Dagblaðið Vísir - DV - 15.06.2011, Síða 22

Dagblaðið Vísir - DV - 15.06.2011, Síða 22
22 | Umræða 15.–19. júní 2011 Helgarblað „Þetta getur verið virkilega and- styggilegur andskotans helvítis heimur.“ n Anita Briem ræddi meðal annars um lífið í Hollywood og skuggahliðar glansheimsins í opnuviðtali. – DV „Þetta er skuldlaus eign mín í Bandaríkjunum.“ n Jóhannes Jónsson um rúmlega 600 fermetra hús á Flórída sem hann seldi fyrir 154 milljónir króna til bandarísks félags í eigin eigu. – DV „Ég hef ekkert komið að neinni skoðun á því.“ n Steingrímur J. Sigfússon aðspurður hvort það sé til skoðunar af hálfu fjármálaráðuneytisins að taka upp kanadískan dollar hér á landi. – DV „Ellin er farin að bíta alveg svakalega og ég er kominn með gangráð og allt.“ n Sigurður A. Magnús- son rithöfundur segist saddur lífdaga þegar hann horfir yfir farinn veg í viðtali við Þórarin Þórarinsson. – Fréttatíminn „Nei, það er óásættanlegt og ég harma að það hafi gerst. Það mun ekki koma fyrir aftur.“ n Ólafur Jóhannsson um þá staðreynd að hann hafi notað neftóbak í beinni útsendingu á landsleik í síðustu viku. Það þótti vandræðalegt í ljósi stöðu hans og átaks KSÍ gegn tóbaksnotkun. – DV Væntingar kvenna Leiðari Bókstaflega Jón Trausti Reynisson ritstjóri skrifar. Sótt að Guðmundi n Lítil umræða hefur orðið um þau skyndilegu vistaskipti Ásmundar Einars Daðasonar að vippa sér úr VG og yfir í Framsóknar­ flokkinn. Talið er að sjálfur sé þingmaðurinn að hugsa um framhaldslíf í pólitík og að hann hafi loforð forystu Fram­ sóknarflokksins um að fá öruggt sæti á lista flokksins. Hermt er að Þórólfur Gíslason, guðfaðir flokks­ ins á Sauðárkróki, sé lykilmaður í plottinu ásamt Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni formanni. Hann er sagður ala með sér þá von að sauðabóndinn Ásmundur eigi eftir að ýta Guðmundi Steingrímssyni út og hirða annað sætið á listanum. Leitað að kjördæmi n Guðmundur Steingrímsson þingmaður er sagður vera undir þrýstingi um að snúa aftur í Sam­ fylkinguna. Hann mun ekki vera því algjörlega fráhverfur í ljósi andúðar forystu flokksins á nærveru hans. Þó er talið líklegra að hann hrökkvi undan Ásmundi Einari Daðasyni úr Norðvesturkjördæmi og reyni að komast í framboð í Suðurkjördæmi sem er hálflemstrað eftir brott­ hvarf Guðna Ágústssonar. Fram­ tíðarmarkmið Guðmundar er sagt vera að feta í fótspor föður síns og fá leiðtogahlutverk í kraganum þegar Siv Friðleifsdóttir fer út. Ræðuhöfundur Jóhönnu n Mikið er spáð og spekúlerað í því hver hafi samið hina illyrtu ræðu Jó­ hönnu Sigurðardóttur sem innihélt formælingar í garð ríks fólks og bjargálna. Talaði Jóhanna um „ofurlaunalið“, „fjárglæframenn“ og „stóreigna­ elítu“ sem fengju ekki að soga til sín hagvöxt. Sá sem skrifar yfirleitt ræður Jóhönnu er Hrannar B. Arnarsson, aðstoðar­ maður hennar. Þeir sem hafa rýnt í umrædda ræðu telja útilokað að hann hafi komið þar að málum. Til þess hafi hún verið í senn of illyrt og vel stíluð. Ráðgátan er því óleyst. Svipa Heiðars n Athafnamaðurinn Heiðar Már Guðjónsson hefur í nógu að snúast þótt áform hans um að ná undir sig Sjóvá hafi ekki gengið eftir. Nýverið stofnaði hann, ásamt félaga sínum, einkahlutafélag sem ber nafnið Svarta svipan. Óljóst er hvað því félagi er ætlað að gera en nafnið er óneitanlega athyglisvert. Fjár­ festirinn sem var einn nánasti við­ skiptafélagi og starfsmaður Björgólfs Thors Björgólfssonar á í útistöðum við ýmsa, þeirra á meðal Má Guð­ mundsson seðlabankastjóra. Velta menn fyrir sér hvort Heiðar ætli sér að beita svipunni á einhvern sér­ stakan. Sandkorn tryggVagötu 