Dagblaðið Vísir - DV - 15.06.2011, Blaðsíða 53

Dagblaðið Vísir - DV - 15.06.2011, Blaðsíða 53
Fókus | 53Helgarblað 15.–19. júní 2011 Hvað er að gerast? n Ferðalag í gegnum íslenska tónlistarsögu Söngkonan Sólveig Samúelsdóttir og gítar- leikarinn Örn Arnarson leiða áhorfendur í ferðalag í gegnum íslenska tónlistarsögu. Sungið verður á íslensku en kynnt á ensku. Tónleikarnir fara fram í Hörpu klukkan 17. Aðgangseyrir er 3.000 krónur. n Helgi Björns og gestir Helgi Björns ætlar ásamt gestasöngvurum að syngja klassískar íslenskar dægurperlur. Gestasöngvarar eru Eivör, Högni Egilsson, Bogomil Font, Mugison og Ragnheiður Grön- dal. Auk þess kemur fjöldi hljóðfæraleikara við sögu ásamt strengjasveit Rolands Hartwell og Karlakórnum Þröstum. Tónleik- arnir verða haldnir í Hörpu og byrja klukkan 21. Miðaverð er 3.500–8.900 krónur. n Útgáfutónleikar GusGus Hljómsveitin GusGus fagnar útgáfu nýrrar plötu sinnar, Arabian Horse, með tvennum útgáfutónleikum á Nasa við Austurvöll. Fyrri tónleikarnir hefjast klukkan 20 en þeir seinni á miðnætti. Plötusnúðurinn Margeir sér um upphitun. Miðaverð er 2.900 krónur og uppselt er á seinni tónleikana. 15 jún Miðvikudagur 17 jún Föstudagur 18 jún Laugardagur 16 jún Fimmtudagur n Útgáfutónleikar Bubba og Sólskugganna Bubbi Morthens og Sólskuggarnir fagna útgáfu nýrrar plötu með tónleikum í menn- ingarhúsinu Hofi á Akureyri. Tónleikarnir hefjast 20.30 og það kostar 3.900 krónur inn. 19 jún Sunnudagur n Gamanleikurinn Hetja Einleikurinn Hetja verður sýndur í Tjarnar- bíói klukkan 16 og fer sýningin fram á ensku. Leikritið er byggt á Bárðarsögu Snæfellsáss. Hetja er þroskasaga um feðga. Leikari er Kári Viðarsson og leikstjóri er Víkingur Kristjánsson. Aðgangseyrir er 2.500 krónur. eins og öðrum. Þetta hlýtur bara að vera byggt á ákveðnum misskilningi. Að menn hafi ekki talað nægilega vel saman. Oft leysist þetta nú bara með því að halda einn góðan fund. Við hefðum nú bara gaman af því að hitta Bubba og fleiri og ræða málin. Fara yfir hlutina og ræða hvað það er sem sem stendur út af.“ Deilt um útboðið Í DV fyrir skömmu gagnrýndi Ingólf- ur Arnarson eigandi HljóðX hljóð- kerfi Hörpunnar og hvernig hefði verið staðið að útboði þess. Hann gagnrýndi að fyrirtækið Exton hefði verið ráðgefandi í vali á kerfi og hefði síðan tekið þátt í útboðinu sjálfu. Ex- ton þótti svo eiga hagstæðasta til- boðið og var hljóðkerfið keypt af því. Þá taldi hann það svipað að banna meðlimum Sinfóníuhljómsveitar- innar að nota sín eigin hljóðfæri og að banna öðrum listamönnum að nota þann búnað sem þeir kjósa. Höskuldur segir gagnrýni á kerfið aðallega hafa komið úr einni átt og almennt hafi verið mikil ánægja með hljóðkerfið. „Við vorum með sér- fræðinga á okkar snærum, erlenda sérfræðinga sem og íslenska og þetta kerfi varð ofan á. Við höfum ekki heyrt annað en að flestir séu sáttir. Þessi gagnrýni hefur mest öll kom- ið úr einni átt og ég held að hluti af þeirri skýringu séu viðskiptaleg sjón- armið. Ég skynja þetta þannig að það sé ákveðið svekkelsi í gangi hjá þeim aðila sem barðist um að fá útboð- ið á sínum tíma og varð undir. Eins og gengur og gerist í viðskiptum. Út- boðið samanstendur af verði, gæð- um og þjónustu og sá aðili sem þótti uppfylla allar þessar kröfur hvað best varð fyrir valinu.