 15.06.2011, Blaðsíða 8
8 | Fréttir 15.–19. júní 2011 Helgarblað Ingvi Hrafn kennir endurskoðanda um brot sitt: Bókhald Ingva í ólestri Í áritun endurskoðanda við ársreikn- ing Langárveiða ehf., félags Ingva Hrafns Jónssonar og konu hans, fyrir árið 2004 kemur fram að bókhalds- skráningu og vörslu fylgiskjala hafi í veigamiklum atriðum verið ábóta- vant. Segir að það eigi einkum við um tekjuskráningu sem að stórum hluta sé ekki til staðar. Af þeirri ástæðu hafi verið byggt á innborg- unum inn á bankareikninga í eigu félagsins og reikninga í eigu eigenda félagsins. Virðist vera sem bókhald félagsins hafi um nokkurt skeið ver- ið í miklum ólestri. Þegar DV hafði samband við endurskoðanda félags- ins vildi hann ekki tjá sig um málið. Þess ber að geta að ársreikningurinn er ekki endurskoðaður. „Þessum kapítula í mínu lífi er lokið. Ég hef ekkert meira um málið að segja,“ segir Ingvi Hrafn Jónsson en hann og kona hans voru dæmd í Héraðsdómi Reykjavíkur á dögunum vegna skattskila og brota í rekstri á fyrrnefndu félagi. Samkvæmt dóm- inum oftöldu þau innskatt á árun- um 2003 til 2006. Ingvi Hrafn fékk sex mánaða fangelsi og sekt upp á fimm- tán milljónir en Ragnheiður Sara, kona Ingva, fékk þriggja mánaða fangelsi og átta milljóna króna sekt. Báðir dómarnir eru skilorðsbundnir. Ingvi Hrafn sagði í þætti sínum Hrafnaþingi, á ÍNN, að um væri að kenna lélegum endurskoðanda sem hefði komið þeim hjónum í þessa klípu. Hjónin gerðu ekki athuga- semd við efni ákærunnar fyrir dómi en Ingvi Hrafn sagði að um væri að ræða vanrækslu endurskoðanda eða að um mistök hefði verið að ræða. Fyrir dómi sagði fyrri endurskoðandi þeirra hjóna að hann hefði aldrei séð um virðisaukaskattskýrslur fyrir félagið. Í viðtali við Pressuna í gær sagði Ragnheiður Sara, eiginkona Ingva, frá því að umræddur endur- skoðandi væri Árni Björn Birgisson. „Ég vil ekkert tjá mig um þetta,“ sagði Árni Björn þegar DV náði tali af hon- um. Kennir öðrum um Ingvi Hrafn hefur sagt að dómurinn sem hann og kona hans fengu á sig í Héraðs- dómi Reykjavíkur á dögunum sé lélegum endurskoðanda að kenna. „Megintilgangurinn er að berjast fyr- ir því að það verði opnað einhvers konar meðferðarheimili,“ segir Alma Geirdal í samtali við DV. Hún stofnaði nýlega ásamt manninum sínum sam- tökin VökuRó sem ætlað er að berjast fyrir málefnum átröskunarsjúklinga. „Þetta er þvílík vinna og þetta er langt ferli en það þarf einhver að berjast fyrir þessu með undirskriftasöfnun og fundum.“ Alma hefur sjálf barist við átröskun og finnst vanta fleiri úrræði fyrir átröskunarsjúklinga á Íslandi. Hún vill jafnframt að skyldufræðsla um átröskunarsjúkdóma verði tekin upp í skólum og á vinnustöðum. Á Facebook-síðu samtakanna segir að VökuRó ætli jafnframt að bjóða upp á fræðsluhópa fyrir átröskunarsjúk- linga og aðstandendur þeirra. Önnur samtök átröskunarsjúklinga VökuRó eru ekki fyrstu samtök- in sem Alma stofnar til stuðnings átröskunarsjúklingum en árið 2005 stofnaði hún samtökin For- ma ásamt Eddu Ýri Einarsdóttur. Markmið Forma voru mjög svip- uð ef marka má gamla heimasíðu samtakanna. Þar segir að Forma beiti kröftum sínum til að fræða fólk og bæta stöðuna. Alma sjálf var skráð framkvæmdastjóri sam- takanna og ráðgjafi í fullu starfi en Edda var stjórnarformaður og einnig í fullu starfi sem ráðgjafi. Alma segir þær hafa steypt sér í skuldir vegna vinnu við samtökin, enda þáðu þær ekki laun í fyrstu og gátu ekki sinnt annarri vinnu sam- hliða. Fjölmargir styrktu Forma Fjölmargir studdu Forma sam- tökin bæði með því að gefa vinnu sínu og með fjárframlögum. Með- al styrktaraðila sem skráðir voru á heimasíðu samtakanna, þegar