11, 101 reyKjaVÍK Útgáfufélag: DV ehf. Stjórnarformaður: Lilja Skaftadóttir Ritstjórar: jón trausti reynisson, jontrausti@dv.is og reynir traustason, rt@dv.is Fréttastjóri: Ingi Freyr Vilhjálmsson, ingi@dv.is Ritstjórnarfulltrúi: jóhann Hauksson, johann@dv.is Umsjón helgarblaðs: Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir, ingibjorg@dv.is Umsjón innblaðs: Ásgeir jónsson, asgeir@dv.is DV á netinu: dv.is Aðalnúmer: 512 7000, Ritstjórn: 512 7010, Áskriftarsími: 512 7080, Auglýsingar: 512 7050. Smáauglýsingar: 512 7004. Umbrot: DV. Prentvinnsla: Landsprent. Dreifing: Árvakur. DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins á stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Öll viðtöl blaðsins eru hljóðrituð. Karl Sigurbjörnsson biskup held­ur áfram ótrúlegum spuna sín­um til að halda valdastöðu sinni á kostnað þjóðkirkjunnar, sem hann starfar fyrir, og kvennanna, sem urðu fyrir kynferðisofbeldi af hálfu forvera hans í valdastóli. Þegar Karl Sigurbjörnsson bisk­ up fékk í hendurnar bréf um að fyrr­ verandi biskup hefði misnotað dóttur sína tók Karl ákvörðun um að hunsa það. Hann svaraði því ekki og það var ekki skráð hjá Biskupsstofu fyrr en eftir að DV hóf umfjöllun um það, meira en ári eftir að það hafði borist. Þegar Karl frétti af ásökunum þriggja kvenna um kynferðisbrot biskupsins gegn þeim skrifaði hann undir stuðningsyfirlýs­ ingu við biskupinn. Því næst ákvað hann að reyna að fá konurnar til að sættast við kynferðisbrotamanninn. Nú þegar upp hefur komist um at­ hæfi Karls lýsir hann því sem svo að honum þyki leitt að hafa „brugðist væntingum“ kvennanna, líkt og kon­ urnar hafi gert sér of miklar vænting­ ar; þær hafi kannski verið óraunsæjar og tilætlunarsamar. Kjarninn í spuna Karls á kirkjuþingi er að hann hafi ekki brugðist einn og sér, og að hann hafi ekki nauðsynlega gert neitt rangt, held­ ur hafi vandamálið verið samspil af væntingum kvennanna og viðbragða hans. Í stað þess að biðjast umbúða­ laust afsökunar á misgjörðum sínum setur hann þær í samhengi við hugar­ ástand kvennanna. Þar sækir hann í hefðina. Í gegnum tíðina hafa valda­ miklir karlar gjarnan beitt fyrir sig hug­ arástandi kvenna, þegar þeir eru sak­ aðir um að brjóta á þeim. Iðrun Karls og beiðni um fyrirgefn­ ingu er skilyrt. Hann iðrast þess að­ eins, að konurnar hafi gert vænting­ ar til hans og hann ekki uppfyllt þær. Hann áréttaði þetta skýrt þegar blaða­ maður DV spurði hann hvort beiðni hans um fyrirgefningu byggði á því að hann hefði gert eitthvað rangt. „Ég sagði, ég biðst fyrirgefningar á því að hafa brugðist væntingum þeirra sem til mín leituðu.“ Til samanburðar mætti segja að Ólafur Skúlason, sem fjöldi kvenna segir hafa beitt sig kynferðisofbeldi, hefði getað iðrast þess að væntingar hans og kvennanna hafi ekki farið sam­ an þegar hann leitaði á þær. Staðreynd­ in er sú að Ólafur gerði eitthvað rangt, einn og sér og án ábyrgðar kvennanna. Karl gerði annað rangt, einn og sér. Og hann heldur áfram að breyta rangt. Fórnarlömb Ólafs Skúlasonar hafa þurft að líða fyrir gjörðir og aðgerða­ leysi Karls. Þjóðkirkjan er rúin trausti vegna starfa Karls og Ólafs, sem hann studdi. Einu hagsmunirnir sem felast í því að Karl verði áfram biskup eru því hagsmunir Karls sjálfs að halda valdataumunum. Annaðhvort finnst honum hann sjálfur vera mikilvægari en þjóðkirkjan, eða hann tekur eigin hagsmuni fram yfir hana. Vænting­ ar til hans fara hratt minnkandi, en hann heldur samt áfram að bregðast þeim. Þeirri kenningu er oft haldið á lofti að innan við tvö prósent þeirra sem sitja í fangelsum