“ Góðir og slæmir dómar Bæði erlendis og hér heima hafa birst góðir dómar um hljóm Hörpu. Til dæmis lofsöng Jónas Sen gagn- rýnandi Fréttblaðsins hljómburðinn á opnunartónleikunum sem hann gaf fimm stjörnur. Um rokk- eða poppkafla þeirra sagði hann meðal annars: „Það verður að segjast eins og er að rokkið hljómaði alveg frá- bærlega í salnum! Bassinn var ein- staklega hljómmikill og breiður, og tónarnir fyrir ofan tærir og fallegir.“ En gangrýnin hefur líka verið neikvæð og er ekki bara komin frá Bubba eða GusGus. Til dæmis hefur Franz Gunnarsson tónlistarmaður talað um lélegan hljóm á HAM-tón- leikum á bloggi sínu. Þá birtist annar dómur í Fréttablaðinu eftir Jónas Sen um tónleika Ojos de brujo. Þar sagði hann meðal annars: „Ég var ekki ánægður með hljóminn í Silfurberg- inu [...] Miðað við alla peningana sem lagðir hafa verið í Hörpu þá trúi ég ekki að hljóðkerfið þar sé lélegt. Nei, sennilega var hljóðstjórnin bara ekki nógu góð. Bassinn var leiðinlega mattur; efsta tónsviðið ekki nægi- lega tært og klingjandi.“ Þessi lýsing Jónasar passar við þá gagnrýni sem Birgir Þórarinsson úr GusGus hefur sett fram á Meyer-hljóðkerfið sem er í öllum sölum Hörpu. Ingvar Jónsson tæknistjóri hljóð- stjórnar í Hörpu segir að umræðan um kerfið hafi almennt verið á lágu plani og að hann hafi ekki enn heyrt nein fagleg rök um að kerfið sé ekki nægilega gott. „Ég gef lítið fyrir þá gagnrýni að þetta kerfi henti ekki ákveðinni tónlist. Hljóðkerfi hlýt- ur að eiga vera þannig að það skili bara eins hreinum og ólituðum tóni og hægt er. Það á ekki að lita tóninn neitt. Það hlýtur þá að vera algjör- lega hljóðmannsins sem er að stýra þeim viðburði hverju sinni að blanda hljóminn að smekk hljómsveitarinn- ar eða þess listamanns sem kemur fram. Þannig að hljóðkerfið hlýtur að vera hlutlaust í því máli. Það skiptir engu máli hvaða miða þú setur fram- an á grillið á hátölurunum. Hljóma- ður hverrar hljómsveitar vinnur svo að því að ná fram þeim hljómi sem hann vill.“ Engin tæknileg rök En geta mismunandi vörumerki ekki skilað mismunandi gæðum að mati Ingvars? „Auðvitað er það þannig en markmiðið er alltaf það sama. Það er bara spurning hvaða aðferð menn nota við að ná því markmiði. Þessi umræða hefur ekki verið á nein- um tæknilegum grundvelli. Það eru engin tæknileg rök sem liggja þarna að baki. Þetta er huglægt mat fólks á einhverjum hljómi. Það er hljóð- mannsins eða hljómsveitarinnar hverju sinni að ná því fram.“ Líkt og komið hefur fram var Gus- Gus neitað um að setja upp sitt eigið hljóðkerfi í húsinu og Ingvar kærir sig lítið um að taka þátt í þeirri um- ræðu þar sem hún sé í raun ekki á tæknilegum grundvelli sem snýr að hans sérfræðiþekkingu. „Þetta er í raun eins og með hvert annað fyrir- tæki sem á búnað. Þetta fyrirtæki er að reyna ná inn tekjum á sinn bún- að. Rekstarfélag Hörpu reynir að fá tekjur inn á þann búnað sem það er búið að kaupa og það er ekkert óeðli- legt við það.“ Ingvar segir að það sé allur gangur á því úti í heimi hvort að hús af þessu tagi noti sín eigin kerfi eða ekki. „Oft eru kerfi til staðar og stundum eru engin kerfi. Sum hús eru jafnvel með samninga við nokkrar mismunandi leigur og listamenn geta þá valið. Stundum eru bara alls engin kerfi og listamenn sjá alfarið um þetta sjálfir. Það er allt til og ég hef persónulega lent í öllum þessum aðstæðum og það er engin algild regla fyrir því.