þau lögðu upp laupana árið 2007, voru Icelandair, Fréttablaðið, Master- card, Esso og Sagafilm. Samtökin héldu stóra tónleika árið 2006 þar sem töluvert fjármagn safnaðist og það sama ár fékk Forma samfélags- verðlaun Fréttablaðsins, eina millj- ón króna. Alma segir að mest af því fjármagni sem samtökin fengu hafi farið í leigu á húsnæði, í að greiða fyrir auglýsingar og hluti eins og boli og armbönd sem samtökin létu búa til fyrir sig. Margir hafa gefið vinnu sína en samtökin hafi engu að síður þurft að greiða margt úr eigin vasa. Alma segist vonast til að sá peningur sem safnast fyrir samtökin að þessu sinni fari ekki í að greiða leigu. Að sögn Ölmu lagði Forma upp laupana í kjölfar þess að hún lenti í bílslysi, var rúmliggjandi í þrettán vikur og gat því ekki sinnt starfinu sem skyldi. Þurfa tóm til að berjast „Þetta er náttúrulega sama málefni en ég hef lært mikið af reynslunni. Samtökin þurfa að fá meira tóm til að berjast. Forma endaði bara ein- hvern veginn á því að sinna tilfell- um sem höfðu engan annan stað til að fara á,“ segir Alma aðspurð um hvort VökuRó séu ekki sömu samtök og Forma, bara undir nýju nafni. Hún segir svo ekki vera enda séu aðrir sem standi að VökuRó og aðrar áherslur. Þau eru nú að leita að húsnæði undir samtökin sem og styrktaraðilum. Þá eru þau einnig komin í samband við fólk sem til- búið er að gefa vinnu sína í þágu samtakanna. Á döfinni hjá VökuRó er að koma starfinu almennilega í gang og halda styrktartónleika. n Alma Geirdal stofnaði Forma árið 2005 n Var að stofna VökuRó, ný samtök átröskunar- sjúklinga n Fjölmargir styrktu Forma og gáfu vinnu sína n Leigan át upp styrkina Styrkir gegn átröskun notaðir í húsaleigu „Alma segir að mest af því fjármagni sem samtökin fengu hafi farið í leigu á húsnæði, í að greiða fyrir auglýsingar og hluti eins og boli og armbönd sem samtökin létu búa til fyrir sig. Sólrún Lilja Ragnarsdóttir blaðamaður skrifar solrun@dv.is Ný samtök Alma Geirdal stofnaði nýlega samtökin VökuRó til að berjast fyrir málefnum átröskunarsjúklinga. Hún stofnaði samtökin Forma árið 2005 en þau lifðu einungis í tvö ár. myNd GuNNAR GuNNARssoN Börnunum ekið til Gautaborgar Vél Iceland Express sem lenti í Osló á mánudag vegna bilunar lenti í Keflavík skömmu fyrir miðnætti en bilun varð í mælaborði vélarinn- ar. Vélin var á leið til Gautaborgar í gær en lenti í Osló til að taka fleiri farþega. Í tilkynningu frá félaginu kom fram að farþegunum sem voru fyrir um borð, þar á meðal 38 sykur- sjúk börn á leið í sumarbúðir í Sví- þjóð, hafi verið ekið til Gautaborgar í langferðabílum og komust þeir á áfangastað skömmu eftir klukkan 23. Farþegar sem áttu bókað far frá Gautaborg til Keflavíkur voru á hót- eli í Gautaborg í nótt og fljúga heim seinna í dag. Margföld aðsókn á vef Alþingis Vefur Alþingis er hástökkvari vik- unnar í samræmdri vefmælingu Modernus. „Aðeins tvisvar síðan mælingar hófust 2004 hafa fleiri skoðað althingi.is, í lok ársins 2008 þegar hrunið var í hámarki og svo í apríl 2010, þegar rann- sóknarskýrslan leit dagsins ljós,“ segir í tilkynningu frá Alþingi vegna aðsóknarinnar. Ríflega 30 þúsund manns heimsóttu vef- inn samanborið við 10 þúsund manns í vikunni þar á undan. St. 41-46 Grensásvegur 8 & Nýbýlavegur 12 Sími 517 2040 Opið mánud-föstud. 11-18 laugard. 11-16 SKÓMARKAÐUR St. 40-46 St. 41-50 St. 40-46 St. 41-46 Grensásvegur 8 & Nýbýlavegur 12 Sími 517 2040 Opið mánud-föstud. 11-18 laugard. 11-16 SKÓMARKAÐUR St. 40-46 St. 41-50 St. 40-46 Góðir skór Gott verð St. 36-41 kr. 6.595 St. 36-41 kr. 5.895 St. 24-35 kr. .395 St. 41-46 kr. 6.795
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.