heimsins viðurkenni sök. Flestir eru sem sagt fórnarlömb kerfisins. Saka­ menn Íslands eru ekki frábrugðn­ ir öðrum að þessu leyti. Hver man ekki Árna Johnsen og afbrot hans. Þingmaðurinn hafði sannanlega tek­ ið ófrjálsri hendi byggingavörur til eigin nota og látið skrifa þær á Þjóð­ leikhúsið. „Mistök, sem strax voru leiðrétt,“ sagði hann þegar öll sund voru að lokast. Seinna skýrði hann þetta þannig að sem formaður bygg­ inganefndar Þjóðleikhússins hefði hann ekki fengið sanngjörn laun og unnið langt umfram eðlilega kröfu. Hann fór því í byggingavöruverslun og tók út laun sína. Dómstólar litu málið ekki sömu augum og dæmdu manninn í fangelsi. „Samsæri,“ sagði hinn dæmdi um framgöngu lögreglu og dómstóla áður en fangelsishurðin skall í lás að baki hans. Útgerðarmaðurinn, og seinna þingmaðurinn, Ásbjörn Ótt­arsson „lenti í“ þeirri ógæfu að fá greiddan út arð úr hlutafélagi sínu á tapári. Þetta er ólöglegt en vandinn var sá að þingmaðurinn hafði ekki hugmynd um að stórfé hefði streymt inn á einkareikninga hans. Slæmur endurskoðandi hafði að hans sögn útfært málið með þessum hætti. Sjálfur var hann eins grandalaus og geit á beit í grösugri fjallshlíð. Þegar nánar var spurt út í endurskoðandann sem um ræðir þá kom á daginn að hann var látinn. Hann gat því ekki varið það að hafa komið aumingja Ásbirni í klípuna. En farsællega leystist málið með því að enginn aðhafðist nokkuð. Þing­ maðurinn situr enn á Alþingi og þurfti ekki að setja upp sömu þyrni­ kórónuna og flokksbróðir hans sem hafnaði á Kvíabryggju þar sem hann bruddi grjót í rúmt ár. Nú er þriðja fórnarlambið sprott­ið fram. Ingvi Hrafn Jónsson, sjónvarpsstjóri ÍNN, hefur und­ anfarin ár haft það starf með höndum að dæma jafnt lifendur sem dauða fyrir afbrot þeirra og axarsköft. Hann þykir vera einstaklega óvæginn þjóð­ félagsrýnir sem engum hlífir nema allra bestu vinum sínum í Sjálfstæðis­ flokknum. Ingvi Hrafn er nýjasta fórnarlamb samsæris skattsins, lögreglu, dómstóla og óhæfs endurskoðanda. Hann lenti í þeim ósköpum, ásamt eig­ inkonu sinni, að nýta í eigin þágu skattfé almennings. Fyrir þetta lentu þau hjónin fyrir dómstólum og var úrskurðað að þau skyldu greiða hátt í 20 milljónir króna vegna þjófnaðarins eða fara í fangelsi að öðrum kosti. Málsvörn sjónvarpsstjórans er kröftug og samanstendur af vörn þingmannanna tveggja. Í fyrsta lagi eru hjónin saklaus vegna þess að slæmur endurskoðandi kom þeim í klípuna. Þá liggur fyrir að skatt­ rannsókn­ arstjóri og lögregla vissu af sakleysi þeirra. Dómstóll­ inn var sömuleið­ is upplýstur um yfirvofandi dóms­ morð en dómar­ arnir létu ekki segjast og dæmdu blessuð hjónin í fangelsi. Þarna var því um víð­ tækt samsæri að ræða ásamt því að óhæfur endurskoðandi átti upptökin að glæpnum. Aðeins biskup Íslands, Karl Sigurbjörnsson, gerði sér grein fyrir því að þarna var um að ræða syndir hinna saklausu. Og hann breiddi út náðarfaðm sinn og tók við hjónunum sem þurfa að þola ranglæti heimsins, líkt og hann sjálfur. Syndir hinna SaklauSu Svarthöfði „ Iðrun Karls og beiðni um fyrir- gefningu er skilyrt. Er þig farið að langa til að sofa? „Já, dálítið. Það væri ágætt að geta farið að sofa svolítið núna. En bara af því að ég þarf þess,“ segir Árni Rúnar Hlöðversson með- limur hljómsveitarinnar FM Belfast. Hljómsveitin gaf út plötuna Don´t Want to Sleep fyrir stuttu og er á ströngu tónleikaferðalagi um þessar mundir. Sveitin er þekkt fyrir að halda uppi stuðinu en þarf greinilega á svefni að halda eftir mikla vinnutörn að undanförnu. Spurningin

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.