“ Skilmálar í skoðun Steinunn Birna Ragnarsdóttir, tón- listarstjóri Hörpu, segir ranghermt að húsið sé ekki ætlað fyrir allar tegundir tónlistar eins og sjá megi á bókunum þess. Annað sem hef- ur mikið verið rætt eru þeir skilmál- ar sem tónlistarmönnum eru settir vegna tónleikahalds í húsinu. Stein- unn segir þá í endurskoðun. „Skilmálar Hörpu eru í endur- skoðun eftir margar verðugar ábend- ingar frá tónlistarmönnum. Eins og komið hefur fram er fyrirmynd þeirra frá öðrum tónlistarhúsum erlend- is þar sem sambærilegt hús hefur aldrei verið til á landinu. Aldrei hef- ur staðið annað til hjá stjórnendum hússins en að gera þessa skilmála aðgengilega fyrir tónlistarmenn um leið og hagsmuna hússins er gætt. Rík ábyrgð fylgir því að tryggja að sú mikla fjárfesting sem húsið er skili viðunandi rekstrarafkomu.“ Þá segir Steinunn að stjórnendur hafi ekkert leyfi til að niðurgreiða til ákveðinna aðila tónleikaaðstöðu sem er í beinni samkeppni við þá tónleikastaði sem hingað til hafa sinnt þessum viðburðum. Ekki leitað að fíkniefnum Gerðar hafa verið athugasemdir við svokallaða leitarskilmála Hörpunn- ar en Steinunn segir þá hafa verið ranglega túlkaða. „Einn þeirra skil- mála sem tekinn hefur verið úr sam- hengi og mistúlkaður er svokallað leitarákvæði, en það lýtur að því að heimila yfirvöldum vopna- eða sprengjuleit. Til dæmis getur það átt við þegar öryggisstig hússins er hækkað vegna stórra viðburða eins og til dæmis þings Norðurlandaráðs þegar allir forsætisráðherrar land- anna eru saman komnir í húsinu í einu. Þarna er alls ekki átt við fíkni- efnaleit þótt einhverjir hafi kosið að túlka það þannig. Þá óskar Steinunn þess að mál- efnalegum rökum sé beitt í þeirri umræðu sem á sér stað. „Það er sjálfsagt að koma með ábending- ar og leyfa ólíkum sjónarmiðum að hljóma. En það er ansi hvimleið sú klisja að þeir sem kunna að meta sígilda tónlist hljóti að vera einhver einangruð „elíta“. Eða eins og einn ágætur söngvari sagði eftir opnun- arhelgi Hörpu sem var afar fjölsótt: „Skrýtið með þessa elítu á Íslandi, hún er alveg 35.000 manns.“ Mig grunar raunar að hún sé miklu stærri því margir kunna að meta ólíkar tón- listarstefnur og það er óþarfi að tefla þessu fólki gegn hvert öðru sem ein- hverjum andstæðingum. Tónlistar- unnendur eru bara venjulegt fólk og vill einmitt sækja fjölbreytta viðburði og kynnast ólíkum listamönnum í tónlistarhúsinu okkar allra.“ Klassíkin ríkjandi Þegar skoðað er hvað er framundan á dagskrá Hörpu kemur í ljós að 12 af 19 viðburðum eru klassík, tveir flokkast undir popp og fimm flokkast undir annað eða falla þar á milli. DV flokkar dagskrána eftir klassík, poppi og svo það sem fellur þar á milli eða er blanda af hvoru tveggja. Ef skoðuð er dagskráin frá opnun sést að klass- ískir viðburðir eru 23, poppviðburð- ir eru sex og viðburðir sem flokkast undir annað/blandað eru 19 talsins. Af þeim 19 eru átta sem eru bland af poppi og klassík eða með klassísku ívafi. Á þessum tölum einum og sér er ljóst að klassík hefur verið ráðandi í Hörpu það sem af er. Popp er í tölu- verðum minnihluta en nokkuð fjöl- breytt úrval er af tónlist og viðburð- um sem falla þarna á milli. asgeir@dv.is Bubbi Ætlar ekki að spila í Hörpu fyrr en skipt hefur verið um stjórn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.