Dagblaðið Vísir - DV - 23.03.2012, Page 34

Dagblaðið Vísir - DV - 23.03.2012, Page 34
34 Brúðkaup 23.–25. mars 2012 Helgarblað Kjóllinn speglar persónuleikann Þ egar kirkja og prestur hafa verið pöntuð fyrir stóra daginn er ekki seinna vænna að huga að brúðarkjólnum. Hér á landi er hægt að leigja kjóla á hinum ýmsu brúðarkjólaleigum en margar konur kjósa að láta sauma á sig kjól fyrir þennan stóra dag. Steinunn Sigurðardóttir fatahönnuður hefur saumað marga brúðarkjóla í gegnum tíðina og segir mikilvægt að brúðinni líði vel í kjólnum. Við skoðum nokkrar mismunandi gerðir kjóla eftir tímabilum og frægum tískufyrirmyndum og spjöllum við Steinunni um hvað sé farsælast þegar kemur að því að klæða sig upp fyrir stóra daginn en sjálf gifti hún sig í svartri, fínlegri móhárpeysu, svörtu pilsi með svartan hatt úr eigin smiðju. Persónulegt ferli „Mikilvægast er að brúðinni líði vel í kjólnum eða því sem hún velur að klæðast á brúðkaupsdaginn. Þegar ég sauma brúðarkjól þá sný ég svolítið við ferlinu, mín fagurfræði skiptir ekki máli heldur brúðarinnar. Ég er bara til aðstoðar. Ég spjalla við brúðina um hvað henni finnst fallegast og hjartnæmast í lífinu, hvernig snið hún kýs helst og hvernig fatnaður henni finnst best lýsa sér, ég fæ stundum alls konar myndir sem ég vinn með og þetta er skemmtilegt og persónulegt ferli.“ Steinunn segist finnast margar konur eiga sér draum um hvernig þær vilja vera á brúðkaupsdaginn, sá draumur hafi fengið að þróast með þeim árum saman. „Kjóllinn endurspeglar þeirra eigin fagurfræði, persónuleika og hvað þeim finnst þær standa fyrir.“ Í svörtu með hatt Steinunn hannaði sjálf eigin brúðarfatnað og hann var með óhefðbundnu sniði. Svartur og úr ull og satíni. Brúðarklæðin urðu jú að vera hlý því hún gifti sig í 18 stiga frosti á Þingvöllum. „Þetta var viðamikið og svolítið rússneskt þema, ég gifti mig í peysu, með sérsaumuðu satínpilsi, með svarta hanska og stóran svartan hatt sem stóð beint upp í loftið. Ég prjónaði móhárpeysuna og bjó til í hana fallegt blúndumynstur og svo var ég meira að segja í prjónuðum ullarnærfötum frá Prada undir og háum sokkum upp á mið læri. Þetta var mín aðferðarfræði. Þetta var ég og mín fagurfræði fyrir sjálfa mig. Þannig á það að vera.“ kristjana@dv.is Tískusveiflur skipta engu máli, konur velja sér kjóla frá öllum tímabilum tískunnar eftir eigin persónulega stíl. Steinunn Sigurðardóttir gifti sig sjálf í svartri ull frá toppi til táar og segir mikilvægast að konan velji sér kjól eftir hjartans lyst. Rókókódrama Blúndur og drama þar sem áhersla er lögð á mjaðmir og brjóst. Minnir á glæsta kjóla úr hirð Marie Antoinette. Hentar konum með perulaga vöxt. Ines Di Santo-kjóll: Lola. Art Deco Skásniðinn satínkjóll, einfaldur og glæsilegur í anda grískra gyðja. Hentar vel grönnum konum með mjótt mitti. Kjóll frá Peter Langner Tjútt í anda þriðja áratugar Glimmer og lágt mitti, í anda þriðja áratugarins. Létt efni og glamúr sem er gerður til þess að tjútta í. Kjóll frá Caroline Herrera Hollywood-glamúr Dömuleg snið – þröngir í mittið. Brúðarkjólar í anda Grace Kelly þar sem glæsileikinn er hátíðlegur og jafnvel ríkmannlegur. Kjóll: Oscar de la Renta Mod-tímabilið og sjötti áratugurinn Langar ermar og kjólar í einföldum sniðum fyrir ofan hné. Stutt og sætt. Aspen frá Simple Silhouettes Diskó Þessi kjólsamfesting ur minnir á Bee Gees, hvítt og flegið og í anda diskótímabilsins. Donna Karan Tjullað pönk Á níunda áratugnum var tjullið allsráðandi. Hvort sem það flæddi marga metra í anda Díönu prinsessu eða var pönkað og stelpulegt og jafnvel í skærum litum. Fallegar greiðslur Hárgreiðslan á brúðkaupsdeginum vefst fyrir mörgum. Afbragðsráð er að leita á náðir hugmyndasíðunnar pinterest.com. Þar er hægt að leita eftir leitarorðum og fjölmargar íðilfagrar greiðslur að finna sem henta stóra deginum. Hattaþema Það lífgar strax upp á veisluna sé gestum gert að mæta með hatt. Ungum sem öldnum finnst gaman að skreyta sig á óhefðbundinn hátt og myndatökur af veisluhaldinu verða í fjörlegra og litríkara lagi. Góðar kveðjur á skóna Brúðarskóna geyma flestir og halda upp á. Góð hugmynd er að leyfa vel völdum gestum að skrifa fallegar kveðjur til brúðhjónanna á sóla skónna ef þeir eru til þess fallnir. Þá má hengja þá upp til heilla.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.